Tíminn - 19.04.1986, Blaðsíða 16

Tíminn - 19.04.1986, Blaðsíða 16
Laugardagur 19. apríl 1986 16’ Tíminn FLUGLEIDIR Hluthafafundur Almennur hluthafafundur verður haldinn fimmtu- daginn 15. maí í Kristalsal Hótel Loftleiðaog hefst kl. 15.00. En ekki kl. 15.30 eins og auglýst var þ. 15. þ.m. Tillaga um útgáfu jöfnunarhlutabréfa, þannig að núverandi hlutafé verði þrefaldað. Verði tillagan samþykkt breytast samþykktir fé- lagsins samkvæmt því. Aðgöngumiðar og atkvæðaseðlar verða afhentir á aðalskrifstofu félagsins frá og með 12. maí nk. frá kl. 08.00-16.00. Afhendingu atkvæðaseðla lýkur kl. 14.00 fundar- dag. Stjórn Flugleiða hf. fFrá Skólaskrifstofu Reykjavíkur Innritun skólaskyldra barna og unglinga sem þurfa að flytjast milli skóla fyrir næsta vetur fer fram í Skólaskrif- stofu Reykjavíkur, Tjarnargötu 12, sími 28544, mánu- daginn 21. og þriðjudaginn 22. apríl n.k., kl. 10-15 báða dagana. Þetta gildir um þá nemendur, sem flytjast til Reykjavíkur eða úr borginni, koma úr einkaskólum eða þurfa að skipta um skóla vegna breytinga á búsetu innan borgarinnar. Það er mjög áríðandi vegna nauðsynlegrar skipulagn- ingar og undirbúningsvinnu að öll börn og unglingar sem svo er ástatt um verði skráð á ofangreindum tíma. Þá nemendahópa, sem flytjast í heild milli skóla að loknum 6. bekk, þarf ekki að innrita. flugvallarvarðar á Siglufirði er laus til umsóknar. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir, ásamt upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf, sendist samgönguráðuneytinufyrir9. maí 1986. Útboð Byggingarnefnd stjórnsýsluhúss í Búðardal, f.h. eigenda, óskar eftir tilboðum í 3. verkhluta, innréttingar, í 1. áfanga hússins. Helstu verkþættir eru: tréverk, dúka- og korklögn, innihurðir og innréttingar, málun, hreinlætistæki og rafkerfi. Útboðsgögn verða afhent hjá Hönnun hf., Síðu- múla 1, Reykjavíkog áskrifstofu Laxárdalshrepps, Búðardal, gegn 10.000,- kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á skrifstofu Láxárdalshrepps þriðjudaginn 13. maí nk. kl. 14.00. Byggingarnefnd + Alúðarþakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarðarför móður minnar, tengdamóður og ömmu Olgu Valdimarsdóttur frá Æðey AnnaJensdóttir Sigurður Jónsson Arnaldur Sigurðsson Árdís Sigurðardóttir Olga Siguröardóttir llllllllllllllllllllll MINNING llllllllllllllllllllllllllllllll Andrés Eyjólfsson fyrrverandi bóndi og alþingismaöur, Síöumúla, Hvítársíðu Fæddur 27. maí 1886 Dáinn 9. apríl 1986 Kveða frá Ungmennafélagi Reykdæla „Þeir menn sem börðusl fremsl með traustri trú til takmarks þess, sem loks er fœrt að ná. Þeir eru horfnir heim um glœsta brú og heiður þeirra einn nú dvelst hjá oss. “ Þessar hendingar úr kvæðinu Ára- skiptin eftir Hannes Hafstein munu hafa liðið í gegnum hug margra er þeir heyrðu lát Andrésar í Síðumúla Hér er ekki ætlunin að rekja ætt eða ævistörf Andrésar, það munu aðrir gera, en aðeins að senda hon- um nokkur kveðju- og þakkarorð að leiðarlokum. Það kann að vekja undrun einkum þeirra yngri að félag sem kennir sig við ungmenni, skuli finna löngun hjá sér til að senda næsturn tíræðum öldungi kveðjur og þakkir. En ástæða er fyrir flestu ef ekki öllu. Á sumardaginn fyrsta 1908 sem þá bar uppá 23. apríl stefndi æskufólk úr Reykholtsdalshreppi að Deildar- tungu. Þetta fólk lét ekki norðan rok með nokkru frosti hefta försína þótt hvorki væru vegir né bifreiðar til að þeytast á milli staða. Sennilega hafa flestir eða allir ferðast á tveimur jafnfljótum. Þetta æskufólk átti brýnt erindi að Deildartungu. Hér voru „VORMENN ÍSLANDS“ á ferð og þennan dag var fyrsta ung- mennafélagið í Borgarfirði stofnað, Ungmennafélag Reykdæla. Á þess- um stofnfundi mættu 23 ungmenni og gerðust þá öll félagar. Eitt þeirra var Andrés Eyjólfsson sem þá var heimilismaður í Deildartungu,. Fáir af þeim sem stofnuðu Ung- mennafélag Reykdæla eru nú eftir á meðal okkar. Flestir eru horfnir yfir „móðuna miklu.“ Nú þegar Andrés í Síðumúla er fallinn frá eru aðeins tveir af þeint sem sátu fundinn í Deildartungu 1908 á lífi. Bræðurnir Þórður og Þorsteinn Kristleifssynir frá Stóra-Kroppi. Andrés gerðist strax ötull baráttu- maður ungmennafélagshugsjónar- innar. Ritaði meðal annars margar fróðleiks- og hvatningargreinar í „HVÖT" handskrifað bláð sem fé- lagið gaf út og lesið var uppúr á fundum. Strax eftir stofnun Ungmennafé- lags Reykdæla voru fleiri félög stofn- uð hér í héraðinu. Ungmennafélagið Brúin nokkrum vikum síðar og svo hvert af öðru á næstu árum. Forráðamenn félaganna og raunar hinn almenni félagsmaður líka fundu fljótlega að þótt ungmennafélögin væru góð út af fyrir sig, vat nokkur hætta á að þau einangruðust. Því var það að árið 1912 mynduðu öll ung- mennafélögin í héraðinu eitt sam- band U.M.S.B. Var sambandið hugsað til að auka kynni milli ein- stakra félaga og að vinna saman að sameiginlegum áhugamálum. Óhætt mun að fullyrða að Andrés var einn af helstu hvatamönnum þess að UMSB var stofnað og átti sæti í stjórn þess tvö fyrstu árin og var síðan formaður þess 1915-1916. Stofnun UMSB var heillaskref á sínum tíma því það átti eftir að marka merk spor í menningar og menntasögu héraðsins,. Þegar Ungmennafélag Reykdæla varð fimmtugt var þess óskað að Andrés flytti erindi um tildrög og stofnun félagsins svo og störf þess fyrstu árin. Tók hann því vel eins og ætíð ef til hans var leitað en bætti við eitthvað á þessa leið. „Ef ég á að ræða tildrög þess að ungmennafélög voru stofnuð á Islandi yrði það erindi nokkuð langt því að leita þyrfti allt aftur á fyrri hluta 19. aldar ef gera ætti því einhver skil. En e.t.v. mætti svara þessu í örstuttu máli. Þeir sem stofnuðu ungmenna- félögin vildu þroska sig bæði andlega og líkamlega og þeir urðu sjálfir að skapa sér þá aðstöðu sem til þess þurfti. Einn þáttur í þeirri aðstöðu- sköpun var stofnun ungmennafélag- anna.“ Við sem nú störfum í þessu félagi gerum okkur fulla grein fyrir að við eigum stofnendum þess óend- anlega mikið að þakka. Við munum framvegis sem hingað til reyna að byggja á þeim grunni sem stofnend- urnir lögðu fyrir 78 árum til heilla fyrir sveit og hérað. Nú er Andrés í Síðumúla „horfinn heim um glæsta brú“. Við sendum honum kveðjur og þakkir fyrir unnin störf í þágu félags okkar. Við teljum að það sé meira en „heiður þeirra einn sem dvelst oss hjá“. Á þeirra verkum byggjum við okkar starf. Við vottum hinum látna virðingu okkar og sendum aðstandendum innilegar samúðarkveðjur. Ungmennafélag Reykdæla. Þann 9. apríl s.l. lést á sjúkrahús- inu á Akranesi Andrés Eyjólfsson fyrrurn bóndi í Síðumúla og alþingis- maður, eftir stutta legu. Þá skorti hann tæpar sjö vikur í 100 ára aldur. Talið er að hann hafi náð hæstum aldri þeirra er á Alþingi hafa setið. Andrés var fæddur að Kirkjubóli í Hvítársíðu þann 27. maí 1886. Foreldrar hans voru Eyjólfur Andr- ésson Magnússonar, alþm. og bóndi á Kirkjubóli og kona hans Guðrún Brynjólísdóttir bónda og hrepp- stjóra að Selalæk á Rangárvöllum. Andrés giftist 1919 Ingibjörgu Guðmundsdóttur frá Mjóadal, A- Hún. Hann útskrifaðist sem bú- fræðingur frá Hvanneyri 1911. Árið 1912 hóf liann búskap í Síðumúla, fyrst seni leiguliði, en eignaðist jörð- ina alla litlu síðar. Þá hóf hann stórbúskap. Talið var í upphafi að hann færi ekki troðnar slóðir í bú- skap sínum, en hann lét það sig litlu skipta. Hann ræktaði jörð sína af miklum dugnaði svo túnin urðu snemma stór og vel ræktuð. Fram- kvæmdir hans í byggingum í Síðu- múla urðu, á fyrstu árum í bú- skapartíð hans, miklu meiri og fyrr á ferð en þá gerðist. Árið 1957 hætti Andrés búskap, hafði búskapur hans staðið í 45 ár. Heimili hans varð þó áfram í Síðumúla til dauðadags. Andrés gegndi mörgum trúnaðar- störfum, lengst starfaði hann í hreppsnefnd Hvítársíðuhrepps. Oddviti sveitarstjórnar var hann í 41 ár. Svo vandvirkur og vel að sér um reikningshald hreppsins var hann að yfirendurskoðandi hreppsreikn- inga í Mýrasýslu sagði mér, að alltaf hefði hann skilað reikningunum til sín á þeim tíma er lög gerðu ráð fyrir. Um endurskoðun á sveitar- reikningum þeim sem Andrés gerði, sagði hann óþarfa, svo vel væri frá þeim gengið að þar skorti ekkert á. Þó lét Andrés ekki af oddvitastörf- um fyrr en áttræður, þá að eigin ósk. Svo mun hafa verið um öll trúnaðar- störf, hann varð að óska eftir að láta af þeim vegna aldurs. Andrés var innanþingsskrifari Al- þingis alls í níu ár. Skjalavörður Alþingis var Andrés i 16 ár. Formað- ur eftirlitsnefndar með opinberum sjóðum var hann í þrjátíu ár. í Landsbankanefnd í eitt ár. í nefnd um útrýmingu refa og minka var hann skipaður 1956, þá um sjötugt. Andrés í Síðumúla var í hópi þeirra er beittu sér fyrir byggingu Reykholtsskóla. Hann var formaður skólanefndarfrá upphafi þartil hann sagði því af sér, þá meira en hálf áttræður. Það sem einkenndi öll störf Andr- ésar á opinberum vettvangi og gerðu hann svo eftirsóttan til þeirra, voru hyggindi hans, vandvirkni, dugnað- ur og reglusemi. Þegar hinn vinsæli og vel gerði maður Bjarni Ásgeirsson hætti þing- mennsku fyrir Mýramenn, eftir meira en tuttugu ára setu á Alþingi, var Andrés í Síðumúla valinn til framboðs fyrir Framsóknarflokkinn og náði kosningu. Tvennt kom Andrési að góðu gagni í þing- mennskunni. Það fyrra var hvað hann var kunnugur meðferð allra þingmála og hitt hvað hann naut mikilla vin- sælda meðal þingmanna og starfsfólks. Allir vildu allt fyrir Andrés gera, svo sem hann hafði þeim gert. Og það dugði honum vel. Hann sótti mál fyrir sitt kjördæmi með miklum dugnaði og var vel ágengt. í kosningunum 1953 var Andrés endurkjörinn, en við kosn- ingarnar 1956 gaf Andrés ekki kost á sér til framboðs, enda var hann þá orðinn sjötugur og þá búinn að starfa á vegum alþingis í 30 ár. Það féll þá í minn hlut að þreyta kosning- ar fyrir Framsóknarflokkinn í Mýra- sýslu. í þeim kosningum gerði það gæfumuninn, hvað Andrés reyndist mér og flokki sínum vel. Svo vel reyndist hann mér alla tíð. Andrés { Síðumúla hefur verið gæfumaður í lífinu. Kona hans Ingi- björg var honum sérstaklega góður lífsförunautur, til hinstu stundar. Hún lést í júní 1974. Þau eignuðust 5 börn og eru þau öll á lífi, þrjár dætur og tveir synir. Andrés sat á friðarstóli í Síðumúla í nærri þrjátíu ár. Áratuginn frá sjötugu til áttræðis- aldurs notaði hann til að losa sig við trúnaðarstörf. Síðan hefur hann tek- ið lífinu með ró. Heilsa hans hefur þó verið góð. Ingibjörg dóttir hans, hefur vcrið hans bjargvættur, sem hefur hugsað um hann eins og best var á kosið, slík umhyggja verður seint þökkuð, svo sem verðugt er. Þau þrjátíu ár, sem liðin eru síðan ég tók við þingmennsku af Andrési, hef ég heimsótt hann öll sumur að einu undanskildu. Síðast heimsótti ég hann síðastliðið sumar. Þá sátum við lengi einir saman og ræddum málin og gekk það vel þó heyrn hans væri farin að gefa sig. Ég dáðist að minni hans og andlegri heilsu. Andrés var skemmtilegur í samtali og auk þess góður hagyrðingur. Þegar hann hafði frétt af veislusiðum þeim sem Vilhjálmur Hjálmarsson ætlaði sér að hafa sem ráðherra, sendi Andrés honum þessa vísu: „ Valdaferill verði þinn vorri þjóð til nytja. En veislur þínár, vinur minn, vil ég ekki sitja. “ Dagur Andrésar í Síðumúla hefur orðið langur, enda hefur hann skilað miklu dagsverki. Fátt verður manni meira virði á lífsleiðinni, en kynni af góðu fólki. Ég hefi orðið þeirrar hamingju njótandi að kynnast mörgu góðu fólki. Einn í þeim hópi var Andrés í Síðumúla, sem veitti mér ómetanlega aðstoð, þegar mest reið á og var mér alltaf til ánægju þegar fundum okkar bar saman. Blessuð sé minning hans. Halldór E. Sigurðsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.