Tíminn - 19.04.1986, Blaðsíða 18

Tíminn - 19.04.1986, Blaðsíða 18
18 Tíminn Rafvirkjar/Rafvélavirkjar Fólag íslenskra rafvirkja heidur félagsfund þriðjudaginn 22. aptíl kl. 20.30 í félagsmiðstöð rafiönaöarmanna aö Háaleitisbraut 68. Fundarefni: Menntunarmál og löggilding til rafvirkjunarstarfa. Stjórn Félags íslenskra rafvirkja ] Hafnarfjörður - Matjurtagarðar Leigjendum matjurtagarða í Hafnarfirði tilkynnist hér með að þeim ber að greiða leiguna fyrir 1. maí nk. ella má búast við að garðlöndin verði leigð öðrum. Bæjarverkfræðingur RAFMAGNSVEITA REYKJAVÍKUR Verkfræðingar - Tæknifræðingar Rafmagnsveita Reykjavíkur óskar eftir að ráða rafmagnsverkfræðing eða tæknifræðing til starfa við áætlanagerð við raforkuvirki. Kunnátta í For- tran-forritun æskileg. Boðið er upp á góða vinnuaðstöðu og m.a. aðgang að stóru tölvukerfi, sem nota má við áætlanagerð. Nánari upplýsingar veitir starfsmannastjóri í síma 686222. Lausar stöður Lausar eru til umsóknar eftirtaldar stöður lektora við námsbraut í hjúkrunarfræði í læknadeild Háskóla íslands. Staða lektors í hjúkrunarfræði. Aðalkennslugrein er barnahjúkrun. Staða lektors í hjúkrunarfræði. Aðalkennslugrein er hjúkrun sjúklinga á handlækninga- og lyflækningadeildum. Hálf staða lektors í hjúkrunarfræði. Hálf staða lektors í félagsfræði Staða lektors til kennslu í fósturfræði, vefjafræði og frumulíffræði ásamt umsjón með kennslu í líffærafræði. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir ásamt rækilegri skýrslu um vísindastörf, rannsóknir og ritsmiðar, svo og námsferil og störf skulu sendar menntamálaráðu- neytinu fyrir 15. maí 1986. Menntamálaráðuneytið 15. apríl 1986. PÓST- OG SÍMAMÁLASTOFNUNIN óskar að ráða VERKAMENN við lagningu jarðsíma á stór-Reykjavíkursvæðið. Nánari upplýsingar verða veittar i síma 26000. Bændur Til sölu Kemper heyhleðsluvagn 24 rúmmetrar. Lítið notaður. Upplýsingar í síma 99-8447 Óska eftir að kaupa kýr Óska eftir að kaupa kýr. Upplýsingar í síma 93-7872. SKAK Laugardagur 19. apríl 1986 Af manninum sem bannað var að tef la Skákmótið í New York sem lauk á dögunum verður viðfangsefni þessa pistils. Baráttan á toppnum verður ekki rakin frekar heldur dval- ið við skákmann sém á sér afar óvenjulega fortíð og hafa þó margir skákmenn frá ýmsu að segja. Kamr- an Shirazi heitir skákmeistari sem undanfarin ár hefur vcrið búsettur í Bandaríkjunum og hefur getið sér orð sem einhver harðskeyttasti þátt- takandi opnu mótanna er tröllríða sem kunnugt er bandarísku skáklífi. Shirazi er af írönsku bergi brotinn og þegar Khomeni og hans fylgifisk- ar komust til valda urðu mikil um- skipti í lífi hans. Hann var þá þegar einn af sterkustu skákmönnum írana en kenningar Khomeini settu strik í reikninginn. Samkvæmt túíkun klerksins er skáklistin af hinu vonda, eitt af verkum djöfulsins og þar af leiðandi bönnuð í íran og skáknrenn ekki húsum hæfir enda fór svo með Shirazi og fleiri skákmcistara að þeir flúðu land og hafa ekki snúið aftur. Shirazi er að mínum dómi ekki aðeins athyglisverður skákmaður fyrir sakir þjóðernis. Það er skákstíll hans og lítt heft sköpunargáfa sem vekur athygli manna. Skákir hans fylgja sjaldan hefðbundnum leiðum og sé andstæðingurinn ekki með á nótunum er voðinn vís. í New York varð Bent Larsen citt fórnarlamba Shirazi. Hann missti einbeitnina eitt augnablik og átti sér ekki viðreisnar von eftir það. Larsen er æði oft á valdi hinna furðulcgustu hugrenn- inga en þarna hitti skrattinn ömmu sína: 3. umfcrð, New York - Open Hvítt: Bent Larsen. Svart: Kamran Shirazi Enskur lcikur 1. c4 e5 2. g3 h5 3. h4 d5 4. cxd5 Rf6 5. Rf3 Rg4 6. Rc3 Bc5 7. e3 0-0 8. Bg2 c6 9. Rg5 Be7 10. d4 Bxg5 11. hxg5 Dxg5 12. dxe5 Dxe5 13. Dd4 Df5 14. e4 He8 15. Bf4 Rd7 16.0-0-0 Dg6 17. Hh4 c5 18. Dd2 Rde5 19. Hdhl?? II 111! ± 1111 s 111*111 III. 111 iiiiii i ■ - 1 11! A I ab4ibi ■l 9lPlB| ■bI.,,1 B 1111 lllllllll a 19. .. Rxf2! 20. Bxe5 Rxhl 21. Bc7 Rxg3 22. Kc2 Rxe4! 23. Rxe4 Bf5 24. De2 Hxe4 25. Bxe4 He8 26. Dxh5 Bxe4f 27. Kb3 Dxh5 28. Hxh5 g6 29. Hg5 f6 30. d6 fxg5 31. d7 Bd5t 32. Kc3 Hf8 33. a3 g4 34. d8(D) Hxd8 35. Bxd8 g3 36. Bh4 g2 37. Bf2 b6 38. Kd3 Kf7 39. Bgl a5 40. Bh2 Ke6 41. Ke3 a4 42. Kf2 b5 43. Ke3 b4 44. Bgl c4 45. Kd2 c3t! - Hvítur gafst upp. Larsen náði að svara vel fyrir sig í byrjuninni en svo virðist sem hann hafi eytt mikilli orku í að hrekja byrj unartaflmennsku Shirazi og þeg- ar það hafi tekist á sómasamlegan hátt hafi hann farið að vanmeta andstæðing sinn og það leiddi síðan til yfirsjónarinnar í 19. leik. Út af fyrir sig er það ekki svo skrítið að Shirazi sé dálítið vanmet- inn skákmaður. Á skákþingi Banda- ríkjanna 1984 sem var skipað öllum bestu mönnum þarlendum hlaut hann eftirminnilega útreið, ‘/i vinn- ing úr 17 skákum og tefldi hrikalega illa, tapaði t.a.m. í aðeins fimm leikjum með hvítu í einni skákanna. llla tungur héldu því fram að Shirazi hefði viljað framkalla á sjálfum sér mikinn stiganiðurskurð til þess að geta teflt í einhverjum lægri flokk- anna á opnu mótunum þar sem verðlaun eru ekki mikið lakari en í efstu flokkunum. Síðar á mótinu í New York kom áþreifanlega í ljós að sigur Shirazi yfir Larsen var engin tilviljun. Þá sigraði hann júgóslavneska stór- meistarann Petar Popovic sem var nýkominn frá júgóslavneska meist- aramótinu þar sem hann lenti í 2. sæti. Skák þeirra fylgir hér á eftir en hún er að mínurn dómi einhver skemmtilegasta viðureignin á New York, á tímabili er baráttan hreint augnayndi og uppátæki Shirazi bæði í byrjun tafls og síðar stórskemmti- leg: 5. umferð, New York - Open. Hvítt: Petar Popovic Svart: Kamran Shirazi Sikileyjarvörn 1. e4 c5 2. Rf3 Rf6 (Fyrsta vísbending um „óstýrlæti" Shirazi. Hann velur hér afbrigði sem hefur vafasamt orð á sér.) 3. e5 Rd5 4. g3 (Skarpasta svarið er 4. Rc3 en Júg- óslavinn vill sneiða hjá þcim gífur- legu flækjum sem oftast koma upp eftir þann leik.) 4. .. b6 5. Bg2 Ba6!? (Önnur vísbending. Eðlilcgra er 5. - Bb7. Svartur hindrar hrókun unt stundarsakir en skapar sjálfum sér hættu á löngu skáklínunni.) 6. d3 Rc6 7. 0-0 eó 8. Hel Be7 9. c4 Rc7 10. b3 0-0 11. d4 cxd4 12. Rxd4 Rxd4 13. Dxd4 (Ekki 13. Bxa8? Dxa8 14. Dxd4 Bb7! með myljandi sókn svarts.) 13. .. d5! (Fram að þessum leik hefur svartur „verið til friðs" en nú að hætti landa sinna stefnir hann í gífurleg átök sem svo sannarlega hafa ófyrirsjáan- legar afleiðingar í för með sér. Svar hvíts er þvingað því hótun svarts er 14. - dxc4.) 14. exd6 Bf6! 15. Df4 Rd5! (Stórskemmtilegur leikur. Slæmt var 15. - Bxal vegna 16. dxc7 og hvítur hefur betur. Textaleikurinn skapar hvítum mikla crfiðleika.) 16. cxd5 Bxal 17. dxe6 fxe6 18. De4 (Svartur virðist vera að ná yfirhönd- inni vegna hótananna 19. Dxa8 og 19. Dxe6.cn Shirazi er útsjónasamur og finnur skemmtilegan leik.) 18. .. Df6! (Hótar 19. - Dxf2|.) 19. Dxe6 Dxe6 20. Hxe6 Hac8 21. Be3 Bd4! (Hvítur hefur tvö peð fyrir skipta- muninn sem frá almennum sjónar- hóli er talið kappnóg. Annað peðið er auk þess öflug frelsun á d6. En hann á við nokkra erfiðleika að stríða vegna máthótana í miðborð- inu. Þannig strandar 22. Bxd4 á 22. - Hclt 23. Kg2 Bflt 24. Kgl Bh3t og mátar.) 22. Bd5 Kh8 23. d7! Bxe3! (Baráttan er stórskemmtileg og hin- ar taktísku flækjur blómstra. Hvítur hefur ekki látið sitt eftir liggja í síðustu leikjum. Nú gefur svartur skiptamuninn til baka og heldur vinningsfærum vegna biskupapars- ins. Maður hefði frekar átt von á heldur dauflegum bardaga úr þessu en Shirazi er óþreytandi í leit sinni að sóknarleiðunt.) Helgi Ólafsson stórmeistari skrifar um skák: 24. dxc8(D) Bxf2t 25. Kg2 Bxc8 26. He2 Bc5 27. Rd2 g5!? 28. Rf3 Ba6 29. He4 Bd3 30. Hg4 Be3 31. h3 h5 32. Ha4 b5 33. Ha6 (Það merkilega hefurgerst. Svörtum hefur tekist að þvæla hvíta hróknunt út í ystu myrkur og það vantar aðeins - Bb6 upp á að hann sé lok lok og læs. Ég fylgdist með skákinni fram að 40. leik og báðir keppendur voru í æðisgengu tímahraki. Svartur teflir þessa stöðu til máts) 33. .. g4! 34. hxg4 hxg4 35. Re5 Bflt 36. Khl Hf5 (Hótar 37. - Hh5 mát) 37. Rxg4 Bb5! s>g-) 38. Bg2 Be2 39. Rh2 Hf2 40. b4 (Hvítur getur sig hvergi hrært en gerir nú tilraun til að losa hrókinn úr prísundinni.) 40. .. Bc4 (Þó 40 leikjunum sé náð höfðu keppendur misst tölu á leikjunum og héldu áfram að tefla allt fram í dauðann. Hér á hvítur best 41. a4 sem svartur svarar með 41. - Hb2 og heldur þá allgóðum vinningsmögu- leikum.) 41. a3 Ha2 42. Bc6 Halt 43. Kg2 Ha2t 44. Khl Bb3 45. Rf3 Hc2 46. Re5?? Hxc6! - Loksins féll hvítur í eina af gildrum svarts. Hann varð að reyna 46. Bd5 og baráttan geisar áfram þó vinn- ingsmöguleikar svarts séu eftir sem áður mjög góðir. í Ijósi þess að svartur svarar 47. Rxc6 með 47. - Bd4t gafst hvítur upp.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.