Tíminn - 25.07.1982, Page 28

Tíminn - 25.07.1982, Page 28
SUNNUDAGUR 25. JÚLÍ 1982. ■ Hinrik VII - batt enda árósastriðin. ■ Þegar við skildum við þetta kynduga fyrirbæri, bresku konungsættina, fyrir réttri viku voru Túdorar komnir til valda eftir löng og ströng rósastríð: tilkall Hinriks sjöunda til hásætisins þótti að sönnu ekki á sterkum rökum reist en honum tókst að afla sér fylgis fjand- manna Ríkharð þriðja og Jórvíkurættar, varð kóngur 1485. Hann átti í stöðugu vesini til að byrja með, Jórvíkurslektið neitaði að láta af kröfum til konungstign- ar þótt Hinrik hefði gengið að eiga Elísabetu prinsessu þeirrar ættar, og nokkrum sinnum varð Hinrik að bæla niður vopnaðar uppreisnir. Það gekk bara vel og Hinrik treysti konungsvaldið allmjög í sessi; síðustu ár hans var friður í landinu og almennar framfarir svo enskir voru bara ánægðir með skiptin. Sonur Hinriks og nafni tók svo við að honum látnum 1509: Hinrik áttundi hafði reyndar átt að verða prestur en eldri bróðir hans, Artúr, lifði ekki föður sinn svo það varð aidrei af því að nafn Arturs riddarakóngs yrði endurreist í Bretaveldi. Er Hinrik áttundi tók við völdum var hann ekki nema sautján ára og gekk að eiga ekkju bróður síns, Katrínu af Aragón, en það var pólitískt brúðkaup til þess ætlað að styrkja bandalag Englendinga og Spánverja sem um þær mundir sóttu mjög í sig veðrið. Þjóðirnar fóru saman í stríð móti Frökkum og Hinriki fannst gaman í stríði en annars gekk á ýmsu í þessu bandalagi. Það voru að verða miklar breytingar í Evrópu með landafundum, nýlendusókn, fullnaðarendurreisn og uppgangi vísinda og Lúter var kominn á stjá. England Hinriks áttunda var til að byrja með heldur frítt við þessar breytingar og páfinn leit svo á að þar sem Hinrik var ætti hann hauk í horni. Voru þeir hinir bestu félagar og áttu í alls konar makki þar til Hinrik vildi fá sér nýja konu. Katrín af Aragón hafði aðeins alið honum einn son og sá dó sex vikna, þau áttu dótturina Maríu 1516 en tókst ekki að eignast fleiri börn. Hinrik syrgði mjög að eignast ekki son og fékk smám saman þá flugu í hausinn að ástæðan væri reiði guðs vegna þess að hann hefði gifst ekkju bróður síns. Hjónabandið væri varla löglegt. Og hann vildi skilja. Tólf fíngur og þrjú brjóst En þá sagði páfi nei takk. Klemens sjöundi, sem þá var páfi, var leppur Karls fimmta Habsborgara og frænda Katrínar og skilnaður kom því ekki til greina. Þrátt fyrir tilraunir Wolsey kardínála (sem Hinrik reyndi hvað eftir annað að gera að páfa) lét Vatíkanið sig ■ Anna - eignaðist sautján böm með afglapanum Georg Danaprins en ekkert þeirra lifði. ■ Hinrik VIII - kunnastur af konum sínum, öllum sex! ekki og þetta mál, ásamt siðbótarhreyf- ingum á Englandi, varð til þess að Hinrik sleit sambandi við páfadóm, kom á fót sinni eigin kirkju og skildi við Katrínu til að giftast Önnu Boleyn. Það var árið 1533. Anna Boleyn var furðufugl. Hún hafði sex fingur á hvorri hendi, sögð hafa þrjú stykki brjóst og var sökuð um galdra og annan ófögnuð. Hún hélt framhjá kónginum, eignaðist dótturina Elísabetu árið 1533 en engan son og var því hálshöggvin 1536. Nema hvað. Hinrik reyndi í þriðja sinn og giftist þá Jane Seymour. Hún þótti vænsta kona, enda ól hún manni sínum son 1537 og var skírður Játvarður. Hinrik var himinglaður en syrgði Jane Seymour aftur á móti mikið því hún dö af barnsförum. Til að styrkja bandalag sitt við mótmælendur í Þýskalandi giftist Hinrik í fjórða sinn árið 1540 Önnu frá Cleves en af henni hafði Holbein málað fallega mynd. Anna frá Cleves reyndist hins vegar ekki aðeins hundleiðinleg og heimsk heldur og forljót og Hinrik var fljótur að skilja við hana, nújjegar hann gat haft sína hentisemi. Kona númer fimm var Katrín Howard, ung og falleg og svo Iéttlynd að hún var hálshöggvin árið 1542. Þá var ein eftir, Katrín Parr, sem annaðist Hinrik síðustu árin og honum þótti vænt um. Hinrik lést árið 1547 og er sagður hafa lagt grunn að því Englandi sem þekkist enn í dag. Hann var röskur kóngur, stjórnsamur og duglegur, þó honum sæist ekki alltaf fyrir, en trúmálavesinið skildi hann eftir handa börnum sínum. Játvarður sonur hans sem tók við konungdómi níu ára gamall, Játvarður sjötti og söguhetja Heiðurspilts í hásæti eftir Mark Twain, réði auðvitað engu til að byrja með en hallaðist eftir því sem árin liðu á sveif með alhörðustu mótmælendum ríkisins og þegar hann vissi að hann var að deyja sex árum síðar reyndi hann að gera Jane Grey, dótturdóttur Hinriks sjöunda, að drottningu til að mótmælendatrú héldist í landinu. Það tókst aftur á móti ekki og María háifsystir Játvarðar tók við: Blóð-María. Hún var katólsk eins og móðir hennar og giftist Filipusi öðrum Spánarkóngi en það hjónaband var að vísu lítið nema nafnið tómt. í stjórnartíð Maríu urðu rækileg umskipti í landinu, siðbótarráðgjafar Játvarðar gerðir burt- rækir frá hirðinni en í staðinn komu katólikkar og fóru með þvílíkui offorsi að af því dregur María viðurnefni sitt: Blóð-. Hún lifði barasta ekki nógu lengi til að festa katólskuna aftur í sessi og er hún dó 1558 tók við systir hennar Elísabet sem reyndi að efla hina sjálfstæðu kirkju Englands og gera hana ■ Georg I - kunni ekki einu sinni ensku. ■ Játvarður VI - heiðurspiltur i Rá- sæti, skamma hríð. ■ Elísabet I - hitti aidrei Maríu Stúart en jariinn af Essex oft. ■ María I - kennd við blóð. óháða bæði púrítönum mótmælenda og katólikkum. Dillibossar Elísabetar Veldistími Elísabetar var langur og rómaður í Englandssögunni. England varð sífellt meira stórveldi á Evrópuvísu og sótti út á höfin eftir nýlendum og herfangi; Francis Drake og Walter Raleigh nutu um hríð óskiptrar hylli drottningar. Karlamál Elísabetar voru raunar ekki síður í sviðsljósinu en kvennamál föður hennar, hún sýndi engan lit á að giftast og viðhalda stofninum þó hún léti sér vel líka ýmsa dillibossa karlkynsins við hirðina og væri oft orðuð svo freklega við þennan eða En hún var einnig dugmikill stjórn- andi, rétt eins og faðir hennar, og hafði þar að auki hæfa menn sér við hlið. Það var í stjórnartíð Elísabetar sem sigrast var á flotanum ósigrandi og barist hingað og þangað um Evrópu og heimshöfin; England hafði yfirleitt betur. Þá eru kunnar deilur hennar og drottningarinnar yfir Skotlandi, Maríu Stúart, sem heimtaði hásætið í báðum löndunum undir sig en hafði ekki erindi sem erfiði. Elísabet lét sem kunnugt er handtaka hana eftir uppreisn í Skot- landi, hélt henni lengi í stofufangelsi og árið 1587 var María hálshöggvin fyrir hlut sinn í plotti gegn Elísabetu. Þær hittust aldrei þó líklega hafi þær sjaldan Lífvörðurinn ekki kynvillt- ur - heldur kóngurinn! Jakob, sem nú varð Jakob fyrsti yfir Englandi, vissi tímana tvenna. Það var órólegt starf að vera kóngur yfir Skotum og Jakobi hafði á unga aldri verið rænt af óvinum ættar sinnar en bjargað aftur og settur á konungsstól. Þegar til Englands kom var nú svo sem ekki miklu rólegra. Aðalsmennirnir og þingmennirnir voru linnulaust með uppsteyt gegn kóngi, þjóðin var klofin í margar fylkingar vegna trúarskoðana og grunnt á því góða milli flokkanna. Tengsl Englands við stórveldin í Evrópu voru upp og ofan og óteljandi stríð voru Æ, ÞETTA SLEKT! — Meira um kónga og drottningar á Bretlandi hinn að hjónaband var talið óhjákvæmi- legt. Robert Dudley lávarður, einn helsti ráðgjafi hennarframan af, var í mörg ár talinn vís drottningarmaður ef kona hans vildi vera svo góð að deyja - sem hún gerði, Amy Robsart, en við svo grunsamlegar aðstæður að eftir það var Dudley hollast að hafa sig ekki mjög í frammi. Fleiri vonbiðla mætti nefna: Hatton, Heneage, Francois Alencon og á efri árum hennar reyndi hinn ungi jarl af Essex að sjarmera hana upp úr skónum svo hann ætti fyrir skuldum. Elísabet giftist engum þeirra og naut þess að láta nefna sig „jómfrúar-drottn- inguna". Síðustu ár var hún sköllótt. ■ Georg II - dó é klósettinu, sprakk úr hxgðatregðu! vikið hvor annarri úr huga sér meðan báðar lifðu. Er Elísabet var orðin gömul og lúin og vissi sem var að enginn erfingi krúnunnar var beinlínis í sjónmáli hlaut hún hins vegar að fallast á tilkall Jakobs sjötta Skotakóngs og sonar Maríu Stúart til ensku krúnunnar, enda voru báðir foreldrar hans komnir af Margréti dóttur Hinriks sjöunda. Er Elísabet hafði ríkt í fjörutíuogfjögur ár gaf hún loks upp öndina, það var árið 1603, og Jakob Skotakóngur reið suður fagnandi og tók við konungstign á Englandi. Frá og með þessu ári voru England og Skotland, eitt þó erjur væru að vísu milli þjóðanna lengi enn. ■ Georg III - í áratug ráfaði hann geðsjúkur um hallarsalina og róflaði tóma vitleysu við sjálfan sig. háð á þessum árum sem öðrum. Jakob þótti gaman að vera kóngur og var viljugur að stjóma, samt þótti honum nú meira gaman að fara út að veiða, eða skemmta sér með vinum sínum. Þó svo Jakob hefði gift sig til að halda ættinni við var hann alræmdur kynvillingur og hefur því líklega ekki haft neitt á móti því að lífvörður hans væri þess sinnis líka! í trúmálum var hann mótmælandi og lét meðal annars vinna nýja þýðingu Biblíunnar, en hafði raunar duflað við djöflatrú á sínum yngri árum norður í Skotlandi. Hann reyndi samt að halda friðinn milli trúflokka, og tókst það að mestu. Hann er sagður hafa verið ■ Georg IV - lét varpa eiginkonu sinni á dyr við krýninguna.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.