Tíminn - 13.06.1992, Blaðsíða 10

Tíminn - 13.06.1992, Blaðsíða 10
10 Tíminn Laugardagur 13. júní 1992 Langflestar Evróputungur, þar á meðal íslenska, eru komnar frá Vestur-Asíu. Þetta eru niðurstöður fjölmargra málvísindamanna eftir tveagja alda rannsóknir. Og þær hafa fengið staðfestingu fornleifafræðinga. Mannfræðingar, eRki síst þeir sem rannsaka DNA, hafa lagt fram mikilvægar sannanir sem einnig styðjapessa niðurstöðu. Þessar tvær aldir hafa málvísindamenn unnið að því að flokka þúsundir tungumala í ólíkar fjölskyldur. Þessar fjölskyldur eru um tvö hundruð talsins. : : Gunnar Dal: Ekkert þeirra tungumála, sem nú eru töluð á Vesturlöndum, er evrópskt að uppruna. Mál okkar komu til Evrópu frá Asíu með fólki í leit að nýrri búsetu. Þetta gerðist síðustu tvö árþúsundin f.Kr. Þau mál, sem töluð voru í Evrópu fyrir þennan tíma, eru nær öll löngu horfín. Og þessi gömlu, horfnu mál voru af öðr- um stofni en indó-evrópsk mál. Samt hverfa þau ekki alveg spor- laust. Þau blandast að hluta aðkomumálunum, hafa áhrif á þró- un þeirra og gera hinar nýju evrópsku tungur margbreytilegri. Eina dæmið um að gamalt Evrópumál lifi af innrás Asíu- málanna er mál Baska. Það er ekki indó-evrópskt mál, en er samt talið eiga fjarskylda ætt- ingja í Kákasus. Langflestar Evróputungur, þar á meðal íslenska, eru komnar frá Vestur-Asíu. Þetta eru niðurstöður fjölmargra málvísindamanna eftir tveggja alda rannsóknir. Og þær hafa fengið staðfestingu fornleifa- fræðinga. Mannfræðingar, ekki síst þeir sem rannsaka DNA, hafa lagt fram mikilvæg- ar sannanir sem einnig styðja þessa niðurstöðu. Þessar tvær aldir hafa málvísindamenn unnið að því að flokka þús- undir tungumála í ólíkar fjöl- skyldur. Þessar fjölskyldur eru um tvö hundruð talsins. I sumum fjölskyldum er aðeins eitt mál, í öðrum fjöldi afkom- enda. Indó-evrópska fjölskyld- an er langstærst og mál henn- ar eru töluð af hálfu mann- kyninu. í fyrstu héldu fræði- menn að þessi frjóa móðurtunga væri upprunnin í Evrópu. Mörg orð móður- tungunnar lýsa landslagi og loftslagi. Eldri fræðimenn töldu að þessi orð lýstu lands- lagi í Ölpunum, við Norðursjó og Eystrasalt, í skógum Norð- ur-Evrópu og á sléttum Rúss- lands. En þessir fræðimenn reyndu að sýna sem skörpust skil milli „austrænna" og „vestrænna" greina fjölskyld- unnar. Þessi „skörpu skil“ hafa horfið inn í ljós nýrrar þekk- ingar. Nú telja menn heima- land móðurtungunnar Aust- ur-Tyrkland og Suður-Kákas- us (Georgíu). Goðsagan um að „aríar“ hafi flutt indó-aríönsku með sér frá heimkynnum sínum í Evrópu til Indlands varð vin- sæl hjá nasistum og mönnum sem trúðu á hið norræna ofur- menni. En hvorki tungan né fólkið kom frá Evrópu. Þessir „aríar“ fóru frá Týrklandi um norðurhlíðar Himalajafjalla suður um Afganistan og sett- ust loks að á Indlandi. Evrópa er ekki heimaland aríanna. Hún er miklu fremur loka- áfangi þeirra. Fólkið í heima- landi móðurtungunnar hefur vafalaust talið fengsælla fyrir „víkinga" að fara í austur. Þar komust þeir í færi við ríki- dæmi borgarmenningar. Og sumir fara, en aðrir verða eftir í heimalandinu. Menn fara aðallega í tveim- ur fylkingum austur: suður- leiðina og norðurleiðina. Þeir, sem fóru suðurleiðina, töluðu mál sem á öðru árþúsundinu f.Kr. nefndist sanskrít. Þessir menn náðu loks hinu lang- þráða marki sínu að komast yfir auð borgarmenningar, sem þeir höfðu ekki skapað. Það gerðist þegar þeir lögðu undir sig háþróað menningar- ríki í Indusdal um 1500 f.Kr. Leið hinna verðandi tungu- mála í Evrópu lá fyrst í austur, suður fyrir Kaspíahaf og alla leið til Tocharíu í Kína (Turk- estan): Síðan breiddust þau út til Mið-Asíu og í vestur. Af- komendur þeirra, sem fóru norðurleiðina, er enn að finna í suðurhlíðum Hindu Kush í Norðaustur-Afganistan. Þeir tala þar mál sem nefnist kafiri. Móðurtungan, eða öllu heldur mállýskur hennar sem síðar urðu sjálfstæð mál, varð fyrir talsverðum breytingum í Mið-Asíu. Þetta sést á fjölda tökuorða í indó-evrópskum málum úr finnsk-úgrísku málafjölskyldunni, sem finnska og ungverska eru

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.