Tíminn - 13.11.1983, Qupperneq 14
Uimm
SUNNUDAGUR 13. NÓVEMBER 1983
SUNNUDAGUR 13. NÓVEMBER 1983
Emil Björnsson er fæddur 21. sept árið 1915
að Felli í Breiðdal í Suður-Múlasýslu. Foreldrar
hans voru Björn Guðmundsson bóndi þar og kona
hans Guðlaug H. Þorgrímsdóttir ljósmóðir. Hann
stundaði nám í Menntaskólanum á Akureyri og
lauk þar stúdentsprófi 1939. „Á þeim tíma“, segir
hann, „var það nánast ævintýramennska að ætla sér
að ganga menntaveginn, einkum ef menn áttu
engan fjárhagslegan bakhjarl. Þetta voru kreppu-
tímar og skólaganga var efnalitlu fólki mjög erfið.
En þetta tókst með guðs og góðra'manna hjálp og
góðri heilsu. Oft átti maður ekki fyrir frímerki.
Að loknu stúdentsprófi kom Emil suður til
Reykjavíkur, og settist í viðskiptadeild Háskólans.
Hann var þar við nám 1939-1941, og var langt
kominn með það þegar fjölskylduaðstæður breyttu
áformum hans. „Ég held að það hafi einkum verið
tvær ástæður fyrir því að ég fór í viðskiptadeildina,“
segir hann. „Önnur var kannski sú að ég vildi spyrna
á móti broddunum. Sigurður Guðmundsson, skóla-
meistari minn á Akureyri, hafði sagt að ég yrði
prestur, en ég taldi það fjarstæðu, og vildi sýna
honum og fleiri það í verki að hugur minn stæði til
annars. Hin ástæðan var sú að ég hélt að viðskipta-
námið gæti orðið „praktískt“. Maður var nú ekki
meira andlega þenkjandi! Éghafðigaman afþessu,
en fjölskylduástæður réðu því að ég fór að vinna við
skrifstofustörf hjá fyrirtækinu Kol og salt h.f. í
Reykjavík. Jafnframt var ég þingskrifari í Alþingi
áfram 5. áratuginn og kynntist öllum þingmönnum
þessa tíma.“
Langaði að verða
sveitaprestur
Árið 1944 ferðu í guðfræðideildina. Hvers vegna?
„Ég var satt að segja orðinn dauðleiður á
skrifstofumennskunni, og saknaði sveitarinnar. Mig
var farið að langa til að verða sveitaprestur, og
hugsunin um það varð m.a. til þess að ég hóf nám
í guðfræði. En það kom svo á daginn, sem vitað er,
að enginn ræður sínum næturstað. í sveitina fór ég
aldrei.“
Var það ekki trúaráhugi sem beindi þér á brautir
guðfræðinnar?
„Ég hafði auðvitað alltaf haft trúarlegan áhuga
að vissu marki. Það var t.d. mikil trúrækni á mínu
æskuheimili. Hins vegar hef ég líka alltaf verið
efasemdarmaður. Ég held að það hljóti allir
„trúmenn" að vera; annars eru þeir hugsunarlitlir.
Hvað sagði ekki maðurinn við Frelsarann: „Já, ég
trúi Herra, en hjálpa þú trúleysi mínu.“ Undir þetta
vil ég taka. Þótt ég hafi verið trúarlega sinnaður, þá
hef ég alltaf barist við efasemdir, öðrum þræði og
sú barátta er partur af trúarlífinu.“
Þú laukst námi á aðeins rúmlega 2 árum. En
hvernig var andinn í deildinni á þessum árum?
„Það má segja að andrúmsloftið hafi verið
blandað. Skoðanir nemenda og kennara voru
skiptar um trúarleg málefni sem veraldleg. Þarna
voru einkum tveir hópar, annars vegar svokallaðir
KFUM-menn og hins vegar svokallaðir frjálslyndir
guðfræðingar. KFUM-menn kölluðu okkur hina
„aldamótaguðfræðinga" og átti það að vera fremur
niðrandi heiti. Við kölluðum þá á móti „KFUM-
menn“, og það var ekki beint í jákvæðri merkingu.
Við töldum þá þröngsýna, en þeir beindu sömu
skeytum að okkur. Allt er þetta liðin tíð, og hefur
ekki orðið neinum tilefni vinslita. Ungir menn
hneigjast til að vera dómharðir, en þegar maður
eldist lítur maður þessa hluti eðlilega öðrum augum
og vonandi umburðarlyndari. En ég hef ætíð verið
fráhverfur ýmsum kirkjukreddum, útskúfa t.d.
útskúfunarkenningunni."
Óháði söfnuðurinn
Emil varð aldrei sveitaprestur. Fáum árum eftir
að hann lauk embættisprófi kom upp ágreiningur í
Fríkirkjusöfnuðinum í Reykjavík. Sem oft áður í
íslensku kirkjulífi var tilefnið prestskosningar, og
ágreiningsmenn tóku þá ákvörðun að stofna til nýs
safnaðar. Óháði söfnuðurinn var stofnaður árið
1950 og séra Emil Björnsson hefur verið prestur
hans allá tíð.
„Margir af þeim sem gengu til liðs við Óháða
söfnuðinn voru úr Fríkirkjusöfnuðinum, en í hinn
nýja söfnuð kom einnig fólk úr ýmsum öðrum
áttum, þ.á.m. ýmsir sem verið höfðu í söfnuði séra
Haraldar Nielssonar, og síðan í Frjálslynda söfnuð-
inum hjá séra Jóni Auðuns, s.s. María Maack.
Sumir sögðu að það væru aðallega andatrúarmenn
í okkar söfnuði af því að Andrés Andrésson
klæðskeri, sá vinsæli og merki maður, og formaður
safnaðarstjórnar um árabil, var þjóðkunnur spírit-
isti. En það er ekki rétt. Það voru ekki stundaðir
neinir miðilsfundir í Óháða söfnuðinum, eða fluttur
beinn spíritískur boðskapur. Kannski hafa einhverj-
ir orðið fyrir vonbrigðum með það. En það var
einnig fátt um „rétttrúnaðarfólk" hjá okkur í
gamalli merkingu þess orðs.“
■ „Ég svara í sumartunglið þegar mér sýnist,“ segir séra Emil
Björnsson hlæjandi þegar við setjumst á skrafstóla á skrifstofu
hans í f rétta- og f ræðsludeild sjónvarpsins. Ætlunin er að fá séra
Emil til að segja lesendum Tímans svolítið af ferli sínum,
daglaunavinnu og Drottins þjónustu; tilefnið er sú ákvörðun
hans að láta nú um áramótin af störfum sem prestur Óháða
safnaðarins í Reykjavík eftir rúmlega þriggja áratuga þjónustu.
Séra Emil hefur ekki áhuga á alvörugefnu æviuppgjöri; það er
ekki tímabært með því hann gegnir áfram hinu erilsama starfi
fréttastjóra sjónvarps, og svo líka af þeirri ástæðu að hann er
ekki sérlega hátíðlegur maður. „Sumum finnst ég vera full
óhátíðlegur af presti að vera“, segir hann, „en mér finnst að
„Ég er afskaplega lítíll
bokslafstruarmaður9 ’
Helgar-Tíminn ræðir við séra Emil Björnsson fréttastjóra sjónvarps,
sem lætur af prestsstörfum hjá Óháða söfnuðinum um áramótin
útsendinga frá innlendum viðburðum utan sjón-
varpsins, og loks myndböndin. í nærri 16 ár urðum
við að treysta á flugsamgöngur við útlönd til að fá
erlendar fréttakvikmyndir. Þær komu oft seint,
enda flug stundum stopult að vetrarlagi, og þá oft
orðnar úreltar. Gervihnattasambandið frá 1981
hefur gerbreytt erlendu fréttunum okkar. Nú,
örbylgjusendana (links) fengum við að gjöf frá
Dönum, þökk sé þeim, en þá notum við til að senda
beint frá atburðum utan sjónvarpshússins hér
suðvestanlands. Áður þurftum við alltaf að fá slíka
senda að láni, oftast frá Norðmönnum, þegarslíkar
útsendingar stóðu til (s.s. við kosningar, á þjóðhátíð
á Þingvöllum 1974, þegar handritin komu heim
o.s.frv.) Og þetta stóð okkur verulega fyrir þrifum.
Nú, loks hefur sú breyting að myndbönd hafa
komið að miklu leyti í stað filmu í fréttamynda-
öfluninni innanlands mjög flýtt fyrir daglegum
störfum okkar. Nú er hægt að sýna fréttamyndir í
sjónvarpi nokkrum mínútum eftir að þær eru
teknar, og þarf þá ekki að bíða eftir því að filma sé
framkölluð og klippt."
Mér finnst gaman að þessu
Hefur starf fréttastjóra ekki verið erilsamt?
„Alveg ótrúlega erilsamt. Ég get t.d. aldrei
„byrgt" síma. Ég verð að vera til viðtals jafnt á
nóttu sem degi alla daga ársins. En ég segi eins og
ungur þingmaður sagði nýlega í viðtali: Mér finnst
gaman að þessu. Það er alltaf spennandi að standa
mitt í straumi tímans. Það er eins og að hafa
fingurna á lífæð. Það hefur enginn neytt mig til þess
að vera' fréttastjóri eða prestur. Ég sé ekki eftir
þessu og kvarta ekki yfir mínu hlutskipti. Þvert á
móti. Ég er dýrmætri reynslu ríkari.
Hinu er síst að leyna að auðvitað hefði ég aldrei
getað sinnt öllum þessum störfum ef ég hefði ekki
átt mína góðu konu, Álfheiði Guðmundsdóttur.
Hún hefur bókstaflega lagt eins mikið á sig, ef ekki
meira, og ég fyrir söfnuðinn, og m.a. verið formaður
Kvenfélagsins frá upphafi. Kvenfélagið hefur verið
virkasta eining í kirkjustarfinu í 33 ár. Og í 10 ár
voru öll prestsverk unnin á heimili okkar, og
fyrirhöfnin mæddi mest á henni“.
Hvað tekur við þegar þú hættir hjá Óháða
söfnuðinum? Ætlarðu að reyna að slaka á?
„Kannski ég slaki á. Ég hlakka til að fá meiri tíma
til að lesa góðar bækur. Kannski ég skrifi eitthvað.
Ég hef raunar fengist við ljóðagerð í stopulum
tómstundum síðan ég var í skóla og því skásta er ég
svo oft búinn að umbreyta að það breytist ekki til
batnaðar úr þessu. Þessvegna mætti gefa það út. En
hver mundi svo sem vilja það? Ég hefi ekki ennþá
sýnt þetta neinum útgefanda, og jafnvel þótt ég
gerði það og svo ótrúlega vildi til að einhver vildi
gefa það út þá mundi ég hika og kannski hopa. Hver
væri nokkru bættari? Það hefir svo margt frábært
komið út ljóðakyns að því virðist ofaukið sem er í
meðallagi og þar fyrir neðan. Þessvegna er þetta
best komið í handraðanum hjá mér. Ég geymi það
eins og hverjar aðrar persónulegar minningar og
orna mér við sumt. Þetta verður eins og „ferðin,
sem aldrei var farin.“ Það var þó nokkurs um vert
að búa sig undir hana.
heldur séra Emil áfram, „ef hún yrði að treysta á
sjálfa sig en ekki ríkið. Þá kæmi í ljós hverjir vilja
helst halda uppi kirkju og kristnilífi í landinu. Ég
held að ef kirkjan yrði að treysta á sjálfa sig eina og
Guð sinn, en ekki ríkisforsjá mundi kirkjulífið
verða mun fjölbreyttara og blómlegra en það er
núna, þótt margt sé vel gert í þjóðkirkjunni. Þessa
ályktun dreg ég m.a. af starfinu í Óháða söfnuðin-
um, sem er utan ríkiskirkjunnar.
Samhliða aðskilnaði ríkis og kirkju þyrfti auðvit-
að að fara fram uppgjör veraldlegra eigna kirkjunn-
ar. Það er sjálfsagt að kirkjan fengi til eignar
kirkjuhús landsins, prestssetur og prestsjarðir o. fl. “
Er Óháði söfnuðurinn enn virkur og lifandi?
„Já, það er hann, og safnaðarfólkið hefur sýnt að
unnt er að reka blómlegt kirkjulíf utan ríkiskir-
kjunnar. Það hefur verið mikill áhugi á öllu starfi
safnaðarins meðal safnaðarfólks. Við höfum aldrei
verið fleiri en svona eitt til tvö þúsund manns, en
tiltölulega fjölmennur hópur hefur alltaf verið mjög
vel virkur. Við byggðum t.d. af eigin rammleik
kirkju og félagsheimili á tæpum þremur árum,
áttum ekki krónu til að byrja með.“
Alltaf haft þörf fyrir að
tala og skrifa
Störfin fyrir Óháða söfnuðinn hefur séra Emil
unnið samhliða annarri og krefjandi launavinnu.
Hann hefur verið fréttamaður og síðan fulltrúi
fréttastjóra á útvarpinu og s.l. 18 ár dagskrárstjóri
frétta- og fræðsludeildar sjónvarps. Hver voru
tildrög þess að hann hóf afskipti af fjölmiðlum?
„Ég hef alltaf haft mikla þörf fyrir að tala og
skrifa; því miður segir kannski einhver, en menn
eru misjafnlega gerðir og svona er ég nú. Mér hefur
fundist það fara ákaflega vel saman að vera prestur
og starfa við fjölmiðla; hvort tveggja eru heiðarleg
störf, hvort tveggja eru störf, þar sem maður þarf
að afla sér heimilda og fara rétt með þær, og að
koma fram fyrir fólk í einhverri mynd.
Ég sótti um starf fréttamanns á útvarpinu eftir
auglýsingu. Ég hafði verið ritstjóri skólablaðs í
menntaskóla, en á árunum þegar ég starfaði hjá Kol
og salti hóf ég ásamt fleirum útgáfu á tímariti um
þjóðfélags- og menningarmál, og reynslan af því
starfi hefur líklega verið talin duga þegar ég var
ráðinn, auk þess sem ég var þá þingskrifari í
Alþingi".
Hvaða tímarit var þetta?
„Það hét Straumhvörf, hvorki meira né minna og
við vorum níu sem stóðum að því. Auk mín voru
það Sigurbjörn Einarsson biskup, dr. Broddi Jó-
hannesson, dr. Lúðvík Kristjánsson sagnfræðingur,
Sören Sörensson læknir og þýðandi, Jóhann Jónas-
son forstjóri, Egill Bjarnason bóksali, Hermann
Jónasson skrifstofustjóri og síðast en ekki síst minn
nánasti samstarfsmaður og raunar ritstjóri seinna
árið, Klemens Tryggvason hagstofustjóri. Þetta
tímarit var gefið út af áhuga einum, en kom aðeins
út í tvö ár. Það má segja að sá hópur, sem að
tímaritinu stóð, hafi verið eins konar undanfari
menn eigi einmitt að vara sig á því að taka
sjálfa sig of hátíðlega.“
Bylting í fréttastörfum
Þú varst á fréttastofu útvarps í rúma tvo áratugi.
Á þessum tíma urðu miklar breytingar á starfi
ykkar, ekki satt?
„Já, það er rétt. Þegar ég kom til starfa voru t.d.
engin upptökutæki til. Allt efni var sent beint út,
þ.á.m. fréttaviðtöl. Ég man vel hve mikil bylting
stálþráðurinn þótti á sínum tíma, en sú tækninýjung
kom til sögu upp úr stríðinu. Ég man t.d. eftir því
að þegar Hekla gaus 1947 var ég sendur austur, og
las inn á stálþráðinn lýsingu á gosinu og tók viðtal
við Steinþór Sigurðsson náttúrufræðing. Hann lést
skömmu síðar af slysförum á gosstöðvunum. Frá-
sagnir Steinþórs, dr. Sigurðar Þórarinssonar og
Steindórs Steindórssonar af gosinu eru enn til í safni
útvarpsins. Það var margt flutt af stálþræðinum yfir
á segulband.
Segulbönd leystu stálþráðinn fljótlega af hólmi,
og þessi nýja upptökutækni umbylti fréttastörfum.
Nú var t.d. hægt að fara með upptökutæki og ræða
við fólk í öðrum landshlutum og senda viðtalið út
þegar það hentaði best.Áður þurfti að koma í beina
útsendingu í útvarpshúsið í Reykjavík."
Fréttamennskan sjálf. Hefur hún líka breyst?
„Hún hefur breyst líka. Áður iðkuðu fréttamenn
það sem kalla má neikvætt hlutleysi eða neikvæða
óhlutdrægni. Þeir voru ragir við að taka á heitum
málum, líkt og manninum í dæmisögunni sem þótti
öruggast að grafa pund sitt í jörð. Nú eru breyttir
tímar, og jákvæð óhlutdrægni, sem svo má kalla,
hefur komið í staðinn. Þá er leitað eftir áliti allra
þeirra sem tiltekin heit mál varða, og mismunandi
skoðanir koma fram. Við þetta hafa fréttir í útvarpi
breyst mjög til batnaðar.“
Alltaf verið skammaðir
Eruð þið mikið skammaðir?
„Já, mikil ósköp. Það hefur fylgt fréttamanna-
starfinu frá upphafi. Það sem okkur féll verst hjá
útvarpinu var þegar við sættum ásökunum í okkar
eigin fjölmiðli, en fengum ekki aðsvara fyrir okkur.
Ég á við þá ákvörðun útvarpsráðs sem ritstjórar
dagblaðnna sátu löngum í, að láta lesa leiðara
dagblaðnna í útvarpi. Þar gátu ritstjórarnir ef þeir
neyttu þess beint spjótunum að okkur án þess að
við gætum borið hönd fyrir höfuð. í þessu sambandi
dettur mér í hug ljóð Davíðs Stefánssonar um
Gunnar Gjúkason hörpuleikara, sem varpað var í
ormagryfju með bundnar hendur fyrir aftan bak:
„Hendur hans bundu þeir báðar/ og brenndu hans
hvíta lín./ Svo var Gunnari Gjúkasyni/ gefin harpa
sín.“ Við vorum bundnir á höndum að vissu leyti,
en síðan áttum við að spila. Það gekk misjafnlega,
en Gunnari Gjúkasyni tókst svo vel að spila á
hörpuna með tánum, að hanndáleiddiormana með
tónum sínum, utan einn. Sá reyndist banvænn.
Þú ferð til starfa á sjónvarpinu 1965, ári áður en
það byrjar útsendingu. Hvað réði því?
„Ég hafði einfaldlega áhuga á því. Árið 1960-61
hafði ég dvalist í Bretlandi, og var þá m.a.
fréttaritari útvarpsins þegar þorskastríðið var í
Óháði söfnuðurinn er einn af þremur fríkirkju-
söfnuðum landsins. Er ágreiningur milli safnaðarins
og þjóðkirkjunnar um trúarleg málefni?
„Nei, það er enginn slíkur ágreiningur fyrir
hendi. Munurinn er stjórnunarlegur. Við erum
óháð ríkinu, aðeins háð guði og samviskunni. Það
hefur ekkert fé runnið frá ríkinu til kirkju okkar.
Það var raunar engin tilviljun að ég endaði sem
prestur í söfnuði utan þjóðkirkjunnar. Ég hef allt
frá því að ég var 15 ára gamall, og las bækling um
fríkirkjuhreyfinguna í Ameríku, verið þeirrar
■ „Ég hef alltaf verið efasemdarmaður. Ég
held að það hljóti allir „trúmenn“ að vera;
annars eru þeir hugsunarlitlir.“
skoðunar að það væri ákaflega óeðlilegt að andleg
mál væru ríkisrekin. Ég tel að það sé löngu kominn
tími til að ríkiskirkjan, sem er réttara nafn en
þjóðkirkja, verði aflögð hér á landi, og í þeim fáu
löndum sem hún viðgengst enn. Kirkja á að veita
forystu í andlegum efnum, og það versta sem fyrir
hana getur komið er að vera bundin á klafa
ríkisvaldsins. Og það liggur líka ljóst fyrir að þetta
ósjálfstæði kemur kirkjunni í koll, hún nær ekki
fram málum sínum. Kirkjuþing og prestastefnur
hafa t.d. árum saman farið þess á leit við Alþingi
að prestskosningar verið afnumdar, en sú málaleit-
an hefur engan hljómgrunn hlotið. Engin frumvörp
sem Kirkjuþing samþykkti 1982 hafa náð fram að
ganga á Alþingi, að því að ég best veit.“
Ríki og kirkja verði aðskilin
„Ég held að það yrði kirkjunni til mikilla bóta,“
Þjóðvarnarflokksins, eða a.m.k. voru hugmyndir
okkar mjög í svipuðum anda og hjá þeim flokki
urðu. Það má segja að þetta hafi verið svona róttækt
rit og vinstri sinnað, eins og eðlilegt var um unga
menn, en flokkspólitískt var það ekki, þó sjálfur
væri ég oft titlaður „kommúnisti" í þann tíð.“
algleymingi, og þar kynntist ég vel sjónvarpi. Ég hef
alia tíð frekar verið gefinn fyrir að taka áhættu og
breyta til, og þótt ég væri orðinn nær fimmtugur,
fannst mér ekkert óeðliegt að prófa þetta. Ég var
óvanur því að starfa fyrir sjónvarp en það voru líka
allir aðrir. Ég spurði fréttastjóra útvarps hvort hann
ætlaði að sækja um starf dagskrárstjóra frétta- og
fræðsludeildar, en hafði ekki hugsað sér það, og þá
var teningnum kastað.“
„Hennar líf er eilíft kraftaverk“
Hefur þessi stofnun ekki gerbreyst s.l. 18 ár?
■ Frú Álfheiður Guðmundsdóttir, eiginkona séra Emils, og viðmælandi Helgar-Tímans.
Myndin er tekin í húsakynnum Óháða safnaðarins árið 1975.
■ „Mig var farið að langa til að verða sveita
prestur, og hugsunin um það varð m.a. til þess
að ég hóf nám í guðfræði.“
„Jú. Hennar líf er eilíft kraftaverk", segir í kvæði
um íslensku þjóðina, og sama má segja um líf þessa
sjónvarps. Á hverju einasta kvöldi hefur maður
nánast beðið eftir því með öndina í hálsinum að
eitthvað færi úr böndunum. Fréttir eru gífurlega
fjölbreytt dagskrárgerð, og vandaverk að halda
öllum þráðum saman. Allt hefur þó farið vel oftast
nær til allrar hamingju. Þökk sé færum starfs-
mönnum.
Ef ég læt hugann reika, og velti fyrir mér helstu
breytingum sem orðið hafa þá kemur mér fyrst í hug
hve fljótt tókst að koma dreifikerfinu á um land allt.
Erlendir ráðgjafar sjónvarpsins voru í upphafi mjög
efins um að þetta væri unnt, enda landið fjöllótt og
víðlent en í þessu efni hafa íslenskir tæknimenn
unnið kraftaverk.
Fjórir aðrir áfangar eru líklega merkilegastir.
Fyrst er það litvæðingin, þá gervihnattasambandið
við útlönd, síðan örbylgjusendarnir til beinna