Tíminn - 19.04.1986, Blaðsíða 2

Tíminn - 19.04.1986, Blaðsíða 2
2 Tíminn Laugardagur 19. apríl 1986 Um 90% allra 30 ára karla og eldri nú íbúðareigendur: HUSNÆDISEIGN STORLEGA JAFNAST MILLI STÉTTA Þriðjungur með meira en 40 ferm. á mann Efnaleg afkoma ungra íslendinga, þ.e. 30-44 ára karlmanna - mæld í húsnæðis- og bíláeign - er mun betri og þó sérstaklega miklu jafnari milli starfsstétta heldur en hjá jafnöldrum þeirra fyrir tæpum tveim áratugum (1967-1968) að því er ráða má af víðtækri könnun sem gerð hefur verið á vegum Hjartaverndar. Að- eins 'iumi 10% hafa ekki eignast íbúð af þessum aldursflokki nú en var 20% áður. Aðeins um 7% eru bíllaus á móti 18% jafnaldra þeirra fyrir. tæpum 20 árum. Ófaglærðir efnast mest Langsamlega mest hefur breyting- in orðið í hópi ófaglærðra, erfið- isvinnumanna og bílstjóra, sem nú skera sig orðið lítið úr öðrum þjóð- félagshópum hvað íbúða- og bílaeign snertir. Aðeins um 14% þessara stétta á aldrinum 30-44 ára hefur ekki eignast íbúð nú á móti 38% stéttarbræðra þeirra og jafn- aldra áður. fbúðaeign þeirra er nú orðin litlu minni en meðaltoppanna, iðnaðarmanna og atvinnurekenda. Fáir búa orðið þröngt Athyglivert er einnig, að stærðar- munur húsnæðis milli einstakra stétta virðist heldur ekki eins mikill og ætla mætti. Aðeins um 8% allra á þessum aldri búa við þrengra húsnæði en 20 ferm. fyrir hvern fjölskyldumeðlim. Fæstir - um 5% - eru þeir í hópi atvinnurekenda, sem einnig mætti ætla að væru að meðal- tali eldri en hópurinn í heild. En það er heldur ekki nema 12-13% þeirra ófaglærðu sem ekki eiga íbúð. í þeirri stöðu voru hins vegar um 42% ófaglærðra áður, og um fjórðungur iðnaðarmanna, háskólamanna og at- vinnurekenda á þessum aldri. Með öðrum orðum - verkamenn búa nú almennt mun rýmra en best settu stéttir þjóðfélagsins fyrir aðeins 18- 19 árum. Sé svo litið á þá sem hafa 40 fermetra eða meira til ráðstöfunar á mann kemur í ljós að um þriðjungur allra karla á þessum aldri hefur svo rúmt um sig og fjölskyldur sínar. Hér er þó um þann aldurshóp manna að ræða að ætla má að hann hafi þegar eignast flest börn sín, en að fá þeirra séu enn farinn að heiman. Hæst er hlutfallið þarna um 40% meðal atvinnurekenda og háskóla- manna, en 23-26% verka- og iðnað- armanna búa einnig svo rúmt. Að- eins um 10% allra karla á þessum aldri bjó svo rúmt 1967-68, þannig að stækkun húsrýmis hefur verið mjög mikil meðal allra stétta. Flestir orðnir húseigendur þrítugir Mjög athyglivert er einnig að nær enginn munur er nú á íbúðaeign 30-44 ára karla annars vegar og 41-61 árs karla hins vegar - og er það þó sá hópur sem ætla mætti að hvað kjörnast tækifæri hafi haft til að nota sér ódýrt lánsfé á óðaverðbólguárun- um á 8. áratugnum sem margir hafa talað um. Þetta virðist jafnframt benda til, að menn séu almennt komnir í eigið húsnæði um þrítugt, ella hefðu yngri mennirnir í 30-44 ára hópnum dregið meðaltalið niður. Sú virðist einnig raunin á í einu undantekningunni, þ.e. há- skólamennimir sem álíka margir eru íbúðarlausir í yngri hópnum og þeir ófaglærðu, enda stutt frá námslok- um margra þeirra um 30 ára aldur- inn, hvort sem það er svo eina skýringin. Einnig þeir ólofuðu Karlar á aldrinum 30-44 ára eru um 24.500 í landinu þar af er vel yfir fjórðungurinn enn ógiftur, eða skilinn, hlutfallslega flestir meðal þeirra yngstu í hópnum. Um 90% íbúðareign bendir því til að íbúða- kaup séu einnig mjög algeng meðal ungra manna og ólofaðra. Hvað bílana snertir eru það nú aðeins 7% manna á þessum aldri sem voru bíllausir þegar könnunin var gerð á móti 18% jafnaldra þeirra áður. Segja má að bílaeignin hafi aukist hlutfallslega svipað meðal manna í öllum starfsgreinum. Framangreindar upplýsingar hef- ur landlæknir unnið úr gögnum Hjartaverndar eftir hópskoðanir yfir 1 þús. karla í nefndum aldursflokk- um á Stór-Reykjavíkursvæðinu á árunum 1967-1968 og síðan 1983- 1985. Verið er að vinna nánar úr þeim gögnum m.a. samsvarandi upplýsingar um kvenþjóðina. Fram- angreind íbúða- og bílaeign er þó auðvitað sameign giftu karlanna og eiginkvenna þeirra. -HEI IHfon-U ít'ílnri 50 4 1) P) 3) 4) □ tnr,7_r,n □ 19R3-nr, i 6f»í»l-irðlr, erflðlnvinn.u-. i okrlfnt.-, vorolpúit- i lðnnðnnnenn 1 hAnkólnnenntnðlr i atvlnnurekendur i »ðrlr Hér má glöggt sjá hve íbúðareign hinna ýmsu stétta þjóðfélagsins á aldrinum 30-44 ára hefur jafnast mikið á tæpum tveim áratugum, og jafnframt aukist í heild úr 80% í 90% meðal allra karla á þessum aldri á Reykjavíkursvæðinu, (aft- asti dálkurinn). Árin 1967-68 áttu aðeins rúmlega 60% ófaglærðra á þessum aldri íbúð á móti yfir 90% í hópi atvinnurekenda - nú er munurinn aðeins orðinn um 5%. 0LJ □ Bílaeignin hefur eins og íbúðirnar □ jafnast mjög á síðustu 18-19 árum og jafnframt aukist úr um 82% í 93% meðal allra 30-44 ára karla. Hlutfallslega mest hefur hún auk- ist meðal ófaglærðra og há- skólamanna. ) hAnkólfvaonnt.iðt- ) ntvlnnu'-eken-l'i-- I nflrlr *C 1) 6f«í5l-*rðlr, erfiðlivlnnunenn, bílnt.Jórnr 2) skrlfst.-, rersl.-, pést- oc lbcrerl'inenn 3) lflnnflnmonn 4) hÍ3''6.',.«.iionntaðir fi) nðrlr Á efri hluta töflunnar má sjá að nú býr um þriðjungur allra;30-44 ára karla í 40 fermetra íbúðar- húsnæði eða stærra á hvern fjöl- skyldumeðlim, þrátt fyrir að ætla mætti fátítt að börn séu farin að heiman frá fjölskyldum á þessum aldri. Á neðri hluta töflunnar sést m.a. að aðeins um 7% alls hóps- ins býr nú við undir 20 fermetra húsrými á mann samanborið við þriðjung áður og jafnframt að hlutfallslega helmingi færri ófag- lærðir búa nú svo þröngt heldur en það hlutfall forstjóra var 1967- 68. ( í dag verður opnuð í Norræna húsinu sýning sem kallast „Straumur í norrænni byggingarlist“. Það er Arkitekturgalieriet SKALA í Kaupmannahöfn sem stendur að uppsetningunni. sýningin stendur frá 19. til 28. apríl. Á myndinni sjást íslensku þátttakendurnir. Framsóknarmenn í Kópavogi: Listinn tilbúinn Mið-Evrópa: Ódýrari gistingar . Framboðshsti Framsóknarflokksins við bæjarstjórnarkosningarnar 31. maí 1986. 1. Skúli Sigurgrímsson, bæjartulltrúi Kársnesbraut 99 2. Guðrún Einarsdóttir, skrifstofum. Víðihvammi 29 3. Elín Jóhannsdóttir, kennari, Þinghólsbraut 41 4. Einar Bollason, kennarí, Hlíðavegi 38 5. Guðleifur Guðmundsson, kennarí Þinghólsbraut 39 6. Þorsteinn Kr. Björnsson, tæknifr. Álfhólsvegi 103. 7. Ásta Hannesdóttir, kennari, Hjallabrekku 13. 8. Brynhildur Jónsd., skrifstofum. Engihjalla 9. 9. Hrafn Harðarson, bæjarbókav. Meðalbraut 2. 10. Þórlaug Stefánsdóttir, nemi, Digranesvegi 71. 11. Bragi Árnason, prófessor, Laufbrekku 1. 12. Magnús Þorkell Bernhardsson ncmi, Hlíðavegi 6 13. Guðmundur Þorsteinss., námsstj. Digranesv. 16 14. Guðrún Gísladóttir, húsm. Hrauntúngu 44. 15. Helga Jónsdóttir, aðstoðarm. forsætisráðh., Þinghólsbraut 75. 16. Þorvaldur Guðmundsson, vélstj. Furugrund 4. 17. Magnús Guðjónsson, stýrim. Hamraborg 18. 18. Hulda Pétursdóttir, verslunarm. Sunnubraut 16. 19. Jón Guðl. Magnússon, forstj. Skjólbraut 20. 20. Jónína Stefánsdóttir, matvælafr. Borgarholtsbraut 60. 21. Ragnar Snorri Magnússon, framkvstj., Álfhólsvegi 107. 22. Katrín Oddsdóttir, starfsm. í heimilishjálp, Álfhólsvegi 8a. Listinn var samþykktur á fundi Full- trúaráðs Framsóknarfélaganna þann 17. apríl 1986. Miklar afpantanir Bandaríkja- manna í sumarleyfisferðir geta orð- ið til þess að íslenskir ferðamenn geta fengið heldur ódýrari gistingu í Mið-Evrópu í sumar. Afpantanir vegna hræðslu við hryðjuverk í flugvélum á leiðum Bandartkja- manna til Evrópu hefur valdið því að allt upp undir áttatíu prósent af ferðamönnum í einstökum flugvél- um hafa afpantað flugfar. Mikið verður af lausum hótelplássum í sumar í Mið-Evrópu. Helgi Daníelsson markaðsstjóri hjá Samvinnuferðum/Landsýn sagði í samtali við Tímann í gær að ekki væri um að ræða sömu mark- aði sem bandarískir ferðamenn og íslenskir sæktu á. „Það er þó fyrirsjáanlegt að hægt verður að fá gistingu heldur ódýrari í sumar í Evrópu. Það er ekki ljóst hvenær þetta gerist, hvort það verður í júní eða júlí,“ sagði Helgi. E.S.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.