Tíminn - 27.11.1983, Blaðsíða 26

Tíminn - 27.11.1983, Blaðsíða 26
SUNNUDAGUR 27. NÓVEMBER 1983 LEIÐARLOK í AMSTERDAM ■ Gömul húsaskrifli hallast þétt hvert að öðru. Á vatnsfletinum í síkjunum í Amster- dam sjáum við haustlauf trjánna fljóta í öllum regnbogans litum. Hvarvetna má sjá ferða- menn við myndatökur. Bogabrúin, sem þeir hér kalla „Liesdelsluis“ er nákvæmlega nógu breið til þess að þar geti tveir bílar mæst - og stúlkurnar hallað sér upp að járnhandriðinu. „Hæ“, kallar Birgitta til vegfaranda sem leið á hjá og reynir að brosa. Freknótt og ómálað andlitið er fölt. Rautt hárið hefur hún fest með tveimur hárkömbum í hnakkann. Frakkinn sem hún er í vfir grænni peysu og þvottalún- um gallabuxum nær henni niður á ökla. Hún hcfur grafið báðar hendurnar djúpt niðri í vösunum, þótt það sé heitt í veðri þetta nóvembersíðdegi. Hún gætir þess vel að láta ekki sjást í handleggina sem eru með fjólubláum stungusárum eftir sprauturnar, og koma upp um að hún er heroínneytandi. Svo er raunar ástatt um allar þær stúlkur sem saman eru komnar hér á brúnni. Birgitta, sem hér er almennt kölluð „Biggi", er ættuð frá Worms. Tíu skrefum fjær stendur Bett- ina, sem er frá Essen. Hún varð 21 árs fyrir tíu dögum. „Fjandinn sjálfur", segir Biggi við hana og tvístígur skjálf- andi og nötrandi. „Einmitt núna ætlar enginn kúnni að láta sjá sig. Ég er þegar farin að fá verki, ég verð að gera eitthvað.“ Það eru farin að leka tár úr augunum á henni og það rennur úr nefinu einnig. Fráhvarfseinkennin eru farin að koma eins og köldusótt. Hún þarf að útvega sér 25 gyllini fyrir næstu sprautu. Hún á einskis úrkosta. „Þú hugsar bara um eitt og það er að gera eitthvað til þess aðSiá þér í eiturlyf, til þess að þér líði betur.“ Skyndileiguhótel- ið sem nær allar stúlkurnar hér, en þær eru flestar þýskar, velja sér, heitir Yuksel og er stuttan spöl í burtu. Viðskiptavinurinn greiðir einnig fyrir hótelið, - tíu gyllini fyrir hálftíma. Biggi er fegnust þegar málið er afgreitt á tveimur mínútum. „Þú finnur ekki fyrir öðru en hóstanum. Hann getur orðið svo kveljandi að þér er allri lokið. Svo verkjar þig í alla limina. Þótt náunginn kalli þig hóru og eða heimti að þú kallir sig „bölvað svín“, þá er þér sama um það.“ Birgitte hugsar sig um. „Þú hugsar bara um að fá sprautu, sprautu, sprautu." Stúlkan frá Worms verður sér úti um eitrið á götunni... Hið fræga hverfi „Ze- edijk" tekur við aðeins tveimur brúm fjær. Ferðafólkið fer ekki lengra en að nastu gatnamótum héðan. Þar má sjá fiskbúð, lyfjabúð, blómasölu og bari. Þá tekur við barnaleikvöllur og yfir honum gnæfir gríðarstór mynd af bláum brosandi fíl á húsvegg. Leikvöllurinn er mannauður og er í hæsta lagi notaður af eiturlyfja- sjúklingum sem finna sér þar stað til þess að sprauta sig. Sorp eftir eiturlyfjaneyt- endur er þama um allt, á milli leiktækj- anna, - sítrónur, sprautunálar, magasölt, smákerti og ryðgaðar skeiðar. Á tíu mínútna fresti ekur lögreglan í dimmbláum einkennisbúningum um göt- umar. En þegar komið er að öðmm gatnamótunum í Zeedijk fara lögreglu- mennirnir ekki lengra. Hér ætti hvaða fáráðlingur sem væri að skynja hættuna. Á báðar hliðar má sjá útidyr, sem neglt hefur verið fyrir með viðarborðum. Þama em og þriggja eða fjögra manna hópar kynblendinga og negra, sem halla sér upp að óhreinum veggjum þar sem rifrildi af auglýsingaveggspjöldum hanga. Enginn límir yfir þau lengur. Á kámugum sýning- argluggum stendur „Lokað“. Hingað eiga fáir aðrir erindi en heroínsjúklingar, sem em að kaupa af sölumönnum. Úr þessu helvíti kemst ég aldrei „Ég hef þama einn fastan,“ segir Biggi, „og fjórðungur úr grammi kostar 65 gyllini." Hún hefur tekið herbergi á leigu ásamt Bettinu. Fátt er verra en að þurfa að sprauta sig í forstofum eða á bílastæð- um. „Ef maður er lafhræddur um að verða truflaður er alveg eins hægt að henda efninu í klósettið." í herbergi þeirra stallsystra er ekki að finna svo mikið sem vasaklút. Það lekur án afláts úr krananum og á eldhúsborðinu er skorpin sítróna. Safinn hefur verið notaður til þess að leysa upp í honum heroín, því þá leysist efnið hraðar upp og það virkar fyrr. Aleiga Biggis liggur á gulum dúk. Það er sprautan og það sem henni fylgir, þykk skáldsaga eftir Norman Mailer og sendibréf. Það hefur vinur hetjnar skrifað henni, sá sem hún kom með til Amsterdam í júlí. „Ef þú hefur setið inni í Þýskalandi vegna eiturlyfja áttu enga von lengur. Því lætur þú þig dreyma um Amsterdam, eins og einhverja Paradís. Þar eru engar löggur á hælunum á þér og þú þarft ekki að vera hrædd , þegar þú ferð út til kaupanna. Hér láta þeir eiturlyfjasjúkl- ingana í friði því það eru aðeins „stórfisk- amir,“ sem þeir em á höttunum eftir.“ Peningamir sem Biggi og vinur hennar höfðu sparað saman entust ekki lengi. „Ég sagði alltaf að áður en ég færi að brjótast inn í bíla eða aðstoða við það, þá mundi ég heldur selja sjálfa mig.“ Vinur hennar, Herby, 30 ára, hélt þetta ekki út lengi. „Ég þoli ekki að þú sért með öðrum“, sagði hann. „En ég stóð föst á mínu og ég vildi ekki fara til Þýskalands aftur." Birgitte hefur nú búið sér til blöndu af heroíni og kókaíni. Úti má heyra aðvöm- narblístur lögreglubílanna. „Heyrið þið, nú hefur einhver brotist inn í bíl. Þeir em alltaf að þessu. Hollendingar hafa komið sér upp öllum mögulegum viðvömnar- kerfum. „Þegar Birgitte hefúr lagt frá sér sprautuna þrýstir hún á blæðandi sárið eftir sprautuna með salernispappír. „Ég hef engar framtíðaráætlanir. Úr þessu helvíti kemst ég aldrei aftur.“ Hún kynntist heroíninu fyrir tilstilli fyrsta karlmannsins sem hún kynntist. „Hann var amerískur hermaður í Ramste- in og hann sprautaði mig fyrsta sinn.“ En hún fékk tækifæri til þess að Iosna úr viðjunum. Hún var handtekin fyrir eitur- lyfjasölu og dæmd í 18 mánaða fangelsi. Að baki fangelsisrimlanna fór hún í meðferð og vegna enskukunnáttu sinnar tókst henni að Ijúka námskeiði í erlendri fréttaritun. Henni stóð og til boða að komast í sambýli fýrir fólk sem var í endurhæfingu. „En þá kom fyrsta reiðars- lagið. Ríkissaksóknarinn stóð gegn því að ég yrði látin laus áður en ég hefði afþlánað dóminn að fullu. Þá missti ég móðinn. Til hvers var öll þessi endurhæfing og góð fyrirheit, ef ætíð var bmgðið fæti fýrir allt saman í næstu andrá? „Þú veist ekki hvað það er að sjá fyrstu snjókomin falla niður á milli grárra múranna úti, eða þegar maður starir upp í himininn og sér jumbó-þotu, - þegar allur heimurinn er á fleygiferð og þú situr lifandi grafinn." Þegar faðir hennar lá á líkbömnum reyndi fólk það sem annaðist endurhæfingu hennar að gera hvað hægt var til þess að hún fengi að koma að dánarbeði hans. Þá var hún 19 ára. En það var fyrst við jarðarförina sem hún fékk loforð til þess að fara. í skýrslum þýsku lögreglunnar sagði síðar: Hún varð alveg andsnúin umhverfinu. „Hér er einfalt að nálgast eiturlyfin Lögreglumennimir í lögregluumdæm- . . . ■ Meðan blaðakonan sem tók þetta viðtal ræðir við Biggi blandar Tina saman heroini og kokaini. Hún verður að fá sprautu á fjögurrá tíma fresti,

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.