Tíminn - 13.06.1992, Blaðsíða 9
Laugardagur 13. júní 1992
Tíminn 9
Gamlir kommar sækja í frjálsa viðskiptahætti:
Albanir vilja aðild að GATT
Albanía, sem er eitt fátækasta ríki Evrópu og var þar til fyrír
skemmstu eitt síöasta vígi stalínismans, hefur nú sótt um að fá
„aukaaöild“ aö og að fá aö fylgjast með GATT-viðræðum.
Tilsmaður „GATT-þjóða“ sagði á
föstudag að stjórnamefnd á vegum
GATT myndi taka þessa umsókn til
skoðunar 19. júní næstkomandi
ásamt umsóknum þriggja íyrrver-
andi lýðvelda Sovétríkjanna gömlu.
En það eru Eistland, Moldóvía og
Turkmenistan.
Þá hefur og Slóvenía, sem áður
var hluti Júgóslavíu er var fullgildur
aðili GATT-samkomulagsins, einnig
sótt um fulla aðild nú. Sú umsókn
er þó ekki á dagskrá fundarins sem
fyrirhugaður er í júní.
Þessi „aukaaðild" (observer stat-
us) er venjulega talin undanfari
fullrar aðildar en hún er aðeins veitt
þegar aðildarþjóðir GATT- sam-
komulagsins eru samdóma um að
efnahagsmálum viðkomandi ríkis sé
stjómað í anda frjálsra viðskipta.
Þegar umsóknir hafa borist frá
kommúnistaríkjum eða fyrrverandi
kommúnistaríkjum eru þær gaum-
gæfðar og sérstaklega er gætt að því
hvort einhverjar hömlur em lagðar
á verðlag og samkeppni í viðkom-
andi landi og hvort um opinberar
fyrirgreiðslur er að ræða. Það er
m.a. svo ríkisstyrkt framleiðsla nái
ekki óeðlilegri fótfestu á mörkuð-
um.
Enda þótt flest öflugustu ríkin í
GATT séu hin iðnvæddu ríki á vest-
urhveli jarðar þá hafa bæði þróunar-
lönd og fyrrverandi kommúnistaríki
sótt æ fastar að gerast aðilar að sam-
komulaginu.
Það sem helst þykir eftirsóknar-
vert við aðild að GATT- samkomu-
laginu er að ef eitt ríki veitir öðm
tollaívilnanir og fríðindi á sviði við-
skipta, þá eiga öll önnur ríki, sem
aðilar em að þessu samkomulagi,
sjálfkrafa rétt á sömu ívilnunum.
Arið 1990 fengu Sovétríkin „auka-
aðild" sem Rússland hefur síðan erft
eftir að Sovétríkin liðu undir lok.
Rússneskir glæpamenn
leita hófanna
í Eystrasaltslöndum:
Eistlend-
ingar
herða
landa-
mæra-
eftirlitiö
Stjóravöld í Eistlandi hafa ákveð-
ið að frá og með 1. júlí verði rík-
isborgarar ríkja Rússneska sam-
veldisins krafðir um vegabréfs-
áritanir þegar þeir koma til Eist-
lands. Með þessu segjast yfirvöld
vifja stöðva straum ólöglegra
innflytjenda frá Rússlandi sem
hefúr veríð talsverður að undan-
fórnu.
Innflytjendur þessir em ekki
hvað síst afbrotamenn af ýmsu
tagi sem sjá hag sínum betur
borgið í Eystrasaltsríkjunum en
öðmm hlutum fyrrverandi Sovét-
ríkja, einkum vegna hins nána
sambands sem Eystrasaltsríkin
þrjú hafa náð við Vesturlönd. Þar
sé þvf auðveldara að stunda ýmis
ábatasöm viðskipti, lögleg og
ólögleg. Þannig hefur rússneska
mafían náð traustri fótfestu í
Eystrasaltsríkjunum og stjómar
þaðan útflutningi fíkniefna til ná-
grannaríkjanna í vestri.
Möguleikar Eistlendinga til að
hafa eftirlit með þeim sem koma
til landsins em taldir góðir.
Landamærin að Rússlandi, sem
em um 250 km löng, liggja aðal-
lega um stöðuvötn og ár. Eftirlit
með þeim er því tiltölulega auð-
velt. Ekki er gert ráð fyrir því að
Lettland og Litháen muni fara að
dæmi Eistlands. Hvomgt þeirra á
landamæri að Rússlandi. Þó veg-
ur e.t.v. þyngst sú staðreynd að
um helmingur íbúa landanna er
Rússar. Það er enn ekki að fullu
Ijóst hvort Rússar sem búa í
Eystrasaltsríkjunum muni hljóta
ríkisborgararétt þar eða ekki.
Vegabréfsáritun fyrir rússneska
ríkisborgara er því viðkvæmnis-
mál.
Eistland hefur ekki farið jafn-
varlega í sakimar og systurríkin
tvö. Þar hafa meðal annars verið
uppi háværar raddir um að vísa úr
landi öllum þeim sem þangað
hafa flust eftir heimsstyrjöldina
síðari, eiga foreldra sem ekki vom
búsettir í landinu fyrir árið 1940.
Hugsanleg málamiðlun er að
þessu fólki verði ekki veittur rík-
isborgararéttur í Eistlandi.
Hverjar sem lyktir verða í mál-
efnum þessa fólks, sem er að
mestu Rússar, þá hefur Eistland
gefið ákveðið til kynna að nú séu
mnnir upp nýir tímar og sam-
skiptin við grannana í austri séu
ekki þau sömu og áður.
—IVJ, Svíþjóð.
Domingo ætlar að syngja meðan röddin endíst:
„Syng ævinlega
best í baðinu"
Spænski tenórinn Placido Dom- ur sýningum af Samson og Dal-
ingo sagði í gær að hann hyggð- ilu á gríðarstóran skjá á torginu
ist ekki hætta söng fyrr en rödd- fyrir fram Covcnt Ganlen óper-
in gæfi sig alveg. una og gefa þannig þúsundum
Domingo, sem kemur nú fram aðdáenda tenórsins kost á að sjá
í óperunni Samson og Ðalila sem hann og heyra í þessari óperu
sett er á svið í Konungiegu óper- ásamt hinni mögnuðu mczzo-
unni í Bretlandi, var spurður að sópra söngkonu Olgu Borodinu
því hvort hann hygðist ekki sem er rússnesk.
hætta söng og snúa sér að hfjóm- Domingo sagðist ætla að slást
sveitarstjóraun. í hóp með aðdáendum sínum á
„Ég mun aldrei hætta að torginu eftir sýningna.
syngja en hins vegar mun söng- I október mun hann aftur
urinn einhvera tíma yfirgefa verða staddur í London og þá til
mig,“ sagði hann á blaðamanna- þess að syngja Othello í sam-
fundiígær.„Éggætisvosemvel nefndri óperu. Hann sagðl að
hugsað mér að sfjóraa hljóm- lokum að þegar hann syngi best
sveltum en það mim samt ekid væri hann „ekld á sviðinu hefdur
verða fyrr en röddin er horfin." f baðinu“.
Fyrirbugað er að varpa tveim-
„Gyðingar og arabar geta unnið saman í friði og spekt,“ segir Bob Lang, talsmaöur íslraelskra landnema á hernumdu svæðunum, og
vitnar til stórfelldra fjársvika sem landnemamir og palestínskir byggingaverktakar hafa ástundað gegn ríkissjóði fsraels.
Kosningabaráttan í ísrael færist í aukana. Hneykslismál afhjúpuð:
Féndur sameinast
' fiársvikamyllu
Nýtt hneykslismál hefur nú komið upp í ísrael. Kosningabaráttan er
þar í hámarki og frambjóðendur iðnir við að grafa upp hneykslismál
hverjir um aðra. Talsmenn í landbúnaðarráðuneyti fsraels sögðu
fyrir helgi að komist hefði upp um stórfellt svindl meðal landnema
og bænda sem hefðu tekið höndum saman við Palestínumenn og
svikið ríkið um milljónir dollara.
Nú nokkrum dögum áður en gengið
verður til kosninga þurfti forsætis-
ráðherrann Yitzhak Shamir og ráðu-
neyti hans að útskýra svikamál þar
sem 250 landnemar á Gaza- svæðinu
og 250 bændur koma við sögu. Þess-
ar kosningar eru taldar verða einar
þær eríiðustu fyrir Shamir og flokk
hans, Líkúd-bandalagið, á 15 ára
valdaferli. Staðfest var af stjómvöld-
um í ísrael að landnemarnir hefðu
fengið palestínska verktaka til þess
að gefa út rangar nótur, jafnvel fyrir
verk sem aldrei hefðu verið unnin.
Þessa reikninga notuðu landnem-
amir síðan til þess að pretta stjórn-
völd. Oftast var um að ræða bygg-
ingu gróðurhúsa sem stjórnvöld
veittu styrki til en eins og áður segir
vom sum þeirra aldrei byggð.
Ehud Gol, talsmaður Shamirs,
sagðist ekki geta tjáð sig neitt um
þetta mál þegar fréttamenn kröfðu
hann sagna. Shamir réð fyrir land-
búnaðarráðuneytinu á þeim tíma
sem svikin áttu sér stað en nú stýrir
því hægrisinninn Raphael Eitan sem
tilheyrir Tzomet flokknum. Leiðtog-
ar Verkamannaflokksins, sem er
helsti andstæðingur Líkúd- banda-
lagsins, hafa krafist opinberrar rann-
sóknar á málinu.
Talsmaður landbúnaðarráðuneyt-
isins, Naftali Yaniv, sagði að skattayf-
irvöld landsins hefðu rannsakað mál-
ið fyrir mörgum mánuðum og stað-
festi um leið greinaskrif dagblaðsins
Hadashot á fimmtudaginn var um
málið. En í þessum greinum blaðs-
ins, sem hefur verið mjög gagnrýnið
á hægristefnu Líkúd-bandalgsins,
kom fram að skattayfirvöld hefðu
fundið sannanir fyrir því að land-
nemar og bændur hefðu svikið ríkið
um hundruð miljóna shekels sem er
gjaldmiðill ísraela.
„Venjan er að ríkið veiti styrk til
gróðurhúsabygginga, allt að 40% af
kostnaðarverði þeirra, hvar sem er í
ísrael,“ sagði Yaniv. „Þessir aurar
fóru m.a. til verktaka á Gaza- svæð-
inu sem unnu verkin undir kostnað-
aráætlun. Reikningar voru síðan
lagðir fram fyrir venjulega upphæð
en mismuninum síðan stungið í vasa
bændanna eða verktakanna."
Dagblaðið Hadashot sagði að yfir-
völd væru nú að kanna það hvort
eitthvað af þessum aurum hefðu
runnið til palestínskra skæruliða og
vopnakaupa þeim til handa. Yaniv
staðfesti að þetta væri rétt.
Heimildir meðal Palestínumanna
herma að arabískir verktakar hafi
reyndar gefið út of háa reikninga en
að beiðni landnemanna og sömu
heimildarmenn neita því að arabarn-
ir hafi nokkuð hagnast á svindlinu
sjálfir.
Þetta er í annað sinn á stuttum
tíma sem hneykslismál kemur upp í
ísrael og tengist Líkúd-bandalaginu.
Ríkisendurskoðandinn Miriam Porat
gerði, í skýrslu sinni 27. apríl síðast-
liðinn, athugasemdir við störf ráðu-
neytis húsnæðismála. Ráðuneyti
þetta ber ábyrgð á gríðarlegri bygg-
ingastarfsemi á herteknu svæðunum
sem „jaðrar við að vera ólögleg,"
sagði hún.
Talsmenn Verkamannaflokksins
segja að þeir séu, gagnstætt Líkúd-
bandalaginu, tilbúnir til þess að láta
eitthvert land af hendi í skiptum fyr-
ir frið við araba. Þeir saka Líkúd-
bandalagið um að landnám það sem
viðgengst á hernumdu svæðunum
bitni á innflytjendum og atvinnu-
tækifærum.
Stjómmálaskýrendur segja að
þessi síðasta uppljóstrun hafi verið
vatn á áróðursmyllu Verkamanna-
flokksins nú á síðustu dögum kosn-
ingabaráttunnar. „í ljós hefur komið
að hin eldheita „föðurlandsást" land-
nemanna hafi verið gegnsýrð af spill-
ingu,“ eins og haft er eftir Haim
Ramon, kosningastjóra Verkamanna-
flokksins og þingmanni.
Fulltrúi landnemanna, Bob Lang,
sagði að refsa ætti hverjum þeim sem
bryti landslög. En hann bætti einnig
við: „Þetta sýnir að gyðingar og arab-
ar geta unnið saman í friði og spekt."