Tíminn - 19.04.1986, Blaðsíða 6

Tíminn - 19.04.1986, Blaðsíða 6
6 Tíminn Laugardagur 19. apríl 1986 Timinn MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinnog Framsóknarfélögin í Reykjavík Ritstjóri: NíelsÁrniLund Auglýsingastjóri: SteingrimurGíslason Innblaösstjóri: OddurÓlafsson Skrifstofur: Síöumúli 15, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 18300. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn 686332 og 686495, tæknideild 686538. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f. Kvöldsímar: 686387 og 686306 Verð í lausasölu 45.- kr. og 50.- kr. um helgar. Áskrift 450.- Niðurtalning verðbólgunnar er fær leið í Eldhúsdagsumræðunum sem útvarpað var frá Alþingi í fyrrakvöld var stjórnarandstaðan þungorð í garð ríkisstjórnarinnar. Ekki verður þar með sagt að málflutn- ingur hennar hafi verið ábyrgur miklu fremur einkenndist hann af slagorðum og innan tómum yfirlýsingum um vonda stjórn. Boðskapur þeirra var léttvægur enda ríkisstjórnin sterk og nýtur vaxandi vinsælda meðal þjóðarinnar. Fólk lítur björtum augum til framtíðarinn- ar, allar horfur eru á að verðbólgan verði kveðin niður á þessu ári, atvinna er næg og útlit fyrir vaxandi þjóðartekjur. Með áframhaldandi markvissum vinnu- brögðum stjórnvalda er engin ástæða til að ætla annað er að staða þjóðarinnar batni enn frekar. Það er auðvitað þessi góði árangur ríkisstjórnarinnar sem stjórnarandstaðan óttast. Eftir því sem meiri óánægja ríkir í þjóðfélaginu þeim mun meira aukast líkur á að stjórnar andstaðan nái áhrifum. Því kappkostar hún að skapa óeiningu hjá þjóðinni um flestar aðgerðir stjórnarinnar, jafnvel þótt hún geri sér ljósa grein fyrir nauðsyn þeirra. Þetta eru vel þekkt vinnubrögð stjórnar- andstöðu fyrr og síðar og þjóðin löngu búin að átta sig á þeim skollaleik. í ræðu sinni kom forsætisráðherra víða við. Hann lagði áherslu á að flestar aðgerðir ríkisstjórnarinnar hefðu einkennst af viðureigninni við verðbólguna og að óhjá- kvæmilegt hefði verið annað en að meta bæði eldri og nýjar ráðstafanir í því ljósi. Hann benti á að sá mikli árangur sem náðist í upphafi stjórnartímabilsins þegar verðbólgan var færð úr 130% í 20% á 8 mánuðum hefði verið því að þakka að farið var eftir vilja Framsóknarflokksins og beitt hörðum lög- bundnum aðgerðum. Eftir að frjálsræðið var aukið að nýju síðustu tvö ár hefði það sýnt sig að íslenskt efnahagslíf er of veikburða til þess að laga sig án opinberra aðgerða. Síðan sagði forsætisráðherra: „Með tilvísun til þessarar reynslu töldu stjórnarflokkarnir óhjákvæmilegt að ganga ákveðnara til verks og bjóða þátttöku stjórnvalda í kjarasamningum s.l. áramót. Ég þarf ekki að rekja árangurinn, hann er öllum í fersku minni. Með markvissu samstarfi aðila vinnumarkaðarins og stjórnvalda náðust kjarasamningar og samkomulag um aðgerðir í efnahagsmálum, sem mun tryggja hið langþráða markmið um verðbólgu sem einsstafstölu í lok þessa árs. Það mun takast ef ekkert óvænt gerist í heimsmálum. „...“ Það hefur loks sannast að niðurtaln- ing verðbólgu er fær leið þegar um samstillt átak stjórnvalda, verkalýðshreyfingar og atvinnurekenda er að ræða.“ Niðurtalning verðbólgunnar er sú leið sem Framsókn- arflokkurinn hefur alltaf lagt áherslu á. Erfitt hefur reynst að fá samstarfsflokka í ríkisstjórnum til að fylgja henai fyrr en nú enda líta þeir svo á að þar með hafi Frawsókoarflokkurinn sannað rétt vinnubrögð í glím- uimi vid verðbólguna. Það er því mikill sigur fyrir F*aa»ók«iarflokkinn að eftir hans leið sé unnið og að hún skili skila jafn góðum árangri og útlit er fyrir. Eiin veiíhir að gæta aðhalds. Ríkissjóður stendur höllam fasti og ljóst að erfitt verður að fá nægilegt fjármagn til ýmissa framkvæmda sem nauðsynlegar eru. Fjármagn til þeirra þarf að aukast jafnt og þétt um leið og efnahagur landsins batnar. „Verkefnin eru þannig mörg framundan. Frá þeim verkefnum mun Framsóknarflokkurinn ekki hlaupast á meðan hann er í ríkisstjórn.“ Þannig endaði forsætis ráðherra ræðu sína til þjóðarinnar, í fyrrakvöld. Norrænt samstarf mikilvægara öðru utanríkis- samstarfi Ræöa Páls Péturssonar í umræðum á Alþingi um utanríkismál Alþingi gefst nú tækifæri til að fjalla um skýrslu utanríkisráðherra um utanríkismál. Þessi skýrsla er í þetta skipti ítarleg og er það þakk- arvert í sjálfu sér„ I upphafi skýrslunnar er getið um meginmarkmið utanrríkis- stefnu Islendinga og ég er sammála því mati utanríkisráðherra að telja norrænt samstarf þar í fremstu röð. Núverandi formaður íslands- deildar Norðurlandaráðs mun fjalla ítarlega um skýrslu íslandsdeildar en ég vil einungis drepa á örfá atriði varðandi norrænt samstarf. Ég tel að norrænt samstarf sé mikilvægara öðru utanríkissam- starfi. Þetta er samstarf við þær þjóðir sem eru okkur skyldastar að tungu, hugsunarhætti og menn- ingu. Það eru enn fremur þær þjóðir sem okkur er mestur sómi að að eiga samstöðu með. Norður- lönd njóta virðingar umheimsins og þegar þau eru á einu máli er tekið verulegt tillit til þeirra. Norðurlönd misstu að vísu einn sinn mikilhæfasta forustumann fyr- ir fáum vikum þegar forsætisráð- herra Svíþjóðar, Olof Palme, féll fyrir morðingjahendi. Olof Palme var sá norrænna forustumanna sem naut mestrar alþjóðlegrar viður- kenningar einkum fyrir baráttu sína fyrir friði og frelsi og gegn kúgun, harðstjórn og ójöfnuði. Þótt Olof Palme sé fallinn og skarðið eftir hann standi opið og ófullt þá megum við ekki láta deigan síga, heldur halda ótrauðir á lofti hinu norræna merki jöfnuðar og friðarviðleitni. Síðasta ár var viðburðarríkt í norr- ænu samstarfi og það stóð með blóma. Við lslendingar stóðum fyrir myndarlegu og sögulegu þingi Norðurlandaráðs í Reykjavík í mars 1985 og til þess mun verða vitnað sem eins hins merkasta í sögu Norðurlandaráðs. Norður- landaráð lagði á síðasta ári aukna áherslu á samskipti við umheiminn og það tel ég mjög mikilvægt. Við þurfum að láta rödd okkar berast út í veröldina þegar við höfum eitthvað að segja. Ég vil vekja athygli alþingismanna á mjög viða- mikilli og vel undirbúinni fjölþjóðaráðstefnu sem Norður- landaráð gengst fyrir í Stokkhólmi á næsta hausti um loftmengun sem berst milli landa og um ráð til úrbóta. Alþingi hefur verið boðið að senda fulltrúa á ráðstefnuna og mun Alþingi þiggja það boð. Þá vil ég ennfremur geta um ráðstefnu um skattamál sem Norðurlandaráð gengst fyrir í Bergen næsta haust. Ég tel einboð- ið að þingmenn fylgist með þeirri ráðstefnu þar sem við þurfum veru- lega á fræðslu að halda í þeim efnum. Staða íslands hjá Norður- landaráði styrktist tvímælalaust á síðasta ári og íslendingar voru ráðnir þar í áhrifastöður. Við ís- lendingar höfum einnig forgöngu um merkan málatilbúnað á vett- vangi Norðurlandaráðs. Ég vil þakka þingmönnum og ríkisstjórninni, og þá ekki hvað síst utanríkisráðherra, gott sam- starf um málefni Norðurlandaráðs þann tíma sem ég var þar í forsvari. Þá vil ég nefna samstarf Alþingis við þingmenn í Færeyjum og á Grænlandi. Síðast liðið haust var gert samkomulag þingmanna- nefnda þessara þjóðþinga í Nuuk um stofnun vestnorræna þing- mannaráðsins. Þetta samkomulag hlaut staðfestingu Alþingis hinn 19. des. s.l. og samstarfið er nú að hefjast af fullum krafti. Ég tel að hér sé um hið merkasta samstarf að ræða og geti það orðið öllum þrem þjóðunum til hinna mestu hagsbóta þegar fram líða stundir. Þjóðirnar eiga fjölmörg sameiginleg hags- munamál, bæði sín á.milli og út á við, og sameiginlegar auðlindir sem þau þurfa að nýta af fyrir- hyggju svo mannlíf geti þrifist í þessum löndum um ókomin ár. Langur kafli í skýrslu utanríkis- ráðherra fjallar um öryggis- og varnarmál. Þar er aðgengilegur fróðleikur að öðru leytinu en annað er nú að mínum dómi með nokkr- um áróðursblæ. Atburðir síðustu nætur, og þar á ég við hina fordæm- anlegu fólskuárás Bandaríkjanna á Líbýu, fylla mann að vissu leyti mikilli vantrú á hið vestræna sam- starf og opna augu manna fyrir þeim háska sem af því getur stafað og þar á ég ekki síst við hinn siðferðilega háska, að gana til ná- innar samvinnu um utanríkismál og hermál við þjóð sem velur sér stjórnendur sem grípa til slíkra örþrifaráða. Ronald Reagan, forseti Banda- ríkjanna, hefur tekið ákvörðun sem íslendingar hljóta að fordæma og verða í framhaldi af því að gæta þess að treysta varlega á leiðsögn Bandaríkjanna um utanríkis- og/ eða hermál. Ronald Reagan hefur með framferði sínu sannað að hann er þess ekki umkominn að hafa vit fyrir heiminum. Ég ætla ekki að fara að mæla stjórnvöldum í Líbýu bót. Aðild þeirra að hryðjuverkastarfsemi er fullkomið áhyggjuefni og mjög fordæmanleg. Og það er réttmætt og sjálfsagt að reyna að vinna bug á henni en það að grípa til slíkra örþrifaráða sem árás Bandaríkj- anna á Líbýu er, réttlætist ekki af hryðjuverkum Líbýumanna. Hryðjuverkamenn verða ekki kveðnir í kútinn með loftárásum á saklausa borgara. Að mínu mati hvetur svona framverði til áfram- haldandi hryðjuverka og kann að TJRK efla stuðning almennings í Líbýu við hryðjuverkamenn. Þar að auki hefur heimsfriði verið stofnað í voða með þessu tiltæki. Ég þakka ríkisstjórninni fyrir ályktun sem hún gerði í morgun þó að ég teldi að hún hefði mátt vera skorinorðari. Til að fyrirbyggja mis- skilning og ofur'viðkvæmni ber ekki að skoða það álit mitt sem van- traust á ríkisstjórn íslands. Sem betur fer hafa flestar lýðræðisþjóð- ir og bandalagsþjóðir okkar einnig brugðist einarðlega við þessum voðaatburðum. Ég tel að veröld- inni sé öðru fremur nauðsyn á friðarviðleitni. Það þýðir ekki að láta stórveldin ein um að teygja það skinn á milli sín. Hver og ein þjóð, hver og einn maður verður að láta sig þau mál miklu varða. Ég tel að það sé ekki eðlilegt að leggja áherslu á gagnsemi fælingar- stefnu Atlantshafsbandalagsins eins og gert er á bls. 11 í skýrslunni. Gagnsemi fælingarstefnu er nefni- lega villukenning, hvort heldur hún er praktíserað af Atlantshafsbanda- lagi eða af hryðjuverkamönnum. Á síðast liðnu vori urðu þáttaskil í meðferð utanríkismála hér á Alþingi með samþykkt ályktunar um afvopnunarmál frá 23. maí 1985. Samþykktin var gerð ein- róma og þar áréttar Alþingi þá stefnu íslendinga að á íslandi verði ekki staðsett kjarnorkuvopn og könnuð verði samstaða um og grundvöllur fyrir samningum um kjarnorkuvopnalaust svæði, en hitt tel ég mjög mikilvægt að Is- lendingar fylgist vel með þeirri umræðu og taki þátt í henni vegna þess að ef slíkt svæði yrði myndað án þátttöku íslands. þá væri stór hætta á því að þrýstingur ykist á jaðra svæðisins, og þar með ísland, að koma þar fyrir kjarnavopnum. Þess vegna verðum við að vaka vel yfir þessari umræðu og taka þátt í henni. Þá í ályktuninni, og þar á ég við ályktun Alþingis frá 23. maí sl., fjallað um nauðsyn gagn- kvæmrar afvopnunar og bann við tilraunum með framleiðslu og upp- setningu kjarnavopna undir traustu eftirliti. Þessi ályktun er grundvöllur að stefnu íslendinga í afvopnunarmálum og í samræmi við og í framhaldi af ályktuninni frá 23. maí 1985 bar ég fram fyrr á þessu þingi ásamt sjö öðrum fram- sóknarmönnum tillögu til þings- ályktunar á þingskjali 223, um frystingu kjarnavopna. Þarvarlagt til að ísland reyndi að ná samstöðu með öðrum ríkjum Norðurlanda um tillögugerð á vettvangi Samein- uðu þjóðanna um frystingu og framleiðslu kjarnavopna og bann við tilraunum með kjarnavopn. Þessi tillaga er enn þá hjá utanrík- ismálanefnd og ég verð að vonast fastlega eftir því að nefndin af- greiði hana jákvætt fyrir þinglok. Ég læt máli mínu lokið en undir- strika það enn og aftur að ég tel mjög mikilvægt að Alþingi haldi vöku sinni varðandi utanríkismál. Við erum hluti af heiminum og getum ekki látið eins og okkur komi ekkert við hvað gerist í heiminum í kringum okkur eða þá í geimnum yfir okkur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.