Tíminn - 24.10.1982, Qupperneq 10

Tíminn - 24.10.1982, Qupperneq 10
10 mmm SUNNUDAGUR 24. OKTÓBER 1982 ■ Gabriel Garcia Marquez, hinn kunni rithöf- undur frá Kolumbíu, hlaut Nóbelsverðlaunin í bókmenntum í ár. Hann þykir vel að þeim verðlaunum kominn enda af mörgum talinn einn fremsti rithöfundur nútímans. Tvær bækur Marquez hafa komið út í íslenskum búningi Guðbergs Bergssonar, Hundrað ára einsemd og Liðsforingjanum berst aldrei bréf. Innan fárra vikna sendir bókaforlagið Iðunn frá sér þriðju þýðingu Guðbergs á verki eftir Marquez og valið er ekki af verri endanum, nýjasta skáldsaga hans Frásögn um margboðað morð, sem hefur hlotið fei kilega góðar yiðtökur um allan heim og þegar orðið metsölurit. Sagan greinir frá atburðum í litlu þorpi í ættlandi höfundar. Allir þorpsbúar vita fyrirfram að Santíagó Nasar á að deyja,- allir nema hann sjálfur. Brúðkaup var haldið í þorpinu, en á brúðkaupsnóttina sjálfa var brúðinni skilað heim í föðurgarð af því að hún reyndist ekki hrein mey. Heiður fjölskyldunnar hafði verið flekkaður og bræður brúðarinnar neyða hana til að skýra frá nafni hins seka. Tveim tímum síðar er Santíagó Nasar dauður. Hvers vegna reyndi enginn að hindra þetta morð - því fremur sem morðingjarnir báðu nánast um að einhver stöðvaði þá? Helgar-Tíminn birtir hér á eftir með góðfúslegu leyfi útgefanda og þýðanda upphafið á fjórða kafla bókarinnar. Krabbið eftir slátrarahnífana var einungis upphafið á þeim ógurlega líkskurði sem faðir Karmen Amador neyddist til að annast í fjarveru Díoníso ígúaran læknis. „Það leit helst út fyrir að ég hefði drepið manninn dauðan," sagði gamli presturinn mér eftir að hann hafði dregið sig í hlé í Calafell. „En þetta var skipun frá bæjarstjóran- um, og ég varð að hlýða skipun þessa villimanns hversu fáránleg sem hún var.“ Þetta var ekki alls kostar rétt.Á öllu var gífurlegur ruglingur þennan fáránlega mánudag og Aponte liðsforingi hafði sett sig í símasamband við sýslumanninn, og sýslumaðurinn veitti honum umboð til að gera bráðabirgðaráðstafanir uns hann gæti sent rannsóknardómara á vettvang. Bæjarstjórinn hafði áður verið herliðsforingi en hafði enga reynslu í dómsmálum, og hann var nógu mikið flón til að spyrja ekki sér fróðari mann á hverju bæri að byrja. Fyrsta áhyggjuefni hans var líkskurðurinn. Krísto Bedoja stundaði nám í læknisfræði og hlaut leyfið sökum sinnar nánu vináttu við Santíago Nasar. Bæjarstjórinn hélt að unnt yrði að varðveita líkið í kæli þangað til Líkskurðurinn var ekki óáþekkur fjöldamorði, og fór hann fram í barnaskólanum með aðstoð apótekarans, sem ritaði niður hvert atriði, og pilts sem var á fyrsta ári í læknisfræði og eyddi hérna fríinu sínu. Félagarnir höfðu einungis á að skipa frumstæðum skurðtólum og urðu þess vegna að grípa til smíðatóla. Hvað sem því leið að þeir murkuðu sundur líkið þá virtist skýrsla föður Amador vera hárrétt og rannsóknardómarinn felldi hana inn í dómsskjölin sem nýtilegt sönnunargagn. Sjö voru sárin banvæn af hinum fjölmörgu sem fundust á líkinu. Framanverð lifrin var næstum höggin sundur af tveimur djúpum skurðum. Á maganum voru fjórir skurðir, og einn það djúpur að hann náði gegnum magann og hafði eyðilagt brisið. Sex smærri skurðir fundust á ristlinum og ótal stungur á þörmunum. Eina hnífsstungan á bakinu var á hæð við mjóhrygginn og smaug hún gegnum hægra nýrað. Storknað blóð fyllti kviðinn, og mitt í öllum saurvaðlinum fannst gullpeningur með mynd af Maríu mey, en peninginn hafði Santíago Nasar gleypt þegar hann var fjögurra ára. Á brjóstholinu voru tvö göt, annað smaug gegnum brjóstið milli tveggja næst efstu rifjanna hægra megin og hafði tekist að skaða lungað. Hin stungan var nálægt vinstra armholinu. Auk þess voru á líkinu sex smásár á handleggjunum og á höndunum, svo og tveir láréttir skurðir og var annar á hægri lendinni en hinn á magavöðvanum. Djúp stunga var á lófa hægri handar, og í skýrslunni stóð: „Stunga þessi var sem merki eftir naglaför á hinum krossfesta Kristi.“ Heilinn í Santíago Nasar vó sextíu grömm, sem er þyngri heili en meðalþyngd heila er í englendingum. Og faðir Amador skráði í skýrslu sína, að Santíago Nasar hefði verið gæddur frábæru viti og glæsileg framtíð hefði beðið hans. Í lokaorðum sínum gat hann þess að bólga hefði fundist í lifrinni, og taldi hann bólguna hafa stafað af illa læknaðri gulusótt. „Með þessu móti hefði hans ekki beðið hár aldur,“ sagði hann mér. Díonísío ígúaran læknir, sem hafði að sönnu annast Santíago Nasar þegar hann sýktist af gulusótt á tólfta ári, gat líkskurðarins með fyrirlitningu við mig og sagði: „Slíkur asnaskapur getur aðeins runnið upp úr presti. Aldrei var hægt að troða í hausinn á honum að við hérna í hitabeltinu erum með stærri lifur en galisíubúar.“ Skýrslunni lauk með þeim úrskurði að dauðaor- sökin hafi verið allsherjar blóðlát sem eitthvert af svöðusárunum sjö hefði valdið. Presturinn skilaði Helgar-Tíminn birtir kafla úr nýjustu bók Gabriel Garcia Marquez sem Iðunn gefur út innan skamms FRASÖGN UM MARGBOÐAÐ líkinu gjörbreyttu. Hálf höfuðskelin hafði verið numin burt og andlit hins fríða sveins sem dauðinn hafði hlíft hafði nú glatað einkennum sínum. Presturinn hafði þar að auki slitið burt löskuðu innyflin og hafði í lokin enga hugmynd um hvað hann ætti að gera við þau. Pess vegna kastaði hann bálreiður blessun sinni yfir innvolsið og fleygði MORÐ Díonísío Igúaran læknir sneri heim, en hann fann engan ísskáp nógu stóran fyrir líkið og eina nógu stóra frystikistan á markaðinum var biluð. Líkið var haft almenningi til sýnis á mjóum járnbörum í miðri stofu mcðan verið var að smíða veglega kistu. Allar viftur höfðu verið sóttar í svefnhen- bergin og aðrar fengnar að láni í næstu húsum, en mannfjöldinn sem vildi skoða líkið var svo ógurlegur að ryðja varð húsgögnunum burt og taka fuglabúrin niður og pottaplönturnar, en samt var hitinn óþolandi. í þokkabót ærði nályktin hundana, og jók það á angistina. Hundarnir ýlfruðu látlaust frá því ég kom inn í húsið, meðan Santíago Nasar lá enn í andaslitrunum í eldhúsinu, og ég hitti Guðsblómið grátandi við að reyna að halda rökkunum í skefjum með hurðarslá. Hjálpaðu mér! Hrópaði hún. Hundarnir vilja endilega komast í garnirnar. Við lokuðum hundana á bak við lás og slá inni í fjósi. Plaþída Línero skipaði seinna að farið yrði með hundana burt uns jarðarförinni væri lokið. En um hádegið vissi enginn fyrr til en hundarnir höfðu sloppið og þeir ruddust um sem óðir væru inn í húsið. Þá fyrst, í eitt skipti, missti Plaþída Línero stjórn á skapinu. Þessi hundkvikindi! hrópaði hún. Drepið þá! Skipun hennar var þegar fylgt og ró komst aftur á í húsinu. Fram að þessu hafði líkið haldist órotið. Sjálft andlitið var óskaddað og á því var sami svipur og þegar Santíago Nasar söng. Krísto Bedoja hafði stungið iðrunum aftur inn á sinn stað, inn í kviðinn og límdi hann aftur með heftiplástri. Um kvöldið fór samt að leka úr sárunum vökvi sem var líkur sírópi á litinn og vökvinn dró að sér flugur, en bláleit skella kom í Ijós kringum munnstæðið og hún breiddist hægt út líkt og skuggi á vatni, upp að hársrótunum. Andlit Santíago Nasar hafði ævinlega verið ljúflingsandlit en fékk nú á sig fjandmannssvip og þá breiddi móðir hans dúk yfir það. Aponte liðsforingja varð þá ljóst að málið þoldi enga bið, og hann skipaði föður Amador að kryfja líkið. „Verra hefði verið að þurfa að grafa það aftur upp eftir viku,“ sagði presturinn. Presturinn hafði lagt stund á lyfja- og læknisfræði í Salamanca en fór í prestaskólann áður en hann lauk prófi. Jafnvel bæjarstjórinn vissi þess vegna að krufningur hans hefði ekkert lagalegt gildi. Engu að síður stóð hann við skipun sína. því í ruslatunnuna. Við sýnina hurfu síðustu forvitnisseggirnir af gluggum skólahússins lækn- aðir af allri hnýsni, en aðstoðarmaður prestsins féll í öngvit en Lassarus Aponte liðsforingi gerðist nú bæði grasaæta og andatrúarmaður, eftir að hann hafði verið vitni að hinum blóðugu aðförum prestsins sem hann var sjálfur orsök að. Tuskum og brunakalki var troðið inn í galtómt líkið og voru skurðirnir rimpaðir saman með pokanál og brakandi bastþræði. Þá lá nærri að lfkið liðaðist sundur þegar við lögðum það í nýsmíðuðu líkkistuna sem var silkifóðruð að innan. „Ég hélt að þetta yrði til þess að líkið varðveittist lengur," sagði faðir Amador. Öðru nær, við urðum að jarðsyngja Santíago Nasar í skyndi í morgunsárið, enda var ólyktin orðin slík að hann var ekki lengur húsum hæfur. GLÆSEEG ASKRIFENDAGETRAUN TIMANS! Sharp myndband og sjónvarp

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.