Tíminn - 25.07.1982, Qupperneq 29

Tíminn - 25.07.1982, Qupperneq 29
SUNNUDAGUR 25. JÚLÍ 1982. 29 ■ Jakob I - kynvilltur og djöflatrúar í æsku. ■ Karl I - hálshöggvinn opinberlega. ■ Karl II - tók katólskt sakramenti á dánarbeði. hégómagjarn og mikill á lofti, þótti fátt skemmtilegra en að heyra sína eigin rödd segja spekingslega hluti en mun hafa verið fremur greindur, sem satt að segja er ekkert of algengt um Englands- kónga. Hann lést árið 1625 en hafði áður varað son sinn og erfinga við vaxandi valdi þingsins, sem alltaf hafði sig meira í frammi og vildi skera á völd konungs. Enda fór það svo að Karl fyrsti átti í langvinnum og hatrömmum deilum við þingið sem enduðu með því að braust út borgarastyrjöld 1642 milli konungssinna og þingsins. Stríðið var hart og langt, Karl hafði stundum betur en stundum verr og eftir því sem árin liðu hallaði á ógæfuhliðina. 1647 féll kóngur í hendur annar var nítján ára þegar faðir hans var tekinn af lífi og hafði þá einkum dvalist í Hollandi meðan borgarastríðið geis- aði. Eftir að Cromwell hafði tekið völdin á Englandi fór Karl til Skotlands og var þar krýndur konungur eftir nokkurt þref. Honum varð hins vegar ekkert ágegnt í skærum við heri Cromwells og það var ekki fyrr en Cromwell lést snemma árs 1660 og hófst mikil og blóðug barátta um hver skyldi vera eftirmaður hans sem Karl fékk raunveru- legt færi á að komast aftur til valda á Englandi. Þjóðin var náttúrlega orðin þreytt á konungsleysinu og ófriðnum í landinu, aukin heldur sem púrítanismi Cromwells og manna hans hafði mælst konungurinn sjálfur varð æ hrifnari af katólsku. Bróðir hans, hertoginn af Jórvík, var yfirlýstur katólikki og var almælt að Karl sjálfur væri bölvaður pápisti. Upp af þessu öllu saman spruttu svo næsta hefðbundnar deilur um valdsvið konungs og þings og hafði konungur sigur í bili. Karl var vinsæll með þjóð sinni og sættu jafnvel mótmælendur úr alþýðustétt sig við katólskar tilhneigingar hans.enda tók hann ekki katólska trú formlega fyrr en á dánarbeðinu 6. febrúar 1685. Hann var kvæntur en átti engin börn í hjónabandi svo að það var bróðir hans, fyrrnefndur hertogi af Jórvík, sem tók við stjórnar- taumunum eftir hans dag. óvina sinna sem stjórnað var af Thomas Fairfax og Oliver Cromwell. Hann slapp og hóf stríðið að nýju en var þá rúinn öllum stuðningi og var handtekinn á nýjan leik í janúar 1649. Hann var leiddur fyrir rétt sem hann neitaði að viðurkenna og var dæmdur til dauða fyrir ýmsar sakir. Hann var hálshöggv- inn opinberlega. Enginn kóngur í ellefu ár! í rúm ellefu ár höfðu Englendingar engan kóng! Karl sá sem síðar var númeraður afar illa fyrir með alþýðunni. Karli var þess vegna tekið tveim höndum og var krýndur Englandskóngur við hátíðlega athöfn í apríl 1661. I upphafi stjómartíðar hans voru það aðallega utanríkismál scm kröfðust athygli hans og brá svo við að Karl gerði bandalag við erkióvininn forna, Frakk- land, og fóru bæði löndin með stríði á hendur Hollendingum. Þetta mæltist illa fyrir í þinginu enda sátu þar mótmælend- ur í meirihluta og engir vinir Frakka. Þeir hölluðust á sveif með hinum mótmælendatrúar Hollendingum en Tveir þjóðhöfðingjar sam- tímis Hertoginn, sem varð Jakob konungur annar, var ákaflega umdeildur maður. Hann var sem fyrr sagði katólskur vel en umburðarlyndur gagnvart trú ann- arra og vildi algert jafnrétti þeirra mörgu trúflokka sem toguðust á um sálir enskra. Það var nokkuð sem þingið gat alls ekki hugsað sér, en þar sátu meðlimir Englands-kirkju í yfirgnæf- andi meirihluta og höfðu skömm bæði á katólikkum og hreinræktuðum mótmæl- endum. Þrátt fyrir deilur um þetta studdi ■ Vilhjálmur IV - heimskt, ruddalegt fífl. ■ Georg V - gerði ekkert til að bjarga frænda sínum, Rússakeisara. ■ Játvarður VII - spilum. sá þótti góður í ■ Jakob II - á pilsaveiðum í útlegðinni. þingið Jakob er uppreisnir voru gerðar gegn honum, en skömmu síðar kom til mikilla deilna. Jakob brást harkalega við og kom þjóðinni upp á móti sér; er drottning hans eignaðist son í júní 1688 var andstæðingum hans nóg boðið þar sem þeir sáu fram á katólska konungsætt um ófyrirsjáanlega framtíð. Reyndar töldu margir (ranglega) að fæðing sonarins væri blekking ein og til þess sett á svið að styrkja Jakob í sessi, svo að nokkrir valdamiklir aðilar höfðu sam- band við Vilhjálm af Óraníu, prins í Hollandi, og báðu hann um hjálp. Vilhjálmur var systursonur Jakobs og giftur dóttur hans, Maríu, svo hann þóttist hafa rétt til ríkis á Englandi og lenti með her á Suðvestur-Englandi í nóvember þetta sama ár. Hroki og kjánaskapur Jakobs hafði þá svipt hann öllum sínum helstu stuðningsmönnum og hann gerði varla tilraun til að verja hásætið. Eftir að hafa orrustu gegn Vilhjálmi í júlí 1690 lagði hann á flótta og bjó í Frakklandi til æviloka, 1701, alltaf á pilsaveiðum. Vilhjálmur þriðji og María önnur kona hans eru einu þjóðhöfðingjar Englands sem ríkt hafa saman og jafn rétthá formlega. Það var raunar Vil- hjálmur sem réði en María gerði sig ánægða með að „sjá um heimilið“, ef það er rétt til orða tekið um drottningu. Hún lést árið 1694 og Vilhjálmur þriðji fylgdi henni 1702. Hann þykir ekki með merkustu konungum Englands og mun hafa leiðst, var Hollendingur og megin- landsbúi að eðli og upplagi. En hann gerði engan skandal. Eftií dauða hans tók Anna, systir Maríu annarrar, við stjórnartaumunum, enda höfðu þau Vilhjálmur og María ekki eignast börn. Anna var drottning í tólf ár og er stjórnartíð hennar einkum minnst fyrir minnkandi völd þjóðhöfðingjans. Nú var kominn til sögunnar vísir að þeim stjórnmálaflokkum sem áttu eftir að láta mjög að sér kveða næstu áratugina og raunar aldirnar, annars vegar voru Tories og hins vegar Whigs, og staða aðalráðgjafa drottningar var á góðri leið með að þróast yfir í starf forsætisráð- herra. Þær breytingar urðu þó ekki fullkomnaðar fyrr en með næstu kon- ungsætt Bretlands, Hanover-ættinni. Þjóðverji verður konung- ur Englands! Anna drottning lést árið 1714 og skildi ekki eftir sig neinn erfingja. Það var ekki vegna þess hún hefði ekki reynt, með afglapanum manni sínum, Georg Dana- ■ Játvarður VIII - það vita nú allir hvað hann gerði. ■ Vilhjálmur III og María II - honum leiddist en hún sá um heimilið. prins, hafði hún eignast sautján börn en ekkert þeirra lifði lengi. Ættin sem komin var af Karli fyrsta dó því út með henni, nema hvað óskilgetinn sonur Jakobs annars gerði lengi tilkall til krúnunnar og síðan sonur hans á eftir honum. Á það var ekki hlustað og því þurfti að leita býsna langt til að finna nýjan kóng. Þannig var mál með vexti að systir Karls fyrsta, Elísabet, hafði verið gift Friðriki fimmta, fursta við Rín, og áttu þau dótturina Soffíu, sem aftur gekk að eiga Ernest Ágústus, Hanover-fursta. Nokkru áður en Anna drottning lést var því lýst yfir á Bretlandi að Soffía væri næst til ríkiserfða í landinu. Soffía dó nokkru á undan Önnu og þá var það sonur hennar, Georg Loðvík, sem næstur var í röðinni. Honum var boðið að koma til Bretlands og verða kóngur. Georg fyrsti var ekki beinlínis himinlifandi. Hann var þýskur í húð og hár og elskaði sitt dægilega Hanover- hérað, þar sem hann var einvaldur. Honum leist ekki meira en svo á að eiga að fara að stjórna Bretum sem frægir voru fyrir uppsteyt gegn kóngum sínum og vildu helst ekki leyfa þeim að ráða neinu. Enda var það fyrst og fremst til að auka virðingu sína meðal þýsku furstanna sem Georg samþykkti að verða kóngur á Bretlandseyjum, og fyrir sitt leyti var þjóðin ekkert yfir sig hrifin af því að fá yfir sig þennan þýska kóng. Og það kom líka fljótt í Ijós að hann var ekki sérlega mikilhæfur stjórnandi. Hann hafði lítinn áhuga á stjórnsýslu en því meira gaman af mat, hestum og konum, hann var feiminn, tortrygginn og kunni nánast enga ensku. Afleiðing þess var að þó að konungurinn tæki eftir sem áður flestar meiri háttar ákvarðanir í ríkinu þá færðist dagleg stjórnsýsla nær eingöngu í hendur ráðgjafa hans sem þingið var nú farið að krefjast þess að fá að skipa. Lokaði konu sína inni í 32 ár og drap elskhuga hennar Þótt Georg fyrsti hafi verið heldur óspennandi maður þá var einkalíf hans býsna fjörugt. Hann hafði gengið aðeiga hina fögru en gáfnasnauðu Soffíu Dóróteu af Celle meðan hann var enn í Hanover og Soffía, léttlynd sem hún var, varð fljótt leið á durtinum manninum sínum. Hún tók upp ástar- samband við sænskan ofursta, Filupus von Köningsmark, og ekki leið á löngu þar til Georg frétti af því. 1694 lét hann til skarar skríða. Von Köningsmark hvarf og sást aldrei framar; sagt var að ■ Georg V - en þessi? - hvað gerði hann?

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.