Tíminn - 19.04.1986, Blaðsíða 13
A
Tilkynning
til launagreiðenda
Athygli launagreiöenda skal vakin á breytingum
sem geröar hafa veriö á fyrirframgreiðsluskyldu
1986 meö reglugerö nr. 105 1986 en þar er
ákveðið aö hver gjaldandi skuli í mánuöunum
apríl, maí og júní greiða 11,67% af gjöldum fyrra
árs í staö 13% sem ákveðin höföu verið í reglu-'
gerð nr. 468 1985.
Nýjar skilagreinar vegna fyrirframgreiðslu starfs-
manna fyrir ofangreinda mánuöi hafa verið send-
ar út og sýna þær aðeins reiknaöa fyrirfram-
greiöslu mánuöina apríl - júní, en hvorki gjald-
fallnar skuldir né greiöslustööu nú.
Er um þaö vísað til fyrri kröfubréfa, en innborganir
ganga fyrst til lækkunar á eldri skuld.
Innheimta Kópavogskaupstaðar.
LAUSAR STÖÐURHJÁ
REYKJAVIKURBORG
Reykjavíkurborg vill ráða starfsfólk til eftir-
talinna starfa. Starfskjör samkvæmt kjara-
samningum
Seljahlíð vistheimili aldraðra við Hjaila-
sel
1. Sjúkraliðar
2. Starfsfolk í eldhús og borðstofu
Upplýsingar fengnar í síma 73633 frá kl.
10-12 alla virka daga.
Umsóknum ber að skila til starfsmanna-
halds Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9,
5. hæð á sérstökum umsóknareyðublöð-
um sem þar fást fyrir kl. 16.00 mánudaginn
28. apríl nk.
fFrá Grunnskólum
Reykjavíkur
Innritun sex ára barna (þ.e. barna sem fædd eru
á árinu 1980) fer fram í skólum borgarinnar
mánudaginn 21. og lýkur þriðjudaginn 22. apríl
n.k., kl. 15-17 báða dagana.
Það er mjög áríðandi að foreldrar láti innrita börnin
á þessum tilgreinda tíma eigi þau að stunda
forskólanám næsta vetur.
Skólastjórar
SAMVINNU
TRYGGINGAR
ÁRMÚLA 3 108 RRYKJAVIK SÍMI (91)681411
Húsvarsla
Óskum að ráða mann til húsvörslustarfa í
Ármúla 3. Unnið er á vöktum.
Upplýsingar og umsóknareyðublöð hjá
Starfsmannahaldi, Ármúla 3, sími 681411.
Bændur
Til sölu Alfa Laval rörmjaltakerfi 4 ára og með öllu.
Einnig nokkrar kvígur komnar að burði, og gott
hey. Upplýsingar í síma 93-7063.
12 Tíminn
Laugardagur 19. apríl 1986
Laugardagur 19. apríl 1986
Tíminn 13
llllllllllllllllllllllllll ÍÞRÓTTIR lllllllllllllll
ÍÞRÓTTIR lllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll^
Úrslitakeppni NBA-körfuknattleiksins:
Pétur lék vel
er Lakers unnu auðveldan sigur á San Antonio Spurs
I fyrrinótt voru fyrstu leikirnir í
úrslitakeppninni í bandaríska NBA
körfuknattleiknum. Pétur Guð-
mundsson og félagar spiluðu gegn
San Antonio Spurs og rúlluðu fyrir
þá eins og við var að búast. Leikur-
inn var í The Forum í Ingelwood í
Kaliforníu sem er heimavöllur
Lakers. Lokatölur urðu 135-88. Pét-
ur lék með Lakers sem sjötti maðuy
og var inná í einar 18 mínútur. Hann
skoraði 10 stig í leiknum og tók
nokkur fráköst. Pétur fékk reyndar
sex villur og varð að fara af velli en
hefði eflaust spilað meira ef villu-
vandræðin hefðu ekki háð honum.
Helstu keppinautar Lakers í Vest-
urdeildinni, Houston Rockets unnu
léttan sigur á Sacramento Kings
107-87. í Austurdeildinni voru Bost-
on Celtics ekki í vandræðum með
Chicago Bulls og unnu 123-104. Þá
unnu Atlanta Hawks sigur á Detroit
Pistons 140-122.
NM pilta í handknattleik:
Spilað í Danmörku
Norðurlandamót pilta í hand-
knattleik fer fram í Danmörku um
helgina. íslendingar verða að sjálf-
sögðu með á mótinu og þjálfari
liðsins Geir Hallsteinsson hefur valið
eftirtalda pilta til þátttöku á mótinu:
Bergsveinn Bergsveinsson, FH
Sigtryggur Albertsson, Grótta
Ólafur Kristjánsson, FH
Hafsteinn Bragason, Stjörnunni
Bjarki Sigurðsson, Víkingi
Jón Kristjánsson, KA
Stefán Steinsen, Vikingi
Einar Einarsson, Stjörnunni
Halldór Ingólfsson, Gróttu
Konráð Ólafsson, KR
Héðinn Gilsson, FH
Sigurður Sveinsson, UMFA
Stefán Kristjánsson, FH
Axel Björnsson, KA
Mótið hófst reyndar í gær með
leik íslendinga og Svía. 1 dag spila
okkar menn síðan gegn Norðmönn-
um og Grænlendingum og á morgun
er spilað við Dani og Færeyinga.
SAAB féll úr leik
SAAB, lið Þorbergs Aðalsteins-
sonar í sænska handknattleiknum,
varð að sætta sig við tap 17-19 fyrir
Allsvenska-liðinu Drott í undanúr-
slitum sænsku bikarkeppninnar í
gær. Staðan var 17-17 er örskammt
var til leiksloka en Drott var sterkara
er mest á reyndi. Þorbergur var í
miklu stuði og skoraði 9 mörk eða
rúman helming marka SAAB.
Pá má geta þess að Olympia, liðið
sem Brynjar Harðarson spilar með,
vann sig uppí 1. deild í handknatt-
leiknum sænska í fyrradag.
ssææss
Knattspymudeild ÍK og Veggfóðrarinn, Málning og járnvörur, Síðumúla 4,
hafa gert með sér auglýsingasamning fyrir komandi keppnistímabil. Meistara-
flokkur ÍK mun auglýsa Sapur-teppahreinsinn á keppnisbúningum og bera
merki lýrirtækisins á upphitunarbúningum. Á myndinni sýna leikmenn ÍK
nýju búningana sem framleiddir eru af Henson. Þeir eru Reynir Björnsson,
Úlfar Óttarsson, Hörður Sigurðsson fyrirliði og Guðjón Guðmundsson
þjálfari. Lengst til vinstri er Magnús Harðarson forinaður ÍK og lengst til
hægri er Sigvaldi Einarsson, fulltrúi Veggfóðrarans. 1‘ess má geta að einn
leikmanna IK, Vilhjálmur Sigurðsson, hannað upphitunarbúningana.
Unglingaþjálfarastyrkur
íþróttasamband íslands hefur
ákveðið, samkvæmt tillögu ung-
linganefndar ÍSÍ, að veita þremur
unglingaþjálfurum fjárstuðning í því
skyni að auðvelda þeim að sækja
námskeið erlendis. Nemur ijár-
stuðningurinn kr. 18.000 til hvers
þjálfara.
Umsóknareyðublöð hafa verið
send öllum héraðs- og sérsambönd-
um innan ÍSÍ.
Umsóknum ber að skila til skrif-
stofu ÍSÍ, Laugardal, eigi síðar en
10. maí nk.
Louganis öruggur
- sigradi á meistaramóti í dýfingum í 36. sinn á ferlinum
Bandaríkjamaðurinn Greg
Louganis varð í fyrradag bandarísk-
ur meistari í dýfingum innanhúss.
Louganis þessi varð tvöfaldur ólym-
píumeistari á ÓL í Los Angeles og
hefur unnið til meistaratitla í Banda-
ríkjunum í 36 skipti - sannarlega
árangur. Louganis keppir nú fyrir
sundklúbb á Florida en mótið í
fyrradag fór fram í Indianapolis í
Indiana. Næstur á eftir Louganis
varð Doug Shaffer frá UCLA-há-
skólanum en hann er háskólameist-
ari í dýfingum.
Sigur hjá Norðmönnum
Norðmenn unnu sanngjarnan sig-
ur á Portúgölum á Evrópumótinu í
körfuknattleik sem nú stendur yfir í
Laugardalshöll. Leikurinn endaði
89-78 eftir að staðan hafði verið jöfn
nær allan leikinn. Norðmenn unnu á
lokasprettinum.
Norðurlandamót pilta í handknattleik:
Stórtap fyrir Svíum
Seinni hálfleikur slakur og Svíar unnu með átta mörkum
íþróttablöðin Skinfaxi og íþrótta-
blaðið komu út fyrir skömmu. Bæði
hafa skipt dálítið um útlit og efnis-
tök. Nýr ritstjóri er að íþróttablað-
inu. Er það hinn kunni knattspymu-
maður Þorgrímur Þráinsson. Rit-
stjóri Skinfaxa er sem fyrr Guð-
mundur Gíslason. Meðal efnis í
Skinfaxa er viðtal við Eirík Hauks-
son og Steingrím Hermannsson. Þá
er skák- og bridgeþáttur og auðvitað
fréttir frá Ungmennafélögunum vítt
og breitt um landið. í íþróttahlaðinu
er m.a. viðtal við Pálmar Sigurðs-
son, körfuknattleiksmann ásamt út-
tekt á körfuknattleiksvertíðinni í
vetur. Þá er fjallað um HM í hand-
knattlcik í Sviss og m.a. spjallað við
Vasle Stinga leikmann Rúmena.
Greg Louganis í fallegu stökki á ÓL í L.A. þar sem hann
varð tvöfaldur meistari.
íslenska piltalandsliðið í hand-
knattleik steinlá fyrir Svíum í fyrsta
leik Norðurlandamótsins í hand-
knattleik sem nú er háð í Danmörku.
Lokatölur í gær urðu 19-27 fyrir
Svíana eftir að þeir höfðu leitt í
hálfleik 10-8. Eins og tölur gefa til
kynna þá áttu íslendingar nokkuð í
Svíana í fyrri hálfleik en í þeim
síðari hrundi leikur liðsins. Þeir
Ólafur Kristjánsson og Hafsteinn
Bragason voru atkvæðamestir ís- Konráð Ólafsson skoruðu 3 hvor.
lensku strákanna og gerði hvor um íslensku piltarnir leika við Græn-
sig 4 mörk. Þeir Stefán Steinsen og lendinga og Norðmenn í dag.
Hraðbankinn - hagkvæm samvinna í þína þágu
Alþýöubankinn, Búnaðarbankinn, Landsbankinn, Samvinnubankinn,
Útvegsbankinn, Verzlunarbankinn og Sparisjóðirnir.
Afgreiðstustaðir
Hraðbankans verða i byrjun á eftirtöldum stöðum:
Borgarspítalanum • Landsbankanum Breiðholti • Lands-
bankanum Akureyri • Landsspítalanum • Búnaðarbankanum Austurstræti •
Búnaðarbankanum við Hlemm • Búnaðarbankanum Garðabæ •
Sparisjóði vélstjóra • Samvinnubankanum Háaleitisbraut • Útvegs-
bankanum Hafnaríirði.
Leitaðu upplýsinga í viðskiptabankanum þínum eða sparisjóði.
Þessir sterku kappar eru nú staddir í Þrándheimi í Noregi þar sem þeir keppa á NM í lyftingum. Mótið hefst í dag en verður einnig á
morgun. Kapparnir eru frá vinstri: Birgir Þór Borgþórsson, Oskar Kárason, Þorkell Þórisson og Guðmundur Sigurðsson. Þeir eru
væntanlegir heim síðla sumars. _____ Timamynd Pétur
Stórsigur Uerdingen
Frá Guðmundi Karlssyni í Þýskalandi:
Uerdingen sigraði í Nurnbcrg held-
ur stórt í v-þýsku knattspyrnunni í
gærkvöldi. Lokatölur urðu 6-2 fyrir
Uerdingen sem nú er komið í fjórða
sæti í deildinni. Atli lék með í
leiknum en Lárus hvíldi. Longtiens
gerði þrennu í leiknum.
Andrés á Akureyri
Elieftu Andrésar andar lcikarnir verða haldnir
á Akureyri í lok næstu viku. Setningarathöfn fer
fram í Akureyrarkirkju á miðvikudaginn þann 23.
apríl. Keppni í hinum ýmsu greinum fer fram
fimmtudag og lýkur henni á laugardag, eftir rétta
viku. Mótinu verður slitið klukkan 17 á laugardag
í íþróttahöllinni.
Keppendur eru á aldrinum sex til tólf ára og
koma frá öilum hefðbundnum skíðastöðum á
landinu. Alls ntunu ijórtán héruð á landinu senda
fulltrúa sína til þess að keppa í nafni Andrésar
andar. Gert er ráð fyrir 410 keppendum á mótinu
og þeim munu fylgja um 120 fararstjórar. Allur
þessi fjöldi mun gista í Lundarskóla.
HIÁ
Brassar unnu Finna
Brasilíumenn skoruðu tvö mörk á síðustu tveim-
ur mínútunum í viðureign sinni við Finna í
landsleik í knattspyrnu í Brasilíu í gær til að tryggja
sér 3-0 sigur. Leikur Brassanna olli vonbrigðum og
það tók þá heilar 70 mínótur að brjóta á bak aftur
vörn Finnanna. Marinho skoraði þá fyrsta markið
með skalla. Þeir Oscar og Casagrande bættu síðan
við ntörkum á lokamínótunuin eins og fyrr scgir.
Finnar áttu gott færi á ll.mínútu til að ná forystu
í leiknum en skot frá Turunen smaug rétt yfír slána
á niarki Brassanna.
BANKAWONUSTA
Hvað er Hraöbankinn og hvar?
Hraöbankinn er heiti á nýju sameiginlegu þjónustukerfi Alþýðubankans, Búnaöar
bankans, Landsbankans, Samvinnubankans, Útvegsbankans, Verzlunarbankans og
sjóöanna. Hraöbankinn er sjálfsafgreiðslubanki sem þú opnar þegar þér hentar og
getur þú notað hvaöa afgreiöslustaö Hraöbankans sem er, svo fremi aö þú sért í viö-
skiptum hjá eínhverjum aðildarbankanna.
Hraðbankaþjónustan
Þegar þú hefur stofnaö tékkareikning og/eöa sparireikning í
Hraöbankanum getur þú hvenær sem er sólarhringsins í hvaöa Hraðbanka
sem er: • tekið út fé • lagt inn • greitt reikninga
• millifært • fenaiö uDDlvsinaar um stóöu.