Tíminn - 19.04.1986, Blaðsíða 4

Tíminn - 19.04.1986, Blaðsíða 4
4 Tíminn Laugardagur 19. apríl 1986 llllllllllllllllllllll ÚTLÖND llllllllllllllll Söngflokkurinn Icy: Eiríkur Hauksson, Helga Mölier og Pálmi Gunnarsson og Svandís Þorvaldsdóttir, átta ára, koma fram á myndbandinu Gleðibankinn (Bank of Fun), en Gleðibankinn er meðal laganna sem kynnt verða í ísl. sjónvarpinu á sunnud. (Yíniam. Sverrir) Allt á fullu í Bergen aö undirbúa EVRÓPU-SÖNGVA- KEPPNINA1986 íslenski „Gleöibankinn" er í fyrsta kynningar- þættinum í sjónvarpinu á sunnudagskvöld Það stendur mikið til í Bergen í sambandi við Söngvakeppni sjón- varpsstöðva í Evrópu 1986, en eins og flestir vita bera Norðmenn hita og þunga dagsins, þar sem þeirra fólk bar sigur úr býtum s.l. ár. 1 fréttatilkynningum sem borisl hafa frá ráðamönnum í Bergen segir, „að þó mikið standi til vegna söngvakeppninnar 3. maí, sé keppnin þó aðeins létt og skemmti- legt millispil í tónlistarlífi bæjarins, því stuttu seinna hefst hin árlega tónlistarhátíð í Bergen í Grieg- höllinni". Tæknimenn norska sjónvarpsins hafa verið að undirbúa tæknilegu hliðina, en mjög flókið kerfi þarf til að allt smelli saman og samband náist jafnóðum við hinar evrópsku stöðvarnar. Nýr ta.-knibúnaður hef- ur verið settur upp og allt gert til þess að söngvakeppnin fari sem best fram. Grieg-höllin er falleg bygging „Falleg bygging og snjall arki- tekt", sagði forstjórinn fyrir söngvakeppninni, Frank W. Naef, þegar hann kom til að skoða húsið þar scm keppnin átti að fara fram. Arkitektinn er danskur, heitir Knud Munk, og þykir honum liafa tekist mjög vel upp með höllina, sem var vígð 22. maí 1978 af Ólafi Noregskonungi. Grieg-höllin hefur því verið not- uð í 8 ár og þar hafa heimsfrægir listamenn komið fram. Klassískir meistarar svo sem Vladimir Ashkenazy, Emil Gilels o.fl. Jazz- fólk svo sem Oscar Peterson, Ella Fitzgerald, Count Basie o.fl. o.fl. En Grieg-höllin er ekki eingöngu tónleikahöll. Þar hefur farið fram skautasýningin „Symphony on Ice“ og var þá stóra sviðið ísilagt. Einnig hafa verið þarna lands- fundir og þing stjórnmálaflokka, hárgreiðslukeppni og hársýning, tískusýningar og meira að segja kanínu-sýningar! Reykjavík 200 ára -Bergen er916ára! Bergen er mjög vinsæll ferða- mannabær og þar eru margvíslegar fornminjar að sjá, því borgin er hvorki meira né minna en 916 ára. Þarna hefur verið mikill uppgangur í sambandi við olíuvinnslu Norð- manna, en lögð er áhersla á að ekki sé hróflað við gömlum minjum, svo við höfnina má sjá gömul verslunarhús frá tímum Hansa- kaupmanna og þar liggur við bryggju stórt og virðulegt gamalt seglskip „Statsraad Lemkuhl" sem ferðamenn geta skoðað. Grieg-safninu í Bergen hefur nýlega bæst mikill fengur frá New York, um 300 bréf - bæði skrifuð af Grieg og til hans. Einnig er þarna um að ræða handrit að músík, um 29 talsins. Útgefandi Griegs var útgáfufyr- irtækið „Peters“ í Leipzig, en eig- enaa: þess voru af gyðingaættum og fluttust til Bandaríkjanna stuttufyrirseinni heimsstyrjöldina. Allt Grieg-bréfasafnið og nótur o.fl. var sett í bankahólf í New York og er það nýlega komið í dagsins ljós. 1980 bauðst norska ríkinu safnið til kaups og það var keypt fyrir 5 millj. n.kr. Áse Kleveland á að stjórna útsend- ingunni í Evrópu-söngvakeppn- inni. Hún er mjög þekkt í Noregi sem tónlistarmaður, gítarleikari og söngvari. Hún hefur spilað inn á margar plötur og komið fram á tónleikum á Norðurlöndum, víða í Evrópu og Bandaríkjunum og ■ sjónvarpi víðs vegar um heim. Áse Kleveland keppti fyrir Noreg í Evrópu-söngvakeppninni 1966 og varð þá nr. 3. Áse Kleveland er í dag formaður ■ Sambandi tónlist- armanna í Noregi og kemur víða við ■ norsku menningarlífi. Grieg-höllin í Bergen þykir falleg og stflhrein. FRÉTTAYFIRLIT PARÍS — Stjórnvöld í Frakk- landi tilkynntu í gær að þau ætluðu sér að vísa fjórum Lí- býumönnum úr landi. Þeir eru sakaðir um aðgerðir er truflað geta almenningsfrið. Franska stjórnin hefur því alls vísað sex Líbýumönnum úr landi í þessum mánuði. LUNDÚNIR - Geoffrey Howe utanríkisráðherra Bret- lands staðfesti morðin á tveim- ur Bretum sem haldið hafði verið í gíslingu í Líbanon. Hann ákærði Líbýumenn um mannránin. BEIRÚT — Samtök innan SÞ sögðu í gær að lík þriðja mannsins er fannst í hliöum Austur-Beirút i fyrradag hafi ekki verið af Alec Collett, breska blaðamanninum. WASHINGTON - Ali Treiki sendiherra Líbýu hjá SÞ sagði stjórn sína vera tilbúna í viðræður við bandarísk stjórn- völd um hættuna á stigmögnun ofbeldisátaka eftir árás Banda- ríkjamanna á Líbýu. AÞENA - Líbýskur em- bættismaður sagði stjórn sína búast við nýrri árás frá hendi Bandaríkjamanna. Hann sagði þjóð sína þó aldrei gefast upp í þvi sem hann kallaði barátt- unni gegn heimsvaldastefnu. AUSTUR-BEHLÍN Mikhail Gorbachev Sovétleið- togi sagði árás Bandaríkja- manna á Líbýu sýna að stjórn- völd í Washington hefðu enga stefnu í málefnum þessa svæðis. Hann hvatti ríki Vest- ur-Evrópu til að mótmæla að- gerðum Bandaríkjamanna og sagði þær geta valdið versn- andi samskiptum milli austurs og vestur. NAIROBI - Einir 175 Bandaríkjamenn fóru frá Súd- an í gær til Kenýa. Mannflutn- ingar þessir þóttu nauðsýnlegir þar sem óttast var um öryggi bandaríska borgara í Súdan eftir skotárásina á bandaríska sendiráðsmanninn siðastlið- inn miðvikudag. GÍBRALTAR — Bretar styrktu loftvarnir sínar á Gí- braltar í kjölfarið á hótunum um hefndaraðgerðir gegn breskum stöðvum eftir þátt þeirra í árásinni á Líbýu. HÖFÐABORG - p.w. Botha forseti Suður-Afríku sagði í gær að allir þeir svert- ingjar, sem haldið er föngum vegna brota á lögum þeim er takmarka ferðafrelsi svert- ingja, yrðu leystir úr haldi hið bráðasta. Frá og með næstu viku verður ekki hægt að hand- taka fólk vegna brota á lögum þessum. PARÍS — Marcel Dassault, faðir franska flugvélaiðnaðar- ins og upphafsmaður að bygg- ingu Mirageþotnanna, lést á sjúkrahúsi í París í fyrrinótt 94 ára að aldri.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.