Tíminn - 25.07.1982, Síða 5
SUNNUDAGUR 25. JÚLÍ 1982.
5
LOGANDI RAUÐUM
ævir fjögurra drykkjumanna í skáldastétt
■ Nei, þetta er engin venjuleg ruslakompa á bak við hurðina þá arna: Hér undir
lágreistri súð í „Fjalakettinum" við Aðalstræti, stóð dánarbeður Sigurðar Breiðfjörð
að því best er vitað. Hér mun hann hafa ort svanasöng sinn árið 1846: „Sál mín þú
líkjast svani skalt þeim hvíta.“ (Ljósra. Ari Kárason).
„Þá var annað þegar í ranni Dana
dansa vann við drósimar
og dægur fann þar ununar.“
í Kaupmannahöfn kynntist hann
nýjum skáldskaparstraumum sem
seinna áttu eftir að setja mark sitt á
skáldskap hans. En eftir fjögurra ára
útivist hélt hann á ný til íslands.
Sú iðn sem hann hafði lært leiddi
sjálfkrafa til þess að húsbændur hans
urðu kaupmenn og faktorar, danskir og
íslenskir og skemmtistaðirnir búðarhol-
urnar með brennivínstunnum og leka-
byttu, dramblátum verslunarþjónum og
þyrstum sjómönnum.
Hann kom til íslands árið 1818 og
gerðist beykir á ísafirði. Innan stundar
var hann orðinn kunnur þar fyrir
kveðskap sinn, en hann var ekki
illskældinn og orti sjaldan níð um menn.
Þó á hann að hafa drepið þar danska tík,
svarta, sem honum var mjög illa við með
því að ljóða á hana. Var því trúað á eftir
að hann væri kraftaskáld. Þegar á
ísafirði safnaði hann skuldum vegna
drykkjuskapar síns og sá klafi átti eftir
að fylgja honum æ síðan.
Frá ísafirði lá leiðin til Stykkishólms
og þá til Reykjavíkur. Þaðan vildi hann
komast til Vestmannaeyja í beykisstarf,
en fékk ekki fararleyfi vegna skulda
sinna. Sneri hann sig út úr því með að
selja jarðarpart vestra úr föðurleifð
sinni, sem þá mun annars hafa verið að
heita alveg upp urin.
Hjónaband
Sigurður Breiðfjörð varð skjótt þekkt-
ur í Eyjum sem annars staðar, bæði
vegna skáldgáfu sinnar og ofdrykkju og
enn lá það orð á hver kvennamaður
hann væri. Hann var nú 26 ára að aldri
og reyndist mikill fagnaðarauki í
samkvæmislífinu, meðan hann var í
Eyjum. Hann orti að sjálfsögðu for-
mannavísur Vestmannaeyinga og lagð-
ist með tveimur konum og átti barn með
báðum á sama árinu. Þegar fé þraut voru
jafnan nógir að víkja að honum staupi
eða bita fyrir góða vísu.
í Vestmannaeyjum kvæntist hann
Sigríði nokkurri Nikulásdóttur og átti
við henni bam. Gengu þau í heilagt
hjónaband árið 1826. Staða hins ráð-
setta manns átti þó ekki við skáldið og
1828 flyst hann frá Eyjum og skildi
konuna eftir. Þjóðsagan sagði að hann
hefði selt hana fyrir danskan hund! En
ekki var bitið úr nálinni með hjónaband-
ið, þótt svo færi að Sigríði sæi hann ekki
framar.
Grænlandsför
Um þetta leyti mátti taka einskonar
„pungapróf" í lögum frá Kaupmanna-
hafnarháskóla og fengu sumir sýslu-
mannsembætti á íslandi út á slíkt próf.
Datt nú Sigurði í hug að sigla á ný og
gerast máske sýslumaður á íslandi að
því loknu. Fyrirætlunin virðist óðs
manns æði og engum nema þeim sem
gæddur var ímyndunarafli skáldsins gat
dottið slík fásinna í hug. Sigldi Sigurður
með haustskipi 1830.
Var fyrsta verk Sigurðar að kaupa sér
bláan klæðisfrakka, sem var búningur
menntamanna á þeirri tíð, en það varð
líka eini árangur hans af menntaförinni.
Hann hraktist senn út úr húsi hjá
matmóður sinni Möngu kerlingu í Lille
Regnegade og það við illan orðstír.
Fékk hann þá leigt hjá brennivínssala
einum og varð þar ölteiti mikið og
fagnaður. Þar naut skáldið ástar og
unaðar hjá Stínu vinnustúlku, sem var
„mjúklyndasta píka.“ En um jólin var
vasinn tómur, brennivínssalinn rak hann
á dyr og tók af honum bláa frakkann
upp í skuld. Þá tók vergjörn dönsk ekkja
skáldið að sér og þáði líkamsyl hans upp
í húsaleigu og fæðispeninga. En svo var
ekkjunni úthýst vegna vangreiðslu á
húsaleigu og skildi þar með þeim. Það
var því ekki að undra að maður svo mjög
á vonarvöl leitaði örþrifaráða og um
vorið réðst hann sem beykir til
Grænlands.
Líklega eru Grænlandsárin flestum
best kunn af æviárum Sigurðar og þeirra
skal lítt getið hér. Þar komst hann í
marga harða raun, en leið líka á ýmsan
hátt betur en nokkru sinni síðar og á
Grænlandi orti hann margt það besta
sem eftir hann liggur. Hann átti að segja
Grænlendingum til við hákarlaveiðar
ásamt beykisstarfanum og mun hafa gert
það, - veiddi m.a. 238 hákarla í einni
veiðiförinni á fimm dögum. Auðvitað
var brjóstbirtan með í þessari för sem
öðrum og urðu þar „6 rommflöskur
bráðkvaddar", eins og hann sjálfur segir.
Sigurður kom aftur til íslands 1834 og
sest að hjá frændum í Stykkishólmi.
Útlegð hans var lokið og hann gat aftur
vistað sig í þeim byggðum sem voru bæði
böl hans og sæla.
Tvíkvænismaðurinn
Sigurður Breiðfjörð var nú kominn
fast að fertugu, en ekki bar á öðru en
að konur gætu enn kveikt í honum. Því
var það að árið 1837 gengur hann að eiga
Kristínu nokkra IHugadóttur, sem þótt
hafði hættulegkarlmönnum, m.a. valdið
hjúskaparslitum. Gekk mikið á áður en
af giftingunni varð, því sterkur grunur
lék á um að hið fyrra hjónaband
Sigurðar væri enn í gildi. Var það
hugdjörfum kapellán, Jóhanni Bjama-
syni að þakka (eða kenna) að athöfnin
var framkvæmd og átti hann eftir að
missa fyrir kjól og kall. Þau Sigurður og
kona hans settust að á Grímsstöðum á
Snæfellsnesi og nutu þar ástarsælu
sinnar.
Hér verður fljótt farið yfir sögu:
Yfirheyrslur hófust í tvíkvænismáli
Sigurðar 1837, en málinu lauk 1838 í
júní, eftir langt málastapp, því Sigurður
þrætti fyrir réttinum, sór ranga eiða og
laug eins og hann mest mátti. Var hann
dæmdur til að hýðast þrisvar sinnum 27
vandarhöggum en Kristín var dæmd í
hafði aðeins ógreinilegar spnrnir af
þessu framtaki. í bréfum til hans út í
Sórey um veturinn reyndu þeir Brynjólf-
ur og Konráð með fimlegu móti að
rökstyða skaðsemi áfengisdrykkju og
gagnsemi bindindis. Settu þeir m.a.
saman skrá um það vínmagn sem til
íslands var flutt og það fé sem rann út
úr landinu vegna brennivínskaupa og
birtu þetta í Fjölni. Jónas hefur fylgst
með þessu öllu og skrifar Brynjólfi það
í janúarmánuði 1844 að hann hefði nú
ekki smakkað brenriivín um skeið. Varð
Brynjólfur yfir sig glaður, en Jónas tók
samt hinum postulllegu bindindisprédik-
unum fornvina sinna með semingi og
vantrú, jafnvel ertni. Hann skrifar
Brynjólfi 25. febrúar:
„Hvað hófsemdarfélaginu ykkar við-
víkur þá get ég gjarnan gert þér það til
eftirlætis að ganga í það, - þótt mér satt
að segja virðast þess konar félög hafa
eitthvað hjákátlegt spíðsborgarasnið á
sér. Þú getur sent mér reglumar ef þær
eru búnar og sýnishorn af skuldbinding-
unni, sem mér þykir sjálfsagt að verði
að vera skrifleg, svo félagið standi
lengur en hálfan mánuð í senn, - eins
og lekandafélögin í fyrra.“
En það er skemmst frá að segja að
Jónas stóð ekki lengi við þetta bindindis-
fésektir. Þá var hjónaband þeirra leyst
upp. Þau höfðu nú eignast barn, dreng,
sem Sigurður lét heita Jens Baggesen,
eftir uppáhaldsskáldi sínu dönsku. Það
var ömurleg athöfn þegar yfirvöld komu
að skrifa upp reiturnar á Grímsstöðum:
„2 spilkomur brotnar, kaffikvarnar-
garmur, rokkskrifli, tveir askar gamlir"
og fleira smávægilegt í þessum dúr.
Skuldir og veðbönd námu miklu meiru
en verði jarðarinnar og búsmuna.
Sigurður áfrýjaði héraðsdómnum til
landsyfirréttar og ávannst það að
vandarhöggunum var fækkað í 27 og
hjónabandið skyldi ekki ónýtast. Áfrýj-
aði Sigurður enn og er dómur Hæstarétt-
ar kom var hann mjög á líka lund og
dómur landsyfirréttar, en vardarhögg-
um fækkað í 20. Með konungsnáð var
loks hýðingardóminum breytt í 20
ríkisdala sekt. Allar eigur hans fóru í
málarekstur þennan og drengurinn Jens
Baggesen lést á fyrsja aldursári. Aftur
eignaðist hann dreng með Kristínu og
skírði hann sama nafni. En ást hcnnar
til hans fór nú dvínandi og var hún þreytt
orðin á þessu vandræðaskáldi, sem
aldrei virtist ætla að verða matvinnung-
ur. Þó mun nær sanni að meinleg örlög
hafi flæmt Sigurð frá Grímsstöðum, því
honum féll þar sjaldan verk úr hendi.
Fann hann nú sem áður helst huggun í
æskuvinkonu sinni, - flöskunni.
Endalokin í Reykjavík
Leiðin lá nú til Reykjavíkur. Þar
settust þau hjón að á Seltjarnarnesi og
síðar í Reykjavík, þótt þeim hefði
stranglega verið bönnuð þar búseta og
síðustu ár Sigurðar þar voru raunar
stöðugt þvarg við yfirvöld út af öllum
sköpuðum hlutum.
Árið sem Sigurður kom til Reykjavík-
ur að þessu sinni var þar fyrir í bænum
annað skáld sem svalt tíðum heilu
hungri eins og hann sjálfur og átti einnig
huggun í brennivíninu eins og hann. Það
var Jónas Hallgrímsson, en fundir þeirra
urðu fáir, því með þeim var fjandskap-
ur, vegna afstöðu til skáldskapar. Ekki
mun Sigurður þó hafa borið kinnroða
gagnvart háskólamanninum Jónasi, því
eftir Sigurð lágu nú átta prentaðar
bækur með kveðskap, en Jónas hafði
aðeins birt lítils háttar í tímaritum.
Árið 1842 á Sigurður í málaferlum við
E. Siemsen kaupmann, en hann hafði
brotið rúður í húsi hans, eftir að
kaupmaður hafði neitað að fara í búð
fyrir hann eftir brennivíni. Eftir langt
málaþóf játaði Sigurður brot sitt og bað
kaupmann fyrirgefningar, en hann
sættist á málið, gegn því að Sigurður
borgaði rúðumar og ómerkti gagnkæru
sem hann hafði sent á kaupmanninn, þar
heit sitt. Árið 1844-45 bjó hann mikið
einn að sínu og ort meir en áður, - hafði
verið náttúrufræðingur með Ijóðagerð í
hjáverkum, en gerðist nú skáld með
náttúrufræði í hjáverkum. Að dómi vina
hans lifði hann hættulegu lífi.
í eldinum logandi rauðum
Hannes Pétursson bendir á nokkur
erindi f kveðskap Jónasar sem virðast
benda til illra hugboða sem hann hafði
um það hvert ástríða hans kynni að leiða
hann. Þar á meðal er kvæðið „Einbú-
inn;“ en niðurlagsorð þess kvæðis eru
þessi:
„ég er einbúi nú
og ég á mér nú bú
í eldinum logandi rauðum.“
Merkingin sýnist auðskilin. Hannes
segir: „sá er löngum situr við drykkju“
á sér bú í eldinum logandi rauðum...Jón-
as kveðst búa einn í þessum eldslogum.
Hinir eiga sér aðrar leiðir.“
Það dró nú að leiðarlokum. Ofan-
greint erindi og ýmis önnur sem ekki eru
tilfærð hér sýna að það er síst ofsögn að
Jónas byggist við að stíga „hið dimma
fet“ er hann nefndi svo hvað úr hverju,
sem hann bar að hann hefði barið sig.
Árið eftir er Sigurður enn í lögreglu-
réttinum og nú er það ávísanafals sem á
hann er borið, -þ.e. að hann hefði tekið
án heimildar út í reikning annarra
manna. Sigurður lét vegna þessa þrefs
senda sér vottorð og ummæli bæði frá
Eyjum og af Snæfellsnesi, þar sem ýmsir
góðvinir hans báru honum hið besta
söguna og meðmælabréf átti hann frá
Sykurtoppnum á Grænlandi, þar sem
honum var hælt á hvert reipi. Var hann
kallaður á seðlum þessum „merkisskáld-
ið og gáfumaðurinn Sigurður Breið-
fjörð....“ „sá fluggáfaði, fjölhæfi, vel
upplýsti, verðugi ljóðasmiður“ og sitt-
hvað annað. Þessi gögn komu að
nokkrum notum, því dómurinn var ekki
harður eftir þeirra tíma mælikvarða.
Meðan hann beið dómsins fór hann
norður í land og það var á þeirri ferð
sem hann hitti skáldbróður sinn Bólu
Hjálmar og er fundur þeirra frægur
orðinn. Þá hitti hann Gísla fræðimann
Konráðsson í Húnavatnssýslu og tóku
Húnvetningar honum með afbrigðum
vel yfirleitt. Þessi ferð var líklega síðasti
ljósgeislinná ævi hans.
Sigurður Breiðfjörð var nú farinn að
fá reglulega flogaköst sem afleiðingu
ofdrykkjunnar og síðustu árin eru
nánast aðeins sjúkdómssaga drykkju-
mannsins. Sonur hans, Jens Baggesen,
fer stundum með honum í brennivínsút-
vegun fyrir föðurinn og í slíkum
leiðangri er það að Sigurður kastar fram
fyrriparti:
„Breiðfjörð kom í búðina
brennivíns að fala staup“
Drengurinn botnaði:
„Flösku rak í rúðuna,
rassskell átti að fá í kaup.“
Mikill fögnuður ríkti á heimilinu þetta
kvöld, enda talið að skáldgáfan hefði
fest rætur í brjósti Jens Baggesen.
Það var þann 21. júlí sem Sigurður
kvaddi þennan heim með brennivínskút-
inn sér við hlið og orðinn þó of veikur
til að halda brennivíninu niðri. Þetta
eitt hið ástsælasta skáld af íslcnskri
alþýðu fyrr og síðar beið svo vesælan
dauðdaga. Það var í kytrunni sem hann
dó f sem hann orti sinn svanasöng:
„Sál mín þú líkjast svani skalt þeim
hvita
er syngjandi að dauðans porti fer,
og hröð þér upp til himins Ijósa flýta,
hvar þúsund fegri söngvar mæta þér.“
- AM
þegar halla tók árinu 1844. Skáldskap-i
ur hans segir til um það. Og Konráð
Gíslason ber því einnig vitni. Hann ritar
til að skýra hvers vegna Jónas gerði
engum aðvart strax nóttina sem hann
fótbrotnaði í stiga heima hjá sér í Sankti
Pétursstræti, heldur beið morguns í
herbergi sínu: „Þegar inn var komið til
hans um morguninn og hann var spurður
hví hann hefði ekki kallað á neinn til
hjálpar, sagði hann að sér hefði þótt
óþarfi að gera neinum ónæði um
nóttina, af því hann vissi hvort sem væri
að hann gæti ekki lifað.“
Krufningarskýrsla læknanna á Frið-
riksspítala þar sem hann lá banaleguna
talar sínu máli. Meðal þess er líkskurð-
arhnífurinn leiddi í Ijós var alvarleg
sýking í lungum og lifur eftir „langvinna
áfengiseitrun."
- AM
■ Jónas Hallgrimsson: I.íkskurðarhnífurinn leiddi í Ijós eyðilögð liffæri af
drykkjuskap. Myndin er teiknuð af honum dánum.