Tíminn - 13.06.1992, Blaðsíða 12

Tíminn - 13.06.1992, Blaðsíða 12
12Tíminn Laugardagur 13. júní 1992 flfSLDTTUR 10 DAGA fl^BRflUÐ OSTI I kílóapakkningum ?^iu^&tnTr. >Nú 690 kr. Þú sparar 122 kr.ó'lcíló! •íBBBW Víðskiptamátínn í Rússlandi kem- ur vestrænum spánskt fyrir r\ I A\ V~\ \v li' a» halda upp á gerðan samning var v^ 11 ] I kalkúnskvöldverður borinn á borð og O I \J I I I I vodkað tók að streyma. En þegar Dirk ¦* Markus, ungur sölumaður frá Austurríki, færði í tal það sem mestu máli skipti, greiðslu fyrir varning frá fyr- irtæki hans, voru viðbrögðin önnur en hann hafði búist við. Gest- gjafar hans fóru að fiissa. „Við höfum bara kalkúna" Það, sem á eftir kom, var martröð sérhvers kaupsýslumanns. Við- skiptavinirnir, bændur í hinu víð- lenda fyrrum sovétlýðveldi Kazakst- an, litu á Austurríkismanninn með samblandi af undrun og meðaumk- un. Til að hugga hann fyllti einn Kazakanna glas hans, meðan annar útskýrði fyrir honum að þeim þætti það leitt en þeir hefðu enga peninga. „Við höfum bara kalkúna". Markus, sem er 26 ára, hafði þegar fengið pata af því hversu erfitt það er að stunda viðskipti í fyrrum Sovét- ríkjum. „Yfirmaður minn sagði mér að gleyma öllum vestrænum venj- um, þegar ég kæmi hingað," segir hann. „Hann lét mig hafa plastpoka til að taka með í fyrstu ferðina til Síberíu. Þeir eru mikilvægur varn- ingur þar og geta opnað dyrnar fyrir viðskiptum." En ekkert af því, sem honum var kennt í fimm ára námi í viðskipta- skóla, hefði getað búið hann undir það sem næst gerðist. „Viltu ekki taka við nokkrum kalkúnum í stað- inn fyrir peninga?" spurði Kazakinn. „Þú hefur borðað kalkúnana okkar. Þeir bragðast mjög vel, ekki satt?" Markus hafði fært Kazökum lækn- ingatæki á sjúkrahúsið þeirra, og nú fannst honum að hann ætti að hafa samband við lögfræðing. En þar sem fjarskiptasamband Kazakstans við umheiminn er í sorglegu ásig- komulagi, hefði hann eins vel getað verið á annarri plánetu. Ekki svo að skilja að Kazakarnir væru ógestrisnir. Þeir höfðu gefið honum kalkúna í morgunmat, há- degismat og kvöldmat og uppfyllt allar þarfir hans. „Bændurnir voru sífellt að bjóða mér dætur sínar sem eiginkonur," segir Markus. „En það er erfitt að útskýra að mann langi ekki sérstaklega til að eyða því sem eftir er ævinnar í Ust- Karnenog- orsk." Þurfa að gleyma hið snarasta öllum megin- reglum í viðskipta- fræðum Þetta var í fyrsta sinn, sem Markus komst í raunverulega snertingu við hina furðulegu áhættu, sem tekin er í viðskiptum á hinum geysistóru mörkuðum sem hafa opnast eftir hrun sovéska heimsveldisins. Jafn- óðum og mörg þúsund vestrænir er- lendir sölumenn flykkjast þangað, komast þeir að því að þeim er best að gleyma hið snarasta öllum meg- inreglum í viðskiptafræðum sem barðar voru inn í höfuðið á þeim á Vesturlöndum. Aðalvandinn er ekki að skortur sé á Rússum til að skipta við. Moskvubú- ar eru svo sólgnir í neysluvarning frá Vesturlöndum að draumur sér- hvers manns er að skipa sér í raðir „biznismeni". En þó að bók Dales Carnegie „How to be Successful in Business" kunni að hafa þotið upp í efsta sæti metsölulistans, hafa heil- ræðin þar ekki enn náð að síast út í útsveitir þessa risavaxna landsvæðis, þar sem viðskipti eru stunduð við aðstæður sem hefðu komið frum- herjunum í hinu villta vestri Amer- íku kunnuglega fyrir sjónir. Fljótlega fór Markus að líta á málin eins og Kazakarnir. f skiptum fyrir hátækniblóðrannsóknatæki fyrir- tækis hans, var samið um að greiðsla með 18.000 kalkúnum væri hæfileg. Einasta vandamálið var að sannfæra yfirmanninn heima í Vín um að taka við fuglunum. „Yfirmennirnir í Vín vildu ekki sjá þá. Þeir sendu skilaboð þar sem þeir ýjuðu að því að við hefðum drukkið of mikið vodka." En þá urðu þátta- skil. Fyrirtækið, sem er sameign Austurríkismanna og Rússa, komst að því að vörumiðlari í Moskvu væri reiðubúinn að taka fuglana að sér og skipta á þeim og tei í Indlandi. Teið væri hægt að selja á markaði í Moskvu gegn peningagreiðslu, sem yrði send til Vínar. Örlög kalkún- anna voru ráðin. Skrítnar sögur af vöruskiptaverslun Sumir sölumenn stunda jafnvel viðskipti með enn óvenjulegri varn- ing. A bar í Moskvu, þar sem at- hafnamenn safnast saman til að skiptast á sögum, sagði Þjóðverji frá því að hafa skipt á vestrænum vör- um í Síberíu fyrir hreindýrshorn. Þau seljast háu verði í Kóreu þar sem þau eru mikils metin í duft- formi sem ástarlyf. Aðrir sögðu frá líflegum viðskiptum með bjór..- askinn. Jafnvel er vitað að hið vel virta breska endurskoðunarfyrirtæki Ernst and Young hefur látið eftir sér að taka þátt í vöruskiptum. Þegar fyrirtækið aðstoðaði hjólbarðaverk- smiðju í Sverdlovsk við að gera áætlanir um einkavæðingu, var því boðið gervigúmmí sem greiðsla. „Ef maður getur fengið timbur og málma, er alltaf hægt að fínna markað fyrir það," segir forstjóri viðskiptaþróunardeildar fyrirtækis- ins. „En það þarf að ganga úr skugga um að sá, sem býður olíuna, hafi í raun og veru yfirráð yfir olíunni og leyfi til að gera viðskipti með hana. Það er fullt af náungum, sem ætla að græða mikið og hratt — náungum sem hafa lært sín fræði í lífsins skóla á götunni í New York og snúið aftur heim til að stór- græða." „Moskva óhæf fyrir einkaframtak" Konstantin Borovoi, forseti rúss- nesku kauphallarinnar með rúss- neskar afurðir og hráefni, hefur lýst því yfir að Moskva sé „óhæf fyrir einkaframtak". En þetta er álit sem ríkisstjórninni er mikið í mun að vísa á bug. „Það er mögulegt að reka venjuleg viðskipti í Rússlandi," seg- ir ráðgjafi Borísar Jeltsín. „En það er frekar ókunnuglegt í augum vestrænna athafnamanna, sem geta orðið fyrir sálrænum vonbrigðum." Hvað Markus varðar hefur hann ekki snúið af þeirri braut, sem kal- kúnaviðskiptin beindu honum á. Nú er olía eftirlætisgjaldmiðill hans. Óunna olíu frá Síberíu má setja á alþjóðlegan markað og selja þar á einu andartaki. Fyrirtæki hans hefur jafnvel stundað viðskipti með þurrkaðar apríkósur, þó að það hafi ekki tekist sem skyldi. Þegar þrír gámar af ávöxtunum, sem boðnir voru í skiptum fyrir kvensjúkdóma- tæki, komu loks til höfuðborgar- innar, kom í ljós að þar úði og grúði af möðkum. „Svona ganga viðskipt- in fyrir sig," segir Markus.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.