Tíminn - 13.06.1992, Blaðsíða 5
Föstudagur 13. júní 1992
Tíminn 5
Ókeypis grunnmenntun á
Birgir Guðmundsson, skrifar
Enn á ný hefur umræða um einkaskóla skotið
upp kollinum, að þessu sinni vegna þess að Ól-
afur G. Einarsson menntamálaráðherra hefur
samþykkt skipulagsskrá fyrir nýjan einkaskóla í
Reykjavík, Miðskólann. Þessi ákvörðun ráðherra
er tekin án síimráðs við helstu fagaðila í skóla-
málum, s.s. kennarasamtökin eða fræðslustjóra.
Einhliða ákvarðanir ráðuneytis sem þessar eru
fullkomlega löglegar og lítið við þeim að segja,
þó vinnubrögðin framkalli sjálfkrafa hjá manni
dálitla tortryggni. Sannleikurinn er nefnilega sá
að þegar þessi háttur er hafður á, að ráðherra
ákveður að beita valdi sínu án samráðs, þá er yf-
irleitt flokkspólitík í spilinu. Gildir þá einu hvort
viðkomandi ráðherra er að koma hugmynda-
fræðingi flokks síns í embætti við Háskóla ís-
lands eða samþykkja skipulagsskra fyrir enn
einn einkaskólann.
Nú ber ekki að skilja orð mín svo að ég telji
einkaskóla í sjálfu sér slæma, þvert á móti er vel
hægt að hugsa sér aðstæður þar sem ákveðnar
tegundir einkaskóla væru mjög eförsóknarverð-
ar. Hins vegar geta einkaskólar aldrei orðið ann-
að en sýnishom af einhverju öðru en almennt
þekkist í almenna skólakerfinu. Einkaskólar
eiga að vera undantekning, valkostur fyrir aðila
sem telja böm sín hafa sérþarfir, sem ekki er
hægt að ætlast til að hinn almenni skóli veiti.
Sennilega tengjast augljósustu dæmin um þetta
þvf ef fólk vill að böm sín fái sérstakt trúarupp-
eldi, gyðinglegt, múslimskt eða búddískt f skól-
anum.
Öll almenn grunnskólamenntun á hins vegar
að geta farið fram í hinum opinbera grunnskóla.
Almenni grunnskólinn hlýtur að þurfe að veita
Qölbreytta menntun og vera nægjanlega lifandi
og skapandi til að þorri íslendinga geti fengið
það sem hann þarf í þeim skóla. Skylda
ríkisvaldsins er að sjá til þess að grunnskólinn
geti sinnt þessu hlutverki sínu.
Samkeppni og aðhald?
Þeir einkaskólar sem mest hefur verið deilt um
á seinni árum, Tjamarskóli og svo nú þessi nýi
Miðskóli, em ekki einkaskólar sem miðast við
að fullnægja sérþörfum foreldra í trúarlegum
efnum eða vegna einhverra álíka grundvallarat-
riða. Þeir em þess vegna ekki að uppfylla þörf
sérstakra hópa á sama hátt og t.d. Landakots-
skólinn. Þvert á móti em einkaskólamir að gera
það sama og almenni grunnskólinn, en segjast
hins vegar gera þessa hluti betur og með örlítið
öðm sniði. Talsmenn einkaskóla segjast vera í
samkeppni við almenna gmnnskólann og veiti
honum þannig aðhald. Gallinn er hins vegar sá
að þessir skólar munu aldrei veita hinum al-
menna gmnnskóla eðlilegt aðhald eða „sam-
keppni" eins og málum er fyrir komið í dag.
Ástæðan er m.a. sú að vemleiki einkaskólanna
er allur annar en almenna gmnnskólans og á
það jafnt við um fjárhagsgrundvöllinn og fjölda
og samsetningu nemendahópsins. Af þessum
sökum getur meginþungi þróunarinnar í skóla-
málum heldur aldrei orðið inni í þessum einka-
skólum. Ef ekki kemur til gjörbreyting á öllu
skólakerfinu munu þessir skólar alltaf vera eins
konar vemdaðir vinnustaðir innan almenna
skólakerfisins.
Munar um skólagjöldin
Einkaskólum er gert að starfa í samræmi við
aðalnámsskrá gmnnskóla líkt og almenni
gmnnskólinn gerir. Einkaskólamir hins vegar
hafa (þó ekki Miðskólinn?) auk ffamlaga frá því
opinbera úr skólagjöldum foreldra að spila. Á
gmndvelli skólagjalda segjast þeir geta veitt
nemendum betri þjónustu og menntun. Eílaust
geta einkaskólar gert ýmislegt sem almenni
gmnnskólinn getur ekki leyft sér, en þó hefur
það ekki verið í ríkari mæli en svo, að réttara er
að tala um blæbrigðamun en grundvallarmun á
kennslu og skóla-
starfi einkaskóla
og hins almenna
grunnskóla.
Skóiastarfið er
misjafnt milli
skóla og munur-
inn er eflaust ekki
minni milli skóla
innan almenna
gmnnskólans, en
á milli einstakra
almennra skóla annars vegar og einkaskólanna
hins vegar. Skólagjöld gefa hins vegar einka-
skólum talsvert svigrúm og má ekki vanmeta
það. T.d. hefði einn stærstu skólanna í Breið-
holti úr á þriðja tug milljóna að spila umfram
það sem nú er ef innheimt væm skólagjöld þar
með sama hætti og í einkaskólum. Augljóslega
væri hægt að auka þjónustu og bæta aðstöðu
vemlega ef þessar milljónir væm til staðar fyrir
nemendur þess skóla.
Skólakerfið á í dag undir högg að sækja vegna
stefnu ríkisvaldsins í þessum málaflokki. Ríkis-
stjómin hefur kosið að gera skólann og mennta-
kerfið að einum helsta viðfangsefni niðurskurð-
ar síns og það horfir ekki vel um að gmnnskól-
inn geti starfað í samræmi við þau markmið
sem honum hafa verið sett samkvæmt gmnn-
skólalögum og aðalnámsskrá gmnnskóla. Þess
vegna hrökkva menn í kút þegar einmitt á slík-
um tímum er staðfest skipulagsskrá fyrir nýjan
einkaskóla. Það vekur jafnvel enn meiri athygli
að samkvæmt skipulagsskrá þessa nýja einka-
skóla er honum í aðalatriðum ætlað að gera það
sama og fjársveltum grunnskólanum er ætlað
að gera í þeim lögum og reglum sem um hann
gilda.
Húsnæði frá borginni?
Samkvæmt grein eftir Braga Jósepsson, tals-
mann Miðskólans, í Morgunblaðinu í vikunni er
hugmyndin sú að þessi nýi skóli verði einsetinn
og skóladagurinn samfelldur. Til þessa þarf nýi
skólinn hentugt húsnæði sem upplýst hefur
verið að Reykjavíkurborg sé jafnvel tilbúin að
útvega. Ekkert hefur þó verið gefið upp um hvar
þetta húsnæði er eða hvort yfir höfuð það verð-
ur boðið. Þess má geta að vegna húsnæðis-
þrengsla er almenni grunnskólinn í Reykjavík
víðast tvísetinn. Bragi Jósepsson virðist þó ekki
telja húsnæðismálin erfið því hann segir fullum
fetum í Morgunblaðsgrein sinni, að hver bekkur
muni geta haft sína sérstöku stofu, auk þess sem
bömunum verði boðið upp á fyrirlestrasal, mat-
sal, íþróttahúsnæði og sérstofur fyrir listgreinar
og aðra fyrir verkgreinar. Forvitnilegt verður að
fá upplýst á hvaða kjörum Reykjavíkurborg
kemur til með að bjóða nýja einkaskólanum
þessa aðstöðu. Þegar er upplýst að í ár muni
skólinn ekki fá ffamlög úr ríkissjóði, hvað svo
sem verður á næsta ári.
Annars er hún athyglisverð grein Braga Jóseps-
sonar um Miðskól-
ann fyrir þær sakir
að þar útlistar
hann ekki ein-
göngu hvemig
Miðskólinn ætlar
að starfe, heldur
em í henni ýmiss
konar sneiðar til
almenna grunn-
skólans. Bragi seg-
ir m.a. á einum
stað að Miðskólinn ætli að berjast gegn þeim
fordómum sem enn setji svip sinn á kennslu og
skólastarf þess efnis að „manngildi sé metið eft-
ir námshæfileikum. Baráttan gegn þessum for-
dómum verður ekki háð með því að leggja nið-
ur próf og einkunnir eða með því að leiða hjá sér
staðreyndir um eðlislægan og félagslegan ein-
staklingsmun nemenda." Sjálfsagt eru það tíð-
indi fyrir flesta ef búið er að leggja af próf og
annað haldbært námsmat í hinum almenna
grunnskóla. Það þykja sjálfsagt einhverjum það
líka vera tíðindi ef almennt er ekkert fylgst með
því í skólum að einstaklingar eru mismunandi
og að þaríir þeirra eru ólíkar og kreöast ólíkra
úrræða. Hljóta menn ekki að spyrja hvað með
alla sérkennsluna og athvörfin og sálfræðing-
ana, o.s.frv.?
Svörin eru að sjálfsögðu þau að heilmikið
námsmat er í gangi í hinum almenna grunn-
skóla og próf eru hluti af því mati. í aðalnáms-
skrá grunnskóla er heill kafli um „Námsmat og
mat á skólastarfi" og þar er m.a. að finna þessa
setningu: „Mat á námi verður að vera óhlut-
drægt, heiðarlegt og sanngjamt gagnvart nem-
endum. Það þýðir að meta verður alla þætti
námsins, framfarir, þekkingu, skilning og
leikni og láta þá vega í samræmi við áherslur í
náminu."
Þetta er á engan hátt ómerkilegra markmið í
námsmati en einkaskólinn hans Braga Jóseps-
sonar hefur sett sér. Spumingin er aðeins sú
hvort framkvæmd þess verður betri í Miðskól-
anumm en í almenna grunnskólanum. Það
íslandi?
verður að teljast vafasamt
Svipaða sögu má raunar segja um annað sem
Bragi Jósepsson tíundar sem nýjungar í skóla-
stefnu einkaskólans og segir að gefi honum ein-
hverja sérstöðu. Allt virðast það almenn mark-
mið um að þarfir einstaklinga, heimila, skóla
og þjóðfélags séu samofnar, en slíka markmiðs-
Iýsingu má einnig finna í 2. gr. grunnskólalag-
anna.
í raun má segja að það eina sem virðist marka
hinum nýja Miðskóla sérstöðu í kennslufiræði-
legu tilliti er sú hugmynd að fara með nemend-
ur út úr húsi tvisvar á dag til að gera hópæfing-
ar í útiíþróttum að austurlenskri fyrirmynd í 15
mínútur í senn. Þó má spyrja hvort slíkt sé í
raun svo ffábrugðið hefðbunudnum leikjum
bama í frímínútum?
Grunnskólinn yfirboöinn
Það sem við blasir er að menntamálaráðuneyt-
ið hefur samþykkt skipulagsskrá fyrir nýjan
einkaskóla. Þar með hefur æðsti yfirmaður
menntamála á íslandi lagt blessun sína yfir þá
starfsemi sem þar á að fara ffam. Verði þessi
skóli fjármagnaður alfarið af skólagjöldum er
hann fyrst og ffemst mál þeirra foreldra sem
borga reksturinn. Hins vegar er ljóst að þessi
skóli er stofnaður til að „yfirbjóða" almenna
grunnskólann með því að bjóða upp á meira af
því sama og grunnskólinn býður. Yfirboð nýja
Miðskólans, eins og það lítur út nú, er að tals-
maður hans segist ætla að ffamkvæma fleiri af
þeim markmiðum sem felast í aðalnámsskrá
grunnskóla heldur en grunnskólamir hafa al-
mennt haft möguleika á að gera. Það er hins
vegar alveg óvíst — miðað við þann málflutn-
ing sem uppi hefur verið og þann fjárhags-
grunn sem opinberlega hefúr verið sagt að nýji
einkaskólinn muni byggja á — að Miðskólinn
muni vera færari til þess að ná þessum mark-
miðum en aðrir skólar. Slíkt verður einfaldlega
að koma í Ijós.
Hitt er svo aftur sorglegt að sjálft ráðuneyti
menntamála skuli telja það skólamálum til
ffamdráttar að opna enn einn einkaskólann
sem byggir tilvist sína á þeirri hugmyndafræði,
að þeir sem vilja reynast bömum sínum vel
kaupi sérstaklega undir þau grunnmenntun.
Það þarf þó ekki að koma svo mjög á óvart mið-
að við það að sú ríkissjóm sem nú situr hefur
skilgreint nær alla íslensku þjóðina sem „bjarg-
álna“ og þar með fúllfæra um að reiða fram
borgun fyrir opinbera þjónustu. Þó ókeypis
gmnnmenntun fyrir öll íslensk böm sé eitt-
hvað sem menn hafa talið þjóðinni til tekna, er
það í raun ekki mikið sjálfsagðara mál en
ókeypis læknisþjónusta.
Stjómvöld virðast fúrðu fús til að samþykkja
að einkaaðilar taki að sér gegn greiðslu frá for-
eldmm að gera það sem hinum opinbera
gmnnskóla er ætlað að gera. Það er vísbending
um að sá tími nálgist að ókeypis gmnnmennt-
un verður ekki sjálfsagt mál á íslandi.