Tíminn - 19.04.1986, Blaðsíða 5

Tíminn - 19.04.1986, Blaðsíða 5
Tíminn 5 Laugardagur 19. apríl 1986 liilllllllllJllllllllllllll ÚTLÖND lllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllill Japan: Njótið ávaxta lífsstritsins Tokyo-Reuter Japanar hafa veriö hvattir til að auka víðsýni sitt og byrja á að njóta lífsgæðanna sem þeir hafa til unnið. í skýrslu nefndar, sem sett var á stofn af hinu öfluga viðskipta- og iðnaðarráðuneyti, eru Japanar sagð- ir verða „að skapa sér nýjan lífsstíl í samræmi við breytta tírna". Skýrsla þessi kom út í gær og taldi einar 170 blaðsíður. Þar er lífi hins almenna launaþræls lýst á eftirfar- andi hátt: „Hann yfirgefur þrönga íbúð sína á hverjum morgni, lendir í yfirfullum lestum og er hent til og frá á leið sinni í vinnuna. Hann stimplar sig inn á nútímalegri skrif- stofu og vinnur þar langt fram á kvöld.“ Japanar eru hvattir til að minnka launastrit sitt og kynnast meir lífinu. Þá er í skýrslunni bent á nauðsyn þess að japanskir borgarar kynnist útlendingum betur. jafnvel með því að dveljast um tíma erlendis til að kynnast ólíkum siðum. Etið McDonalds og slappað af. Samkvæmt skýrslu cinni sem nýkomin er út í Japan er mikilvægt að auka víðsýni og fjölga frítímum þarlendra launaþræla. Suöur-Afríka: lllræmdum lögum aflétt Höfðaborg-Reuter Pravda deilir á leikhúsverk: Leikrit lök í Leníngrad Moskva-Rcuter Pravda, dagblað sovéska kommúnistaflokksins, sagði í grein í gær að leikhúsverk þau er sýnd væru í Leníngrad færu versnandi. Sökinni var skellt á leikstjóra sem sagðir voru fela alvarleg málefni á bak við létt- vægar leikgerðir sínar. Greinin í Prövdu var enn eitt merki um þær líflegu umræður um sovéskar listir sem nú fara fram í þarlendum fjölmiðlum. í greininni voru leikstjórar sagðir hafa meiriiáhuga á fjölda áhorf- enda en gæðum verksins. Að sögn greinarhöfundarins voru engin „alvarleg verk um nútíma vandamál" sett upp í leikhúsum Leníngradborgar á síðasta leikhúsári. Mikhail Gorbachev leiðtogi Sovétríkjanna sagði í ræðu sinni á síðasta flokksþingi kommúnista að listir ættu fyrst og fremst að mennta fólk í samræmi við hug- myndafræði yfirvalda. Par fylgdi hann gamalkunnri flokkslínu en hvatti þó til líflegri og frum- legri leikverka - hvernig sem þetta tvennt fer saman. P.W. Botha forseti Suður-Afríku tilkynnti þingheimi þar í landi í gær að stjórnvöld ætluðu að aflétta lög- um þeim sem komið hafa í veg fyrir Fornleifafræðingur einn heldur því fram að Bandaríkjamenn ljúgi oft til um slæmar venjur sínar er gerðar eru neytendakannanir þar í landi. Sönnun þessarar fullyrðingar er að finna í ruslatunnum neytend- anna. William Rathje prófessor við há- skólann í Arizona hélt áðurnefndu fram í ræðu sem hann flutti á samkundu fornleifafræðinga. Að sögn hans átu íbúar bæjar eins í Arizonafylki um 20 sinnum meira af súkkulaði og 15 sinnum meira af pöstu en þeir viðurkenndu í neyt- endakönnun þar í bæ. Þessar niður- stöður fengust eftir að kafað hafði frjálsar ferðir svertingja um landið. Hann sagði alla þá svertingja, sem haldið væri föngnum vegna laga þessara, verða látna lausa á næst- unni. verið oní ruslatunnur einstaklinga þeirra er spurðir voru spjörunum úr í neytendakönnuninni. í öðrum bæ sögðust 85% þeirra er þátt tóku í skoðanakönnun þar ekki drekka bjór. Hins vegar fundust tómar bjórdósir í þremur af hverjum fjórum ruslatunnum íbúa staðarins. Rathje skýrði einnig frá rannsókn einni í Marinfylki í Kaliforníu, einu ríkasta fylki landsins. Þar kom í ljós að á mörgum heimilum var pakkn- ingum af dýru whiskýi hent en ekki flöskunum sjálfum. Sagðist Rathje draga þá ályktun af þessu að flösk- urnar væru fylltar að nýju með ódýrara whiskýi. Forsetinn sagði að frá og með næstu viku verði ekki um frekari handtökur að ræða vegna laganna. Talið er að um 20 milljónir svert- ingja hafi verið handteknar á þessari öld vegna brota á þessum lögum. Raunar hafa þau verið í gildi síðan á 18. öld í ýmis konar formi. Helsti tilgangurinn með lögunum var að koma í veg fyrir flutninga svertingjafjölskyldna frá sveitum landsins til borganna. Þarsem fátækt er mikil á flestum svæðum þeim sem ætluð eru svertingjum hafa lögin einnig orðið til þess að stór farand- verkahópur svertingja hefur verið fluttur milli staða til vinnu. Réttindi þeirra eru takmörkuð og margar fjölskyldurnar hafa sundrast vegna þessara aðstæðna. Botha tilkynnti fyrr á þessu ári um fyrirhugaðar breytingar á þessum lögum þar sem þau væru orðin of flókin og dýr í framkvæmd. Samkvæmt heimildum munu suð- ur-afrísk stjórnvöld hafa áhyggjur af geysilegri fjölgun svertingja á svæðunum sem þeim eru ætluð. Er jafnvel talið að stjórnvöld hvetji svertingja til að setjast að í borgun- um og um leið er vonast til að barneignum þeirra fækki. Botha afneitaði í ræðu sinni í gær vestrænu lýðræðisfyrirkomulagi í landinu en sagðist ætla að halda áfram að beita sér fyrir endurbótum á aðskilnaðarlögunum. Atvinnuleysi: Langtíma vandamál Genf-Reuter í skýrslu Alþjóða verkamanna- sambandsins (ÍLO) sem nýlega kom út er gert ráð fyrir að atvinnuleysi aukist í sumuni iðn- ríkjum næstu tvö árin. Einnig er bent á að atvinnuleysi muni koma til með að verða alheimsvandamál um ófyrirsjáan- lega framtíð. Skýrsla þessi var samin af Francis Blanchard framkvæmda- stjóra ILO og benti hann á að flestar ríkisstjórnir álitu nú at- vinnuleysi „vera langtíma vanda- mál frekar en að standa einungis í sambandi við tímabundin efna- hagsvandamál." Rúmlega 30 milljónir manns voru atvinnulausar á sfðasta ári í iðnríkjunum. Er hér um að ræða 8% af heildarvinnuafli þess- ara ríkja. í Vestur-Evrópu einni voru um 11% vinnufærs fólks án vinnu eða í heildina um 19 mill- jónir einstaklinga. Samkvæmt skýrslunni lifir milljarður vinnandi fólks í ríkjum þriðja heimsins við fátækt og án þess að njóta félagslegrar hjálpar af neinu tagi. Bandaríkin: Ruslið kemur upp um fólk Montreal-Reuter Njótið þess að fara til Benidorm 6. maí í beinu Gistimöguleikar eru fjölmargir í mismunandi verðflokkum. Hótel með fæði og íbúðir af ýmsum stærðum. ósvikið þriggja vikna frí í spánska vorinu á hvítu ströndinni Costa Blanca. Pantið tímanlega. VERÐ DÆMI: 25.700kr.pr. mann. Tveir í studioíbúð. 19.500 kr.pr.mann.Tveir fullorðnir og tvö böm í íbúð. Iferða^H MIÐSTOÐIN sll Cz+tiud

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.