Fréttablaðið - 21.02.2009, Qupperneq 26
26 21. febrúar 2009 LAUGARDAGUR
S
kemmdirnar á breska bátnum
benda til þess að litlu hafi munað
að hér yrði stórslys af óþekktri
stærðargráðu,“ er haft eftir
Kate Hudson, stjórnarformanni
Samtaka um kjarnorkuafvopn-
un (CND), á vef bandarísku fréttastofunn-
ar CNN. „Við vorum nærri því að upplifa
martröð.“
Hinn 4. febrúar síðastliðinn rákust tveir
kjarnorkukafbátar á í N-Atlantshafi. Bát-
arnir, annar breskur en hinn franskur, eru
báðir knúnir af eigin kjarnaofni (kjarnorku-
veri) og bera kjarnorkuvopn. Í fyrstu neit-
uðu stjórnvöld beggja landa að viðurkenna
að áreksturinn hefði átt sér stað en gáfu sig
um síðir. Talsmenn varnarmálaráðuneyt-
anna í Lundúnum og París, sem hafa hafn-
að því að gefa upp nákvæma staðsetningu
atviksins, tóku þó sérstaklega fram að engin
hætta hefði verið á kjarnorkuslysi. Árekst-
urinn var engu að síður svo harður að draga
varð breska kafbátinn, Vanguard að nafni,
til hafnar í Faslane í Skotlandi. Franska kaf-
bátnum, Le Triumphant, var siglt til hafn-
ar í Brest í Norðvestur-Frakklandi í fylgd
freigátu. Samtals voru um 240 menn í áhöfn
beggja kafbátanna. Um borð í bátunum voru
um 100 kjarnaoddar að talið er. Sprengi-
kraftur hvers kjarnaodds er mörgþúsund-
faldur, borinn saman við sprengikraft kjarn-
orkusprengjanna sem notaðar voru í árásum
Bandaríkjamanna á Japan í síðari heims-
styrjöldinni.
Risar undirdjúpanna
Það er erfitt að gera sér stærð kjarnorkukaf-
báts í hugarlund. Til þess að gera sér betur
grein fyrir því hvers kyns farartæki er hér
um að ræða er nærtækt að bera saman kaf-
bát og stóran skuttogara sem flestir þekkja
í sjón. Stór kjarnorkuknúinn kafbátur er 130
til 170 metra langur en skuttogari er hins
vegar yfirleitt 100 metrum styttri, sem
nemur tæplega lengd fótboltavallar. Rúm-
tak slíks kafbáts er allt að 24.000 lestir á
meðan rúmtak skuttogarans er 24 sinnum
minna. Þeir sem ekki þekkja togara í sjón
geta haft hugfast að Brúarfoss, gámaflutn-
ingaskip Eimskips, er tæplega 8.000 lestir
að stærð. Afl kjarnorkuknúins kafbáts sem
kemur frá kjarnaofni bátsins er á bilinu 40
til 90 megavött, en getur orðið allt að 200
megavött, sem nálgast framleiðslugetu Búr-
fellsvirkjunar.
Leynd um fjölda
Óvíst er nákvæmlega hve mörg skip og
kafbátar eru knúin kjarnorku í dag. Ljóst
er þó að bæði Rússar og Bandaríkjamenn
eiga yfir 100 kjarnorkukafbáta hvor þjóð.
Þá eiga Bretar og Frakkar innan við tut-
tugu hvor þjóð og Kínverjar sex. Indverjar
vinna að hönnun kjarnorkukafbáts og orðr-
ómur er uppi um að þeir leigi tvo af Rúss-
um nú þegar. Bandaríkjamenn ráða yfir ell-
efu kjarnorkuknúnum flugmóðurskipum og
Frakkar einu. Rússar eiga átta kjarnorku-
knúna ísbrjóta og nokkur herskip einnig, en
óljóst er hve mörg.
Þegar litið er til stærstu bátanna sem bera
langdrægar kjarnorkueldflaugar innanborðs
eiga Bandaríkjamenn 18 slíka af Ohio-gerð
en Rússar 14 af Borei-gerð.
Gjöreyðingarmáttur í lestunum
Í einum kafbáti geta verið 200-300 kjarna-
oddar sem hver um sig hefur nokkra tugi
kílóa af hreinsuðu úrani eða plútoni. Í
kjarnaofni kafbáta eru nokkrir tugir eða
hundruð kílóa af hreinsuðu úrani og veru-
legt magn geislavirkra aukaefna sem mynd-
ast við kjarnaklofnun. Litlar líkur eru taldar
á því að slys komi af stað kjarnorkuspreng-
ingu í oddunum þó það sé ekki útilokað, og
því er mengunarhættan sem stafar af kjarn-
orkuvopnum kafbáta einkum fólgin í dreif-
ingu óklofins úrans og hugsanlega plútons
út í umhverfið. Plúton er mjög hættulegt
efni, en mengunarhætta af völdum úrans er
ekki talin eins mikil. Hins vegar eru geisla-
virk efni, sem myndast við kjarnaklofnun
í kjarnorkuvél bátanna, mörg hver gríðar-
lega mengandi.
Kjarnorkuver kafbáta eru talin öruggari
en kjarnorkuver á landi. Þar á móti kemur
að kjarnorkuknúnir kafbátar eru hlaðnir
vopnum og sprengiefni og eldsneyti fyrir
eldflaugar. Ekki er erfitt að ímynda sér að
mistök eða alvarleg bilun við flugtak lang-
drægrar eldflaugar frá kafbáti geti haft
ófyrirsjáanlegar afleiðingar. Til viðbótar
eru allar aðrar hættur sem höfin geyma,
eins og dæmin sanna.
Þegar kjarnorkuslys verður á landi sjá
veður og vindar til þess að hættulegasta
geislunin dvínar tiltölulega hratt. Meng-
un af völdum kjarnorkuslysa á höfunum er
staðbundnari og jafnframt sterkari á því
svæði sem hún nær til. Við þetta má bæta
að við kjarnorkuslysi í hafinu er nánast ekk-
ert hægt að gera. Engir möguleikar eru á
að hreinsa upp mengunina. Hún verður ein-
faldlega að dreifast með straumum og dvína
með tímanum. Er í þessu samhengi nauð-
synlegt að geta þess að hönnun og smíði bát-
anna, sem og vopnanna sem þeir bera, er
með þeim hætti að hættan á alvarlegu slysi
er talin hverfandi.
Heimsendir geymdur um borð
Tveir kjarnorkukafbátar rákust á í Atlantshafi 4. febrúar. Atvikið hefur vakið athygli hér á landi, ekki síst fyrir þær sakir að
sérfræðingar telja að legið hafi við stórfelldu kjarnorkuslysi sem hefði haft ófyrirséðar afleiðingar í för með sér fyrir náttúru og
efnahag margra landa. Bátarnir eru risavaxnir og bera gríðarlega öflug vopn, eins og Svavar Hávarðsson komst að.
Tegund: Vanguard
Nafn: HMS Vanguard
Fjöldi: 4
Stærð: 15.980 lestir
Lengd: 150 metrar
Breidd: 12,80 metrar
Vopn: 16 eldflaugar (allt að 128 kjarnaodd-
ar); tundurskeyti
Áhöfn: 135
Tegund: Triomphant
Nafn: Triomphant
Fjöldi: 4
Stærð: 12.640 lestir
Lengd: 138 metrar
Breidd: 12,50 metrar
Vopn: 16 eldflaugar(48-80 kjarnaoddar);
tundurskeyti
Kjarnaofn: 150 megavött
Áhöfn: 111
FrakklandBretland
Trident flugskeyti:
Voru hönnuð árið 1989.
13,42 metrar á lengd og 2,11 m í þvermál.
59 tonn.
Drægni: 8.000 kílómetrar.
Nota W76 kjarnaodda-100 kílótonn eða W88
kjarnaodda sem 475 kílótonn.
170 m
13 m
15
Stærð: 170 metrar að lengd
Breidd: 13 metrar, 19.000 lestir
Áhöfn: 155
Vopn: 24 Trident kjarnorkueldflaugar. hvert skeyti
er 13 metrar á hæðina og 56 tonn að þyngd.
Tundurskeyti: 48 (290 kílóa sprengiooddur).
Geta kafað niður á 350 metra dýpi
Hæfa skotmark á 8.000
kílómetra færi með
mikilli nákvæmni.
Bera helming allra
kjarnaodda bandaríska
hersins.
Hljóðlaus á 20 hnúta
hraða neðansjávar.
Bandarískur kjarnorkukafbátur af Ohio-gerð (USA) 18 bátar í notkun.