Tíminn - 15.11.1986, Qupperneq 7

Tíminn - 15.11.1986, Qupperneq 7
Laugardagur 15. nóvember 1986 UTLÖND Brasilía: Sögulegar kosningar Brasilíska þjóðin gengur að kjörborðinu í dag vald til að láta endurskoða og breyta stjórnarskránni sem herforingja- stjórnin setti í gildi eftir valdaránið árið 1964. Brasilíumenn munu kjósa um alls 23 ríkisstjóraembætti, 49 sæti af 72 f öldungadeildinni og 487 fulltrúa á sambandsþinginu. Allir hópar sem einhver áhrif hafa í landinu hafa verið ötulir við að styðja við bakið á sínum mönnum, hvort sem um landeigendur ellegar fulltrúa fátækrahverfanna í Rio de Janeiró er að ræða. Jafnvel lndíánar á Amazónsvæð- inu eru með í slagnum. Þeir telja nú aðeins 220 þúsund og óttast að menning þeirra sé að deyja út og hafa því hellt sér út í kosningaslaginn á fullu. Amazónindíánarnir styðja við bakið á sjö frambjóðendum sem tala fyrir munn þeirra. Líklegt þykir að samsteypustjórn mið- og vinstriflokka undir stjórn José Sarney forseta muni styrkjast eftir kosningarnar sem eru viðameiri en nokkru sinni fyrr í sögu landsins. Alls eru 69 miljónir manna á kosningaskrá og fimmtán þúsund frambjóðendur keppa urn ríkisstjór- aembættin og sætin á þinginu. Nokkrar milljónir þeirra sem mega kjósa eru ólæsar. Lögreglan í Brasil- íu ætlar að vera vel á verði í dag til að sjá um að allt fari tiltölulega friðsamlega fram og hefur sala áf- engra drykkja m.a. verið bönnuð. Kosningabaráttan sjálf hefur verið hin hatramasta og hafa frambjóð- endur keppst við að bera hvor annan sökum, allt frá fjársvikum til sam- kynhneigðar. Sao Paulo - Reuter Brasilíumenn ganga að kjörborð- inu í dag í fyrstu almennu kosning- unum þar í landi síðan herforingja- stjórn, sem ríkt hafði í 21 ár, var lögð af í mars á síðasta ári. Kosn- ingabaráttan fyrir þessar sögulegu kosningar hefur þótt æði litskrúðug. Kosningarnar eru almennt álitnar vera þær mikilvægustu í sögu lands- ins á þessari öld því þeir sem skipa sambandsþingið eftir þær rnunu hafa José Sarney forseti Brasilíu mun að líkindum styrkjast í sessi eftir sögulegar kosningar sem fram fara í dag Tíminn 7 Kengúrur í Astralíu hafa fengið dyggan stuðning sem eru Grænfriðungar Minna hlaupið á áströlskum kengúrum Grænfriðungarfá íþróttavörufyrirtæki ásitt band Lundúnir-Reuter Grænfriðungasamtökin tilkynntu nú í vikunni að þau hefðu fengið fjögur fyrirtæki á sviði íþróttavöru- framleiðslu til að hætta við sölu á skóm sem gerðir eru úr skinnunt kengúra. Samkomulaginu var lýst sem fyrsta sigri Grænfriðunga í þeirri baráttu að draga úr útflutningi á kengúruskinnum frá Ástralíu. Sam- tökin, sem höfuðstöðvar sínar hafa í Bretlandi, segja að útflutningurinn á skinnunum feli í sér dráp á tveimur milljónum kengúra árlega. Grænfriðungar hvöttu Evrópu- bandalagið einnig til að stöðva innf- lutning á kengúruskinnum til ríkja þcss og Ástralíustjórn til að leggja bann á dráp spendýranna. Talsmaður samtakanna sagði íþróttavörufyrirtækin Nike, New Balance, Lotto ogTacchini öll munu stöðva dreifingu á skóm úr keng- úruskinnum og fyrirtækin Puma, Adidas, Diadora og Mitre myndu stöðva sölu á slíkum vörum í Bretl- andi frá og með næsta ári. „Við munum ekki hætta fyrr en hver og einn einasti evrópskur neyt- andi veit af og býður við að kengúr- uskinn séu notuð, ekki aðeins í íþróttaskó, heldur einnig í göngu- skó:, belti, veski, hanska, handtösk- ur og aðrar leðurvörur, sagði tals- maðurinn. IMAll/M iviivvi MEIRA EN AUGAÐ GREINIR VINSÆLASTI HERRAFATNAÐUR I EVROPU

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.