Tíminn - 24.07.1983, Side 11

Tíminn - 24.07.1983, Side 11
SUNNUDAGUR 24. JÚLÍ1983 jP, 11 út fyrstu skáldsögu sína.Armance, og þó hún þyki á flestan máta misheppnuð þá var í henni að finna fyrsta Utangarðs- manninn - í nútíma skilningi - sem komst á bók. Það er Octave sem vegna kynferðislegs getuleysis finnur sig ein- stæðan, einangraðan frá öðrum mönnum. Eftir byltinguna í júlí árið 1830 komst Stendahl aftur til nokkurra metorða í Frans og var skipaður konsúll í Civita Vecchia en hann rækti skyldur sínar illa og var mestan part í París eins og áður. Þar kom út anno Domini 1831 sú bók sem dugir til að halda nafni hans á lofti: Le Rouge et le Noir. Þessi merkilega skáldsaga fjallar um ung- mennið Julien Sorel og brennandi þrá hans til að komast áfram í samfélagi mannanna - aukin heldur skipti hans við konur. Julien er óvenjuleg söguhetja - eða var það altént er bókin kom út - og hvort er hann erkihræsnari eða heið- arleikinn uppmálaður? Hann reynir að vera sterkur en þegar hætta steðjar að verður lítið úr þeim áformum. „Julien, það er ég,“ sagði Stendahl. Bókin var fordæmd einhuga . af menningarpakki Parísarborgar en hún er nú viðurkennd sem snilldarstykki og Stendahl sem einna fyrstur - og jafnframt einna mestur - realistanna. í þá daga var stíllinn einkum og sér í lagi úthrópaður og sagður vera ljótur bæði og klaufalegur en aðrir hlutir voru Stendahl ofar í huga en blæbrigða- rík fegurð - nefnilega skynjun, tilfinn- ingar aðalpersónunnar. Höfundurinn var kannski ekki alveg viss um hversu góð bók hans væri en þrátt fyrir allt var hann óhræddur - hans tími myndi koma. Heimsmet í afköstum Hann hélt áfram að skrifa, hóf vinnu við skáldsöguna Lucien Leuwen en lauk aldrei við hana. Tíðum skrifaði hann af ofurmannlegum krafti og árið 1838 setti hann heimsmet það í afköstum sem enn stendur - hann hristi fram úr erminni skáldsögu upp á þrjúhundruð þúsund orð á rúmum fimm vikum. Það gerir átta til tíu þúsund orð upp á hvern dag en þess má geta að greinin sem þú, væni lesari, ert að lesa nú er í hæsta lagi tvö þúsund og fimmhundruð orð og hefur tekið meira en dag. Þrátt fyrir þennan sjúklega vinnuhraða er niðurstaðan hreinasti gimsteinn: La Chartreuse de Parme, en á henni og Rauðu og svörtu hvílir orðstír Stendahls nú um stundir. í þessari sögu birtast líkastil einna skýrast hugmyndir hans um frelsið - frelsið sem getur aldrei orðið algjört frekar en hamingjan en við hljótum þó að sækjast eftir því. Að dómi Stendahls er maður ætíð umluktur einhverjum fangelsismúr- um sem ýmist hann sjálfur eða utanað- komandi bandíttar hafa reist'. Frelsið er fólgið í því að gera sér grein fyrir því og mynda sér sitt eigið frelsi - frelsi vitund- arinnar - bak við múra fangelsisins eða grímur persónunnar. „Með ánægju myndi ég ganga með grímu.“ Er frelsið hvergi nema handan grímunnar? Sten- dahl fann sér sitt frelsi í ritstörfunum og hann líkti einu sinni „þeirri skepnu sem kölluð er rithöfundur" við silkiorminn( sem étur fylli sína af trjálaufum en má síðan til að skreiðast upp á grein og vefa þar eigið fangelsi. Úr silki, úr orðum - það kemur út á eitt. Stendahl lést þann 23. mars 1843 eftir hjartaáfall en hafði þá átt við alls konar bilanir og pestir að stríða um skeið. Hann lét eftir sig mörg ófullgerð verk: skáldsöguna Lamiel, La Vie de Henri Brulard þar sem hann rekur æsku- minningar sínar og fleira að hætti Játn- inga Rousseaus, Souvenirs d’Égotisme, dagbækur og ýmiss konar athugasemdir um lífið og tilveruna, og hafa þessi verk verið gefin út og þaullesin, ekki síst dagbækurnar og Henri Brulard. Næsta fátækleg orð um Stendahl og kannski ekki við allra lesenda hans hæfi. Á legsteini hans standa þessi orð sem hann sagði sjálfur fyrir um: „Scrisse, Amo, Visse." Stendahl elskaði lífið og féll ekki í fánýtishyggju þó hann kynni skil á vonbrigðum þess. Hann brosti dapurlega og hélt áfram. Hann vissi að við myndum þekkja þetta. - ij tók saman. ■ Ulugi Jökulsson skrifar um lcikhús Ifll Þú getur flogið beint til hjarta Evrópu og fengið flug+hótel eða bílaleigubíl á frábæru heildarverði Nú liggur leiðin beint til Amsterdam, hinnar lífsglöðu heimsborgar með hollensku smáþorpin, baðstrendurn- ar, vindmyllurnar, ostamarkaðina, leikvellina og skemmtigarðana í seil- ingarfjarlægð. Við bjóðum flug+hótel- gistingu í Amsterdam á frábæru verði og fullyrðum að leitun sé að skemmti- legri stórborg til lengri eða styttri heimsókna. En það er ekki síður erfitt að hugsa sér ákjósanlegri upphafspunkt en Amsterdam þegar stefnan er sett á ökuferð vítt og breytt um Evrópu. Frá Amsterdam, þessu eina og sanna Evrópuhjarta, liggur leiðin til allra átta og stutt er til fjölmargra skemmtilegra landa og fjölda stórborga sem gaman er að sækja heim. Með áætlunarfluginu til Amsterdam býðst þér einkar hagstætt heildar- verð fyrir flug og bílaleigubíl. Og það er notalegt til þess að vita'að í okkar verðtilboði höfum við innifalið sölu- skatt, tryggingar og ótakmarkaðan akstur og um leið verndað þig fyrir óvæntum aukakostnaði þegar til út- landa er komið. Verð miðað við 4 í bíl 1 vika 2 vikur 3 vikur Fiokkur A 11.022 12.217 13.412 Flokkur B 11.048 12.269 13.489 Flokkur C 11.154 12.481 13.807 Flokkur D 11.315 12.802 14.290 Flokkur E 11.527 13.226 14.926 Flokkur F 11.870 13.914 15.957 lnnifalið: Flug söluskaitur, iryggingar. ótakmarkaður akstur. Ekki innifalið: Flugvallarskattur. Verð miðast við hvern einstakling. Verð miðast við gengi 1. júlí 1983. Amsterdam—óskabyrjun á ökuferð um Evrópu Hafið samband við söluskrifstofu Arnarflugs eða ferðaskrifstofurnar. Flugfélag með ferskan blæ ARNARFLUG Lágmúla 7, slml84477 ÖLL ALMENN PRENTUN LITPRENTUN TÖLVUEYÐUBLÖÐ • Hönnun • Setning • Filmu- og plötugerð • Prentun • Bókband PRENTSMIDJAN édddc Ct HF. SMIÐJUVEGI 3, 200 KÓPAVOGUR SÍMI 45000 MAMWZW nCD- wrnlm wLmvJPmSmIm Eigum WELGER AP-53 heybindivélar til afgreiðslu strax. Hagstætt verð. Greiðsluskilmálar. ALDRAÐIR þurfa að ferðast eins og aðrir. Sýnum þeim tillitssemi. ||ST“

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.