Tíminn - 13.06.1992, Blaðsíða 7

Tíminn - 13.06.1992, Blaðsíða 7
Laugardagur 13. júní 1992 Tíminn 7 samneyslunni og senda reikninginn í ríkari mæli yfir til einstaklinganna og þá sem standa höllum fæti? Ég svara þessu játandi. Það er einmitt þetta sem ég tel að sé að ger- ast. Þar að auki er þetta náttúrlega engin einkavæðing í raun og veru heldur er það hugtak notað til að fela sníkjulíf hinna ríku á því velferðarkerfi sem þjóðin hefur komið sér upp. Einkavæðingin nær ekki lengra en til þess að skapa þeim aðstöðu tii að kaupa sér forgang að þessu sameiginlega kerfi. Einkavæðingarsinnar vilja að efnafólk geti notað sér hina sameiginlegu aðstöðu en borgi aðeins brot af hinum raunverulega kostnaði." —í síðustu kjarasatnningum töluðu marg- ir forystumenn launþega um að það hefði verið í fyrsta sinn í þeirra minnum sem menn hafi þurft að standa í baráttu við ríkisvaldið um að halda áfram opnum um- önnunarstofnunum fyrir m.a. börn og aldraða. „Það er rétt og það er umhugsunarefni að svo skuli komið í íslensku þjóðfélagi að menn þurfi að standa í karpi um það mán- uðum saman hvort loka eigi barnageðdeild- um og hvort senda eigi gamalt fólk á sjúkrastofnunum bókstaflega út á gaddinn. Auðvitað er eitthvað að í samfélagi sem starfar með slíkum hætti. Spyrja má hvort leikreglurnar hafi ekki eitthvað breyst. Staðreyndin er sú að á of mörgum sviðum samfélagsins ráða nú menn ríkjum sem telja sig þekkja kostnað alls. Þeir þekkja hins vegar ekki gildi neins. Þeir hafna hinu huglæga í tilveru þjóðarinnar og það kann ekki góðri lukku að stýra. Þjóðin á kröfu á því að því samfélagi sem hér hefur verið byggt upp síðustu ár og ára- tugi sé ekki kollvarpað. Þegar þjóðfélag er hannað og þróað hlýtur að vera spurt um gildi hlutanna og gildismat. Við megum ekki láta menn sem eru svo þjakaðir af þröngri kostnaðarvitund sem raun ber vitni stýra þjóðfélaginu beint inn i hamrana eins og mér sýnist vera að gerast nú." Ráðhús já, heilbrigðis- kerfíð nei —Þið fenguð ákvcðin loforð í síðustu kjarasamningum. Er veríð að svíkja þauV „Við lögðum til að sett yrði í heilbrigðis- kerfið tiltekin upphæð; 300 milljónir til að koma í veg fyrir alvarlegustu slysin sem hlotist hafa af niðurskurðinum. Það óx mönnum mjög í augum. Það óx þeim aðil- um í augum sem hér á þessu ári einu þótti ekki tiltökumál að snara út 435 milljónum til að standa við fáfengilegt fyrirheit um að opna ráðhús í Reykjavík á tilteknum degi. Að setja 300 milljónir í heilbrigðiskerfið til að firra fjölda einstaklinga ómældum erfið- leikum var hins vegar ekki hægt. Þá vorum við nauðbeygðir til að tiltaka vissar stofn- anir og deildir svo sem öldrunardeildir Landspítalans og barnageðdeild. Þær vild- um við standa vörð um sérstaklega. Það hefur komið á daginn að málin reyndust flóknari og erfiðari úrlausnar en reiknað var með. Hins vegar sýnir þetta mál í hnotskurn vinnubrögð stjórnarinnar: Þegar skorið var niður var skorið jafnt yfir alla línuna og farið með það eins og hvert annað bók- haldsmál. Þá kom á daginn að mál voru flóknari en svo að slíkt gengi upp. Ná- kvæmlega á sama hátt reynist erfitt að snúa til baka, því að sjúkrastofnanir eru ekki bara sjúklingar, heldur einnig þeir sem sinna sjúklingum. Starfsemi þarf að skipuleggja fram í tímann og slíku verður ekki breytt í einu vetfangi. Þegar hætta átti við lokun öldrunardeildar Landspítalans í Hátúni var það þannig orðið of seint. Þess vegna þurfti að grípa til þess neyðarúrræð- is að flytja sjúklingana úr Hátúni á Vífils- staði. Það er vissulega hægt sé að standa á því að deildinni sem slíkri hafí ekki verið lokað heldur hafi hún verið flutt í annað húsnæði. Þetta er hins vegar fádærha klúð- ur og óafsakanleg framkoma gagnvart þessu aldraða fólki. Varðandi barnageðdeildina hefur nú kom- ið fram að hún er ekki rekin með eðlileg- um hættí að því er forsvarsmenn hennar segja. Okkur finnst því ekki að ríkisvaldið hafi staðið við skuldbindingar sínar á við- unandi hátt og voru þær þó ekki miklar. Þegar íslenskur almenningur leggur jafn- ríka áherslu og raunin er á að standa vörð um velferðarkerfið og setur þá kröfu fram- ar kröfu um eigin einkahag, þá er það mik- ill ábyrgðarhluti af hálfu stjórnvalda að slá á sáttahönd fólks með þeim hætti sem gert hefur verið." —Hvenær er launþegahreyfingunni nóg boðið? „Ég tel rendar að fólki hafi verið nóg boðið í haust og vetur er Ieið og mikil al- menn reiði hefur búið um sig hjá almenn- ingi vegna þeirra ráðstafana sem gripið hefur verið til. BSRB hefur gert allt sem í þess valdi hefur staðið til að setja fram upplýsingar og rökstuðning í því skyni að koma vitinu fyrir stjórnvöld og reyna að sveigja stefnu þeirra inn á þær brautir sem við teljum vera réttar. Ef þú ert hins vegar að spyrja um verkföll sem leið til að ryðja málstað sínum farveg þá eru þau síðasta úrræðið. Verkfallsvopninu verður að beita af mikilli varfærni, þó ekki svo mikilli að beiting þess sé útilokuð t.d. í því tilfelli að ætlun stjórnvalda væri beinlínis að rústa samfélagið. Beiting verkfallsvopnsins er matsatriði hverju sinni. Það var mat manna í síðustu samningum að ekki væri ráðlegt að fara út í verkföll nema að um það væri mjög víð- tæk samstaða. Menn vildu bíða átekta og sú varð niðurstaðan. Ég ætla ekki að vera með neinar getgátur eða spádóma en von mín er sú að okkur takist með fortölum að sveigja stjórnvöld inn á aðra braut en farin hefur verið að undanförnu. Samkvæmt þeim yfirlýsingum sem frá þeim hafa komið og þeim skrefum sem stigin hafa verið eða eru á döfinni, svo sem að taka þjónustugjöld af hjartasjúk- lingum þá lítur ekki út fyrir að þau láti sér se|jast, því miður. Eg held að með sama áframhaldi komi að því að fólk spyr ekki lengur hvort það hafi efni á því eða ekki að fara í verkfall heldur segi sem svo: — Ég hef ekki lengur efni á því að rísa ekki upp til varnar íslensku vel- ferðarsamfélagi. Það gæti komið að því að íslensk verkalýðshreyfing grípi til aðgerða til þess að fá stjórnvöld og atvinnurekend- ur til þess að hlusta á sig. Auðvitað eru því takmörk sett hve lengi fólk lætur koma fram við sig af hroka og óbilgirni. En hvort eða hvenær mælirinn er fullur vil ég engu um spá á þessari stundu. Nú eru kjara- samningar nýgerðir. En á það má benda að þeir eru í sjálfu sér langt í frá upphaf og endir alls, því að þjóðfélagið er á stöðugri hreyfingu og í stöðugri þróun. Og við munum að sjálfsögðu reyna að hafa áhrif á þá þróun."

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.