Tíminn - 13.06.1992, Blaðsíða 4

Tíminn - 13.06.1992, Blaðsíða 4
4 Tíminn Laugardagur 13. júní 1992 Tíminn MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framkvæmdastjóri: Timinn hf. Hrólfur Ölvisson Ritstjóri: Aöstoðarritstjóri: Fréttastjórar: Auglýsingastjóri: Jón Kristjánsson ábm Oddur Ólafsson Birgir Guömundsson Stefán Asgrlmsson Steingrimur Glslason Skrifstofur: Lynghálsi 9, 110 Reykjavik Simi: 686300. Auglýsingasími: 680001. Kvöldsfmar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, Iþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tfmans. Prentun: Oddi hf. Mánaðaráskrift kr. 1200,- , verð I lausasölu kr. 110,- Grunnverð auglýsinga kr. 725,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Enn skal treyst á sjómenn Þegar Alþjóðahafrannsóknarráðið leggur til fjöru- tíu af hundraði skerðingu þorskveiðinnar á ísland- smiðum og farið er að leita ráða til að bæta tekjutap þjóðarinnar upp, dettur fæstum önnur ráð í hug en að leita annarra fiskistofna og auka veiðar úr þeim. Tekjur þjóðarbúsins eru svo tengdar sjósókn og veiðum að tæpast er annað að leita, þegar einstakir stofnar eru í hættu vegna ofveiði eða af öðrum or- sökum. Þegar veiði bregst eða kvótar eru minnkaðir, eru það sjómenn sem fyrst verða fyrir tekjumissi og fjárhagur útgerða versnar um allan mun. Fljótlega fara aðrar stéttir að finna fyrir minnkandi veiði og þar með tekjum, og fyrr en varir nær versnandi af- koma til allra stofnana þjóðfélagsins. Þjóðin öll á því mikið undir því að sjósókn sé stöðug og að bærilega fiskist. Það er almennt viður- kennt að útgerð og fiskveiðar séu sá undirstöðuat- vinnuvegur sem allt atvinnulífið byggir í raun á. Það eru því alvarleg tíðindi, þegar lagt er til að sókn í helsta nytjastofninn verði minnkuð svo gróf- lega sem nú er gert. En svartar skýrslur hafa áður verið lagðar fram og veiðiheimildir skertar mikið. En einatt hefur sókn þá verið aukin í aðra stofna og vannýtta. Sjómannastéttin hefur því oft brugðist við eigin vanda og þjóðarinnar allrar með því að neita að leggja árar í bát og breyta starfsháttum sín- um og veiðitækni og haldið áfram að færa björg í bú. Karfi, loðna, grálúða, humar, skelfiskur eru allt tegundir, sem ekki voru veiddar fyrir nokkrum ára- tugum en gegna nú veigamiklu hlutverki í atvinnu- sköpun og útflutningstekjum. Enn eru margar teg- undir í sjó, ekki síst á djúpslóð, sem eru lítið veidd- ar og jafnvel lítið þekktar. Þar eru ærin tækifæri til að bæta upp minnkandi sókn í ofveiddar tegundir. Stjórnvöld eru óhóflega nísk á framlög til að rannsaka þann auð, sem svaml- ar í efnahagslögsöginni. Sjómenn hafa sýnt að þeir eru fljótir að tileinka sér nýja tækni við veiðar og að sækja í áður óþekkta stofna með góðum árangri. Allur sá bölmóður, sem fylgt hefur í kjölfar til- lögu Alþjóðahafrannsóknarráðsins um að draga verulega úr þorskveiðum, er nánast ósæmilegur. Krafan er að leggja skipum og fækka sjómönnum vegna minnkandi þorskgengdar. Með þessu svartagallsrausi er aðeins verið að draga kjarkinn úr mönnum, sem ekki er síður al- varlegt en að draga úr fiskveiðum. Nær væri að efla bjartsýni og finna og nýta nýja bjargræðisvegi. Er íslenskri sjómannastétt vel til þess trúandi eftirleið- is sem endranær að standa undir framförum og vel- sæld í þjóðfélaginu. Gleðilega hátíð! Garðurer granna sættir Þjóðaratkvæðagreiðslan í Dan- mörku um Maastrichtsamninginn færir mönnum heim sanninn um að orð og gjörðir stjórnmála- manna og embættismanna geta verið í algjörri andstöðu við vilja þess breiða fjölda, sem mynda þjóðfélög. Embættismenn og nær allir málsmetandi stjórnmálamenn skoruðu á danska kjósendur að veita hugsjóninni um samruna Evrópuríkja atkvæði sitt. Gegnd- arlaus áróður var rekinn af stjórn sem stjórnarandstöðu fyrir því að Danir hættu að vera Danir og gerðust Evrópumenn. Fullveldinu kastað fyrir róða og völdin falin í hendur stóra bróður í Brussel, framkvæmdaráði og fjölþjóðleg- um embættismannaskara. Embættismennirnir og pólitík- usarnir, sem þeir stjórna, urðu í fyrstu klumsa þegar vilji dönsku þjóðarinnar varð Ijós. Síðan urðu viðbrögðin þau að sumir sögðu að engu máli skipti þótt samningur- inn hafi verið felldur, það yrði að- eins að semja við smáþjóðina í norðri upp á nýtt. Aðrir halda því fram að Maast- richtsamningurinn sé þar með úr sögunni, því samkvæmt stofnskrá Evrópubandalagsins verða öll að- ildarríki að samþykkja skipulags- breytingar á Rómarsamningnum. Enn aðrir valdamenn í EB-ríkjum segja skorinort að vísa eigi Dön- um úr samtökunum og að ekki komi til mála að ræða við aðrar þjóðir, sem sótt hafa um inngöngu, fyrr en þær hafa játast undir járnaga emm- bættismannavaldsins í Brussel. Það er eins með afstöðuna til Danmerkur eftir þjóðaratkvæa- greiðsluna og flest annað innan Evrópubandalagisins og samn- inga, sem þar eru gerðir um fram- tíðarskipulag, að þar hangir allt í lausu lofti og í rauninni veit eng- inn hvert stefnir og hvers konar bandaleg þetta verður, þegar fram í sækir. Vaxandi andstaða Þótt skammt sé um liðið síðan vilji dönsku þjóðarinnar varð Ijós, er greinilegt að miklar viðhorfs- breytingar eru að verða í mörgum aðildarríkjanna. Ef til vill er rétt- ara að segja að tortryggni í garð embættismanna og pólitíkusa Evrópusamvinnunnar er orðin greinilegri en áður var, og er látin í ljósi. Andstaðan gegn Maastricht- samningnum, sem felur í sér sam- runa ríkja og afnám þjóðarein- kenna, fer ört vaxandi. Þjóðernis- kennd hefur verið bannorð í Evr- ópu síðan 1945 og er lamin með lurk hvar sem hún lætur á sér kræla. Hins vegar eru Evrópu- menn ávallt reiðubúnir að viður- kenna hana sem dyggð í öðrum heimshornum. Nú verða þær raddir æ hávær- ari, sem láta í ljósi vilja til að við- halda þjóðríkjum og að gjalda beri varhug við að afhenda skriffinn- um í Brussel óhæfilega mikil völd og áhrif á hvaðeina sem fólk vill taka sér fyrir hendur í ólíkum löndum Evrópu. í Bretlandi og Þýskalandi láta andstæðingar samrunahugmynd- arinnar mikið að sér kveða um þessar mundir, og í sífellt fleiri íöndum er krafist þjóðaratkvæða- greiðslu að hætti Dana. I sumum ríkjum hafna stjórnmálamenn og embættismenn þjóðaratkvæða- greiðslu, beinlínis vegna þess að vitað er að mikill meirihluti kosn- ingabærra manna er andvægur óhóflega miklu samkrulli. Á það til að mynda við um Þýskaland. Nauðgun Áköfustu fylgismenn samrun- ans og stofnunar Bandaríkja Evr- Vítt og breitt ópu eru hinar fátækari og að sumu Ieyti vanþróuðu þjóðir í Suður-Evrópu. Þær þykjast eiga allt að vinna með því að öðlast þegnrétt við kjötkatlana i norðri og þaðan koma líka ríflegu fram- lögin. Vel má vera að þegar allt kemur til alls, verði Maastrichtsamkomu- lag embættismannanna og strengjabrúða þeirra til góðs fyrir framtíð Evrópu. Með því gengu þeir nefnilega of langt, fóru offarí í þeirri viðleitni sinni að nauðga þjóðum í eina sæng, sem annars vilja hvfla hver undir sinni. Skoðanakannanir, sem gerðar hafa verið í Danmörku eftir þjóð- aratkvæðagreiðsluna, sýna að mikill meirihluti er hlynntur áframhaldandi veru í EB og þeir, sem ákafast börðust gegn sam- þykkt samrunans, lýsa því yfir hver um annan þveran að þeir vilji hafa mikið og gott samstarf við aðrar Evrópuþjóðir. En þeir vilja líka halda áfram að vera Danir. Það eru einmitt þessi sjónarmið sem eru að skýrast víða í Evrópu. Og hver veit nema að Norðurlönd- in fái að rækta sinn sameiginlega menningararf áfram, í friði fyrir snarrugluðum alþjóðasinnum, sem eru óþreytandi að troða sín- um einkaskoðunum upp á hvern sem er og telja þær hinar einu réttu, eins og alræðissinnum er tamt. Af sjálfu leiðir að skoðunum og tilfinningum annarra er ekki eirt, og sakbitinn og þögull meirihlut- inn veit ekki sitt rjúkandi ráð. Þekkja menn einkennin? TYúnaðarbrestur Sá mikli trúnaðarbrestur, sem í ljós kom milli kjósenda og stjórn- málamanna í Danmörku, ætti að vera holl lexía fyrir þá, sem telja sig kjörna til að hafa vit fyrir fólki og túlka allar sínar gjörðir sem vilja kjósenda sinna. Síaukin samskipti stjórnmála- manna og embættismanna á al- þjóðavettvangi gerir það að verk- um að kjörnir fulltrúar missa sjónar á hagsmunum kjósenda, kjördæma eða ríkja. Sífellt flakk og flandur og enda- lausar kjaftasamkundur al- þjóðasinnanna hefur skap- að nýja stétt þjóðernis- lausra ráðamanna, sem með mikillæti hafa tekið að sér að líta yfir lönd og álfur og heiminn allan sem prívatsand- kassa sinn. Samt skortir liðið alla yfirsýn, en er þeim mun meðvit- aðra um hégómlega persónu sína og nálægð sívökulla myndavéla. Hin nýja stétt þreytist aldrei á að lýsa yfir hve mikilvægt sé að rödd þeirra heyrist á alþjóðavett- vangi. Allskyns fjölþjóðasamstarf og afskipti af málefnum annarra gengur fyrir stjórnarstörfum heima fyrir, þótt þar sé allt í kalda- koli og þörf á að taka til hendi í eigin garði. Þótt heimsveldi hrynji og bandarfki leysist upp með harm- kvælum og enginn sjái fyrir end- ann á hvernig mál skipast í kjölfar samkrulls þjóða, sem ekki vilja rugla saman reytum sínum, botna fjölþjóðasamkundur pólitíkusa og embættismanna ekkert í því fólki, sem vill fá að tala móðurmál sitt og rækta eigin garð. Garður er granna sættir, er löngu gleymt spakmæli og sjálf- sagt óskiljanlegt því hippahugar- fari, sem núverandi ráðamenn hafa alið sig upp í og eru heltekn- iraf. Mikil og góð samvinna milli þjóða er sjálfsögð bg eðlileg, ekki síst þeirra sem byggja sömu heimshluta og búa við svipuð trú- arbrögð og menningu. En það er hættulegt að ganga of langt í dekri við alþjóðahyggjuna og ættu stjórnmálamenn sem aðrir að temja sér þá list að fara hóflegan milliveg, varast einangrun og ein- trjáningshátt þjóðrembunnar en varðveita þjóðleg verðmæti og hlúa að góðri umgengni við sitt nánasta umhverfi og nágrann- anna. OÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.