Tíminn - 19.04.1986, Blaðsíða 11

Tíminn - 19.04.1986, Blaðsíða 11
Tíminn 11 AÐ UTAN II ÞEIR ALLRA RÍKUSTU FORBES heitir tímarit sem gefið er út í Bandaríkjunum og fylgist með fjármálaumsvifum og fréttum af hin- um „ríku'". Árlega tekur FORBES saman iista yfir ríkustu einstakling- ana og fjölskyldurnar. Það er athygl- isvert að skoða þennan lista því að hann sýnir það greinilega að hinir ríku verða ekki alltaf ríkari og hinir fátæku fátækari. Ameríski draumur- inn er í hnotskurn sá að komast á þennan lista. Ákveðnar reglur eru í heiðri hafð- ar við val þetta og felast þær í megin dráttum í því að eignir verða að vera staðfestar af áreiðanlegum, upplýs- ingagjöfum og einstaklingurinn er metinn eftir þeim fjármunum sem hann hefur umráð yfir, þó þeir séu ekki endilega í einkaeign hans. Einnig er mikið beitt þumalfingurs- reglum við mat á einstökum atvinnu- greinum, til dæmis eru blöð og tímarit metin á 1,5 til 3,5 faldan tekjustofn. Til þess að geta talist með þurfa menn að eiga a.m.k. 8 milljarða. Ríkastur allra Bandaríkjamanna árið 1985 er talinn hafa verið Sam Moore Walton. Eignir hans eru metnar á $ 2.800.000.000 eða ríflega 100 milljarða íslenska. Walton er 67 ára gamall og er stofnandi Wal-Mart verslananna. 745 verslanir tilheyra nú verslunarkeðjunni og það er afrakstur 24 ára viðskipta á sviði stórmarkaða. Þrátt fyrir háan aldur þá stóð hann við gefið loforð og dansaði hula-hula dans á Wall Street þegar hagnaðarmarkmið stóðust árið 1984. Henry Ross Perot stofnaði Elec- tronic Data Systems árið 1962 með 40.000 króna fjárfestingu. Hann er nú metinn á $ 1.800.000.000. David Packard er annar stofnenda Hew- lett-Packard og er nú 73 ára að aldri. Með 20.000 sem stofnfé stofnaði hann þetta risafyrirtæki ásamt félaga sínum William R. Hewlett í bíl- skúrnum. Einungis 11 einstaklingar komust í milljarðamæringahópinn í (eignir á meira en $ 1.000.000.000). Par af voru tvær konur. Margaret Hunt Hill og Caroline Rose Hunt Schoell- kopf. Báðar dætur H.L.Hunt, auð- æfi beggja eru byggð á arfi eftir föður þeirra, ásamt arðvænlegum fjárfestingum. Báðar neituðu að taka þátt í fjárbraski annarra fjöl- skyldumeðlima á silfurmarkaðnum Sam Moore Walton árið 1980. Áætlað tap bræðra þeirra systra það árið er talið hafa verið kringum 50 milljarðar íslenskar, fyr- ir vikið teljast þeir einungis meðal milljónamæringa, með eignir sem nema einungis $ 500.000.000 að meðaltali. Þó athyglisvert sé að lesa um hina mismunandi einstaklinga sem fylla hóp hinna fjögur hundruð ríkustu Margaret Itunt llill einstaklinga í Bandaríkjunum þá er þó athyglisverðara að sjá skipting- una milli þeirra. Sem dæmi má nefna þá er meðalaldurinn 62 ár en skipt- ingin milli aldurshópa er sú að 10 eru á þrítugsaldi, 52 á fertugsaldi. 95 á fimmtugsaldri, 119 á sextugsaldri, og 122 yfir s'extugt. Yngsti meðlimur hópsins er Abby Rockefeller Simpson, hún er 28 ára, ógift, barn- laus og metin á litla 8 milljarða íslenska. 165 einstaklinganna unnu sig upp án þess að byggja á arfi. Yngstur þeirra er James nokkur Jaeger en hann er 37 ára. Hann er annar hönnuðurinn á bak við radarmæl- ingarsnuðrara og hannaði til dæmis Escort en það er vinsæll snuðrari sem vara bíleigendur við radarmæl- ingum framundan. Sökum lágs aldurs hefur hann rétt náð milljóna- mæringaflokknum, cnda einungis metinn á 6 milljarða íslenska. Ein- ungis 181 einstaklingur byggði auð- æfi sín á arfi en langstærstur hluti auðæfanna er byggður á framleiðslu og fasteignasölu. Ein ríkasta manneskja heims er þó ekki bandarísk heldur ensk, Elísabet II drottning er metin á $ 3.300.000.000 samkvæmt London Times, Hertoginn af Wcstminster fylgir þar fast á eftir með $ 2.600.000.000. Flóru- drykkír fríska Þig EFNAGERÐIN FLORA AKUREYRI LAUSAR STÖÐUR HJÁ REYKJAVÍKURBORG Reykjavíkurborg vill ráöa starfsfólk til eftirtalinna starfa. Starfskjör samkvæmt kjarasamningum. Þjónustuíbúðir aldraða, Dalbraut 27. Starfsfólk í hlutastarf í þvottahúsi og eldhúsi Starfsfólk í sumarafleysingar. Upplýsingar gefur forstöðumaður í síma 685377 frá klukkan 8-16 alla virka daga. Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9, 5. hæð á sérstökum umsóknareyðublöðum sem þar fást fyrir kl. 16.00 mánudaginn 5. maí.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.