Tíminn - 13.06.1992, Blaðsíða 1

Tíminn - 13.06.1992, Blaðsíða 1
Laugardagur 13. júní 1992 107. tbl. 76. árg. VERÐ í LAUSASÖLU KR. 110.- Borði með slagorði Flugferða Sólarflugs hékk uppi í gær, minnisvarði um það að margir gripu tækifærið að fá ferð fyrir lægra verð. Fjöldi manns reyndi að koma við á skrifstofu Fugferða Sólar- flugs síðdegis, en þar héngu uppi tilkynningar um að fyrir- tækið værí hætt störfum. Tímamyndir Árni BJama Flugferðir-Sólarflug hefur hætt starfsemi sinni eftir að upp úr nýhöfnu samstarfi þeirra og Flugleiða slitnaði: HUNDRUÐ FARÞEGA ERU STRANDAGLÓPAR YTRA Ferðaskrifstofan Flugferðir- Sólarflug, hefur hætt starfsemi sinni í kjölfar riftingar nýgerðs samnings ferðaskrifstofunnar við Flugleið- ir um flutning á farþegum ferðaskrifstofunnar. Talið er að um fimm hundruð farþegar séu á vegum ferðaskrifstofunnar erlendis og kemur það í hlut samgönguráðuneytisins að sjá um að tryggja heimför þessa fólks. Þá var í gær algerlega ólj'óst hver staða þeirra er sem þegar hafa keypt sér farmiða eða borgað inn á farmiða með Flugferðum Sólarflugi. Fjöldi manns reyndi að koma við á skrifstofum ferðaskrifstofunnar við Vesturgötu eða þá að hringja þangað f gær en þar var enginn til svara. Greiðslukortafyrirtæki munu ekki geta stöðvað greiðslu þeirra ferða sem greitt hafði verið fyrir með korti og ljóst er að fjöldi manns hefur tapað há- um upphæðum. Dæmi er um fjöl- skyldu sem tapar tæpum 200 þús. kr. og smærri upphæðir eru algengar. Þar er e.t.v. að leita skýringar á því að rúða var hrotin í skrifstofuhúsnæði Flug- ferða Sólarflugs síðdegis í gær. Um klukkan 16.00 í gær var ekki komin heiðni um gjaldþrotaskipti á fyrirtæki Cuðna Þórðarsonar til Borg- arfógetaembættisins. Upp úr nýhöfnu samstarfi Flugleiða og Flugferða-Sólarflugs slitnaði í gær- morgun, þegar kom í ljós að Guðni Þórðarson gat ekki staðið við sinn hluta samkomulags um að greiða fyr- irfram fyrir þau sæti sem hann keypti af félaginu. Samkvæmt heimildum sem Tíminn telur áreiðanlegar var um að ræða um fjórar milljónir króna sem greiðast áttu í síðasta lagi í fyrrakvöld. Þegar Guðni gat ekki greitt þær riftu Flugleiðamenn samningnum vegna vanefnda. Þórhallur Jósepsson, aðstoðarmaður samgönguráðherra, sagði í samtali við að Tímann að erfitt væri að henda reiður á hversu margir strandaglópar væru á vegum Flugferða erlendis þar sem erfitt væri að fá upplýsingar um það frá ferðaskrifstofunni, en sagðist giska á að þeir væru um 300-400. Þjss utan eru staddir um 200 verslunar- skólanemar á Korfu á vegum Flug- ferða og ekki er vitað hvernig verður tekið á máli þeirra. Þórhallur sagði að sex milljón króna tryggingasjóður Flugferða- Sólarflugs, sem er í vörslu ráðuneytisins yrði notaður til að koma farþegunum heim, en enn væri ekki Ijóst hvenær það yrði gert. Hluti far- þeganna átti að koma til landsins í gær og hluti í dag og sagði Þórhallur að sá kostnaður sem þeir farþegar yrðu fyrir vegna lokunar skrifstofunnar fengist greiddur. Fyrirtækið Flugferðir-Sólarflug, eða Flugferðir hf. eins og það heitir í skrám hlutafélagaskrár, er stofnað árið 1979 og skráð til heimilis að Garða- stræti 39, á heimili Guðna Þórðarson- ar. í stjórn félagsins eru Guðni Þórðar- son formaður, Ingólfur Guðnason og Sigrún Jónsdóttir og er Cuðni fram- kvæmdastjóri með prókúruumboð. Samkvæmt hlutafélagaskrá er tilgang- ur félagsins að annast flugrekstur, þjónustuflug, áætlunarflug, leiguflug svo og flugvélaviðgerðir og annan skyldan atvinnurekstur og lánastarf- Samvinnuferðir-Landsýn sendu í gær frá sér fréttatilkynningu um að hópur nemenda úr Verslunarskólanum og ís- lenskum veitingaskóla sem eru á Korfu séu þar alfarið á vegum Flug- ferða-Sólarflugs en ekki Samvinnu- ferða-Landsýnar og aðbúnaður þessa fólks sé miður góður og með þeim hætti að Samvinnuferðir Landsýn bjóði ekki viðskiptavinum sínum slíkL Hins vegar sé starfsfólk Samvinnu- ferða-Landsýnar á Korfu tilbúið til þess að veita þessu fólki þá aðstoð sem því er unnt. -PS Aldrei mælst meira atvinnuleysi í maímánuði en núna: 1.700 fleiri atvinnulausir í maí en í fyrra Fleiri atvinnuleysisdagar voru skráðir í maímánuði en nokkru sinni fyrr í sama mánuði. Fjöldinn svaraði til þess að um 3.200 manns hafi verið atvinnulausir allan mánuðinn borið saman við 1.500 manns í maí í fyrra. Rúmlega helmingur allra atvinnu- lausra er nú á höfuðborgarsvæðinu þar sem þeir eru nú um 1.000 manns fleiri en í maí í fyrra. Hlutfallslega er atvinnuleysi þó lang- mest á Suðurnesjum þar sem 5% vinnuafisins er án vinnu (8,4% kvenna og 3% karia) og hafði fjölgað milli apríl og maí. Vinnumálaskrifstofan telur ástæðu til að hafa allan vara á því að það sé einhlýtur vitnisburður um bætt at- vinnustig þótt heldur hafi dregið úr skráðu atvinnuleysi milli aprfl og maí. Þegar á heildina sé litið verði raunar ekki séð að atvinnustigið í landinu hafi batnað að marki í liðn- um mánuði. Þannig kemur m.a. í ljós að 4.700 manns voru á atvinnuleysisskrá á landinu síðasta dag maímánaðar hvar af 2.700 voru á höfuðborgar- svæðinu. Þessi mikli fjöldi umfram meðaltal mánaðarins (3.210 manns) skýrist fyrst og fremst af miklum fjölda námsmanna sem eru á at- vinnuleysisskrá í lok maí án þess að eiga bótarétt. Þannig hafi 700 náms- menn verið á skrá í Reykjavík í maí- lok, þrátt fyrir þann fjölda sem borg- in hafi þegar ráðið til ýmissa starfa. Suðurnesin eru eina landsvæðið þar sem atvinnulausum fjölgaði milli apríl og maf. Atvinnuleysi svar- aði þá til nær 400 manns án vinnu allan mánuðinn (150 karla og 250 kvenna), eða 5% af mannafla á vinnumarkaði. Þarna er um gífur- lega aukningu að ræða t.d. miðað við árin 1989-1991 þegar atvinnu- lausir voru aldrei fleiri en 60-90 í maímánuði á Suðurnesjum. Eftir- farandi tölur sýna glöggt breyting- una milli ára: Atvinnulausir í maí 1991 og 1992 1991: 1992: Reykjavíkursvæði 0,8% 2,1% Suðurnes 0,7% 5,0% Vesturland 1,8% 2,5% Vestfirðir 0,1% 0,2% Nl.vestra 3,0% 3,0% Nl.eystra 2,0% 3,1% Austurland 1,7% 3,0% Suðurland 1,9% 2,7% Landið allt: 1,1% 2,5% Atvinnuleysi hefur, sem sjá má, vaxið hlutfallslega langmest milli ára á Suðurnesjum, þar sem það hef- ur sjöfaldast, og á Reykjavfkursvæð- inu þar sem ekki vantar mikið á þre- földun. Vestfirðingar virðast hins vegar, a.m.k. enn sem komið er, sleppa við að ganga með hendur f vösum sökum atvinnuleysis. - HEI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.