Tíminn - 03.07.1983, Qupperneq 12

Tíminn - 03.07.1983, Qupperneq 12
SUNNUDAGUR 3. JÚLÍ 1983 Stúdentar halda áfram ■ „Frá því ég var smákrakki hef ég haft áhuga á rómantík leikhússins og íþróttalegu raunsæi skylminga," segir Mikhaíl Lavrovsky, sólódansari Bolshoi-ballettsins, þjóðlistamaöur Sovétríkjanna og handhafi Lenín- og Ríkisverðlauna. „Ég var lengi í vafa um hvort ég ætti að leggja'fyrir mig, leikhúsið eða íþróttirnar. Ég átti heima í Tbilisi og listatrimmi um helgina Sunnudaginn 3. júlí kl. 20.30 verð- ur tónlistar og bókmenntakvöld er tcngist Spáni á Listatrimmi Stúdenta- leikhússins í Félagsstofnun stúdenta við Hringbraut. Flytjendur eru Arnaldur Arnarson sítarleikari og Jóhann Sigurðsson leik- ari hjá Leikfélagi Reykjavíkur. Fyrir hlé mun Arnaldur spila þrjú smáverk eftir tónskáldið Isaac Alben- iz, eins fremsta tónskálds Spánverja. Útsetningar fyrir gítar gerði hinn þekkti gítarleikari Fransisco Tarrégo. Eftir hlé verður flutt verkið Platcro og ég, sem er fyrir upplestur og gítar. Textinn er eftir spænska Nóbelskáldið Juan Ramón Jiménez (1881-1958). „Harmljóðið Platero og ég (Platero y yo)... er talið vera eitt af meistaraverk- um heimsbókmenntanna og í bók- menntum Spánar er bókinni vísað til sætis hjá Don Quijote frá Mancha og Lazarillo de Tormes, þeim bókum spænskrar hugsmíðar, sem hæst gnæfa." Segir Guðbergur Bergsson meðal annars í eftirmála að þýðingu sinni. Upplesari er Jóhann Sigurðsson. Tónlistina sem ítalska tónskáldið Mar- io Castel Nuovo samdi við verk Jimén- ez, flytur Arnaldur Arnarson. Laugardaginn 4. júlí er síðasta sýn- ing á Beckett dagskrá Stúdentaleik- hússins. Jóhann Sigurðsson leikari og Arnaldur Arnarson gítarleikari. Ljósmynd: ívar Brynjólfsson. ber saman ballett og fimleika frá þessu sjónarhorni, verð ég þess var að íþróttir þróast oft hraðar en listin. Af þessari ástæöu tel ég að allir sem fást við var níu ára þegar ég tók upp skylmingasverð í fyrsta sinn. Margir eldri félagar mínir, sem voru 15 og 1 ára, stunduðu skylmingar af fullri alvöru og auðvitað langaði mig til að vcrða snöggur, hugrakkur og ákveöinn eins og þeir. A þeim árum hélt ég að aðeins skylmingar gætu þroskað þessa eiginleika. Með aðstoð vina minna náði ég valdi á nokkrum hliðum skylmingar, auðvitað sem áhugamaöur, og mig grunaði ekki að þrjátíu árum síðar mundi ég fara að stunda skylmingar af hér um bil fullri alvöru, mcð kunnáttusömum þjálfara, og að ég mundi þá minnast með þakklæti þeirra sem kenndu mér undirstöðuatriðin. Núna stunda ég þcssa íþrótt til þess að halda mér í því formi sem dansara er nauðsynlegt. Að mínum dómi cru skylmingar mjög erfið íþrótt, sem krefst samhæfingar og mikillar einbeitingar, bæði líkamlega og tilfinningalega. Pað er augljóst að hreyfingarnar eru ntjög ólíkar í ballett og skylmingum, og því er gagnslaust að leita að sameiginlegum þáttum í þjálfuninni. En skylmingar þróa marga eiginleika sem koma aö góðum notum á sviðinu, svo sem eins og tilfinningu fyrir hreyfingu, lcttleika og úthaldi. Skylmingatímarnir eru mér líka hvíld, þótt ég verði stundum mjög þreyttur. Meðan maðurskylmist hugsar maður aðeins um viðureignina við andstæðinginn og reynir að sjá fyrir hvað hann ætlar að gera næst. Skylmingasverð í hendi gefur manni færi á að gleyma hversdagslegum vandamálum. Fyrir utan skylmingar hef ég líka gaman af fimleikum,” segir dansarinn frægi. „Fimleikar voru skyldunámsgrein í ballettskólanum. Við æfðum okkur á slánni og í hringjum og þurftum að uppfylla kröfur sem almennt eru gerðar til fimleikamanna. Fimleikar veita manni glæsileika og þroska samhliða alla vöðva líkamans. Og það er nauðsynlegt fyrir dansara. Mig langar líka til að nefna annan stóran kost við fimleika, en það er sú eðlilega og jafnframt mjög hraða þróun sem þessi íþróttagrein hefur tekið. Einu sinni var ég gagntekinn af fimleikamönnum á borð við Olgu Korbut, Ljúdmílu Túrisjevu og Nödju Comaneci, sem mér virtust svo fimar að lengra væri ekki hægt að komast. En aðeins stuttur tími leið, og nýjar stjörnur - Élena Davidova Maxi Gnauck og Natalja Sjaponsnikova - tóku skrefið inn í hið óþekkta og sköpuðu alveg nýja fegurð. Það er þessi fegurð hreyfingarinnar, sem stöðugt sýnir á sér nýjar hliðar, sem vekur aðddun áhorfenda. Þegar ég Skylmingar og ballett Af Mikháil Lavrovsky listdansara , ' ' ^ : ■I m balletldaps ættu að huga gaumgæfilega að hraðari þróun hans. Par sem íþróttir nútímans ná lcngst stefna þær að fullkomnum formum. Þeir sem standa á toppnum í fimleikum nútímans leitast við að gera flóknar H Mikhuil Lavrovskv i hlutverki Spar- takusar í santnefndum ballett eftir Khatsjaturjan. hreyfingar rökrænar og fullkomnar og ná fram samræmi í uppbyggingu þeirra. Það er því ekki að undra þótt íþróttirnar er eðlilega erfiðara fyrir 39 ára mann eins og mig en það er fyrir mann sem er 19 ára, eða jafnvel 29 ára. Ég gat því ekki hundsað líkamlega þjálfun, eins og ég gerði stundum þegar ég var yngri. Auk daglegrar þjálfunar í fimleikatímum stunda ég reglulega líkamsæfingar. Jafnvel þótt ég sé á æfingum í leikhúsinu í fjóra tíma nota égfimmtán mínúturá kvöldin til aðhita mig upp. Allir vita að líkamsrækt og íþróttir lengja lífið, og ég vil bæta því við að íþróttirnar lengja listaferilinn líka," sagði Mikhaíl Lavrovsky að lokum. - (APN) leiti stundum til listarinnar og fái t.d. lánuð form úr dansi, þótt þær aðlagi þau sínum eigin formum. Fimleikafólk sem skarar fram úr reynir ekki að breyta fimleikum í einhvers konar dans. Það gleymir ekki að samkeppni er undirstaða allra íþrótta. Samkeppnin gefur þeim sérstaka merkingu og fegurð og hvetur íþróttafólk til að ná fram því sem virðist ómögulegt. Á sama hátt verður danslistin að vera aðalatriðið í ballett. Við erum líka að leita nýrra forma og við notum nýjar uppgötvanir af íþróttasviðinu þegar þörf krefur. En beinar „tilvitnanir" úr fimleikum yrðu lítils virði í ballett frá sjónarhorni íþrótta og fáránlegar frá listrænu sjónarmiði. Sérhver ballettsýning hefur alltaf, eða næstum alltaf, krafist mikilla krafta, bæði líkamlegra og tilfinningalegra. dæmi get ég nefnt, að þegar ég dansaði í ballettinum „Spartakus" léttist stundum um allt að þremur kílógrömmum á einu kvöldi. En ég hef engan rétt á að sýna áhorfendum að ég sé þreyttur. Ég verð að láta áhorfendur trúa á persónuna Spartakus, óttalausan stríðsmann sem á engan sinn jafningja í heiðarlegum bardaga. Þess vegna verð ég alltaf að vera upp á mitt besta. Þetta

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.