Fréttablaðið - 23.12.2008, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 23.12.2008, Blaðsíða 4
4 23. desember 2008 ÞRIÐJUDAGUR LÖGREGLUMÁL Tæplega fertugur Íslendingur situr nú í gæsluvarð- haldi í Pattaya í Taílandi eftir að lögreglan handtók hann með amfetamín í fórum sínum. Maðurinn var í leigubíl þegar lögreglunni barst til eyrna að hann væri með fíkniefni á sér. Þegar maðurinn sá lögregluna tók hann töflurnar og tróð þeim upp í munninn. Lögreglan reyndi að ná þeim út úr honum, en honum tókst að gleypa þær. Þegar á lögreglustöðina var komið sat maðurinn og steinþagði hvernig sem á hann var yrt. Þvagsýni sem þá var tekið úr honum sýndi að hann hafði neytt amfetamíns. - jss Handtekinn í Taílandi: Gleypti eiturlyf í leigubílnum VIÐSKIPTI Samkeppniseftirlitið gerir athugasemdir við fyrirhug- aðan samruna Árvakurs og 365 miðla. Verið er að skoða athuga- semdir og vinna að svari, segir Ari Edwald, forstjóri 365 miðla. Samkomulag um að 365 miðlar renni inn í Árvakur, útgáfufélag Morgunblaðsins, er háð samþykki Samkeppniseftirlitsins. Páll Gunn- ar Pálsson, forstjóri eftirlitsins, staðfestir að málið sé enn til með- ferðar. Beðið sé upplýsinga frá Árvakri og 365 miðlum, sem gefa meðal annars út Fréttablaðið. Ari segir að alltaf hafi legið fyrir að Samkeppniseftirlitið myndi setja skilyrði fyrir slíkum samruna. Þá þurfi að meta skil- yrðin út frá því hvað vinnist við samrunann. Svör 365 miðla og Árvakurs verði líklega ekki send fyrr en eftir áramót. „Því fyrr sem við getum unnið úr þeim hug- myndum sem Samkeppniseftirlit- ið hefur í sambandi við þetta mál og svarað, því fyrr fáum við niður- stöðu í þetta mál,“ segir Ari. Fréttablaðið hefur verið prent- að í Landsprenti, prentsmiðju Árvakurs, frá því á föstudag. Ari segir það ekki tengjast fyrirhug- uðu samstarfi. Staðan á pappírs- birgðum Ísafoldarprentsmiðju sé með þeim hætti að rétt hafi þótt að semja um tímabundna prentun hjá Landsprenti. Fréttablaðið hafi nokkrum sinnum áður verið prent- að þar þegar það hafi hentað. - bj Samkeppniseftirlitið gerir athugasemdir við samruna 365 miðla og Árvakurs: Unnið að svari til eftirlitsins PRENTUN Fréttablaðið hefur verið prent- að í prentsmiðju Árvakurs undanfarna daga sökum slæmrar stöðu á pappírs- birgðum Ísafoldarprentsmiðju, segir Ari Edwald, forstjóri 365 miðla. VEÐURSPÁ HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. Alicante Amsterdam Basel Berlín Billund Eindhoven Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London New York Orlando Ósló París Róm Stokkhólmur 16° 9° 5° 4° 7° 9° 7° 6° 3° 5° 20° 11° 0° 22° -2° 9° 14° 1° 4 4 4 3 2 5 5 6 6 5 1 18 15 10 8 13 8 15 8 16 20 10 AÐFANGADAGUR JÓLA 10-15 m/s JÓLADAGUR 13-20 m/s vestan til annars 8-13 m/s 6 7 VÆTUSÖM JÓL SUNNAN OG VESTAN TIL Það er runnin upp Þor- láksmessa. Hún verður hvöss norðvestan til í dag en í kvöld verður víða sunnanstormur á vestanverðu landinu og á miðhálendinu. Það er aðfangadagslægðin sem þá verður að störfum. Í fyrramálið verður all- hvöss suðvestanátt með talsverðri rigningu sunn- an og vestan til. Verulega dregur úr úrkomu eftir hádegi á morgun og lægir heldur þótt víða verði strekkingur. 3 0 -2 43 6 78 Sigurður Þ. Ragnarsson veður- fræðingur Fjárhagsáætlun frestað Borgarráð hefur samþykkt að fresta afgreiðslu fjárhagsáætlunar Reykjavík- urborgar. Síðari umræða og afgreiðsla mun fara fram á fundi borgarstjórnar 6. janúar á næsta ári. REYKJAVÍKURBORG ALÞINGI Ríkissjóður verður rekinn með meiri halla á næsta ári en dæmi eru um í seinni tíð. Gjöld ríkisins verða 154 milljörðum króna hærri en tekjurnar. Þegar fjárlagafrumvarpið var lagt fram 1. október var gert ráð fyrir rúm- lega 60 milljarða króna halla. Við hrun bankanna og efnahagsþreng- ingarnar hefur gatið stækkað um næstum 100 milljarða króna. Árni M. Mathiesen fjármálaráð- herra sagði við atkvæðagreiðslu fjárlaganna í gærkvöldi að líklega væri afstaðin fjárlagavinna sú erfiðasta í sögunni. Þegar frumvarpið var lagt fram í október lýstu stjórnarandstæð- ingar því strax yfir að forsendur þess hefðu brostið um leið og það kom úr prentun. Þó ekki hafi þeir séð fyrir hrun bankanna og aðra óáran höfðu þeir rétt fyrir sér. Frumvarpið þurfti því svo gott sem að vinna upp á nýtt. Raun- verulegar forsendur breyttust sem og nauðsynlegar þjóðhags- spár. Stjórnarandstaðan mótmælti allar götur síðan vinnubrögðum ríkisstjórnarinnar sem stýrði fjár- lagavinnunni þar til alveg undir það síðasta. Var þess krafist allt til síðustu stundar að afgreiðslu fjár- laga yrði frestað, gerðar yrðu nauðsynlegar ráðstafanir til að halda ríkisrekstrinum áfram og nýtt frumvarp yrði unnið fyrir miðjan febrúar. Stjórnarflokkarnir fóru aðra leið, þeir samþykktu fjárlögin. Engu að síður er þeim ljóst sú mikla óvissa sem einkenna mun efnahagslíf næsta árs. Fjáraukalög ársins 2008 voru einnig samþykkt í gær. Breyta þau áður samþykktum fjárlögum um 45 milljarða króna. Við frestun þingfunda í gær- kvöldi upplýsti Sturla Böðvarsson þingforseti að til athugunar væri á hans á vegum að fækka fasta- nefndum Alþingis úr tólf í sjö. bjorn@frettabladid.is Fjárlagahalli upp á 154 milljarða króna Fjárlög voru samþykkt í gær þó mikil óvissa ríki um forsendur. Fjáraukalög skekkja fjárlög þessa árs um 45 milljarða. Þingforseti vill fækka fastanefndum. LESIÐ, HLUSTAÐ, HUGSAÐ Óvenju margir voru í þingsalnum í gær. Þar eru stundum bara fjórir. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA EFNAHAGSMÁL Hópur manna mætti á Bessastaði í gær og hvatti Ólaf Ragnar Grímsson forseta til að skrifa ekki undir fjárlög frá Alþingi. Forsetinn bauð fólkinu upp á heitt súkkulaði og ræddi við það drykklanga stund, hátt í 40 mínútur. Fyrir utan fjárlögin bar á góma þátt forsetans í útrásinni síðustu ár. Að því loknu kvöddu gestirnir en sögðu svör forsetans hafa verið fremur fátækleg. Ekki fæst uppgefið hvort Ólafur Ragnar ætlar að verða við beiðni fólksins, því hann hefur þá starfsreglu að tjá sig ekki um frumvörp sem eru til umræðu á Alþingi. - kóþ Mótmælt við Bessastaði: Forsetinn bauð upp á kaffi ALÞINGI Edda Heiðrún Backman, leikkona og leikstjóri, er ný í hópi listamanna sem njóta heiðurs- launa Alþingis. 29 listamenn fá slík heiðurslaun sem nema 150 þúsund krónum á mánuði. - bþs Heiðurslaun listamanna: Edda Heiðrún fær heiðurslaun ÞAU FÁ HEIÐURSLAUN Auk Eddu Heiðrúnar Atli Heimir Sveinsson Ásgerður Búadóttir Erró Fríða Á. Sigurðardóttir Guðbergur Bergsson Guðmunda Elíasdóttir Gunnar Eyjólfsson Hannes Pétursson Herdís Þorvaldsdóttir Jóhann Hjálmarsson Jón Nordal Jón Sigurbjörnsson Jón Þórarinsson Jónas Ingimundarson Jórunn Viðar Kristbjörg Kjeld Kristján Davíðsson Magnús Pálsson Matthías Johannessen Megas Róbert Arnfinnsson Thor Vilhjálmsson Vigdís Grímsdóttir Vilborg Dagbjartsdóttir Þorbjörg Höskuldsdóttir Þorsteinn frá Hamri Þráinn Bertelsson Þuríður Pálsdóttir Tjaldsjúkrahús til Tsjad Norðmenn hafa ákveðið að senda tjaldsjúkrahús til Tsjad ásamt 150 starfsmönnum. Um 1,2 milljónir flóttamanna eru í Tsjad. NOREGUR VERSLUN „Það er ákveðinn hópur fólks sem borðar alltaf skötu á Þorláksmessu. Skötusalan er því svipuð og síðustu ár en humar og rækjur seljast ekki neitt,“ segir Geir Vilhjálmsson, einn eigenda fiskbúðarinnar Hafbergs við Gnoðarvog í Reykjavík. Geir segir greinilegt að viðskiptavinir horfi meira í aurinn en áður. „Mér sýnist vera mikið um það að fólk slái saman fyrir matnum í skötuveislunum í ár,“ segir Geir. - kg Slegið saman í skötuveislur: Svipuð skötu- sala og í fyrra BRUGÐIÐ Á LEIK Algengt er að fólk slái saman í skötuveisluna þetta árið. GENGIÐ 22.12.2008 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 217,5214 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 121,19 121,77 179,01 179,89 169,95 170,91 22,801 22,935 17,291 17,393 15,602 15,694 1,3464 1,3542 187,14 188,26 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.