Tíminn - 19.04.1986, Side 15

Tíminn - 19.04.1986, Side 15
Laugardagur 19. apríl 1986 Tíminn 15 Reiknum með 30 % fækkun verkamanna í Sovétríkjunum Félagi í Vísindaakademíu Sovétríkjanna í heimsókn „Veruleg stefnubreyting verður í sovésku efnahagslífi á næstu árum. Hún mun miða að því að sniðganga mistök síðustu áratuga og nýta möguleika sem ekki hefur verið sinnt til þessa. Leiðtogar okkar hafa lýst þessu sem nýrri „hröðun“ á öllum sviðum efnahagsins og þjóð- lífsins raunar í heild. Við teljum okkur hafa unnið á of breiðum grundvelli, haft of mörg spjót úti og því munum við nú taka upp meiri einbeitingu á þrengri sviðum en áður.“ Þetta sagði Vladimir Sogrin, sem er yfirumsjónarmaður vestrænnar söguritunar í heimalandi sínu og starfar í Stofnun fyrir almenna sögu. Hann á sæti í Sovésku vísinda- akademíunni, er sérfróður um sögu Bandaríkjanna og hefur skrifað nokkrar bækur um það efni. Sogrin var hér á ferð fyrir fáum dögum og ræddi þá við blaðamann Tímans á skrifstofu sovésku fréttastofunnar Novosti. „Fólksfjölgun er nú hverfandi í Sovétríkjunum," sagði Sogrin „og það er skortur á vinnuafli. Því getur ekki orðið um jafn mikla útþenslu að ræða og var. Það er því framleiðn- in á hvern vinnandi einstakling sem við viljum auka og við ætlum að ná fram 2.5 faldri aukningu næstu fimmtán árin, þ.e. til aldamóta. Á sama tíma er ætlunin að þjóðarfram- leiðslan í iðnaði og í landbúnaði tvöfaldist. Menn gætu spurt hvers vegna hún á aðeins að tvöfaldast meðan framlciðnin á mann á að 2.5 faldast, en því er þá til að svara að við gerum ráð fyrir að það miklu fleiri fari í stjórnunar-, skrifstofu-, og visindastörf en var, og að verka- fólki í iðnaði og landbúnaði fækki um allt að 30%. Við vonumst til að geta sinnt hinum mannlegu þörfum betur en áður, næstu árin og það er ætlunin að gera með aukinni neyslu, t.d. eiga lægstu laun.sem verið hafa 150 rúblur að hækka í 200 rúblur og hæstu laun eiga að hækka úr 450 rúblum í 6-700 rúblur. Stefnt verður að því að laun manna fari eftir gæðum framleiðslu þeirra, en mjög er keppt að því að auka vöruvöndun. Afvopnunarmál Sogrin kom að afvopnunarmálum og sagði Sovétstjórnina leggja áherslu á þá staðreynd að vopna- kapphlaupið hefði gengið sér til húðar, bæði hvað snerti kjarnavopn og hefðbundin vopn. „Vopnin eru að verða sjálfstæður aðili, óháður manninum. Eftir því sem tölvuvæðingin eykst verður þetta augljósara, fólk verður gíslar vopnanna. Við höfnum því hernaðar- legri lausn og teljum að friðinn eigi að tryggja eftir stjórnmálalegum og diplómatískum leiðum. Hagkerfin tvö geta aðeins keppt og sannað yfirburði sína í friði. Því gagnrýnum við harðlega Bandaríkin sem lýst hafa Sovétríkunum sem heimsveldi hins illa. Því miður er þessi skilning- ur mjög útbreiddur í Bandaríkjun- um og hvernig á friður og sátt að nást þegar slíkur hugsunarháttur er ríkj- andi? Bandaríkin setja allslags skil- yrði fyrir viðræðum um frið, skilyrði sem varða sovésk innanríkismál. Bandaríkin glíma við mikinn vanda sjálf, eins og eiturlyfjaneyslu o.fl. Sovétríkin setja ekki fram neinar kröfur um að þessi mál séu leyst, sem skilyrði fyrir viðræðum. Þau telja Bandaríkjamenn sjálfa eiga að leysa þetta.“ Sogrin lagði áherslu á að Sovétrík- in hefðu sett fram skýrar hugmyndir um hvernig vinna mætti að afvopn- un. Fyrsta skrefið væri bann við tilraunum með kjarnavopn, sem kæmi í veg fyrir frekari framþróun þeirra og það væri leitt að frumkvæði Sovétrfkjanna á dögunum hefði ekki fcngið betri undirtektir en raun hefði orðið á í Bandaríkjunum. Hann vék að geimvopnaáætlun- inni og sagði að hun mundi aðeins verða fyrsta skrefið í nýju og ógn- vænlegu vopnakapphlaupi, auk þess sem þessi búnaður væri gangslaus sagði hann: „Sovétríkin munu finna vopn sem standast þessu kerfi snúning. Örtölvustýrður símsvari Umboðs- og heildverslunin Raf- eind að Ármúla 7 í Reykjavík hefur nú hafið innflutning og sölu á ör- tölvustýrðum símsvara frá japanska fyrirtækinu Unipacific Corp. Símsvarinn notar eina venjulega kassettu til þess að svara og taka við skilaboðum. Tækinu fylgirhandhæg- ur tóngjafi sem er notaður til þess að gefa símsvaranum merki um að spila þau skilaboð sem hann hefur tekið við. Notandinn getursem sagt hringt í sitt eigið símanúmer og stjórnað símsvaranum með tóngjafanum úr hvaða síma sem er og hvaðan sem er. Unitecxk-3000símsvarinn kostar kr. 11.950,- með tóngjafanum. um Tilboð óskast í eftirtaldar bifreiðar og tæki sem verða til sýnis þriðjudaginn 22. apríl 1986 kl. 13.00-16.00 í porti bak við skrifstofu vora að Borgartúni 7 og víðar. árg. 6stk. Nissan King Cap 4x4 diesel 1984 1 stk. Ford F 250 Crew Cap 4x4 bensín 1979 1 stk. Ford F 250 4x4 bensín 1980 2stk. Volvo Lapplander 4x4 bensín 1982 1 stk. GMC pickup 4x4 diesel 1977 1 stk. Chevrolet Suburban 4x4 bensín 1977 1 stk. Chevrolet PU m/húsi 4x4 1977 2stk. Scout 800 4x4 diesel 1980 2stk. UAZ 452 4x4 bensín 1981-83 1 stk. Lada Sport 4x4 bensín 1981 1 stk. Subaru 1800 Station 4x4 bensín 1981 1 stk. Ford250PU bensín 1979 2stk. Mazda1800PU bensín 1978-79 2stk.. Mazda929 Station bensín 1980-81 1 stk. Peugout 504 fólksbif reið bensín 1978 1 stk. Daihatsu Charm. fólksbifreið bensín 1979 1 stk. Mazda 323 fólksbifreið bensin 1982 1 stk. Lada 1200 fólksbifreið bensín 1979 1 stk. Toyota Hi Ace sendibifreið diesel 1982 1 stk. Toyota Hi Ace sendibifreið bensín 1981 1 stk. Chevy Van sendibifreið bensín 1979 1 stk. Ford Econoline sendibifreið bensín 1979 1 stk. Electra Van sendibifreiö rafknúinn 1979 1 stk. Snjósleði Evenrude30 HP 1974 Til sýnis hjá birgðastöð Vegagerðar ríkisins Grafarvogi: 1 stk. Scania LBT dráttarb. 6x4 1972 1 stk. VolvoFB86vörubifreið6x2 palllaus 1970 1 stk. Veghefill A. Barford Super MGHm.framdr. 1971 1 stk. Festivagn Hyster, 32 tn. til vélafl. 1971 Til sýnis hjá Vegagerð ríkisins Akureyri: 1 stk. VolvoN-12dráttarbifreið6x4 1978 Til sýnis hjá Pósti og síma Grafarvogi: 1 stk.ToyotaLandcruserlldieselskemmdureftirveltu 1985 Tilboðin verða opnuð sama dag kl. 16.30 að viðstöddum bjóðendum. Réttur áskilinn til að hafna þeim tilboðum sem ekki teljast viðunandi. iNNKAUPASTOFNUN RIKISINS BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844 PÓSTHÓLF 1441 TELEX 2006 I F býöur þér þjónustu sina við ný- byggingar eða endurbætur eldra húsnæðis Við sögum í steinsteypu fyrir dyrum, gluggum, stlgaopum, lögnum - bæöi i vegg og gólf. Ennfremur kjarnaborum viö fyrir lögnum i veggl og gólf. Þvermál boranna 28 mm til 500 mm. Þá sögum viö malbik og ef þú þarft að láta fjarlægja reykháfinn þa tökum við það að okkur. Hitir leitast við að leysa vanda þinn fljótt og vel, hvar sem þu ert búsettur á landlnu. Greiðsluskilmálar við allra hæfi ■■■ Fífuseli 12 H 109 Reykjavík sími 91-73747 Bílasími 002-2183 KRANALEIGA • STEINSTEYPUSÖGUN • KJARNABORUN i I I 1 I I I 1 i 1 i Garðleigjendur í Kópavogi Leiga á garðlöndum í Kópavogi er hafin. Úthlutun garða ferfram í félagsheimilinu í Kópavogi Fannborg 2 3. hæð þriðjudag til fimmtudags kl. 9.30-11.30, fram til 10. maí. Greiðsla fyrir garðana er sem hér segir: 300 fermetrar kr. 800,- 200 — kr. 700,- 150 — kr. 600,- 100 — kr. 550,- greiðsla fari fram við úthlutun garða. Garðyrkjuráðunautur Kópavogs Auglýsingadeild hannar w^mi^^m—mmmmm^mmmmmm—mm- n^———————■ ■ ■«— auglýsinguna fyrir þig Okeypis þjónusta

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.