Tíminn - 19.04.1986, Blaðsíða 8

Tíminn - 19.04.1986, Blaðsíða 8
8 Tíminn Laugardagur 19. apríl 1986 Fulltrúar sænska Lactamin fyrirtækisins í heimsókn Nú erum við að skoða aðstæður hér á íslandi. Ætlunin var að heimsækja rannsóknarstöðvar hér, en veðrið kom í veg fyrir það. En það vitum við um fiskirækt á íslandi að aðstæðurnar hér á landi eru sérlega góðar. Vatnið er mjög hreint og hitastig fremur stöðugt og þar sem þegar er fengin mikil þekking á fiskeldi eru mögu- leikarnirótæmandi. Hvað loðdýra- ræktina varðar þá heyri ég að hér skorti á að birta sé næg, en Ijós er dýrunum mjög mikilvægt. Lofts- lagið hér á landi býður upp á forsendur til framleiðslu ágætrar skinnavöru. Það er auðskilið að íslendingar vilja helst ekki flytja inn dýr, þar sem þeir hafa af því bitra reynslu. t.d. af sauðfé. Arnór Valgeirsson, deildarstjóri Fóðurvörudeildar, Carl Johan Lindberg, framkvæmdastjóri Lactamin og Jón Þór Jóhannsson, framkvæmdastjóri Búnaðardeildar. Búnaðardeild SÍS flytur inn háþróaðar sænskar fóðurvörur Þeir báru hitann og þungann af tæknilegu viðræðunum við fulltrúa Lactamin: Þröstur Óskarsson, sölufulltrúi búrekstrardeildar, Carl Johan Lundberg, Hans Jungved, þróunarstjóri Lactamin og dr. Árni Bragason, ráðunautur í fóðurvörudeild. Nýlega voru hér á ferð fulltrúar sænsku fóðurvöruframleiðend- anna Lactamin í Svíþjóð, þeirCarl Johan Lindberg, aðalforstjóri, og Hans Jungvid, þróunarstjóri. Þeir voru hingað komnir til viðræðna við Búnaðardeild Sambandsins, sem nýlega hefur tekið upp við- skipti við hið sænska fyrirtæki með fóðurvörur fyrir ýmsar aukabú- greinar í huga, eins og loðdýra og fiskirækt, semersérsvið Lactamin. Við báðum hr. Carl Johan Lind- berg að greina okkur frá starfsemi Lactamin. Lactamin er fyrirtæki, sem ætl- að er að sjá 19 mismunandi sam- vinnufélögum bænda fyrir fóður- vörum þeim sem best henta hverju og einu þeirra. Hér er sem sé ekki um að ræða vörur framleiddar í miklu magni. Þessi 19 samvinnufé- lög eru eigendur Lactamin og jafn- framt stærstu viðskiptavinirnir. Helstu framleiðsluvörur okkar eru efni tii fóðurframleiðslu, svo sem vítamín og hverskyns steinefni. Til dæmis vinnum við sérstök næring- arefni ætluð í kálfafóður. Við fram- leiðum fóðurefni fyrir margar dýra- tegundir. Aðaláherslan er samt lögð á fóður fyrir refi, minka og fiska, einkum regnbogasilung, en líka í litlum mæli fyrir marsvín og kanínur. Við fáumst líka við fram- leiðslu hestafóðurs, hundafóðurs og fóðurs handa fleiri dýrategund- um. Þá er ógetið um framleiðslu á lyfjum fyrir dýr, en heilsuvernd dýra er mikið vandamál í Svíþjóð, ekki síst júgurbólga í kúm. Því erum við að framleiða nýtt lyf, sem ekki skilur eftir aukaefni í mjólk- inni, eins og joð, sem við ætlum að verði bannað að nota í framtíðinni. Við hyggjumst vinna í anda fram- tíðarmarkmiða, sem taka fullt tillit til umhverfisþátta. Víðtækari samskipti Ef við lítum til grannlandanna, Finnlands, Noregs, Danmerkur og íslands, þá tökum við frarri að við þykjumst hafa þeim ýmislegt að bjóða, bæði með því að selja þeim vörur frá okkur og einnig samvinnu grundvallaða á þekkingu okkar. Það á einkum við um fiskiræktina og loðdýraræktina. Við teljum okkur jafnoka Norðmanna í framleiðslu fiskfóð- urs, þótt þeir standi mjög framar- lega í fiskirækt og á sumum sviðum stöndum við þeim framar, en við höfurn átt við þá náið og ánægju- legt samstarf. Nú eru aðstæður víðast hvar þannig að offramleiðsla er í hefð- bundinni landbúnaðarframleiðslu og þá beinist athyglin að loðdýra og fiskirækt. Þetta á við um öll þau lönd sem ég á skipti við, ekki síst íslands og sama þróun á sér stað á hinum Norðurlöndunum. Því er það ákaflega æskileg að löndin geti notfært sér reynslu hvert annars, því hvert fyrir sig starfar á ýmsan hátt mcð sínum sérstaka hætti. Slíkt soaraði öllum erfiði og styrkti samkeppnisaðstöðuna út á við og inn á við. Framleiða fyrir 300 millj. s.kr. Við höfum okkar eigin vcrk- smiðju á Austur-Gotlandi, þar sem við framleiðum 30 þúsund tonn af vörum okkar. Jafnframt er þarna aðalbirgðastöð okkar svo þarna fara 70 þúsund lestir í gegn árlega. Ársveltan er 300 milljónir sænskra króna. Búfjársjúkdómar kosta Svía miklar fjárhæðir á ári hverju, og mjólkurbændur tapa vegna þeirra um 250 millj. skr. árlega. Hvað mink varðar, þá finnst í Svíþjóð sjúkdómur sem nefnist „plasmac- ytosis" og er alls óþekktur á Is- landi. í fiskirækt í Svíþjóð og í Noregi stríða menn við vanda vegna sníkjudýra. Það er ekki ofreiknað að sænska búnaðarsam- bandið verji 20 milljónum skr. á ári í rannsóknir og þróun á fóðri. Rannsóknirnar beinast nú meira og meira að hærri vörugæðum og sífellt meira tillit er tekið til þess að bæta líðan skepnanna. Því erum við að reyna að auka við gæðaþátt- um í fóðrið, án þess að beita lyfjagjöf í sama mæli og var. Eftir sem áður reynum við að haga framleiðslunni þannig að kostnaði sé haldið f lágmarki. Það verður best gert með því að fram- leiða færri og betri fóðurtegundir. Eins og við sögðum eru aðal- stöðvar Lactamin á Austur-Got- landi, en alls rekur SLR 19 verk- smiðjur og rannsóknastofur eru í flestum þeirra. Þar má sannreyna að gæði vörunnar séu þau sem til er ætlast, en um getur verið að ræða kjötmjöl, fiskimjöl, fitumjöl o.s.frv. Okkur er líka kleift að rannsaka hvaða áhrif fiskimjöls- fóður hefur á svínakjöt, en um skeið höfum við keypt fiskimjöl í fóðrið frá íslandi. Ég endurtek að ef hægt er að koma á nánara sambandi milli Norðurlandanna á þessu sviði, á það að geta stuðlað að ódýrari vörum og auknum gæðum þeirra. Carl Johan Lindberg sagði að samstarf Lactamin og Búnaðar- deildar Sambandsins hefði hafist á s.l. ári, eftir að framkvæmdastjóri Búnaðardeildar, Jón Þór Jóhanns- son, hefði heimsótt Lactamin og kynnt sér starfsemi fyrirtækisins. Nú þegar hefði Búnaðardeildin hafið innflutning á fiskafóðri, hundafóðri, kanínufóðri svo og kolvetnafóðri til notkunar við fóð- urframleiðslu hjá Fóðurstöðvum loðdýraframleiðenda. Ennfremur áformar Búnaðardeildin að bjóða kolvetnafóður frá Lactamin sem henti framleiðendum að fiskafóðri. Innflutningur á vítamín- og steinefnablöndum fyrir hinar ýmsu fóðurtegundir, sem Fóðurblönd- unarstöð Sambandsins og Fóður- blöndunarstöð K.E.A. framleiða, er að hefjast og aðrar vörur og búnaður í athugun, sem ekki er tímabært að greina frá að svo stöddu. Carl Johan Lindberg lýsti ánægju sinni með að samstarf hefði tekist á milli samvinnusamtaka bænda í Svíþjóð og á íslandi og sagðist binda miklar vonir við það samstarf, enda væri samvinnuhreyf- ,'ingin á íslandi öflug og léti við- skiptamönnum sínum í té marg- háttaða þjónustu um land allt.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.