Tíminn - 19.04.1986, Blaðsíða 14
14 Tíminn
Laugardagur 19. apríl 1986
SAMVINNU
TRYGGINGAR
ÁRMÚLA3 105REYKJAVÍK SÍMI (91)81411
Utboð
árgerð 1984
árgerð 1984
árgerð 1984
árgerð 1983
árgerð 1977
árgerð 1980
Tilboð óskast í eftirtaldar bifreiðir sem skemmst
hafa í umferðaróhöppum.
Opel Ascona
Fiat 127
Daihatsu Cab Van 850
Suzuki Alto
Merzedes Benz 230
Sky Doo Alphine snjósleði
Bifreiðirnar verða sýndar að Höfðabakka 9, mánu-
daginn 21. apríl 1986 kl. 12-16.
Á sama tíma:
Á Blönduósi:
Mazda818 árgerð 1974
Á Húsavík:
Unic K 250 krani árgerð 1973
Tilboðum sé skilað til Samvinnutrygginga, Ármúla
3, Reykjavík eða umboðsmanna fyrir kl. 12,
þriðjudaginn 22. apríl 1986 kl. 12.
Samvinnutryggingar g.t.
Bifreiðadeild.
^RARIK
N RAFMAGNSVErTUR RlKISINS
Rafeindaverkfræð-
ingur - Tæknifræðingur
Rafmagnsveitur ríkisins óska eftir að ráða, rafeinda-
menntaðan starfsmann til starfa á rafeindadeild stofnun-
arinnar.
Starfið er aðallega fólgið í áætlanagerð, hönnun og
verkumsjón með framkvæmdum og tæknilegum rekstri
á fjargæslu- og fjarskiptakerfum. Starfið býður upp á
fjölbreytt og áhugaverð verkefni við rafeindabúnað,
tölvur og hugbúnað almennt.
Leitað er að manni með próf í rafeindaverkfræði/-tækni-
fræði eða sambærilega menntun.
Upplýsingar um starfið veitir deildarverkfræðingur raf-
eindadeildar RARIK í síma 91-17400.
Umsóknum er greini menntun og fyrri störf ber að skila
til starfsmannadeildar, Laugavegi 118, Reykjavík, fyrir
30. apríl 1986.
Rafmagnsveitur ríkisins
Laugavegi 118
105 Reykjavík.
Umboðsmenn
óskast
fyrir dagblaðið Tímann á
Ákureyri
Húsavík og
Seyðisfirði
Vinsamlegast hafið samband við af-
greiðslu blaðsins Síðumúla 15, Reykja-
vík, sími 686300.
Tíminn
Blaðburður -
Mosfellssveit
Blaöbera vantar til aö bera Tímann til kaupenda í Tunguhverfi
Umboðsmaður, sími 666481
Umsjón: ÞorsteinnG. Gunnarsson
Þeir komu aila leið frá Húsavík til að sigra á öðru tilraunakvöldi Tónabæjar og Rásar tvö, hljómsveitin
GREIFARNIR. Fullur salur af áhugasömu fólki fylgdist með vel heppnuðu tilraunakvöldinu.
Tímamynd Sverrir
Músiktilraunir Tónabæjar og Rásar tvö:
GREIFARNIR SIGRUÐU,
OVRIS í ÖÐRU SÆTI
Spennan eykst í Músiktilraunum
Tónabæjar og Rásar 2. Annað til-
raunakvöldið fór fram síðastliðið
fimmtudagskvöld, þar sem sjö
hljómsveitir kepptu í spennandi
keppni. Sigurvegari á tilraunakvöld-
inu var hljómsveitin Greifarnir frá
Húsavík.
Hljómsveitin Greifarnir hefur
vakið verðskuldaða athygli að
undanförnu og stóð hún sig með
mikilli prýði á Músiktilraununum í
fyrra, þó sigurinn hafi ekki orðið
hennar. í fyrra keppti hljómsveitin
undir nafninu Special Treatment, en
vatt sér yfir á íslensku línuna, flytur
núna íslenska texta undir nafninu
Greifarnir.
Greifarnir þóttu lang poppaðasta
sveitin sem fram kom á þessu til-
raunakvöldi, strákarnir þóttu
melódiskir og einstaka rödd í salnum
sagði þá vera á Duran Duran línunni
velþekktu, hvað svo sem satt er í
því. Greifarnir leggja mikið uppúr
sviðsframkomu og klæðnaði sínum
og var það mál manna að hljómsveit-
in væri vel að sigrinum komin.
Ovris úr Keflavík er á annarri línu
en Greifarnir, þeir spila mun hrárra
rokk en náðu engu að síður vel til
áhorfenda.
Ólafur Jónsson framkvæmdastjóri
Tónabæjar sagði í samtali við Tím-
ann að stemmningin á tilraunakvöld-
inu hafi verið stórgóð, áhorfendur
hefðu fyllt húsið og hljómsveitirnar
hefðu verið hver annarri betri. Sagði
Ólafur það synd að hljómsveitirnar
hefðu ekki allar getað komist í
úrslit, þær væru það góðar. Hljóm-
sveitin Strákarnir voru gestir kvölds-
ins og var gerður ágætur rómur að
spili þeirra.
Þriðja og síðasta tilraunakvöldið
verður næstkomandi fimmtudags-
kvöld, 24. apríl, og keppa þar sjö
hljómsveitir, sex þeirra eru úr
Reykjavík, þær heita Mosi frændi,
Konsert, No Time, Sigga band,
Wonder og Watt. Frá Hafnarfirði
kemur hljómsveitin Halldór og fýlu-
pokarnir.Gestir kvöldsins verða sig-
urvegarar Músiktilrauna frá fyrra
ári, hljómsveitin Gypsy.
Úrslitakvöld Músiktilrauna verð-
ur svo haldið kvöldið eftir, föstu-
dagskvöldið 25. apríl. Þar keppa
þær hljómsveitir sem lentu í tveimur
efstu sætunum á tilraunakvöldunum
þremur. Vegleg verðlaun eru í boði
fyrir þá hljómsveit sem sigrar, spila-
samningur á vegum Reykjavíkur-
borgar. Auk þess fá þrjár efstu
hljómsveitirnar 20 tíma í stúdíói og
eru þeir tímar gefnir af Hljóðrita,
Mjöt og Stúdíó Stemmu.
Gestir á úrslitakvöldi verða strák-
arnir í Rikshaw.
ÞGG
Islenska hjálpar-
sveitin fékk gull
„Hjálpum þeim“, seldist í 17.000 eintökum
Kampakátir yfir árangrinum og með gullplötu í fanginu, talið frá vinstri,
Kristján Gunnarsson frá Skífunni, Guðmundur Jóhannesson og Rúnar S.
Birgisson frá Nýju útliti, Jóhann G. Jóhannsson, textahöfundur, Axel
Einarsson, lagahöfnndur og Björgvin HaUdórsson, fulltrúi tónlistarmanna.
íslenska hjálparsveitin, þeir sem
stóðu að gerð hljómplötunnar
„Hjálpum þeim“, sem gerð var til
styrktar munaðarlausum börnum í
Eþíópíu, fengu afhenta gullplötu
síðastliðinn þriðjudag. Það var
Hjálparstofnun kirkjunnar sem af-
henti fulltrúum íslensku hjálpar-
sveitarinnar gullplöturnar og þeir
sem veittu þeim viðtöku voru
Björgvin Halldórsson, sem sá um
undirbúning, umsjón og stjórn upp-
töku, Axel Einarsson, höfundur
lagsins, Jóhann G. Jóhannsson,
höfundur texta og auglýsingastofan
Nýtt útlit, sem hafði með undirbún-
ing og skipulag að gera.
Skífan sá um dreifingu plötunnar
og fær fyrirtækið gullplötu og að
lokum verður ein gullplata send til
Eþíópíu og komið fyrir í heimilinu
fyrir munaðarlausu börnin, sem reist
var fyrir íslenska söfnunarféð.
Samtals seldust um 17.000 eintök
af hljómplötunni og skilaði sú saia
sex milljónum króna til hjálpar-
starfsins. Yfir hundrað manns,
hljóðfæraleikarar, söngvarar, tækni-
menn og fleiri, auk nokkurra fyrir-
tækja lögðu af mörkunum vinnu án
endurgjalds, auk ómælds tíma og
fjárframlaga.
Átak íslensku hjálparsveitarinn-
í þágu munaðarlausra barna í
Eþíópíu skilaði ekki aðeins miljils-
verðu framlagi til hjálpar, heldur
vakti um leið áþreifanlega athygli á
systkinum í neyð um víða veröld og
brýnni þörf á að þeim verði komið
til bjargar.