Fréttablaðið - 21.02.2009, Side 71
LAUGARDAGUR 21. febrúar 2009 39
FRAMHALD AF SÍÐU 34
Á heimasíðum fyrirtækja sem flytja
inn eða selja fæðubótarefni má
finna ýmsar staðhæfingar um ágæti
efnanna. Fréttablaðið tók dæmi af
nokkrum slíkum heimasíðum og
bar þau undir Magnús lækni.
Cell-Tech Hardcore – fitness-
sport.is
Einfaldlega langöflugasta kreatín
sem komið hefur á markað […]
Inniheldur sérstakt insúlín flutn-
ingskerfi sem lætur líkamann nýta
hvert einasta gramm af kreatíninu
og kolvetnunum fyrir hámarks styrk
og úthald.
Magnús: Ég trúi þessu ekki.
Kreatín er kreatín. Það er ekkert eitt
betra en annað en ef þeir eru að
meina að varan sé betri en aðrar
þá veit ég ekki hvað skal segja. Ég
myndi allavega vilja sjá niðurstöður
þeirrar rannsóknar sem þetta bygg-
ist á. Þeir sem hafa skoðað kreatín
hafa séð vissan skammtímaárangur
en ekki mikinn, auk þess sem það
er lítið vitað um langtímaáhrifin.
Nitro-Tech – body.is
Nitro-Tech hefur verið kallað prót-
einduft nýrrar aldar og talað er um
að það hafi gert mysuprótein eins
og við þekkjum það úrelt á einni
nóttu. Það sem gerir Nitro-Tech
einstakt er svo kallað „Nitrogen
Delivery technology“ sem sér um
það að skutla aminósýrum inn í
vöðvafrumurnar og auka þannig
nýtingu próteinsins sem aftur hrað-
ar á vöðvavextinum […] Nitro-Tech
inniheldur líka „97% Whey isolates“
sem er hreinasta mysuprótein sem
fáanlegt er …
Magnús: Segja þeir ekki að þetta
prótein hefði gert mysuprótein úrelt
á einni nóttu? Samt á þetta að vera
hreinasta mysuprótein sem fáan-
legt er. Þessi texti er kjaftæði, bara
bull. Þú skutlar ekki amínósýrum
inn í vöðvafrumurnar. Það er ekki
til nein aðferð til að gera það. Þetta
er auglýsingaskrum, það er orðið
sem ég hef yfir þetta. Það sem
einkennir þennan markað svolítið
mikið eru svona fullyrðingar sem
standast ekki – allavega ekki nema
að lágmarki og sumt fólk gleypir
við þessu.
Hydroxycut – fitnesssport.
is/body.is
Vinsælasta fitubrennsluefni í heim-
inum og ekki að ástæðulausu! Það
hreinlega virkar alveg gríðarlega
vel þegar ætlunin er að tálga af
sér aukakílóin. Hydroxycut eykur
hitastig líkamans og örvar þannig
grunnbrennslu hans. Með öðrum
orðum: Þú brennir fitu allan dag-
inn. Ekki bara á meðan þú æfir […]
Virkar bæði með æfingum og án.
Magnús: Ef þetta væri satt þá
væri þarna komin endanleg lausn
á offituvanda heimsins. Það er
ekkert til sem heitir fitubrennslu-
efni. Það er bara bull og skrum.
Ef það er eitthvað til í þessu hlýtur
þetta að innihalda einhver ólögleg
efni því eins og þessu er lýst er
verið að tala um hreina lyfjaverk-
un, það er að vísu ekki til neitt
nothæft lyf sem gerir þetta nema
fyrirtækið hafi fundið það upp.
Mass Factor – eas.is
Í hverjum skammti af Mass Factor
eru 615 orkuríkar, gæða hitaeining-
ar – og einungis 2,9 grömm af fitu
– til að útvega líkamanum þínum
alla þá orku sem hann þarf til að
stækka […] Mysuprótein hefur
marga kosti, þ.á m. frásogast það
mjög hratt og byrjar því snöggt að
gera við vöðvavef og það er líka
auðugast allra próteina af BCAA
amínósýrum. Mysuprótein er því
frábært prótein til að taka eftir
æfingu, þar sem BCAA amínósýrur
eru um 1/3 af vöðvavef og eru
fyrstu amínósýrurnar sem er fórnað
við stífar æfingar.
Magnús: Þetta er bara svona
blablabla. Sumt af þessu er rétt en
annað ekki. Þetta byrjar til dæmis
ekki mjög vel, gæðahitaeiningar
og þar að auki orkuríkar?! Hitaein-
ing er hitaeining og þær eru hvorki
misgóðar né mis orkuríkar. Þetta
er auglýsingaskrum frá upphafi til
enda.
Auglýsingaskrum
eða heilsubót?
„Yfirleitt er mikið próteinmagn í fæðunni sem við
borðum. Kjöt, fiskur og mjólkurvörur eru til dæmis
mjög próteinrík fæða og gæði próteinanna í þeim
eru mikil,“ segir doktor Alfons Ramel, sérfræðingur
á rannsóknarstofu í næringarfræði. „Spurningin
er alltaf hvort prótein sé gagnlegt. Það er gott
að borða eftir æfingar en sumir eru kannski ekki
mjög svangir þá. Þá getur verið einfaldara að fá sér
booztdrykki, próteinstykki eða skyr.“
Alfons segir fæðubótarefni geta verið hjálpleg en
þau séu ekki nauðsynleg. „Fólk getur fengið öll þau
næringarefni sem það vill úr hefðbundinni fæðu.
Og hvað uppbyggingu varðar er það ekki bara
próteinmagn sem skiptir máli. Venjulegur maður
þarf kannski 2.500 hitaeiningar á dag en hann þarf
að borða umfram þá þörf ef hann ætlar að byggja
upp vöðvamassa. Tímasetning neyslu og orkun-
eysla skiptir almennt meira máli.“
Að sögn Alfons hefur ekki verið sýnt fram á að
prótein úr fæðubótarefnum sé betra eða verra en
annað prótein. „Þetta eru oftast soja-
prótein eða mysuprótein og gæðin
líklega ekkert betri en í venjulegu
fæðupróteini.“
Algengur skammtur sem fólk fær
sér eftir æfingar er, að sögn Alfons,
um tuttugu grömm af próteini og
tuttugu af kolvetni. „Þetta er ekki
stór skammtur og þú getur auð-
veldlega fengið hann með því að
borða ristað brauð og drekka glas af
fjörmjólk.“
Alfons segir að mengun sé frekar
algeng í fæðubótarefnum og vísar í
sex ára gamla rannsókn sem fram-
kvæmd var í Þýskalandi sem sýndi
að hormónamengun var í 15 prósent
allra fæðubótarefna.
„Það eru mörg fyrirtæki sem fram-
leiða fæðubótarefni og framleiða
líka hormón. Samkvæmt rannsókn-
inni virtist sem þrifin á milli fram-
leiðslu efnanna væru ekki nægileg
því það mældist hormónamengun í
fæðubótarefnunum – ekki hættulega
mikið magn en það kom engu að
síður á óvart að það væri mengun,“
segir Alfons.
Spurður hvort hann neyti sjálfur
fæðubótarefna segir Alfons: „Nei, en
ég tek mitt lýsi. Það er svo skilgrein-
ingaratriði hvort það sé fæðubótar-
efni eða ekki.“ En ef hann væri að
reyna að byggja upp vöðvamassa
myndi hann þá fá sér próteindrykki
eða önnur fæðubótarefni? „Nei, það
er mjög einfalt svar því ég veit að
ég gæti fengið nóg af próteinum ef
ég fengi mér bara góða máltíð eftir
æfingu.“
ALFONS RAMEL Hann segir
að ekki hafi verið sýnt fram
á að prótein úr fæðubótar-
efnum sé betra eða verra en
annað prótein.
FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
➜ RISTAÐ BRAUÐ OG MJÓLK GERIR SAMA GAGN