Fréttablaðið - 21.02.2009, Page 26

Fréttablaðið - 21.02.2009, Page 26
26 21. febrúar 2009 LAUGARDAGUR S kemmdirnar á breska bátnum benda til þess að litlu hafi munað að hér yrði stórslys af óþekktri stærðargráðu,“ er haft eftir Kate Hudson, stjórnarformanni Samtaka um kjarnorkuafvopn- un (CND), á vef bandarísku fréttastofunn- ar CNN. „Við vorum nærri því að upplifa martröð.“ Hinn 4. febrúar síðastliðinn rákust tveir kjarnorkukafbátar á í N-Atlantshafi. Bát- arnir, annar breskur en hinn franskur, eru báðir knúnir af eigin kjarnaofni (kjarnorku- veri) og bera kjarnorkuvopn. Í fyrstu neit- uðu stjórnvöld beggja landa að viðurkenna að áreksturinn hefði átt sér stað en gáfu sig um síðir. Talsmenn varnarmálaráðuneyt- anna í Lundúnum og París, sem hafa hafn- að því að gefa upp nákvæma staðsetningu atviksins, tóku þó sérstaklega fram að engin hætta hefði verið á kjarnorkuslysi. Árekst- urinn var engu að síður svo harður að draga varð breska kafbátinn, Vanguard að nafni, til hafnar í Faslane í Skotlandi. Franska kaf- bátnum, Le Triumphant, var siglt til hafn- ar í Brest í Norðvestur-Frakklandi í fylgd freigátu. Samtals voru um 240 menn í áhöfn beggja kafbátanna. Um borð í bátunum voru um 100 kjarnaoddar að talið er. Sprengi- kraftur hvers kjarnaodds er mörgþúsund- faldur, borinn saman við sprengikraft kjarn- orkusprengjanna sem notaðar voru í árásum Bandaríkjamanna á Japan í síðari heims- styrjöldinni. Risar undirdjúpanna Það er erfitt að gera sér stærð kjarnorkukaf- báts í hugarlund. Til þess að gera sér betur grein fyrir því hvers kyns farartæki er hér um að ræða er nærtækt að bera saman kaf- bát og stóran skuttogara sem flestir þekkja í sjón. Stór kjarnorkuknúinn kafbátur er 130 til 170 metra langur en skuttogari er hins vegar yfirleitt 100 metrum styttri, sem nemur tæplega lengd fótboltavallar. Rúm- tak slíks kafbáts er allt að 24.000 lestir á meðan rúmtak skuttogarans er 24 sinnum minna. Þeir sem ekki þekkja togara í sjón geta haft hugfast að Brúarfoss, gámaflutn- ingaskip Eimskips, er tæplega 8.000 lestir að stærð. Afl kjarnorkuknúins kafbáts sem kemur frá kjarnaofni bátsins er á bilinu 40 til 90 megavött, en getur orðið allt að 200 megavött, sem nálgast framleiðslugetu Búr- fellsvirkjunar. Leynd um fjölda Óvíst er nákvæmlega hve mörg skip og kafbátar eru knúin kjarnorku í dag. Ljóst er þó að bæði Rússar og Bandaríkjamenn eiga yfir 100 kjarnorkukafbáta hvor þjóð. Þá eiga Bretar og Frakkar innan við tut- tugu hvor þjóð og Kínverjar sex. Indverjar vinna að hönnun kjarnorkukafbáts og orðr- ómur er uppi um að þeir leigi tvo af Rúss- um nú þegar. Bandaríkjamenn ráða yfir ell- efu kjarnorkuknúnum flugmóðurskipum og Frakkar einu. Rússar eiga átta kjarnorku- knúna ísbrjóta og nokkur herskip einnig, en óljóst er hve mörg. Þegar litið er til stærstu bátanna sem bera langdrægar kjarnorkueldflaugar innanborðs eiga Bandaríkjamenn 18 slíka af Ohio-gerð en Rússar 14 af Borei-gerð. Gjöreyðingarmáttur í lestunum Í einum kafbáti geta verið 200-300 kjarna- oddar sem hver um sig hefur nokkra tugi kílóa af hreinsuðu úrani eða plútoni. Í kjarnaofni kafbáta eru nokkrir tugir eða hundruð kílóa af hreinsuðu úrani og veru- legt magn geislavirkra aukaefna sem mynd- ast við kjarnaklofnun. Litlar líkur eru taldar á því að slys komi af stað kjarnorkuspreng- ingu í oddunum þó það sé ekki útilokað, og því er mengunarhættan sem stafar af kjarn- orkuvopnum kafbáta einkum fólgin í dreif- ingu óklofins úrans og hugsanlega plútons út í umhverfið. Plúton er mjög hættulegt efni, en mengunarhætta af völdum úrans er ekki talin eins mikil. Hins vegar eru geisla- virk efni, sem myndast við kjarnaklofnun í kjarnorkuvél bátanna, mörg hver gríðar- lega mengandi. Kjarnorkuver kafbáta eru talin öruggari en kjarnorkuver á landi. Þar á móti kemur að kjarnorkuknúnir kafbátar eru hlaðnir vopnum og sprengiefni og eldsneyti fyrir eldflaugar. Ekki er erfitt að ímynda sér að mistök eða alvarleg bilun við flugtak lang- drægrar eldflaugar frá kafbáti geti haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar. Til viðbótar eru allar aðrar hættur sem höfin geyma, eins og dæmin sanna. Þegar kjarnorkuslys verður á landi sjá veður og vindar til þess að hættulegasta geislunin dvínar tiltölulega hratt. Meng- un af völdum kjarnorkuslysa á höfunum er staðbundnari og jafnframt sterkari á því svæði sem hún nær til. Við þetta má bæta að við kjarnorkuslysi í hafinu er nánast ekk- ert hægt að gera. Engir möguleikar eru á að hreinsa upp mengunina. Hún verður ein- faldlega að dreifast með straumum og dvína með tímanum. Er í þessu samhengi nauð- synlegt að geta þess að hönnun og smíði bát- anna, sem og vopnanna sem þeir bera, er með þeim hætti að hættan á alvarlegu slysi er talin hverfandi. Heimsendir geymdur um borð Tveir kjarnorkukafbátar rákust á í Atlantshafi 4. febrúar. Atvikið hefur vakið athygli hér á landi, ekki síst fyrir þær sakir að sérfræðingar telja að legið hafi við stórfelldu kjarnorkuslysi sem hefði haft ófyrirséðar afleiðingar í för með sér fyrir náttúru og efnahag margra landa. Bátarnir eru risavaxnir og bera gríðarlega öflug vopn, eins og Svavar Hávarðsson komst að. Tegund: Vanguard Nafn: HMS Vanguard Fjöldi: 4 Stærð: 15.980 lestir Lengd: 150 metrar Breidd: 12,80 metrar Vopn: 16 eldflaugar (allt að 128 kjarnaodd- ar); tundurskeyti Áhöfn: 135 Tegund: Triomphant Nafn: Triomphant Fjöldi: 4 Stærð: 12.640 lestir Lengd: 138 metrar Breidd: 12,50 metrar Vopn: 16 eldflaugar(48-80 kjarnaoddar); tundurskeyti Kjarnaofn: 150 megavött Áhöfn: 111 FrakklandBretland Trident flugskeyti: Voru hönnuð árið 1989. 13,42 metrar á lengd og 2,11 m í þvermál. 59 tonn. Drægni: 8.000 kílómetrar. Nota W76 kjarnaodda-100 kílótonn eða W88 kjarnaodda sem 475 kílótonn. 170 m 13 m 15 Stærð: 170 metrar að lengd Breidd: 13 metrar, 19.000 lestir Áhöfn: 155 Vopn: 24 Trident kjarnorkueldflaugar. hvert skeyti er 13 metrar á hæðina og 56 tonn að þyngd. Tundurskeyti: 48 (290 kílóa sprengiooddur). Geta kafað niður á 350 metra dýpi Hæfa skotmark á 8.000 kílómetra færi með mikilli nákvæmni. Bera helming allra kjarnaodda bandaríska hersins. Hljóðlaus á 20 hnúta hraða neðansjávar. Bandarískur kjarnorkukafbátur af Ohio-gerð (USA) 18 bátar í notkun.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.