Tíminn - 29.05.1983, Blaðsíða 22

Tíminn - 29.05.1983, Blaðsíða 22
SUNNUDAGUR 29. MAÍ 1983 nútíminn Tappi Tíkarrass ogYonbrigði með nýjar plötur ■ Hljómsveitin Tappi Tíkarrass cr nú farin til London í þeim tilgangi að taka upp stóra plötu. Upptökur, sem fara fram í Southern Studios, munu hefjast 1. júní og upptökumaöur veröur Tony Cook. Það veröa Grarrim óg Steríó sem gefa plötuna út. Vonbrigði hafa nú lokið viö upp- tökur á plötu sem inniheldursex lög. Ráðgert er aö hún komi út í byrjun júní undir nierki Grammsins. Þótt frekaí lítiö hafi komið út af plötum þaö sem af er árinu virðist einhvcr kippur vera kominn í útgáfu- starfsemi, enda voriö loksins komiö og ga’sirnar byrjaöar að kvaka. T.d.' er hljómsvcitin Trúðurinn tilbúinn meö þrjátíu mfnútna efni á kassettu sem hún tók upp í Danmörku fyrir skömmu, en óvíst er meö útgefanda cf af verður. Bra Björgvin Gísla með Puppets ■ Hljómsveitin Puppcts hefur áformaö aö halda í tónleikaför um landiö í surnar og hefur sveitin fengiö til liös viö sig Björgvin Gísiason sem songvara í þessari ferð, hann er þó ekki genginn í sveitína heldur vcröur svona aukameölimur meö henni í sumar eftir því sem viö komumst næst. Góð sala á Grace ■ Góö sala er á miöum á tónleika Grace Joncs hórlendis um næstu helgi og mun nú vera næstum því uppselt á seinna kvöldið í Safari. Grcinilcgt er því að söngkonan á dyggan hóp aödácnda hérlendis, „Fingraför“ fá góðar viðtökur ■ Þriöja sólóplata Bubba Morthens, „Fingraför" hefur hlotiö góðar viðtökur og ntunu 1000 eintök af henni hafa runniö út á fyrstu dögunum þannig að strax var hafist handa við aö steypá annað upplag af hcnni. Á þessari plötu hvcrfur Bubbi aftur til blús- og vísnatónlistar og tekur upp þráðinn þar sem frá var horfið eftir „ísbjarnarblúsinn" 1980. Ekki spillir þaö heldur fyrir að gamla brýnið Megas er geslur á plötunni. Tómas A. Tómasson stjórnaði gerö þessarar plötu og var hún hljóörituð í Grettisgati. Auk Tómas- ar og Mcgasar lögöu hönd á plóginn þeir Björgvin Gíslason, Ásgeir Osk- arsson ogGuömundur Ingólfsson cn sá síöastncfndi mun þenja ntkkuna í lokalaginu. * „A stutt- buxum“ í sumarhlýind- unum ■ „Á stuttbuxum" heitir nýjasta safnplatan sem kemur út uppúr mán- aðarmótunum maf/júní hjá Steinar. Á þessari safnplötu eru t'jöldinn alíur af dægurlögum laga sem finna má á plötu þessari eru: (Kcep Feeling) Fascination með Huntan League, Church of the Poison Mind mcö Culture Club, Forgive and Forget með Blue Zoo, Breakaway meö Tracey Ullman, The Last Film með Kissing the Pink, Temptation með Heaven 17, Na, Na Na Hey Hey Kiss Him Goodbyc með Bananarama. I FRABÆRT THOMAS ■ Tónleikar David Thomas í Tjarnar- bíói veröa örugglega eftirminnilegir þeim sem þá sóttu enda tókst kappanum að skapa frábæra stemmningu með söng sínum og söguflutningi enda tókst hon- um mjög vel aö ná sambandi við áheyr- endur. Undirritaður gat því miður ekki mætt fyrr en kappinn hóf flutning sinn og missti því af Þorsteini Magnússyni sem kom fram á undan með nýtt efni. Hinsvegar hafði ég heyrt áður spólu með upptöku af þessu efni, að vísu án gítarleiksins, en hún var mjög áheyrileg, ekta „Neues dcutsch" tónlist, í dekkri kantinum svona á svipuðum línum á D.A.F. Textinn sem fluttur var með var citthvað á þessum nótum: „Þreyttur maður, þartkagangur þrotabú á rústum andans Vomar yfir barnagangur vofubúinn andi fjandans gekk að spegli glápti yfir gekk svo burtu hinum megin hvor er það sem hvergi lifir af hvunndeginum burtu þveginn? Sit á sviði sálarfriði rúinn veð ég villu? veld ég illu? Búinn Flutningur David Thomas var sem fyrr segir frábær. Prógramm hans skiptist á milli söngs (með aðstoð segulbands) og sagna í fyndnari kantinum þannig að á stundum minnti hann mann á „David Thomas útgáfuna af Lenny Bruce". Það fór ekki framhjá neinum sem las tilkynningar um kappann að hann er nokkuð þéttur á velli, í blöðunum voru orð eins og „hinn akfeiti" og „sá feiti" o.s.frv. en hann fléttaði oft líkamsvexti sínum inn í sögurnar, gerði góðlátlegt grín að þessu. Ég ætla ekki að reyna að endurskrifa beint neitt af sögum hans enda myndi slíkt ekki fara neitt nærri því að ná þeirri tilfinningu og persónulega hlýleik sem einkenndi allan flutninginn, þótt ég hafi líkt Thomas við Lenny Bruce er ástæða til að taka fram að þar sem Bruce var „grófur" er Thomas „snotur" í flutningi sínum. Hvað sönginn varðar þá hefurThomas nokkuð sérstæða rödd og kann að beita henni, en söngurinn var byggður upp á svipuðum línum og sögurnar. Þeir sem töldu að hann yrði eitthvað í líkingu við það sem hann gerir með Pere Ubu sveitinni urðu kannskifyrirvonbrigðum, rnér fannst hinsvegar ánægjulegt að kynnast nýrri hlið á þessum kappa. -FRI eg6 ■ Fyrrverandi og núverandi Egó menn að nýja trommaranum undanskildufn komu saman yfir kaffi og vöfflum á veitingahúsinu Torfunni þann 17. maí sl. í því skyni að taka á móti gull-viðurkenn- ingum fyrir metsölu á plötunum „Breytt- ir tímar" og „í mynd". Báðar þessar plötur seldust í vel yfir 5000 eintökum en það er einmitt markið sem miðað er við þegar gullplötur eru veittar. Daginn eftir flugu Bubbi og Rúnar suður til Portúgal í sólina og skömmu síðar héldu Bergþór og Bjarni hljóðmað- ur til Lundúna í því skyni að fjárfesta í nýjum tækjum fyrir hljómsveitina. Nýr trominari mun síðan' bætast í Egó innan tíðar og hljómsveitin hefja störf af fullum krafti þegar líða tekur á sumarið. Bubbi Morthens, Bergþór Morthens og Magnús Stefánsson fengu sitthvora gull- plötuna, aðra fyrir „Breyttir tímar" og hina fyrir „I mynd". Þorleifur Guðjóns- son fékk gullplötu fyrir „BT" en Rúnar Erlingsson fyrir „ÍM". Auk þess fékk Tómas M. Tómasson afhentargullplötur fyrir upptökustjórn. J Núverandi og fyrrverandi Egó ásamt Steinari Berg. Classix nouveaux í Höllinni — tónleikar með þeim þann 16. júní ■ Breska hljómsveitin Classix heldur tónleika í Laugardalshöll þann 16. júní n.k. en hingað kemur hljómsveitin á vegum Hallvarðs E. Þórssonar umboðs- manns. Tónlist Classix er nýrómatíkin svo- kallaða en þeir hafa notið nokkura vinsælda hérlendis á undanförnum árum, hver man ekki eftir laginu „Is it a dream" af síðustu stóru plötu þeirra La verité. Hljómsveitin kemur gagngert hingað til að halda þessa tónleika, ekki er um að ræða millistopp á leiðinni austur eða vestur eins og oftast er þegar svona „númer" koma, en héðan fara svo tveir meðlimanna beint til Helsinki til plötu- upptöku, enda er einn meðlimanna J. Sumen finnskur. Hljómsveitina skipa nú þeir Sal Solo söngvari, gítarleikari, lagasmiður og yfirleitt allt í öllu hjá sveitinni, Mik Sweeny, B.P. Herding, J. Sumen og S. Paul Wilson. Classix er upphaflega stofnuð af tveimur félögum úr hljómsveitinni X- Ray-Specks, annar þeirra hætti fljótlega, en hinn B.P. Herding er enn með, en hljómsveitin er stofnuð 1979. Fyrstu plötu sína Robot dance gáfu þeir út sjálfir en árið 1980 komust þeir á samning hjá EMI og fyrsta plata þeirra þar bar nafnið Guilty. Síðan kom fyrsta stóra plata þeirra Night people og síðan La Verité er á þeirri plötu voru nokkur vinsæl lög, t.d. Never again auk ofan- greinds. Classix hefur lokið upptökum á nýrri stórri plötu þannig að væntanlega gefst íslendingum tækifæri til að heyra nýtt efni frá þeim í Höllinni. - FRI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.