Tíminn - 24.10.1982, Page 8

Tíminn - 24.10.1982, Page 8
8 SUNNUDAGUR 24. OKTÓBER 1982 Útgefandl: Framsóknarflokkurlnn. Framkvæmdastjórl: Glsll Slgurðsson. Auglýsingastjórl: Steingrfmur Glslason. Skrlfstofustjóri: Jóhanna B. Jóhannsdóttlr. Afgrelóslustjórl: Siguröur Brynjólfsson Hitstjórar: Þórarlnn Þórarinsson, Ellas Snæland Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur V. Ólafsson. Fréttastjóri: Kristinn Hallgrfmsson. Umsjónarmaöur Helgar-Tfmans: Atll Magnússon. Bla&amenn: Agnes Bragadóttir, Bjarghildur Stsfánsdóttir, Elrlkur St. Elrfksson, Frlðrlk Indrlðason, Heiður Helgadóttir, Slgurður Helgason (Iþróttir), Jónas Gu&mundsson, Krlstfn Leifsdóttlr, Skaftl Jónsson. Útlltsteiknun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson. Ljósmyndlr: Guðjón Elnarsson, Guðjón Róbert Ágústsson, Elfn Ellertsdóttlr. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttlr. Prófarkir: Flosi Kristjánsson, Krlstfn Þorbjarnardóttlr, Marfa Anna Þorsteinsdóttir. Rltstjórn, skrifstofur og auglýsingar: Slðumúla 15, Reykjavlk. Slml: 86300. Auglýslngasfmi: 18300. Kvöldsfmar: 86387 og 86392. Verð I lausasölu 9.00, en 12.00 um helgar. Áskrift á mánu&i: kr. 130.00. Setnlng: Tæknldeild Tfmans. Prentun: Bla&aprent hf. Áætlunarflug til út- landa í viðunandi horfi ■ Umræður fóru fram á Alþingi í vikunni um stefnuna í flugmálum íslendinga í tilefni af tillögu nokkurra stjórnarandstöðuþingmanna um, að einu flugfélagi verði veitt einokunaraðstaða að því er varðar allt áætlunarflug til útlanda. Steingrímur Hermannsson, samgönguráðherra, flutti ítarlega ræðu við þessar umræður og lýsti sig þar andsnúinn þessari hugmynd um einokun eins flugfélags. Hann minnti á, að við afgreiðslu þingsins á þeim styrk, sem Flugleiðir hafa nú haft í tvö ár, hafi komið skýrt fram það sjónarmið, að Arnarflug ætti að yera sjálfstætt flugfélag. Að fengnum óskum og upplýsingum starfs- manna Arnarflugs lögðu þær nefndir, sem um málið fjölluðu á Alþingi, til að Arnarflug yrði sjálfstætt félag. Við því var orðið þegar Flugleiðir seldu meirihlutann af hlutafé sínu í Arnarflugi til starfsmanna fyrirtækisins Arnarflug hefur síðan verið rekið sem sjálfstætt flugfélag þótt Flugleiðir hafi áfram haft veruleg áhrif á ákvarðanir innan stjórnar þess. Samgönguráherra fjallaði síðan um þá miklu sam- keppni, sem hófst á síðastliðnu sumri á milli Arnarflugs og Flugleiða á tilteknum flugleiðum til Evrópu, og sagði, að sú samkeppni hefði áreiðanlega skaðað bæði félögin. Þar hafi greinilega átt sér stað gífurlegt undirboð, þar sem m.a. var boðið upp á flug til Frankfurt og Amsterdam fyrir lægra verð en til Egilsstaða, og var þó í því flugi m.a. innifalin gisting og einnig leigubifreið í heila viku. „Ég held að það hafi verið alveg ljóst, að þarna var um óheilbrigða og ákaflega óheppilega samkeppni að ræða“, sagði ráðherrann. „Ég sá mér því ekki annan kost en að höggva á þann hnút og skipta flugleiðum á milli flugfélaganna. Það gerði ég og ákvað að sú skipting skyldi taka gildi frá og með október nú í ár. Það var sem sagt á engan máta hróflað við þeim áætlunum, sem gerðar höfðu verið um flug nú í sumar, og flugfélögunum veittur nægilegur frestur til þess að skipuleggja sitt flug næsta sumar með tilliti til þess sem ákveðið var. Ég vil einnig draga mjög í efa, að Flugleiðum hafi með þessu verið valdið nokkru tjóni. Eftir þeim upplýsingum, sem ég hef, munu um tveir af hundraði farþega Flugleiða koma frá þessum svæðum hingað til íslands, þ.e. frá Hollandi og Dusseldorf, en að sjálfsögðu hafa Flugleiðir ekki verið með flug til Zurich. Mér er einnig kunnugt um, að flug Flugleiða til Dusseldorf hefur verið rekið með verulegum halla og valdið þeim vandræðum. Einnig vita allir þingmenn, að Flugleiðir hafa haft heimild til flugs til Amsterdam í meira en áratug, en aðeins nýtt það að ráði nú síðustu þrjú árin eða svo. Ég tel því að þarna hafi verið skipt leiðum áætlunarflugs á þann máta, sem a.m.k. Flugleiðir geta vel við unað. Eg er þeirrar skoðunar að nokkur samkeppni og samanburður einnig á áætlunarflugleiðum sé mjög æskiIegur.Ég vil taka það fram, að ég tel að bæði flugfélögin veiti ágæta þjónustu sínum farþegum, og ég held að það sé almennt viðurkennt, að það sé með því besta sem gerist. Hins vegar get ég ekki neitað því, að mér hefur stundum sýnst, ekki síst á meðan Flugleiiðir hafa haft eða höfðu algera einokun á þessum sviðum, að ekki væri nægilegt tillit tekið til farþega. Ég er þeirrar skoðunar, að þessi mál, sem varða áætlunarflug til útlanda, séu komin í viðunandi horf eins og stendur, og hef ekki hugsað mér að breyta þeim á nokkurn máta frekar“, sagði samgönguráðherra. ESJ. skuggsjá SvOKALLAÐ TRAMPE-MÁL HEFUR VAKIÐ MIKIÐ UMTAL OG BLAÐASKRIF í DANMÖRKU SÍÐUSTU DAGANA. Trampe sá, sem málið er kennt við, er rithöfundur eða réttara sagt var, því talið er að hann sé látinn, þ.e. að hann hafi framiðsjálfsmorð með því aðstökkva fyrir borð á ferju á leiðinni frá Kaupmannahöfn til Osló. Það, sem hefur gert mál þetta svo umtalað, er m.a. öll meðferð málsins, þar á meðal auglýsing sem eiginkonan lét birta í dagblöðunum urn að útför Trampe hefði farið fram, þótt nú liggi fyrir að lík hans hafi aldrei fundist, og svo nýjasta skáldsaga höfundarins, sem kom út fyrir fáeinum dögum og þykir um margt varpa Ijósi á málið. Það er auðvitað ekki venja að mikil blaðaskrif upphefjist þótt rithöfundur fremji sjálfsmorð, en mál þetta er af ýmsum ástæðum nokkuð sérstætt og því ástæða til að rekja það nokkuð. X OUL-HENRIK TRAMPE VAR 38 ÁRA AÐ ALDRI ÞEGAR HANN HVARF AF FERJUNNI Á KATTEGAT AÐFARANÓTT 23. SEPTEMBER SÍÐASTLIÐINN. Hann var kvæntur Jette Pio Trampe, og þau bjuggu á Frederiksberg, þar sem Jette starfar hjá félagsmálastofnuninni. Þau Poul-Henrik og Jette komu fram í sjónvarpsþætti, Kanal 22, árið 1980 sem ljóslifandi dæmi um virkilega hamingjusöm hjón. Eftir þáttinn hafði vikuritið Billed Bladet samband við Trampehjónin og réði þau til þess að svara í blaðinu bréfum frá lesendum, sem ættu við vandræði að stríða í einkalífinu. Þau hafa annast þessa lesendaþjónustu síðan, þrátt fyrir að fyrirmyndarhjónabandið hafi lent í miklum erfiðleikum síðustu árin og Poul-Henrik m.a. horfið á brott af heimilinu um tíma. Þegar hann hvarf 23. september var af hans nánustu talið um tíma, að ekki væri ástæða til að óttast um hann. Það var ckki fyrr en sextán dögum síðar að taska, sem hann hafði skilið eftir í herbergi sínu á ferjunni, fannst með öðrum óskilamunum hjá skipafélaginu. Þar var m.a. að finna bréf frá Poul-Henrik til eiginkonunnar. Eftir að þessir hlutir fundust sannfærðist lögreglan um, að hann hefði framið sjálfsmorð, og eiginkonan ákvað að auglýsa lát hans og að jarðarförin hefði farið fram. En við það vöknuðu spurningar, og málið komst í fjölmiðlana. ■ Forsíðan í síðustu bók Trampe, þar sem hann lýsir hjónabandi í upplausn og sjálfsmorðstilraunum - lýsing á eigin hTi segja margir. SJALFSMORD OG LYKILSKÁLDSAGA — um danskan höfund, sem skrifaði skáldsögu um sjálfsmorð og stökk síðan að næturlagi í hið kalda Kattegat Nája skáldsagan kom svo út nokkrum DÖGUM SÍÐAR OG VAKTI ENN FREKARI ATHYGLI Á MÁLINU. Saga þessi nefnist einfaldlega „Forhold", sem útleggja má sem „Ástarsamband", og rekur erfiðleika í hjónabandi og sjálfsmorðstilraunir eiginmannsins af þeim sökum. Þótt útgáfufyrirtækið fullyrði að ekki sé um lykilskáldsögu að ræða, þá fer ekki á miili mála, að Poul-Henrik hefur mikið byggt á eigin reynslu í hjónabandinu. „Við ræddum að sjálfsögðu um það, þegar Poul-Henrik skilaði handritinu til okkar, hvort um lykilskáldsögu væri að ræða", segir Solveig Gerwin hjá útgáfufyrirtækinu Wöldike, sem gefur bókina út. „Bæði Poul-Henrik og Jette voru sammála um, að alls ekki væri hægt að líta á skáldsöguna sem slíka. Hins vegar er auðvitað ekkert óeðlilegt, að rithöfundur noti í umhverfislýsingum sínum atriði, sem hann þekkir persónulega til út eigin lífi." í skáldsögunni fjallar Trampe um hjón sem vinna bæði úti (eins og Trampe-hjónin gerðu), og sem eiga eina dóttur, sem þeim þykir mjög vænt um (sú er á svipuðum aldri og dóttir Trampe-hjónanna). Þau heita Lotte og Lasse, en dóttirin Camilla. Höfuðpersónan er í reyndinni Lotte, sem hefur fengið að reyna ýmsar hliðar lífsins. Segja má að hún hafi verið beitt ofbeldi þegar sem fóstur því að móður hennar, Ingu var misþyrmt illilega á meðan hún gekk með Lotte og það svo, að barnið fæddist fyrir tímann af beim sökum. Móðirin er frekar óheppin í karlmannavali sínu. Hún fer að búa með Jacob, sem kennir í unglingaskóla, en þegar Lotte hefur náð þrettán ára aldri nauðgar stjúpfaðirinn henni. Líf Lotte á táningaárunum er sjaldnast dans á rósum. Hún verður hörð af sér og ósvífin og er á góðri leið með að verða gleðikona þegar Inga og nýjasti maður hennar koma henni fyrir í Sviss sem au pair-stúlku. Þar hittir hún Itala, Giacomo að nafni, verður ólétt og giftist honum. En henni finnst hún misnotuð í hjónabandinu og heldur því heim til Danmerkur aftur, þar sem hún tekur upp fyrri háttu og gengur á milli karlmanna, sem sjaldnast meðhöndla hana með umhyggju. Loks hittir hún Lasse, þau verða yfir sig ástfangin, ganga í það heilaga og eignast dóttur, Camillu. En hjónabandssælan er ekki langlíf. Lasse verður fljótlega afbrýðisamur fyrst út í starf hennar, svo sem eftirfarandi sögukafli ber með sér: „Hvað viltu nú að við ræðum um?, spurði hún. - Að ég sé slæm móðir og slæm eiginkona af því að svo vill til, að ég hef starf sem ég hef áhuga á? - Það hlýtur að vera hægt að finna sanngjarnt jafnvægi á milli vinnunnar og fjölskyldulífsins, sagði hann." Ástandið verður þó fyrst alvarlegt þegar Lotte fer að halda við einn af samstarfsmönnum sínum. Lasse kemur eitt sinn heim á óvæntum tíma og finnur Lotte og samstarfsmann hennar, Carl, í rúminu. Lasse snýr á hæl og hverfur. „Ég er svo hrædd um að hann geri eitthvað af sér, sagði Lotte. - Hann fer vafalaust og drekkur sig fullan, sagði Carl". I skáldsögunni reynir Lasse síðan að fremja sjálfsmorð en konan kemur að honum í tæka tíð. „Þú heldur kannski að ég hafi ekki meint þetta alvarlega. Ég vildi deyja. Og ef þú hættir ekki sambandi þtnu við Carl þá mun ég reyna aftur. Og þá get ég fullvissað þig um að þú munt ekki koma að mér tímanlega...", segir Lasse í skáldsögunni. Bæði Lasse og Carl ganga á eflir Lottc.^em ákveður loks að slíta sambandinu við Carl og reyna að láta hjónabandið heppnast. En það fer á annan veg. „Þeir, sem þekktu Trampe vel, munu kannast við ýmsar lýsingar í bókinni", er haft eftir einum nánum vini hans. „En meginatriðið er jú, að hann er að lýsa vandamálum, sem risið hafa í svo ótal mörgum hjónaböndum nú til dags.“ Þegar vitað er um erfiðleikana í hjónabandi Trampe, og síðan sjálfsmorð hans, þá er auðvitað ekki óeðlilegt að margir telji að skáldsagan og hans eigið líf, og dauði, séu nátengd. FIRVÖLD TELJA ENGAN VAFA Á ÞVÍ LENG- UR, AÐ POUL-HENRIK TRAMPE HAFI FRAMIÐ SJÁLFSMORÐ. En það eru ekki allir jafn vissir um það, og sumir hafa bent í því sambandi á eina tiltölulega nýlega sögu, sem Trampe skrifaði og fjallar um mann, sem sviðsetur sitt eigið sjálfsmorð til þess að geta horfið á braut og byrjað nýtt líf í nýju landi. Sagan heitir Skriget og segir frá fjármálamanni, sem ákveður að láta sig hverfa einmitt á ferjunni til Osló! Þar gerist það um laugardagskvöld, að margir farþeganna heyra hróp mikið og síðan gusugang. Allir gera ráð fyrir því að maður hafi fallið fyrir borð. En í reynd hafði fjármálamaður- inn sett þetta á svið; ópið heyrðist af segulbandi, sem síðan var varpað í sjóinn, en maðurinn sjálfur hélt áfram ferðinni undir öðru nafni með það í huga að koma sér til suðurlanda og njóta þar lífsins. Einnig í þessu tilviki geta menn svo velt fyrir sér tengslum á milli skáldskapar og raunveruleikans. - ESJ. Elías Snæland Jónsson skrifar

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.