Tíminn - 25.07.1982, Qupperneq 30
30
SUNNUDAGUR 25. JÚLÍ 1982.
síðara. Altént batnaði Georg eftir mjög
hrottalega meðferð hvers kyns skottu-
lækna og hélt enn um stjórnartaumana
í áratugi. Það var ekki fyrr en um það
bil 1810 sem hann varð klikkaður fyrir
fullt og allt en þá var hann líka orðinn
mjög gamall. { heilan áratug var Georg
þriðji út úr heiminum, ráfaði um sali
hallarinnar klæddur slopp, röflaði við
sjálfan sig og hirti ekkert um útlit sitt.
Hann var eins og Lér.
Atvagl, fyllibytta, kvenna-
bósi og vingull
Þessi ár meðan Georg þriðji ráfaði um
dimma hallarsalina í Windsor fór sonur
hans með stjórnina og er Georg lést loks
1820 varð hann konungur. Georg fjórði
þótti á sínum tíma ákaflega efnilegur
ungur maður en hann fór illa með sig,
eins og sagt er. Hann var bæði gáfaður
og skemmtilegur og hafði svo sem alla
burði til þess að verða fyrirtaks kóngur,
el hann hefði haft einbeitni til þess. En
það hafði hann ekki; aftur á móti var
sagt að hann væri án nokkurs vafa besti
gamanleikari og eftirherma í Evrópu og
kom það ekki síst niður á aumingja
föður hans. Hann var sömuleiðis átvagl
og fyllibytta, kvennamaður og óáreiðan-
legur vingull. Hann var fitukeppur og
fór illa með fjölmargar ástkonur sínar.
Einni þeirra giftist hann, frú Fitzher-
bert, en það hjónaband var síðar lýst
ólöglegt af þinginu og George var
dauðfeginn. Hann var þá prins af Wales
og þurfti einhverja virðulega prinsessu
til að eignast afkomanda en ekki síður
til þess að fá meiri peninga hjá þinginu.
Án þess að hafa litið hana augum valdi
hann Karólínu af Brunswick en varð
fyrir iægilegum vonbrigðum þegar þau
hittust fyrst. „Mér líður ekki vel,“ voru
fyrstu orð hans við tilvonandi konu sína.
„Gerðu svo vel að færa mér glas af
brandí" Hún var heldur ekki hrifin af
því sem hún sá - „hann er mjög feitur
og ekki nærri eins fallegur og á
málverkinu." Við brúðkaupið var prins-
inn ofurölvi.
Fýla af prinsessunni af
Wales
Karólína var varla ákjósanleg prins-
essa af Wales. Hún var feit, gróf í fasi
og ruddaleg í talsmáta, hafði þar fyrir
utan ekki mikið fyrir því að þvo sér, svo
oftast var af henni fyla. Eftir að hún ól
dóttur Georgs í janúar 1796 bjuggu þau
ekki saman og Karólína var flestum
stundum á Ítalíu þar sem hún lifði í
„viðbjóðslega nánu sambandi" við ítala
nokkurn. Er George varð konungur
þusti hún hins vegar aftur til Englands
og heimtaði rétt sinn sem drottning.
Georg var þá orðinn mjög óvinsæll með
þegnum sínum og hinir óánægðu bundu
trúss sitt við „drottninguna". George
brást reiður við, lagði fram frumvarp þar
hann er hann var aðeins 15 ára en þá
náðist hann á hlaupum burt frá höllinni
eftir að hafa reynt að stela sverði,
dýrafitu og síðbuxum!
í blöðum dagana eftir síðara innbrotið
er skýrt frá þvi að „pilturinn Jones“ hafi
haldið þvi fram við yfirheyrslur að hann
hefði oft farið inn og út úr höllinni áður
en hann var tekinn. Venjulega hafði
hann sig á brott þegar fólk bar að, en
að lokum ákvað hann að verða um kyrrt.
Honum tókst að næla sér i matarbita úr
búrinu og á daginn faldi hann sig undir
ýmsum rúmum og legubekkjum. Eitt
sinn kvaðst hann hafa „sest i hásætið ,
séð drottninguna og heyrt barnsgrát
prinsessunnar“.
Viktoria varð aftur á móti aldrei vör
við „piltinn Jones“. Hún skrifaði í
dagbók sina daginn eftir atburðinn:
„Albert sagði mér að hann hefði heyrt,
eftir að hann fór á fætur, að maður hcfði
fundist undir Iegubekknum i setustof-
unni minni... Við höfum síðan frétt að
hann hafi komist inn í höllina einu sinni
áður, að hann sé vangefinn og hafi
komið fyrir forvitni sakir. Hugsa sér ef
hann hefði komið inn í svefniherbergið
- hvað ég hefði orðið hrædd." Þá mun
sonarsonarsonardóttir hennar hafa ver-
ið hugrakkari...
„Ert þetta þú, Jones?“
Raunar er ólíklegt að „pilturinn
Jones“ hafi verið vangefinn. Skýrslur
lögreglunnar gefa til kynna að hann
■ Viktoría drottning. „Albert sagði
mér...“
Æ, þetta slekt!
Viktoría
fékk
líka
heimsókn!
■ Það settist einhver deli á rúmstokkinn
hjá Betu Bretadrottningu og allir urðu
voða hissa og hneykslaðir. En þetta
mátti Viktoria reyna líka. Þann 3ja
desember 1840 birtist eftirfarandi frétt í
Lundúnablaðinu The Standard: „Mikill
æsingur greip um sig í Buckingham-höll
i gærkveldi, eftir að ókunnungur maður
hafði fundist undir legubekk i setustofu
hennar hátignar." í Times var þetta i
smáatriðum: „Skömmu eftir klukkan
tólf fór einn þjóna hennar hátignar inn
i snyrtiherbergi hennar, ásamt öðrum úr
starfsliði drottningar. Er snyrtiherbergi
þetta við hlið svefniherbergisins þar sem
drottningin ól barn sinn fyrir skemmstu"
- en þá var Viktoria nýbúin að eignast
elstu dóttur sina. „Meðan þjónarnir
voru þarna inni þótti þeim þeir heyra
þrusk. Eftir nákvæma leit fannst
grunsamlegur og skitugur náungi undir
legubekk nokkrum sem hennar hátign
hafði setið á aðeins tveimur klukkust-
undum fyrr. Var hann undir eins dreginn
fram úr felustað sínum og afhentur
Stead, lögreglufulltrúa, sem þá var á
vakt i höllinni.“
Innbrotsmaðurinn var 17 ára ungling-
ur sem upp frá þessu var jafnan kallaður
„pilturinn Jones“. í Ijós kom að þetta
var ekki í fyrsta sinn sem hann braust
inn í höllina - rétt eins og Fagan,
vonbiðill Elísabetar, virtist hann hafa
það fyrir sið. Fyrsta innbrotið framdi
Georg hefði látið myrða hann, höggva
lt'kið í spað og grafa undir gólffjölum í
höll einni. Meðferðin á Soffíu Dóróteu
var þó á vissan hátt enn grimmilegri.
Hann skildi við hana og lét síðan loka
hana inni í Ahlden-kastala til æviloka.
Soffía Dórótea var þá 28 ára gamall
fjörkálfur og lifði innilokuð til sextugs.
Þetta varð til þess að Georg Ágústus,
sonur Georgs og Soffíu Dóróteu, lagði
ofsalegt hatur á föður sinn, en óvild
milli feðga virtist reyndar fylgja Han-
over-ættinni. Þetta mál allt saman hcfði
ef til vill átt að vekja ótta Breta við hinn
nýja konung en reyndin var sú að þjóðin
var alltof önnum kafin til að hlæja að
honum til að mega vera að því að óttast.
Georg fyrsti var mesti bjáni og hegðaði
sér oft fjarska heimskulega, þó oftast
hafi honum gengið gott eitt til. Ástkonur
konungsins vöktu til að mynda mikla
kátínu þegnanna en ekki varð betur séð
en Georg kysi sér ástkonur eftir því
hversu gamlar og Ijótar þær væru. Ýmist
voru þær horaðar beinaslcggjur eða
akfeitar hlussur, allar orðnar vel rosknar
svo ekki sé meira sagt. Sem betur fer
fyrir Georg varð hann lítið var við
aðhlátur þegnanna því annars vegar
hafði hann hvorki áhuga né getu til að
fylgjast vel með málefnum Englands og
hins vegar var hann í Hanover flestum
stundum sem hann gat. Þar lést hann
1727 og þegnarnir voru ekki einu sinni
að hafa fyrir því að fá bein bans „heim“
til greftrunar.
„Sonur minn er asni,
lygari, skíthæll, skepna og
ég vildi hann væri dauð-
ur!“
Georg Ágústus, hatursmaður föður
síns, vað konungur eftir hans dag.
Georg fyrsti hafði alla tíð komið í veg
fyrir að sonur hans fengi nokkur áhrif
að hafa á stjórn landsins en hann hafði
samt sem áður öðlast nokkra reynslu af
enskum stjórnmálum áður en hann varð
konungur. Þar naut hann ekki síst
hinnar aðlaðandi konu sinnar, Karólínu
af Anspach, sem varð með tímanum vel
heima í enskri pólitík og var til dæmis
mikill vinur Roberts Walpole, valda-
mesta stjórnmálamannsins á Bretlandi í
stjórnartíð Georgs annars. (Fyrr á árum
hafði Karólína haldið uppi andríkum
samræðum við Leibnitz, heimspeking.)
Hún var líka glaðsinna og dansfífl hið
mesta, að minnsta kosti fyrr á árum,
þegar hirð þeirra hjónanna hafði verið
mun líflegri en hirð sjálfs konungsins,
Georgs fyrsta, þar sem ríkti deyfð og
drungi. Eftir að George annar varð
kóngur færðist hins vegar flest í sama
farið og hjá föður hans. Það varð
leiðinlegt við hirðina og Karólína
dansaði sjaldan. Georg varð fúll,
haldinn dálitlu ofsóknaræði og fékk
bókstaflega grænar bólur við að hugsa
um son sinn og erfingja, Friðrik Loðvík.
„Frumburður okkar,“ sagði kóngurinn,
„er mesti asni, mesti lygari, mesti
skíthæll og mesta skepna í veröldinni og
við vildum óska að hann væri dauður!"
En það fór eins og með Georg fyrsta og
son hans, Friðrik Loðvík varð fljótlega
vinsælli en faðir hans.
„Guð minn góður,“ hrópaði
kóngur. „Ég fæ alllaf í magann af
vinsældum, en vinsældir Fretz fá mig til
að æla!“ Georg öðrum tókst hins vegar
að endurheimta nokkuð af hinum fornu
vinsældum sjálfs hans árið 1743 þegar
hann tók þátt í orrustu gegn Frökkum
við Dettingen og hafði sigur. Hann var
síðasti konungurinn sem hætti lífi sínu
á orrustuvelli. Nokkru síðar sigraðist
næstelsti sonur hans, hertoginn af
Cumberland, á uppreisnarherjum í
norðurhluta Bretlands og undir lok
stjórnartíðar hans varð England hvað
voldugast en þá höfðu herir þess unnið
Kanada, Indland og Karabíska hafið.
Sjálfur dó Georg annar 1760 úr
hægðatregðu; sprakk í loft upp þar sem
hann sat á konunglegu klósettinu...
„Kærí Prússakóngur,“
sagði Georg III við
eikartréð..
Eitt hafði Georg öðrum þótt gott. Það
var þegar Friðrik Loðvík, sonur hans,
dó árið 1751 og því kom aldrei til þess
að hann yrði kóngur. í staðinn var það
elsti sonur Friðriks, Georg Vilhjálmur
Friðrik, sem varð Georg þriðji, þá
tuttuguogtveggja ára gamall og var
konungur í sextíu ár, og hefur enginn
þjóðhöfðingi - nema Viktoría - ríkt
jafnlengi yfir Bretlandi. Georg mun ekki
hafa verið neitt sérlega heimskur maður
og honum tókst að mestu að halda sínum
hlut gegn stjómmálamönnunum sem
færðu sig æ ofar á skaftið. Hann var
alvarlega þenkjandi og vildi reynast
landi sinu vel, var guðhræddur og
æðrulaus á örlagastundum - framan af.
Eftir tæpa áratugi í hásætinu varð Georg
fyrir hræðilegu áfalli, uppreisn nýlendn-
anna í Ameríku. Þær unnu frelsisstríð
sitt eins og allir vita og urðu Bandaríkin
en Georg lét þetta ekki á sig fá og þótti
skána með árunum. Þangað til hann
varð allt í einu vitlaus.
í einkalífi sínu var Georg nokkuð
■ Elísabet II - líf og fjör á rúmstokknum.
farsæll. Hann elskaði konuna sfna og átti
með henni helling af börnum, sem
honum þótti líka vænt um en þó skaut
gamall djöfull Hanover-fólksins upp
kollinum; það var kalt milli Georgs og
ríkisarfans, sent auðvitað hét Georg
It'ka. Konungurinn var ástríkur faðir en
sonurinn kærði sig ekkert um óhóflega
ást og verndun hans og talaði illa um
pabba gamla þegar hann heyrði ekki til.
Svo gerðist það um haustið 1788 að yftr
kvöldverði í Windsor-höll þótti kóngsi
nokkuð skrýtinn. Hann blaðraði stöðugt
einhverja vitleysu og allt t' einu stökk
hann á fætur og reyndi að brjóta höfuð
sonar síns á veggnum. Um svipað leyti
er sagt að hann hafi ávarpað eikartré
nokkurt svofelldum orðum: „Kæri
konungur Prússlands..." Það var greini-
legt að Georg þriðji var orðinn
spinnegal. Sérfræðingar hafa deilt um
það síðan hvort veikindi hans hafi aðeins
verið sálræn eða hvort orsakirnar hafi
'Verið líkamlegar, og nú eru flestir á því