Tíminn - 19.04.1986, Blaðsíða 7
Tíminn 7
Laugardagur 19. apríl 1986
lllllllllllll VETTVANGUR
Halldór Þórðarson, Laugalandi:
í tröllahöndum
„Maður sem ætlar að kyrkja lítið
dýr í greip sinni mun að lokum
þreytast. Hann heldur því armlengd
frá sér, herðir takið sem hann má,
en það deyr ekki. Það horfir á hann,
klær þess eru úti. Þetta dýr mun ekki
vænta sér hjálpar þó tröll komi með
blíðskaparyfirbragði og segist skulu
frelsa það. Hitt er lífsvon þess að
tíminn sé því hagkvæmur og lini afl
óvinar þess.“ (íslandskiukkan bls.
423.)
Þegar talað er um samdrátt í
framleiðslu er jafnframt talað um
mikla fækkun bænda til að gefa
stórbændum aukið lífsrými. Ábyrgir
menn tala um að fækka mjólkur-
framleiðendum úr2500 í 1000. Álíka
eru tölur hagfræðinga um fækkun
sauðfjárbænda. í umræðu um
bændafækkun er dæminu snúið alveg
við. Ef menn eru sammála um að
bændum verði að fækka vegna
minnkaðrar framleiðslu, finnst mér
vitlegra að láta þá fækkun koma
beint á stærstu búin, þá yrði enginn
héraðsbrestur og fækkunin ekki um-
talsverð. Það á ekki að vera verkefni
bændasamtaka, að fækka bændum
sem allra mest, og gangast fyrir
eyðingu þeirrar byggðar sem fjærst
er bóli köngulóarinnar.
Ágætt blað sem lesið er úr á
mánudögum, talar í forystugrein um
byggðarlög sem enga framtíð eigi.
Þau vill það leggja strax í eyði með
stjórnvaldsaðgerð. Skv. undangeng-
inni umræðu áhrifamanna í nágrenni
blaðsins, fer ekki milli mála að
þarna á það við Vestfirði og aðra
útskaga þessa lands. Ég myndi meta
við blaðið ef það gerðist eins hrein-
skilið og talsmaður félags kúabænda,
sem gaf þá yfirlýsingu, að leggja
bæri niður mjólkurframleiðslu á
Austfjörðum og Vestfjörðum, til
þess að auka lífsrými sinna umbjóð-
enda.
Talsmaður svokallaðs hagsmuna-
félags sauðfjárbænda, taldi við
þeirra hæfi að hafa féð í hellum,
vetrarrýja, láta féð svo líggja við
opið og kreista dilkana upp við þau
kjör að skrokkarnir færu sem minnst
yfir 12 kg á 5 mánuðum. Annar
leiðtogi okkar í marga áratugi taldi
fjárhúsgerð útskagamanna alltof
vandaða. Hann var sjálfur með mjög
góð hús sem ekki kostuðu nema brot
af verði hinna, sem auðvitað er mjög
gott, en hann var ekki viss um að sín
hús þyldu mikinn lognsnjó eða
hvassviðri. Það er sem sagt matsatr-
iði hvorn kostinn á að taka, en
óneitanlega er það galli á ágætum
húsum búfjárræktarfræðingsins, ef
hvorki má fenna eða hvessa að vetri
til án þess að féð drepist allt.
Búnaðarfélag íslands fékk þrjá
færustu sauðfjárfræðinga sína til að
semja álitsgerð um kjötmat. Þeir
fóru til „kjötkaupmanna", spurðu
þá, og gerðu orð þeirra að sínum.
Enginn þessara manna lifir á sauðfé.
Kjöt er metið í marga verðflokka til
bænda, en síðan eru þeir flestir
seldir neytendum á sama verðinu,
þ.e. verði hæsta flokksins. Til að
fyrirbyggja misskilning skal tekið
fram að sumir þessara flokka eru svo
líkir að eftirlit með aðgreiningu
þeirra í sölu er ekki framkvæman-
legt. Þar á ég við Stjörnuflokk, O
flokk og 1. fl. að mestu. Vænstu
dilkarnir og holdbestu gefa glæsileg-
ustu lærin eða lærissneiðar. kótelett-
ur eða hrygg, framhrygg eða bóg-
stykki. Allt er þetta í háu verði til
neytenda. Bændur fá ekki nema
lítinn hluta af því sem neytendur
greiða. Þegar þetta er allt frátekið er
ekki eftir nema slögin og Gunnar
Páll taldi ekki tormerki á að nýta
þau af þeim skrokkum sem hann tók
til vinnslu.
Kjötmatið snýst því að stærstum
hluta um skiptingu peninga rnilli
bænda og kjötverslana. Því stærri
hluti kjötsins sem fæst verðfelldur til
Það á ekki að vera
verkefni bændasam-
taka að fækka bænd-
um sem allra mest og
gangast fyrir eyðingu
þeirrar byggðar sem
fjærst er bóli köngu-
lóarinnar
bænda, þýðir ekki annað en meiri
hagnað allra kjötverslana (ekki að-
eins kjötkaupmanna), neytendur fá
ekki mismuninn, svo einfalt er það
mál, enda mæltu allar kjötverslanir
með því að fella í verði sem mest af
kjötinu, sérstaklega af stórum og vel
holdfylltum dilkum.
Páfagauksreglan sem nú er notuð
er þannig að ef 10 mm. af fitu finnst
á smábletti á vöðvamiklum skrokk
er hann felldur í verði til bóndans,
en ef fitan er 9 mm. utan á beina-
grindum heimiliskattanna fara þeir í
1. flokk. Það er ekki hlutfall vöðva
og fitu, sem ræður matinu, enda var
það sótt til manna sem ekki höfðu
átt þess kost að þroska sinn matar-
smekk. Sem betur fer hefur fólkið í
landinu þroskaðan smekk eins og
dæmin sanna.
Ég hef mætt á 5 aðalfundum
Stéttarsambands bænda. Þar er flutt
skýrsla um kjötbirgðir á miðju
sumri. Fjögur fyrstu árin var niður-
staðan alltaf sú sama. Það var 2. og
3. flokkur sem eftir var. Höfðu þó
verið haldin fín námskeið í mat-
reiðslu horkjötsins og í nafni okkar
framleiðenda, verið auglýst með
ærnum kostnaði að „annars flokks
kjöt væri 1. flokks matur". (Auglýs-
ingin samin af þeim sem ekki höfðu
átt kost á að þroska sinn matar-
smekk). En ekkert dugði, ruslið
seldist ekki.
Skýrslan á 5. fundinum var öðru
vísi. Nú var ekki að finna í geymslu
stóra heildsalans annað enn Stjörnu-
flokk, 1. flokk og O flokk, en sá
flokkur fæst aldrci í kjötverslunum,
sem ekki er von, enda mest allt kjöt
selt sundurtekið.
Eitthvað hafði gjörbreyst á þessu
eina ári. Sumarið áður fékkst I. fl. í
kjötverslunum í lengri tíma. Enginn
trúir að kjötsmekk fólks hafi hrakað
svona á einu ári. Kröfur kjötverslana
um breytt verðflokkamat, eiga sér
bakhjarl í fjársterkum aðilum sem
ráða hvað er tekið fyrst úr geymsl-
unni. Nú hafði ekki einu sinni þurft
að auglýsa „Annars flokks kjöt er 1.
flokks matur“, hvað þá að halda
námskeið. Þó ég skildi ekki þessi
snöggu umskipti, var þó cinn sem
skildi málið vel. Frammámaður í
Landsamtökum Sauðfjáreigenda
sagði að þetta með stóru og fallegu
skrokkana væri eins og talið um litlu
fallegu hestana sem enginn vildi svo
kaupa. Aðalforsvarsmaður samtak-
anna hefur lýst stuöningi við verð-
fellingu á holdmiklum skrokkum.
Þegar ég var að ganga frá þessu til
vélritunar, barst mér Freyr í hendur.
Þar voru nú trippin ekki rekin slak-
lega á malbikuðum vegi
kjötverslanahringsins. Rekstrar-
menn voru ritstjóri málsvara okkar
og góður bóndi sem ekki ólst upp á
horkjöti. Lagt er til að mcst allt kjöt
frá útskögum landsins verði verðfellt
um allt að 25%, það er talið réttlæt-
ismál. Fram kemur að 1. sept. sl.
finnist varla annað í stóru geymsl-
unni en Stjörnuflokkur, O flokkur
og 1. flokkur, og ég sem taldi að O
flokkur fengist aldrei í kjötverslun-
um og Stjörnuflokkurinn væri um
1% af framleiðslunni. Nú setti hann
svip á allar birgðirnar skv. frásögn
greinahöfunda. Þegar ég las þetta
kom mér ekkert frumlegra í hug en
það sem stóð á grammófónplötunum
þegar ég var ungur, þessum frá His
master voice. Aðdróttanir um trún-
aðarbrot í starfi einhverra gamalla
kjötkaupmanna ræði ég ekki, þeir
eru færir um það sjálfir.
Við eigum ennþá Markaðsnefnd
landbúnaðararfurða, ef ég er spurð-
ur hvað hún hafi gert bændum til
gagns, get ég ekki svarað því. Ekki
þykir mér líklegt að hún taki laun
eftir bónuskerfi því sem gildir í
frystihúsum hér vestra. Einu sinni
fór hún til Ameríku að selja dilka-
kjöt. Heimkomnir sögðu þeir að
kaupendum vestra þætti kjötið ekki
nógu feitt. Landbúnaðarráðherra
kom svo í sjónvarp og taldi þá hafa
misskilið Ameríkumennina, þeir
hefðu áreiðanlega talið kjötið of
feitt. Ekki er það mitt að dæma í því
máli, en varla er nógu hagstætt að
senda í svona för, nienn sem ekki má
treysta til að skilja aðalatriðin í máli
sinna viðsemjenda. Reyndar hallast
ég að því að þarna hafi nefndinni
ratast satt á munn. Það er nefnilega
þannig að fólk með þroskaðan mat-
arsmekk finnur hvað kjöt af ungu
feitu lambi, sem hcfur fitnað á
eðlilcgan hátt, er mikið bragðbetra
en kjöt af gömlum ræflum sem ekki
hafa þrifist eðlilega. Ef ætlunin er að
fá bragðgott kjöt með háu vöðva-
Þaö er margt sem
hagfræöingar kunna.
Meö nógu mikilli vél-
væöingu er hægt aö
framleiðamikið. Þaðer
að vísu ságalliáfram-
leiöslu takkabúanna,
aö framleiðsla þeirra er
ekki ódýrari en frá
smærri búum
hlutfalli handa fólki með þroskaðan
smekk, þá fæst það kjöt ekki nema
af vænum feitum dilkum sem hafa
tekið út sinn vöxt á skömmum tíma
(90-100 dögum) við beit á óábornu
fjallendi. Alltaf finn ég til minnar
vanvisku þegar fræðingar tala.
Oft skil ég ekki orðin sem þeir
nota. Líklega skil ég bara vestfirsku.
í 20 ár hélt Gylfi ræðu hjá Verslun-
arráði. Efni í þessum 20 ræðum var
landbúnaður á íslandi. Landbúnað-
urinn var sá dragbítur á hagvöxt
þjóðarinnar, sem allt stöðvaði. Sem
gamall hestasleðamaður vissi ég allt
um dragbít, en orðið hagvöxtur olli
mér heilabrotum í mörg ár. Þetta
reyndist þó ekki svo flókið þegar ég
loks áttaði mig á því. Þar var líka
auðvelt úr að bæta svo að unt
munaði, ef sérviska þjáði fólk ekki
úr hófi. Ef konan mín gerðist ráðs-
kona hjá öðrum bónda og hann
greiddi henni eina milljón á ári og
hans kona tæki að sér að matreiða
feita kjötið fyrir mig, og ég borgaði
henni eina milljón á ári fyrir vikið.
þá var þarna komin hagvaxtaraukn-
ing upp á 2 milljónir á ári á þessum
tveimur búum. Ekki var sá vandi
meiri, og skipti engu þó konurnar
greiddu hvor annarri kaupið. Þetta
var sem lærðra manna hagspeki.
Það er margt sem hagfræðingar
kunna. Með nógu mikilli vélvæðingu
er hægt að framleiða mikið. Það er
að vísu sá galli á framleiðslu takka-
búanna að framleiðsla þeirra erekki
ódýrari en frá smærri búum. Mark-
aðssvæði tröllanna í svína og fugla-
framleiðslu er SV hornið. Ég hef
ckki heyrt að þau selji sína fram-
leiðslu ódýrar en hinir, sem minna
hafa umleikis, cr þó verðlagning
þessarar vöru frjáls eins og kallað er.
Ég held ég fari rétt með það að
langstærsta svínabú landsins slátri
sínum svínum sjálft og sami eigandi
sé að kjötversluninni. Sjálfsagt gildir
sama um allra stærstu fuglabúin.
Á Gylfaárunum var það kenning
hagfræðinga, og er reyndar enn, að
mikið hagkvæmara sé hafa eitt stórt
frystihús á Vestfjörðum, heldur en
eins og nú er eitt lítið í hverjum t’irði.
Þar voru óskólagengnir hagfræðing-
ar á öðru máli. Einn þeirra byggði
sér vasáútgáfu af frystihúsi og varð
stærsti skattgreiðandi á Vcstfjörð-
um. Bæjarútgerð Reykjavíkur var
langstærsta útgerð á íslandi. A.m.k.
einu sinni nam tapið sömu upphæð
og allar launagreiðslurnar. Sá halli
var jafnaður með álögum á smærri
útgerðaraðila. Hvcrnig ætli það sé
mcð kýrnar, ætli 100 kýr í fjósi skili
jafn niiklu i' vinnulaun og þær myndu
gera ef þær væru hjá fjórum bændum
í 25 kúafjósum. Ég hef ekki þekk-
ingu á því, en hitt veit ég að
neytcndur fá ekki ódýrari vörur úr
stórum fjósum, frckar en úr stærstu
svína- og fuglabúunum.
Um sauðfjárbú og nettó hagnað af
kind þarf ég engan að spyrja. Á
þessum sérbúgreinatímum er sann-
arlega tímabært að bændur sem vilja
búa með minna en 800 ærgilda bú
athugi sinn gang. Stærstu bændur
landsins með fullum stuðningi hag-
fræðinga segja ófeimnir að við stönd-
um stórbændum fyrir þrifum og því
eigi og verði að láta okkur víkja fyrir
l’ullt og allt til að gefa þeim stóru
aukið lífsrými. Þeir hika ekkert við
að stíga ofan á okkur, og því skyld-
um við þá veigra okkur við að láta
þá vita að við höfum ekki áhuga á að
standa þar lengur. Tilkynna hrein-
lega að við ætlum að verja rétt okkar
til að stunda búskap af þeirri stærð
sem landsins gæði og markaður leyf-
ir. Spurningin er alls ekki um það að
„hjálpa okkur til .að hætta búskap"
eins og það heitir á fínu niáli.
Úlfshárin teygjast víðar fram en
undan kjötmatsgærunni.
Spurningin er um það hvernig við
ætlum að búa í þessu landi. Við
þurfum að svara því hvort við viljum
að sem flest fólk gæti haft þar laun
fyrir sína vinnu, hvort við viljum
hafa landbúnað til að ávaxta í honum
sem allra mest fjármagn. Ég kem
ekki auga á nauðsyn þess að ávaxta
sem allra mest fjármagn í landbún-
aði, til þess höfum við bankana,
skattalögin og okrarana, þar er vel
fyrir öllu séð.
Á vorjafndægri 1986.
H.Þ.