Tíminn - 13.11.1983, Qupperneq 27
SUNNUDAGUR 13. NÖVEMBER 1983
■ Þunglyndið sest að mörgum manninum sem virðist hafa allt sem hann gæti óskað sér. Claus Prins af Hollandi situr annars hugar við hlið Beatrix drottningar. Þunglyndið hefur þjakað hann í
heilt ár.
Hann fær fréttir af einhverjum missi og
veit að honum á að þykja atburðurinn
mjög harmrænn, en finnur þó ekki til
neins slíks. Hann finnur aðeins til tóm-
leika og einskisnýtiskenndar.
Tilfinningadoði
Svissneski prófessorinn P; ul Kielholz,
sem rekið hefur rannsóknars öð sína í
Basel og fæst þar við að 'únna úr
athugunum á þunglyndi frá öllu.n heims-
hornum, telur að þessi reynsla sé meðal
þess versta sem þunglyndissjúklingur
verður fyrir. Hann telur að vanhæfnin til
þess að finna til sorgar leiði menn ekki
síður til sjálfsmorðs en hið gleðisnauða
viðhorf sjúklingsins almennt. Han álítur
að þunglyndissjúklingar leggi hendur á
sjálfa sig í skelfingunni yfir þeim tilfinn-
ingadoða sem þeir skynja með sér.
Kielholz, sem meðhöndlað hefur
mann Hollandsdtottningar, Claus von
Amsberg, er þeirrar skoðunar að enginn
þekki betur muninn á heilbrigðri sorg og
lífshættulegu þunglyndi en þunglyndis-
sjúklingurinn. „Sorger heilbrigð þroska
og lærdómsreynsla," segir hann, „en
þunglyndissjúklingurinn skynjar ekkert
nema kvölina.“
Hvar og hversvegna hætta framleiðslu-
stöðvar „heilbrigðra" tilfinninga í
heilanum að virka. Rannsóknir á þung-
lyndi síðustu tíu árin hafa skilað meiri
vitneskju um þetta en öll 2000 árin þar
á undan.
Boð og skipanir fara ekki um heilann
frá einni frumu til annarrar, heldur fara
þau í gegnum boðefni. (Þetta er líkara
ferð elektrónanna eftir rafmagns-
leiðara). Kielholz prófessor telur því að
orsakir þunglyndis séu nokkurs konar
ófullkomin straumleiðni í þeim hlutum
heilans, þaðan sem tilfinningarnar eru
komnar.
Nú er á það að líta að í höfðinu er
tæknibúnaðurinn öllu flóknari en þegar
kveikt er ljós í stofu. Boðefnin eru ekki
aðeins af tveimur gerðum, heldur um
það bil þremur þúsundum gerða, og
rannsóknir á þeim eru aðeins skammt á
. veg komnar.
Serotoninvöntun
Pau efni sem ráða ferðum tilfinning-
anna eru einkum þrjú: Serotonin, Nor-
adrenalín og Dopamin. Ymist hefur
þunglynt fók of lítið af þessum efnum
eða þá að heilafrumurnar taka ekki nógu
vel við þeim. Líkt og þegar fingurgóm-
arnir dofna í kulda má ímynda sér það
ástand sem skapast þegar leiðin til
stöðva tilfinningalífsins truflast. Vís-
indamenn telja sig all vissa í sinni sök í
þessu efni, þar sem langur og reglulegur
samanburður á hópi sjúklinga og hópi
heilbrigðra sýnir að þeir fyrrnefndu
höfðu minna serotonin í mænuvökvan-
um.
Þessar uppgötvanir hafa upp á síðkast-
ið gefið mörgum manninum, sem þjáist
af þunglyndi, nýja von. Mörgum var það
mikill léttir að frétta að þeir væru ekki
gengnir af göflunum, heldur þjáðust þeir
aðeins af truflun á efnaskiptum, ekki
ólíkt sykursýkissjúklingi.
Pegar þetta varð uppvíst rann notkun
róandi lyfja til meðhöndlunar á þung-
lyndi skeið sitt á enda. Hin róandi lyf
höfðu hliðarverkanir, þeim fylgdi ávana-
hætta og þær duldu aðeins vandann en
læknuðu hann ekki. Þess í stað fundu
lyfjafræðingar upp ný efni við þunglyndi
(Antidepressiva") en þau höfðu þannig
áhrif að þau hertu á streymi boðefnanna
í heilanum. Hér er ekki um nein fjörg-
andi eða örvandi lyf að ræða og ef
heilbrigt fólk neytir þeirra þá finnur það
ýmist engin áhrif eða þá að það þreytist.
Rannsóknir sem gerðar hafa verið á
morðingjum og ofbeldishneigðum
mönnum hafa líka vakið mikla athygli ,
því þar hefur sami skortur á serotonin
komið í ljós. En ekki aðeins það: Leitt
hefur verið í ljós að hjá sjálfsmorðingj-
um fer saman hve lágt magnið af seroton-
in er og hitt, - hve grófum aðferðum þeir
beita við sjálfsmorðið. Því óhugnanlegri
aðferðum sem beitt er, því minna reynist
af serotonin í líkamanum.
Serotonin getur einnig reynst vera
bremsa á ofbeldishneigðina. Þar með
hafa rnnsóknirnar á þunglyndi styrkt
kenningu sem til hefur verið frá dögum
Freud um að þunglyndi og árásarhneigð
séu náskyld fyrirbrigði. Með því er átt
við að upprunalega sé þunglyndið runnið
frá gríðarlegri reiði.
70% fá bót
í þeim lækningastöðvum þar sem
þunglynt fólk er til meðhöndiunar er nú
talið að um 70% fái mikla bót með
„Antidepressiva". Samt er ekki um það
að ræða að fólk endurheimti fulla lífs-
gleði að nýju. Til þess er enn of fátt vitað
um völundarhús mannsheilans.
Enginn lífefnafræðingur hefur þó til-
tæka skýringu á ástandi þeirra 30 prós-
enta sjúklinga sem þrátt fyrir að ýtt sé
undir streymi boðefnanna vilja ekkert
fremur en deyja. Þar að auki hefur
yfirgnæfandi meirihluti þeirra aldrei leit-
að til læknis. Það er nefnilega svo
merkilegt með þunglyndið að þeir sem
fá það yfir sig og ættingjar þeirra, líta
miklu fremur á það sem skapgerðarbrest
en læknisfræðilega skilgreinanlegar
þjáningar. Sá sem telur sig einskis virði,
ómögulegan og sekan um allar vammir
og skammir, hann fer miklu frekar í
sjóinn en til læknis.
Enn eitt einkenni þunglyndisins er sú
truflun sem verður á „lífsryþmanum,"
en hér er átt við þann 24-stunda „ryþma“
sem plöntur, dýr og menn fylgja. Hjá
þunglyndu fólki virðist þessi innbyggða
„klukka" fara að ganga öðru vísi og er
það ein höfuðorsök þess að miklar truflan-
ir verða á svefnvenjum. Dæmigert fyrir
mjög þunglynda er það er fólk tekur að
vakna fyrir allar aldir og dapurlegir
þankar heliast yfir það. Um klukkan
fjögur eða fimm á nóttunni verða breyt-
ingar á líkamsstarfsemi manna, hitinn
hækkar og hormónastarfsemi eykst, um
leið og líkaminn „skiptir yfir“ frá nóttu
til dags. Sá þunglyndi vaknar við þetta
og byrjar að pína sig með sjálfásökun-
um - og stundum endar hann á að
granda sér.
Sönnun fyrir þessu er það (og stundum
húsráð) að ef þessi innri „klukka“ þess
þunglynda er rugluð, t.d. meðþví að
svipta hann nætursvefni, þá líður honum
betur daginn á eftir eða daginn þar á
erftir. En þetta dugir ekki lengi því fyrr
en varir er sá þunglyndi búinn að stilla
verkið eftir sínu mynstri að nýju.
Það hve sálarlífið er næmt fyrir öllum
truflunum á þessu „rytrna" sem komnar
eru til af hormónastarfseminni, ernokk-
uð sem hver kona þekkir.Þar á meðal
má nefna þunglyndisköst áður en blæð-
ingar hefjast. Slíkt þekkir hver læknir og
lætur sér ekki til hugar koma að nefna
það nöfnum eins og kvenmannlega ímynd-
yndunarveiki. Sömu áhrif hafa hormón-
abreytingar á breytingaskeiðinu og á
eftir barneignum. Oft eru konur laugað-
ar í tárum á þriðja degi eftir fæðinguna.
Veldur því ótti og sálræn vanlíðan.
Haustkvídi
Það er gömul trú manna að þunglyndi
og sjálfsmorð séu í hámarki í nóvember
og tengja menn það grámyglu og kulda
þessa mánaðar. En satt að segja eru lítil
tengsl á milli veðurfregnanna og hinna
mörgu persónulegu harmleikja. Senni-
legri er sú kenrting að það hægi á
flutningi boðefnanna í heilanum á þess-
um tíma. Sænskar og bandarískar lang-
tímarannsóknir hafa bent til þess að
boðefnin verði kraftminni eða streymi
þeirra hægara að vetrarlagi en á öðrum
árstímum og hafa mcnn kennt það því
að hér hlýði líkamsstarfsemin ævagam-
alli tilhneigingu, - tilhneigingunni til
þess að leggjast í híði á vetrum. Á vorin
tekur starfsemi boðefnanna kipp að
nýju. Öllu þessu ráða vægar hormóna-
breytingar, sem venjulegur maður
verður varla var við, en þeir næmari
skynja sem mikla áþján. Þetta gætiskýrt
mikla fjölgun sjálfsmorða og þunglynd-
iskasta að haustinu.
Félagslegar orsákir geta líka komið til
í mesta skammdeginu. Sá sem heldur
jólin einn með sjálfum sér, lítur oft á sig
sem mesta ólánsgemling í því samfélagi
sem við búum við. Á engum árstíma
öðrum fá menn svo greinilega að sjá að
þeir falla ekki inn í hið félagslega
mynstur umhverfisins. Það er gömul
evrópsk siðvenja að líta á dagana milli
jóla og nýárs sem uppgjör, þegar menn
Ifta um öxl og strengja ný heit. Hvernig
á þá sá sem álítur sjálfan sig ekki
nokkurs virði að fá staðist?
Margsinnis hafa menn velt því fyrir
sér hve mikla þjáningu einn maður fái
afborið. Hvers vegna tekur einn maður
við heljarhöggum örlaganna eins og
ekkert sé, meðan annar fellur kylliflatur
niður í gryfju þunglyndisins vegna
smámuna?
Eitt fyrsta skrefið fram á við í nútíma
rannsóknum á þunglyndi var í því fólgið
að skipta sjúkdóminum í tvær greinar.
Menn ræddu um „endogent" (sem kem-
ur innan frá) þunglyndi og „exogent“
(sem kemur utan frá) þunglyndi. í síðara
dæminu er gert ráð fyrir að ýmis áhrif frá
umhverfinu hafi áhrif á sjúkdóminn.
Þannig var sjúkdóminum með öðrum
orðum deilt í skiljanlega grein og
óskiljanlega, þ.e. þegarsjúkdómsköstin
koma og fara eftir kynlegum lögmálum
og snúast í milli í andhverfu st'na: Fólk
sem einn daginn sér ekkert nema myrkur
og dauða er frá sér numið af sjálfsáliti og
mikilmennsku þann næsta.
Hvað hið nær óskiljanlega „endo-
gena“ þunglyndi áhrærir, þá ríkir meðal
lækna hin mesta samstaða í því efni:
Meira að segja læknar scm helst vilja
ekki sjá neins konar pillur eru þeirrar
skoðunar að hér sé á ferðinni ruglingur
í efnastarfsemi líkamans, sem að nokkru
er arfgengur. Það virðast rannsóknir á
tvíburum sanna, því hjá cineggja tvíbur-
um brýst sjúkdomurinn sjaldnast út hjá
aðeins öðrum þeirra, - nteira að segja
þótt þeir hafi alist upp fjarri hver öðrum.
Lithium ingjafir
Frá því er þetta var viðurkennt hefur
náöst ágætur árangur með því að gefa
sjúklingum lithium. Sé fólki gefinn inn
þessi málmur lengi og reglulega, hindrar
lithiumið að sjúkdómurinn komist á
verri stig og er að sjá sem hann styrki
boðefnin á einhvern hátt. Lithium lækn-
ar engan og sé inngjöfum hætt fer allt í
sama farið. En það bægirsjúkdómseink-
cnnur.um frá og lífið verður mörgum
þunglyndissjúklingi stórum bærilegra en
áður.
Besta hatamöguleika ciga þeir sjúkl-
ingar sem veikjast af líkamlegum (som-
atogenum) ástæðum. Þá er það líkaminn
sjálfur sem veldur vanlíðan á sálinni, en
ekki ðfugt. Lifrarþjáningar og miklar
ígerðir, höfuðmeiðsl, uppskurðir og æð-
akölkun færa starfsemi líkamans úr
skorðum og trufla starfsemi boðefna í
heilanum.
En þegar komist hefur verið fyrir
meinsemdina í líkamanum fer brátt að
birta í ranni sálarinnar að nýju.
En þunglyndi, sem ekkcrt á tengt við
líkamlega kvilla, virðist sækja á helmingi
fleiri konur en karla hvar sem er í
heiminum. Það á ekkert tengt við þjóð-
félagslega stöðu þeirra að því er virðist,
öllu fremur tengist það því að þær eru
viðkvæmari fyrir allri tilfiningalegri
áverkun.
Sú gamla trú að einvera sé algengasta
orsök þess að fólk leggist í þunglyndi
virðist einnig standa á brauðfótum: Gift-
ar konur falla fremur í viðjar þunglyndis-
ins en einstæðar. Þetta vcrður ljósara
þegar á það er litið að erfiðleikar í
sambúð eru einhver mesti áhyggjuvald-
urinn og sá sem tíðast kemur þunglynd-
isköstum af stað.
(Þýtt-AM Stytt)