Tíminn - 19.04.1986, Blaðsíða 3
Laugardagur 19. apríl 1986
Tíminn 3
Nýkjörið bankaráð Verzlunarbankans: Þorvaldur Guðmundsson, Leifur ísleifsson, Árni Gestsson, Guðmundur H.
Garðarsson og Gísli V. Einarsson.
Verzlunarbankinn:
Hluthöfum greiddur
5% arður í árslok
Aðalfundur Verzlunarbankans
var haldinn s.l. laugardag, 12. apríl,
að Hótel Sögu. Fundarstjóri var
Magnús L. Sveinsson, formaður
Verzlunarmannafélags Reykjavík-
ur, en fundarritarar Gunnlaugur J.
Briem, verzlunarmaður og Árni H.
Bjarnason, útibússtjóri. Þeir Sverrir
Norland, verkfræðingur, formaður
bankaráðs og Höskuldur Ólafsson,
bankastjóri gerðu grein fyrir starf-
semi bankans á liðnu ári. Það sem
einkum einkenndi rekstur bankans
öðru fremur að þeirra sögn var góð
innlánsaukning, betri staða gagnvart
Seðlabanka, hagstæðari rekstur,
aukin þjónusta við viðskiptamenn,
skipulag bankans var styrkt og
tæknivæðing aukin.
Á fundinum voru afgreiddar nýjar
samþykktir fyrir bankann í samræmi
við ný lög um starfsemi viðskipta-
banka, sem tóku gildi í byrjun þessa
árs. Þá samþykkti fundurinn utgáfu
jöfnunarhlutabréfa að upphæð 40,9
milljónir króna og einnig að greiða
hluthöfum 5% arð á hlutafjáreign
þeirra í árslok.
Sverrir Norland, formaður banka-
ráðs, gaf ekki kost á sér til endur-
kjörs. Hann hefur starfað í bankar-
áði í 12 ár, fyrst sem varamaður í 4
ár, en síðustu 4 árin sem formaður.
Voru honum færðar þakkir fyrir
afburðagóð störf í þágu bankans. í
hans stað var Árni Gestsson, stór-
kaupmaður, kjörinn formaður og
meðstjórnendur þeir Þorvaldur
Guðmundsson, forstjóri og Gísli V.
Einarsson, forstjóri. Fyrir áttu sæti í
bankaráði þeir Leifur ísleifsson
kaupmaður og Guðmundur H.
Garðarsson, viðskiptafræðingur.
Teiknimyndasamkeppni Krabbameinsfélagsins:
Fimm verðlaunahafar
Borgarstjórn:
Húsnæðisfulltrúi
enn í starfi
- eiginkonan leigir borginni húsnæöi
Allsnarpar umræður spunnust á
borgarstjórnarfundi í fyrrakvöld um
málefni Gunnars Þorlákssonar hús-
næðisfulltrúa Reykjavíkur. Tilefnið
var fyrirspurn frá Guðrúnu Jónsdótt-
ur (Kvennaframb.) um að hvers
vegna staða fulltrúans hafi ekki verið
auglýst laus til umsóknar þar sem
fyrir lægi yfirlýsing borgarstjóra frá
20. mars sl. þess efnis að honum yrði
vikið úr starfi. Gunnar Þorláksson
varð uppvís að þvf að stofna „hús-
næðisfyrirtæki" sem síðan leigði
borginni tvær íbúðir, en Gunnar
sem húsnæðismálafulltrúi hefur með
höndum umsjón með framleigu-
húsnæði fyrir borgina. í fyrrnefndri
yfirlýsingu frá borgarstjóra var
Gunnari gert að taka fyrirtæki sitt
Strýtu sf. út af firmaskrá, að leigu-
samningar við borgina gengju til
baka og að Gunnari yrði vikið úr
starfi. Tvö fyrrnefndu atriðin hafa
gengið eftir, en fulltrúinn situr enn í
starfinu.
í svörum Davíðs Oddssonar kom
fram að málið væri ekki þess eðlis að
hraða þyrfti brottvikningunni úr
starfi, auk þess að félagsmálastjóri
sé í veikindaforföllum um þessar
mundir og því ekki heppilegt að
ganga frá þessu máli á meðan.
Talaði borgarstjóri um „nornaveið-
ar“ minnihlutafulltrúa í þessu sam-
bandi.
í umræðum kom fram hjá Guð-
rúnu Jónsdóttur að fyrirtækið Strýta
var tekið út af firmaskrá þann 9.
apríl sl. en þann 17. apríl hafi Strýta
verið endurskráð með þeirri breyt-
ingu að eiginkona Gunnars ásamt
annarri konu væru nú skráðir eig-
endur fyrirtækisins, og það hefði
aðeins öðruvísi starfslýsingu.
Gerður Steinþórsdóttir (Fram-
sóknarfl.) gerði völd einstakra borg-
arstarfsmanna að umræðuefni og
benti á að húsnæðisfulltrúinn hafi
verið mjög valdamikill. Hann hafi
m.a. haft mikjl áhrif á húsnæðismál
aldraðra sem væri eðlilegri vettvang-
ur ellimálafulltrúa. Þá taldi hún
málið ekki síður aðkallandi í ljósi
þess að samkvæmt lista um fram-
leiguhúsnæði sem lagður var fram í
félagsmálaráði þá um morguninn,
kæmi í Ijós að eiginkona Gunnars
væri eigandi húsnæðis sem borgin
hefði á leigu.
-BG
Hagsmunasamtök Bessastaðahrepps:
Listi til hreppsnefndar
Hagsmunasamtök Bessastaða-
hrepps hafa sent frá sér fréttatil-
kynningu þar sem tilkynnt er að
samtökin hyggist bjóða fram lista til
komandi sveitarstjórnarkosninga.
Markmið félagsins eru: að gæta
sameiginlegra hagsmuna hreppsbúa,
að stuðla að opinni, málefnalegri
umræðu um málefni hreppsins, að
standa að framboði í nafni félagsins
til hreppsnefndarkosninga. „Stefna
samtakanna byggist á innansveitar-
málum óháð pólitískum flokkum,"
segir í fréttatilkynningu frá sam-
tökunum.
Eftirfarandi skipa listann: 1. Anna
Ólafsdóttir Björnsson sagnfræðing-
ur, 2. Ásgeir Sigurgestsson, fram-
kvæmdastjóri, 3. Þorkell Helgason
prófessor, 4. Sveinbjörg Vilhjálms-
dóttir tónlistarkennari.
Frambjóðendur til sýslunefndar
eru: aðalmaður Árni Björnsson
læknir og varamaöur John Speight
tónlistarmaður.
-r.s
Suðureyri:
Listi Framsóknar
Sýningargestir á Kjarvalsstöðum
hafa nú valið fimm bestu teikni-
myndirnar sem 10-12 ára börn
teiknuðu til að sýna hvað þeim
dytti í hug þegar þau heyrðu talað
um krabbamein, en þau voru beðin
að teikna myndirnar í tengslum við
„fræðsluviku ’86“ þar sem sýndar
voru 100 myndir, en mörg hundruð
myndir bárust. Sýning sú sem var
á Kjarvalsstöðum er farandsýning
og verður á ferðinni um landið
næstu mánuði. Höfundar fimm
bestu myndanna eru:
1. Sigurður St. Konráðsson og
Róbert Þ. Björgvinsson, Barna-
skólanum í Neskaupstað.
2. Baldvin Kristinsson. Grunn-
skóla Siglufjarðar.
3. lngvar ísfeld Kristinsson, Barna-
skólanum í Neskaupstað.
4. Freyja H. Ómarsdóttir, Álfta-
nesskóla.
5. Ásgeir Jónsson, Barnaskólanum
í Neskaupstað.
Veitt voru 5.000,- kr. verðlaun
fyrir hverja mynd.
-ABS
Myndin sem fékk fyrstu verölaun.
Framboðslisti Framsóknarflokks-
ins á Suðureyri við Súgandafjörð
fyrir sveitarstjórnarkosningarnar er
kominn fram en fimm efstu sæti
listans skipa:
1. Eðvarð Sturluson, oddviti
2. Karl Guðmundsson. bóndi
3. Arnar Guðmundsson, verkam.
4. ólöf Aðalbjöfnsdóttir, húsm.
5. Árni Friðþjófsson, vinnuvéla-
stjóri.
Aðeins eru tveir listar í framboði
á Suðureyri, listi Framsóknarflokks-
ins og sameiginlegur listi allra ann-
arra flokka.
Athugasemd
I frétt Tímans, þarsem sagt var
frá því að báturinn Sólfari AK70
hefði verið staðinn að ólöglegum
veiðum, gælti nokkurs misskiln-
ings. Talað var urn að ólöglcg
veiðarfæri hefðu fundist um borð
í skipinu. Það er ekki rétt. Urn
var að ræða stærð netmöskva.
Eftir fyrsta þriðjudag eftir páska
hvert ár er leyfilegt að nota þá
stærð sem var um borð í bátnum.
Viðkomandi eru beðnir afsökun-
ará þessum leiðinlegu mistökum.
-ES
SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT ÍSLANDS - STJÖRNUTÓNLEIKAR
FJÖLSKYLDUTÓNLEIKAR SUMARDAGINN FYRSTA
Fimmtudaginn 24. apríl í Háskólabíói kl. 17:00
Stjórnandi: Páll P. Pálsson Rossini: Forleikur: Þjófótti skjórinn.
Kynnir: Þórhallur Sigurðsson Kastjaturian: Dans Rósameyjanna Sverðdansinn.
Dukas: Lærisveinn galdrameistarans.
Prokofief: Pétur og úlfurinn.
Miðasala í bókaverslunum Sigfúsar Eymundssonar, Lárusar Blöndal og í ístóni