Tíminn - 27.11.1983, Blaðsíða 11

Tíminn - 27.11.1983, Blaðsíða 11
SUNNUDAGUR 27. NÓVEMBER 1983 11 Helgar-Tíminn rifjar upp sögu þessara „útvöldu” einstaklinga íslenska fjárkynsins, sem stundum björguðu lífi, bæði fjármannsins og hjarðarinnar „ÞARNA ER Á FERÐINNI EIN- HVER ÓSKÝRÐUR HÆFILEIKI" — segir Ólafur Dýrmundsson, ráðunautur „Þarna er á ferð einhver óskýrður hæf ileiki," sagði Ólafur Dyrmundsson, ráðunautur, þegar við ræddum við hann í fyrradag og spurðum hvort þessi hæfileiki islenska fjárins væri enn til, eða hvort hann hefði týnst með breyttum búskaparháttum. „Ég hef að vísu heyrt að það þekkist erlendis að einstöku kindur vilji fara á undan öðru fé, en þetta er eigi að síður mjög sérstakt hér og hæfileikinn er hér enn til. Þarna er um að ræða venjulegt íslenskt fé, en þó mjög sérstaka einstaklinga, og þessu hefur einhvern veginn verið haldið við í aldanna rás og fram á þennan dag. Dr. Stefán Aðalsteinsson segir í bók sinni „Sauðkindin, landið og þjóðin" að forystufé, sem sérstakur stofn, sé sérislenskt fyrirbrigði, sem hvergi þekkist annars staðar í heiminum og það er tvimælalaust rétt. Hann telur líka að það hafi þekkst hér frá öndverðu. ■ Já, maður ímyndar sér að þetta fé sé vitrara en annað. Ég hef sjálfur séð forystukindur og það er greinilegt að þær vilja fara á undan, virðast vita á sig veður og hafi alveg sérstaka gáfu til þess að geta ratað fram yfir annað fé. Þær sögur sem koma fram í bók Ásgeirs Jónssonar frá Gottorp, sem reyndar var afabróðir minn, staðfesta þetta. Ég man vel eftir Ásgeiri sem lést árið 1963 og það má geta þess að bok hans mun vera einsdæmi í heiminum, því ég veit ekki til að nokkru sinni annars staðar hafi verið gerð slík úttekt á þessum eiginleika fjár. Faðir minn og Ólafur Dýrmundsson, afi minn, hálfbróðir Ásgeirs, sögðu mér sögur af slíku fé þegar ég var yngri og það er engin ástæða til að draga þetta í efa. Hæfileikar forystufjárins eru alveg sannsöguleg mál. Já, þessi hæfileiki hefur verið þekkt- ur meðal íslenska fjárins mjög lengi og hann hefur verið tengdur beitarbú- skapnum, vetrarbeitinni. Þá kom sér það vel að kindurnar voru ratvísar og eins og kemur fram í bók Ásgeirs þá er ljóst að hann álítur að þær hafi oft bjargað bæði h jörðum og fjármönnum frá því að tapast. Enn er til dálítið af forystufé, en það er áreiðanlega miklu minna um það en áður var og það má geta þess á fjárskiptaárunum, þegar verið var að skera niður gegn mæðiveikinni í stór- um landshlutum, þá hefur þetta fé að miklu leyti útrýmst um tíma. En svo hefur það verið flutt aftur inn á þessi svæði og það hefur örlítið verið af því gert að flytja sæði úr forystuhrútum milli landshluta, svo sem til Suður- lands. Þannig fluttist nokkuð af for- ystufé úr Þingeyjarsýslum yfir á önnur sæði, en í Þingeyjarsýslum hefur löngum vcrið mikið um forystufé. En þess ber að geta að nokkuð hefur það dregið úr áhuga manna á að eiga foyrstufé að búskaparhættir hafa breyst. Vetrarbeitin hefurfariðminnk- andi og heyrir víðast sögunni til, nema hjá einstaka bónda. Nú tíðkast mest innistaða og þá fá þessar kindur ekki að njóta sín sern skyldi. Það er samt enn til á ýmsum stöðum á landinu, ekki síst í Þingeyjarsýslum og dálítið á Suðurlandi m.a. En ekki má gleyma að minnast á það að á sæðingastöðínni í Laugardælum er nú til svararnhöfðóttur hrútur af forystukyni, en yfirleitt var forystuféð míslitt, eins og hið svonefnda léttræka fé yfirlcitt var. Bændur sem vilja láta sæða ær sem sýna forystueinkenni. þeir geta nú látið sæða með sæði úr þessum hrút. Hrúturinn heitir For- mann og er frá Sandfellshaga í Öxar- firði. Hann var á sæðingarstöðinni á Akureyri, en var fluttur suður, svo bændur hér gætu haft af honunt gagn. Skýrslur um hann segja að hann Itafi vakið athygli fyrir skyn'semi og athyglin er greinilega í lagi. Foreídrar hans voru bæði forystufé, en þau hétu Hosi ogHosa. Afkvæmi hans eru sögö róleg og greindarleg, sem er einmitt ein- kenni forystufjár. Það má segja að þctta sé meir gert til gamans, cn það má heldur ekki eingöngu hugsa um fjárhagshliðina. Þetta mál hcfur m.a. verið rætt á B-'unaðarþingi og líka manna á meðal og mönnum hefur fundist slæmt til þess að hugsa að þeta fé dæi út. Þetta er ákveðinn erfðafræði- legur ciginleiki og ég veit að það er áhugi meðal fræðimanna í erfðafræði á þessu. Þannig hefur dr. Stefán Aðal- steinsson, búfjárerfðafræðingur, haft áhuga á að þessi eiginleiki sé varðveitt- ur. Margir bændur hafa mikinn áhuga á þessu líka. ■ Ólafur Dýrmundsson: Já, maður ímyndar sér að þetta fé sé vitrara en annað.“ Forystukindur geta þó stundum verið óþekkar og óþjálar og þaö er því vel hugsanlegt að stöku bóndi hafi eignast svona kindur, en haft ýmugust á þeim. Sennilega er slíkt fé ekki ekta forystu- fé. Að lokum mætti scgja hér sögu af því að fyrir nokkrum árunt var ég á ferö norður í landi, þegar verið var að reka safn af Hrunamannaafrétti. Ég niætti safninu þarna og frenist í því var smáhópur af forystukindum, bæði sauðir og ær, og voru sauðirnir með bjöllur á hornunum. Já, það má því sjá þetta fé ennþá.“ -AM ■ Þetta er Kraga. Ókunnugir hefðu varla séð að hún skæri sig frá öðrum einstaklingum í hjörðinni, en f járbóndinn þekkti vökult og snarpt augnaráð hennar, næmi og athygli, sem aðrar ær bjuggu ekki yfir. logni um nóttina. Féð rann í sporaslóð, það sem ég sá austur á ásana, og lét ég það gott heita. Kindurnar voru um hundrað að tölu. Það starf hafði ég ætlað sjálfum mér þennan dag að moka undan fjárhúsgrindum. Tók ég nú til rekunnar og gáði ekki til veðurs alllengi. Líður tíminn þannig fram yfir hádegi. Fór ég þá allt í einu að hugsa um það, að oft hefði Kraga verið greiðstíg austur á ásana, en sjaldan greiðstígari. Hver veit, nema hún eigi nú von á byl og hafi dottið í hug að ná heim í Breiðuvík, áður en hann skylli á. Norður í Breiðuvík var á að gizka tíu kílómetra vegarlengd. Vissi ég ekki fyrr til en einn éljakúfurinn var kominn hvoru megin, annar inn yfir heiðina en hinn inn yfir flóann, og var geil á milli norður að sjá. Beið ég þá ekki boðanna, en þaut af stað, fremur fá- klæddur og heitur eftir moksturinn. Var ég skammt kominn, þegar éljaveggirnir hrundu hvor yfir annan, og blindstórhríð var skollin á. Hraða ég mér nú, sem mest ég mátti, út austur að á þeirri, er Skeifá heitir. Vissi ég um hjarnbrú á ánni alllangt austur, og grunaði mig, að yfir hana hefði Kraga farið með allan hópinn. Veðurhæðin var mikil og svo dimm, að varla sáust handa skil. Leizt mér nú ekki á blikuna. Ekki var laust við, að mig tæki að næða, enda fór frostið ört vaxandi. Þó hélt ég áfram, en sóttist heldur seint, því að veðrið var nokkurn veginn í fangið. Kunnugur var ég ekki þarna á heiðinni, og vissi ég ógjörla hvað ég var að fara undir það síðasta. Allt í einu rakst ég á fjárhópinn. Fannst mér þá, sem ég kæmi inn í hlýtt hús. Veðrið hafði þjappað fénu saman á hjarnskafli sunnan í hæð nokkurri, og mun Kraga hafa staðið ofan við hópinn, líklega ein sér. Kom samstundis rót á sumt af fénu, og þóttist ég vita, að Kraga hefði tekið til fótanna skáhallt undan veðrinu í átt að Hringveri. Fjárhund hafði ég, sem Hnokki hét. Hann var vitur en táplítill. Tók ég nú að hamast á fénu og lánaðist mér að koma því síðasta af stað, áður en sundur slitnaði. Það hefði mér sennilega aldrei tekizt, ef ég hefði haft veðrið í fangið. Ekkert ráðrúm haföi ég til þess að athuga um stefnuna, enda hvergi nærri viss um þá réttu. Hitt duldist mér ekki, að nú var farið vel á undan. í því fann ég öryggið, því að svo vel þekkti ég skapstyrk Krögu og ratvísi, að ég var ekki í neinum vafa um, að heim mundi hún ná að húsi sínu, hvað sem á gengi. Lá nú mikið við, að ég kæmi fénu á eftir, og það tókst með aðstoð rakkans. Það mun líka hafa orðið mér til láns, að í hópnum átti Kraga margar þrekmiklar jafnöldrur, sem ætíð töldu það skyldu St'na að fylgja henni sem fastast á rekstri. Þegar ég hafði rekið alllengi, virtist mér sem annaðhvort stefnan eða veður- staðan hefði breytzt. Var nú miklu meira sótt í veðrið en áður. Sá ég það síðar á harðsporum, hvernig á því stóð. Kraga hafði haft grun um, að dæld ein mikil, er Kálfadalur heitir, mundi ófær orðin. Hún hafði því þrætt rinda þá, er liggja niður með dalnum að norðan, og farið fyrir enda hans, - stefnan þess vegna orðið í hávestur um tíma. Ekki hefur það komið fyrir nema einu sinni, að ég hafi hvatt Krögu til að leggja á torfæru, sem henni virtist auðsjáanlega sjálfri ófæra. Hafði viljað svo til eitt sinn, að torfæra hafði myndazt á hættu- legum stað, þar sem þó vár oftast nær sæmileg fjárrekstrarleið. Sá ég það eitt kvöld að Kraga hafði staðnæmzt þar, og var hún að athuga leiðina. Með henni voru nokkrar ær. Geng ég nú til ánna og á þangað alllangan spöl ófarinn, þegar Kraga kemur þjótandi á móti mér. Er það löngum einn af háttum hennar, þégar hún vill hafa mig með í ráðum. Að þessu sinni var hún óvenjulega gust- mikil. Hún hvessti á mig augun og hvæsti lítið eitt, en það er kækur hennar, þegar eitthvað er að. Það var eins og hún vildi segja: „Ég skal fara, ef þú vilt. Ég mun hafa mig yfir, en þú ábyrgist stallsystur mínar.“ Ég gaf henni bendingu um að fara. Viðbragðið var eldsnöggt. Henni var þetta leikur einn, og var torfæran þó langtum verri en ég hafði hugsað, að hún væri. Hinar ærnar fylgdu viðstöðulaust á eftir, - ekki af neinni heimsku eða áþjánarkennd, heldur miklu fremur af sakleysislegri auðtryggni, harðneskju og hlýðni. En ofurefli var þeim þetta flestum. Hét ég því að eggja ekki Krögu öðru sinni. Áræði Krögu Um áræði Krögu og hlýðni kann ég margar sögur. Er ég aö minnsta kosti búinn að segja eina. Hér skal önnur sögð: Svo bar við í nóvcmbersíöast liðnum, að þrjár ær, sem ég átti, tepptust við sjóinn. Þær höfðu einhvern veginn kom- izt ívík þá.erStapavík heitir. Engin von var til, að þær kæmust þaðan aftur af sjálfsdáðum, eins og sakir stóðu. Þá var smástreymt mjög og norðan sveljur á degi hverjum og allmikið brim. Báti var ekki hægt að koma við vegna brimsins. Sunnan við víkina fellur sjór í björg með flóði, en með fjöru má ganga þurrum fótum, þar til kemur alveg noröur að víkinni. Gcngur þar flúð alllangt fram, og er hátt upp á flúðina sunnan frá. Þó lækkar hún nokkuð, er framar kemur. Gengur sjór upp með flúðinni að sunnan og í björg upp, nema stórstraumsfjara sé. Vissi ég nú eigi, hvað géra skyldi. - Loks tók ég það ráð, að láta Krögu eina ganga á undan mér norður með björgun- um í þeirri von, að hún hefði sig upp á flúðina, þó að smástreymt væri, og sækti ærnar. Þetta þótti Krögu kynlegt ferðalag. Þegar út að flúðinni kom, þaut hún viðstöðulaust í skerðingu eina, sem var fast upp við bergið. Sjór var þarna á miðjar síður, og var allt að því mannhæð upp á flúðina. Þarna varð hún frá að hverfa. En þá gerir hún annað, sem ég bjóst tæplega við, að hún gerði: Hún lagði til sunds fram með flúðinni, beint á móti hvítfyssandi öldunum. En ekki stakk hún sér undir þær eins og æðar- kolla, heldur lyfti hún sér dálítið upp í hvert sinn sem bára brotnaði á henni. Hægði hún ekki ferðina fyrr en kom á að gizka eina 15-20 faðma fram, þá renndi hún til stökks - upp á flúðina og hljóp upp í víkina til ánna, sem fögnuðu henni. Ekki þurfti hún hvatningar við suður af flúðinni til baka, og ánum þremur kom ég á eftir án þess að þurfa að beita þær hörðu. Nokkru áður en þetta gerðist - það mun hafa verið föstudaginn 19. október - kom snöggur stórhríðarbylur. Var þá fé enn á heiðum uppi, því að björt veður og góð höfðu verið lengst af í þrjár vikur. Meira að segja var sumt af forystufé því, sem frægast er talið hér um slóðir, enn á fjöllum uppi. Kvöldið fyrir bylinn fór ég að gá að fé mínu. Vissi ég af draumum mínum, að góðviörið mundi á enda. Norðarlega í Breiðuvíkinni, neðan undir háum ham- raskriðum, er torfa cin grösug, sem Hvalvíkurtorfa heitir. í hvantmi einum litlum syðst á torfunni hitti ég Krögu þetta kvöld. Dilkurinn hennar, svartur geldingur, stór og þreklcgur, var horfinn eitthvað út í buskann. Gæti ég trúað, að þar væri forystusauðarefni. En hvort hann jafnast nokkurn tíma á við móður sína - hvort hann t.d. bíöur mín á cinhverri hæðinni, eins og hún, þegar ég er að smala, og hvort hann hefur vit á að taka svo við fjárhópunum og renna með þá ofan í Brciðuvíkina á sama hátt og hún gerir - það skal ósagt látið. En gott cr að eiga hann í vonum. Dýrgripur annesjabóndans Já, í litla hvamminum syðst á Hvalvík- urtorfunni stóð Kraga alein þetta kvöld. Ekki hreyfði hún sig, þó að ég gengi rétt hjá henni. Svo hnípin sýndist mér hún þarna, að hún minnti mig ósjálfrátt á litlu, vandræðalegu gimbrina, sem stóð undir steininum forðum. Var þó ólíku saman að jafna: Þá var hún aðeins lítið, umkomulaust lamb, sem flæmt hafði vcrið frá móður og átthögum. Þá herjaði tvennt brjóstið, annars vegar hin heita hcimþrá, hins vegar napur veðrauggur. Nú var hún fullorðin ær með mikla lífsreynslu að baki og stödd á öruggum stað, sem hún hafði mætur á. Skyldi hún hafa haft, vegna vissunnar um bylinn, áhyggjur af hinuin óstýriláta, týnda syni? Ætla mætti, að samskipti Krögu við manninn frá því. að hún var lamb, hefðu eitthvað truflað og jafnvel alveg slitið hin hárnæmu og raunar óskiljanlegu náttúrutengsl, svo sem vitranir veðra- brigða. En þess gætir furðu lítið. Lýkur nú hér frásögninni af þessari forystuá minni. Ég er mjög þakklátur tilviljun þeirri, sem lét mig við fjárskiptin hljóta Krögu. Það er gott fyrir annesjabóndann, aldraðan og veðrum barinn, að eiga svo góða forystukind, að hann hlakkar ætíð jafnmikið til að reka hjörð sína til beitar hvenær sem er, hvert sem er og hvernig sem er.“

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.