Tíminn - 19.04.1986, Blaðsíða 24

Tíminn - 19.04.1986, Blaðsíða 24
Um 9. hver íslendingur ekki talið allar tekjurnar fram: Um 90% unga fólks ins til í skattsvik Neðanjarðarhagkerfið kennt í Háskólanum? Um 70% íslcndinga kveöa sig reiöubúin til að svíkja undan skatti - þ.e. þiggja tekjur sem ekki þyrfti að gefa upp til skatts og er hlutfallið heldur hærra meðal karla en kvenna. Lang hæst er hlutfall reiðubúinna skattsvikara í hópi 25 ára eða yngri, um 90% þeirra allra. Hlutfallið lækkarsvo með aldri niður í 56% hjá 60 ára og eldri. Hátt í fimmtungur allra karl- manna kannast við að hafa á einu ári greitt fyrir þjónustu sem ekki var gefin • upp til skatts. Athyglivert þykir aö 37% háskólamanna eru í þeim hópi en aðeins um 7% þeirra sem aðeins hafa lokið skyldunámi. Á sama tíma- bili kannast 11% íslendinga við að Itafa haft tekjur sem þeir hafa ekki gefið og hyggjast ekki gefa upp til skatts - lang flestir í hópi iðnaðar- manna, verslunar- og þjónustufólks og nemenda - og fleiri í hópi þeirra yngri en þeirra eldri. Þessar athygliverðu niðurstöður komu fram í víðtækri könnun sem Hagvangur gerði fyrir nefnd þá sem unnið hefur að könnun skattsvika og neðanjarðarhagkerfisins í þjóðfélag- inu. Má því til sanns vegar færa að skattsvik séu athæfi sem nær allir hneykslast á í orði kveðnu en flestir eru til í ef þeir fá færi á því. Um hclmingur þeirra sem þátt tóku í könnuninni taldi að skattyfir- völd hefðu mikla möguleika á að uppgötva skattsvik en álíka hópur að möguleikarnir væru litlir. Varð- andi líklegar aðgerðir til að draga úr skattsvikum voru flestir, eða rúm- lega þriðjungur, sem vildu aukið eftirlit, en fáir nefndu einfaldara kerfi eða lækkun skatta. Á hinn bóginn voru um 85% spurðra sam- Þrotabú Prjónastofunnar Kötlu í Vík: Starfsemin leigð Árbliki hf. í 5 ár Byggðastofnun hefur leigt þrota- ’ bú Prjónastofunnar Kötlu í Vík í Mýrdal. Það er fyrirtækið Árblik hf. sem hefur undirritað leigusamning til fimm ára. Formlega tekur samn- ingurinn gildi þann fyrsta ntaí, cn strax á mánudag verður farið að koma verksmiðjunni af stað. Ekki er látið uppi hvert leiguverðið er, en framkvæmdastjóri Árbliks, Ágúst Eiríksson, sagði í samtali við Tím- ann í gær að það væri sanngjarnt fyrir alla aðila. Farið verður rólega af stað að sögn Ágústar, og því líður nokkur tími þar til starfsemin verður komin í það horf sem hún var. „Vissulega er þetta áhætta fyrir okkur, og var ekki auðveld ákvörðun en við töld- um á þessu stigi málsins að þetta gæti orðið hagkvæmt fyrir alla aðila þegar til lengri tíma er litið,“ sagði Ágúst. Um ráðningar starfsfólks sagði Ágúst að full snemmjt væri að segja til um þaö en fljótlega verður ráðið það fólk sem þörf er fyrir. Hann sagði að það myndi ráðast af þeim verkefnum sem lögð yrðu á stofuna. Stefán Melsted lögfræðingur hjá Byggðastofnun sagði í samtali við Tímann í gær að allur sá tími sem liðinn er frá því að starfseminni var hætt hefði farið í það að finna leigutaka sem vildu taka að sér starfsemina. „Ákveðin óvissa í sambandi við aukin verkefni í fram- tíðinni hafa sennilega spilað þarna inn í, og lengt þann tíma sem fór í að finna leigutaka," sagði Stefán. Hann benti á að^stofnað yrði sérstakt félag um reksturinn og þetta yrði nánast dótturfyrirtæki Árblik hl'. -ES Kjaradeila Sjómannafélags Reykjavíkur og skipafélaganna „Grunnlaun og tollamál" - er þaö sem deilan snýst um „Deilan snýst aðallega um grunn- Íaun og tollamál,“ sagði Guðmund- ur Hallvarðsson hjá Sjómannafé- lagi Reykjavíkurerhann varinntur eftir þeim kröfum sem undirmenn á fraktskipum gera í kjarasamning- um Sjómannafélagsins og skipa- félaganna. í gær átti að taka ákvörðun á stjórnarfundi um þær kröfur sem settar verða fram hjá sáttasemjara. Guðmundur sagði að tollamál undirmanna á farskipum hefðu lengi verið í ólestri. Sem dæmi um það, nefndi hann að þar til fyrir örfáum dögum hafi undirmenn ekki mátt koma með tollfrjálsan varning að landi fyrir hærri upphæð en 1.250,-kr. og þurftu þá að hafa verið úti í 20 daga. I'essu breytti síðan fjármálaráðuneytið að ósk Sjómannasambandsins nú fyrir skömmu og mega menn nú koma með tollfrjálsan varning að upp- hæð kr. 3.500,- eftir 15 daga úti- veru og 7.000.- kr. ef menn eru lengur en 15 daga. ABS mála því að þung viðurlög ættu að vera við skattsvikum. Nefndin reyndi að finna umfang nótulausra viðskipta, og áætlar þau um 900 milljónir frá maí 1984 til sama tíma 1985, samkvæmt könnuninni, sem náði aðeins til einstaklinga. Alls er talið að nótulaus viðskipti geti numið um 2% af vergri þjóðarfram- leiðslu. Sé könnunin færð upp á þjóðina í heild er áætlað að um 27-28 þús. manns hafi átt í þannig viðskiptum á þessu eina ári. Stærsti hópurinn, rúmlega 10 þús. manns vegna 1.000 til 15.000 króna upphæða, en einnig að um 5.000 nótulaus viðskipti hafi átt sér stað upp á 50 til 200 þús. króna viðskipti. -HEI Flugumferðarstjórar valda röskun á flugsamgöngum: „Lögbrot og skemmdarverk“ - segir flugmálastjóri Veruleg röskun varð á flugsam- arsson flugmálastjóri í samtali við göngum í fyrradag vegna aðgerða flugumferðarstjóra, sem tilkynnt hafa veikindi og neitað að vinna eftirvinnu. Tvær Fokkervélar Flug- leiða stöðvuðust vegna aðgerða flugumferðarstjóra, og voru áttatíu manns strandaglópar á Akufeyri og Húsavfk fyrir þær sakir. „Flugumferðarstjórar geta ekki snúið sér neitt í sínum málum héðan af, nema þá til Sameinuðu þjóðanna vegna þess að ráðherra hefur tekið lokaákvörðun í máíi þeirra. Þetta endar einfaldlega þannig, að ef þeir ætla að halda áfram að stuðla að lögbrotum og hreinni skemmdarverkastarfsemi eins og gerðist á fimmtudaginn, þá verður þeim sagt upp ef þeir segja ekki upp sjálfir," sagði Pétur Ein- Tímann í gær. Hann sagði að enga menn þyrfti í staðinn því það mætti skera þessa þjónustu niður og dreifa henni á löndin í kringum okkur. „Alþjóða- flugþjónustan er meginhlutinn af íslensku flugumferðarþjónustunni og þar eru þrjátíu starfsmenn. Við getum nánast lagt niður þjónustu • íslensku flugumferðarstjóranna með einu símtali og fært hana til Kanada og Skotlands. Þá erum við einungis með þjónustu fyrir innan- landsflug og til þess að halda þeirri þjónustu uppi þarf einungis örfáa menn og við erum með þá menn, því engin eining er í félagi flugum- ferðarstjóra um þessar heimsku- legu aðgerðir þeirra, það er langt frá því.“ -ABS Tvennt var flutt á slysadeild í fyrrinótt, eftir að bifreið var ekið á Ijósastaur í Sætúni á móts við Laugarnesveg. Bíllinn valt við áreksturinn og lak nijög niikið bensín úr honum og varð að kalla á dælubíl frá slökkviliðinu til þess að spúla götuna á eftir. Á myndinni hér að oían sést þegar búið er að rétta bílinn við og verið er að huga að hinum slösuðu. Tímamynd-Sverrir Ársfundur Landsvirkjunar: Afkoman aldrei betri Spá lækkandi raforkuveröi á næstu árum „Árið 1985 var tvímælalaust citt hið hagstæðasta í sögu Landsvirkj- unar. Afkoma fyrirtækisins batnaði þriðja árið í röð, jafnframt því sem raunverð á raforku til almennings- veitna lækkaði að meðaltali uyn 14% frá fyrra ári,“ sagði Jóhannes Nordal stjórnarformaður Landsvirkjunar í ræðu sinni á ársfundi fyrirtækisins sem haldinn var á Hótel Sögu í gær. Síðar í ræðu sinni boðaði Jóhannes bjarta framtíð Landsvirkjunar, þar sem áratugur orkukreppunnar og meðfylgjandi efnahagssviptinga væri að baki, en framundan bætt skilyrði til hagvaxtar, ekki síst hjá fyrirtækj- um sem væru háð kjörum á lang- tímalánsfjármagni. „Að baki er þannig mikil grundvallarfjárfesting, sem á eftir að skila arði um ókontin ár. Viðbótarþörfum markaðarins er því hægt að sinna með minni til- kostnaði á hverja framleiðsluein- ingu,“ sagði Jóhannes. í lok ræðu sinnar sagði hann að áætlanir fyrir- tækisins bentu til þess að það gæti bætt fjárhagsstöðu sína á komandi árum, lækkað raunverð á rafmagni til almenningsveitna að meðaltali um 3% á ári. Rekstrarafkoma Landsvirkjunar árið 1985 varð hagstæð um 253,4 milljónir króna, en sá hagnaður svarar til um 9% af heildartekjum. í skýrslu sinni taldi Halldór Jónatans- son forstjóri Landsvirkjunar megin- ástæðuna fyrir þessari niðurstöðu vera lækkandi fjármagnskostnað, auk þess sem hækkun á rafmagns- verði til ÍSAL lagði sitt af mörkum til bættrar afkomu. Meðalverð gjaldskrár 1985 til al- menningsveitna hækkaði um 13,6% frá nteðalverði 1984, en sambærilegt meðalverð til ÍSAL hækkaði um 64,4%, til Áburðarverksmiðjunnar um 60,8% og til Járnblenditélagsins um 22,8%. Rafmagnssalan skiptist þannig að 44,7% fóru til almenningsveitna og 55,3% til stóriðju, en tekjur af þessari sölu skiptust þannig að 69,4% komu frá almenningsveitum og 30,6 frá stóriðju. Eiginfjárstaða Landsvirkjunar batnaði á árinu og nam hún í árslok 10,908 kr. eða um 35% af heildar- eign fyrirtækisins, sem er 31,508 milljónir króna. Vegna hinnar hagstæðu afkomu fyrirtækisins verður eigendum Landsvirkjunar greiddur 6% arður af framreiknuðum eiginfjárframlög- um eða samtals 45 milljónir króna. Arðgreiðslurnar sundurliðast þannig, að ríkið fær helming eða tæpar 22,5 milljónir, Reykjavíkur- borg fær 44,5% eða rúmar 20 mill- jónir, og Akureyrarbær 5,5% eða tæplega 2,5 milljónir. - BG

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.