Tíminn - 19.04.1986, Blaðsíða 1

Tíminn - 19.04.1986, Blaðsíða 1
LAUGARDAGUR 19. APRÍL 1986 - 88. TBL. 70. ÁRG. «* LÁNSKJARAVÍSITALAN hefur aöeins hækkað um 0,49% frá því í síðasta mánuði og mun vísitalan 1432 gilda fyrir maí-mánuð. i spá Seðlabank- ans eftir kjarasamningana var reiknað með 0,8% hækkun á maí-vísitölu og að hún yrði þá komin í 1437 stig. Umreiknað til árshækkunar jafngildir hækkun síðasta mánaðar 6,1% verð- bólgu á heilu ári og 2,8% hækkun síðustu 3 mánuði 10,7% verðbólgu á ári. SAMKOMULAG VIÐ NORÐMENN , um skiptingu loðnu- kvótans hefur náðst. Frá því var gengið í gærmorgun. Alls ertalið leyfilegt að veiða um 800 þúsund lestir á komandi vertíð. Af þeim afla fengu íslendingar 650 þúsund lestir og Norðmenn um 150 þúsund lestir. Norðmenn eiga rétt á 15% af heildarkvóta en áttu inneign frá síðustu vertíð og fengu því meira sem því nam. ÍSRAELSKUR leyniþjónustu- maður spáði því f gær að Bandaríkjaher myndi á næstunni gera aðra árás á Líbýu og yrðu landqönguliðar meðal þátttak- enda í þeirri áogerð. Ftaphael Eitan, sem nýlega var látinn víkja úr starfi sínu sem yfirmaður ísraelsku leyniþjónustunnar, sagðist telja líklegt að Bandaríkjamenn vildu binda enda á líf Khadafys Líbýuleið- toga og því væri árás landgönguliða nauðsynleg. INDVERJI einn og ferðafélagi hans komust ekki inn í Ástralíu á fölsuðum vegabréfum sínum í gær. Mennirnir tveir gátu ekki lesið ensku en keyptu samt vegabréf með nöfnum er hljóðuðu ensku- lega. Þurftu kapparnir að punga út sem samsvarar um 120 þúsundum íslenskra króna fyrir vegabréfin. Ástralskir innflytj- endaverðir létu þó ekki gabba sig. Þeir handtóku mennina tvo þegar annar þeirra sagðist heita Susan Wallace. SÉRLEYFISHAFAR og lang ferðabílstjórar hjá Sleipni funduðu i gær hjá sáttasemjara ríkisins. Fundurinn hófst klukkan 17 í gær og stóð í tvo tíma. Hann reyndist vera árangurslítill. Landleiðabíl- stjórar hafa vísað máli sínu til sátta- semjara, en fundur hefur enn ekki verið boðaður í deilu þeirra. FINNBOGI JÓNSSON verkf ræðingur hefur verið ráðinn fram- kvæmdastjóri Síldarvinnslunnar hf. í Neskaupstað frá 1. júlí næst komandi. Síldarvinnslan hf. er næststærsta sjáv- arútvegsfyrirtæki á landinu. Samanlögð velta fyrirtækisins var 990 milljónir króna á síðasta ári. 450 manns vinna hjá fyrirtækinu. ALÞINGI kemur saman til funda í dag og fundir voru þar í báðum deildum í gær. Meðal mála sem voru afgreidd sem lög frá þinginu í gær má nefna stjórnar- frumvarp um talnagetraunir og stjórnar- frumvarp um sakadóm í ávana- og fíkni- efnamálum. Þá var samkomulag með stjórnarflokkunum að hraða sem mest afgteiðslu á frumvarpi ríkisstjórnarinnar um Húsnæðisstofnunina. TILBOÐ í Stálvíkurskipið, fjórða raðsmíðaskipið, voru opnuð í gær og átti Suðurvör í Þorlákshöfn hæsta tilboðið, 191,5 milljón krónur. Fjölmörg tilboð bárust, þar af fimm yfir 180 milljónum. KRUMMI „Það er kannski ekki skrýtið þó menn hafi efni á þessum skipum... Neöanjarðarhagkerfið um 5-7% af landsframleiðslu: Missti hið opinbera um 3.500 millj. skatttekjur? - samsvarar nær 15 þús. á hvern landsmann tapaður söluskattur hafi verið um l, 3 milljarðar, eða um 11% af þeim söluskatti sem skilaði sér. Samkvæmt því ætti að vera hægt að lækka söluskattsprósentuna niður í a.m.k. 22,5% ef hann skilaði sér allur. Þeir sem að könnuninni stóðu tóku skýrt fram að afar erfitt væri að mæla starfsemi sem hvergi er til og engar skýringar eru til um. Vandinn við dulda atvinnustarf- semi og skattsvik sé sá að hvorugt sé nokkurs staðar skráð og allt gert til að hylja verksummerki hjá þeim sem taki þátt í þessum leik. Að sögn hópsins rakst hann á - fjölskrúðugan garð þegar að því kom að skilgreina allar tegundir duldrar efnahagsstarfsemi. Þar er m. a. nefnt til: Vinna sem ekki er gefin upp - greiðsla fyrir margvís- lega þjónustu sem ekki er gefin upp - nótulaus viðskipti - óuppgef- in heimilisframleiðsla seld einstakl- ingum eða kaupmönnum - óupp- gefin húsaleiga - tekjur af okur- starfsemi - smygl á hátollavörum og sala á fíkniefnum. Auk þessa komi svo margvíslegur undandrátt- ur frá tekjustofnum. Hvað varðar leiðir til úrbóta leggur hópurinn m.a. til aðeinfalda þurfi skattalögin með fækkun undanþága og afnámi margs konar frádráttarliða. Þá er lagt til að herða þurfi ákvæði um refsingu vegna skattsvika, þannig að stór- felld skattsvik gætu þýtt allt að 6 ára fangelsisvist. Jafnframt er lagt til að embætti ríkisskattsstjóra verði breytt í stofnun sem fari með heildarstjórn- un skattamála bæði faglega og verkstjórnarlega, þannig að öll úr- vinnsla og erftirlit með framtölum færi m.a. fram á einum stað. Þá þurfi að gera átak í menntunarmál- um starfsfólks og koma á fót „vík- ingasveit" sérhæfðra skattrann- sóknarmanna sem geri skyndi- kannanir á bókhaldi fyrirtækja og taki flókin og erfið framtöl til rannsókna. Einnig þurfi að endur- skoða skattalega meðferð hlunn- indagreiðslna. Þá telur nefndin nauðsynlegt að herða bókhaldseftirlit og viðurlög við bókhaldsbrotum. Lagt er til að sekta fyrir slík brot og jafnvel svipta menn starfsréttindum. -HEI Að velta íslenska neðanjarðar- hagkerfisins sé um 5-7% af vergri landsframleiðslu, eða um 5,5 til 7,5 milljarðar króna árið 1985 er sú niðurstaða. sem komist var að í starfshópi, sem undanfarið ár hefur unnið að úttekt á umfangi skatt- svika, á vegum fjármálaráðuneytis- ins. Þar er um svipað hlutfall að ræða og menn áætla í nágranna- löndum okkar. Skatttekjur sem ríkissjóður og bæjarfélög urðu af vegna þessa eru taldarum 2,5 til 3,5 milljarðar kr. árið 1985, sem er um 7-9% af heildarskatttekjum hins opinbera það ár. Til samanburðar má nefna að innheimta allra beinna skatta ríkissjóðs var rúmlega 3,3 milljarð- ar króna í fyrra. Talið er að Mikinn reyk lagði upp af eldinum í Skipholti í gær kvöldi. Tímamumd: Ámi Bjarna. Stórbruna forðað Litlu munaði að stórbruni yrði í Skipholtinu í Reykjavík í gær- kvöldi þegar cldur kom upp í skúr sem var áfastur húsi Vöru- kaupaaðSkipholti 15. Slökkviliði Reykjavíkur tóksi þó að koma í veg fyrir að eldurinn bærist í húsin við hliðina, þarsem m.a. er trésmíðaverkstæði, en tjón varð þó talsvert í brunanum þar sem skúrinn var vörulager Vöru- kaupa. Skúrinn var alelda þegar slökkviliðið kom á staðinn, en í honum voru m.a. plastvörur og hálmur, svo mikinn reykjarmökk lagði upp af eldinum, og sást hann langt að. Eriftt var að ciga við slökkvistarf vegna reyksins en samt tókst að ljúka því á uni 40 mínútum. Vakt var höfð við húsið eftir að slökkvistarfi lauk þar sem glæður leyndust víða í brunarústum. Ekki var vitað í gærkvöldi hver elds- upptök voru en Rannsóknarlög- regla ríkisins hafði málið til rann- sóknar. GSH Oddeyri kaupir raðsmíðaskip - Kópaskersmenn gagnrýna málsmeðferð Slippstöðin á Akureyri seldi í gær Oddeyrinni hf. á Akureyri annað raðsmíðaskipið sem þar hef- ur verið í smíðum. Kaupverð var 1683 milljón krónur, miðað við verðlag í janúar 1986. Þessi viðskipti hafa ekki gengið gagnrýnislaust fyrir sig, en sam- kvæmt tillögum nefndar sem mat tilboðin í raðsmíðaskipin ^rir hönd Ríkisábyrgðarsjóðs á sínum tíma átti Slippstöðin að selja skipið Útgerðarfélagi Kópaskers. Talað var um að Útgerðarfélagið þyrfti að uppfylla ákveðin skilyrði til að fá skipið, en eftir að þeim hafði verið gefinn ákveðinn frestur til að uppfylla þessi skilyrði og ekki tek- ist það, var gengið til viðræðna við næstbjóðanda, Oddeyrina hf. á Akureyri en það er fyrirtæki í eigu Akureyrarbæjar, Samherja hf. og K. Jónsson & Co. Skilyrðin sem þeim Kópaskers- mönnum var gert að uppfylla snertu breytingu á bankaábyrgð frá Samvinnubankanum á staðnum og tryggingu fyrir því að þeir gætu veitt 4-5 milljónum inn í fyrirtækið á ári næstu 4-5 árin til þess að standa undir greiðslu á afborgun- um og vöxtum stofnlána. Til þess að uppfylla þessi skilyrði var á sínum tíma veittur ákveðinn frest- ur og var sá frestur sá sami fyrir alla þá aðila sem hugðust kaupa skip eða til hádegis sl. miðvikudag, að sögn Sigurðar Þórðarsonar sem er • formaður nefndarinnar sem mat tilboðin í raðsmíðaskipin fyrir hönd Ríkisábyrgðarsjóðs. Kristján Ármannsson oddviti á Kópaskeri, sagði hins vegar að aðstandendum Útgerðarfélagsins hafi fyrst borist tilkynning um þennan frest á mánudagskvöld í skeyti frá Slipp- stöðinni á Akureyrí. Einn og hálfur dagur væri fjarri því að vera nóg til þess að þeir gætu gengið frá sínum málum, það tæki heilan dag bara að komast til Reykjavíkur. Gunnar Ragnars forstjóri Slippstöðvarinn- ar á Akureyri sagði í samtali við Tímann í gærkvöld, að það væri rétt að líklega hefði ekki verið tiltekinn ákveðinn frestur í þessu sambandi en hins vegar hefðu þeir verið beðnir um að flýta því að ganga frá sínum málum og þeir hefðu haft til þess 9 daga án þess að gera það. Ljóst var á þriðjudagskvöld að Kópaskersmenn myndu ekki geta uppfyllt skilyrði matsnefndar Bjargráðasjóðs á tilsettum tíma því þá um kvöldið var þeim synjað um lán frá Byggðastofnun. Þá sóttu þeir um að fresturinn yrði framlengdur til nk. mánudags, en fengu ekki. Skipið var því selt Oddeyrinni hf. á Akureyri, og sú sala háð samþykki Bjargráðasjóðs.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.