Tíminn - 13.06.1992, Blaðsíða 17

Tíminn - 13.06.1992, Blaðsíða 17
Laugardagur 13. júní 1992 Tíminn 17, Vicky Mesa haföi búiö í þessu húsi frá tíu ára aldri og þar lauk hún ævi sinni á hroöalegan hátt. Á þessu sjúkrahúsi leitaöi moröinginn sér hjálpar, sem varö til þess að hann náöist. Moröingjans var leitað úr þyrlum jafnt sem á jöröu niðri. vinnuveiianaans og pao ickksi siao- fest Hann var kominn til vinnu sinn- ar á þeim tíma, sem morðið var ffamið, og var því laus undan grun. Einnig álitu lögreglumennimir að sorg hans væri ósvikin og ekki tókst þeim heldur að finna nokkra ástæðu fyrir því að hann skyldi myrða konu sína. Við rannsóknina kom í ljós að ýms- ir höfðu oftar en einu sinni séð skeggjaða manninn á hjólinu í ná- grenninu dagana fyrir morðið. Við götuna stóð tómt hús þar sem til- kynning um að íbúamir væm í fríi var á hurðinni. Þannig að ef morð- inginn hefði verið að leita að húsi til að ræna, vom betri möguleikar á svæðinu en hús Mesa- hjónanna. Lögreglan taldi því öruggt að morð- inginn hefði beinlínis verið að bíða eftir að fá feri á Vicky. En spumingin var hvers vegna. RÁDNING Á KROSSGÁTU Blóðslóð vísar veginn Þó svo að lögréglan hefði nokkuð góða lýsingu á manninum á hjólinu, var ekki allt fengið. Því hvað er auð- veldara en að setja upp svarta hár- kollu og gerviskegg. Þegar lögreglan kannaði skýrslur sínar sást að tals- vert hafði verið um innbrot og aðra glæpi í hverfinu að undanfömu. Þar á meðal hafði konu í næsta nágrenni við Mesa-hjónin verið nauðgað. En lögreglan taldi ólíklegt að þama væm tengsl á milli. Vicky hafði ekki Sakamál verið nauðgað og hún hafði ekki einu sinni verið rænd. Og þrátt fyrir ítrek- aðar yfirheyrslur yfir ættingjum og vinum, kom ekkert í ljós sem bent gæti til þess að Vicky hefði átt elsk- huga eða einhvem óvin, sem hefði hugsanlega getað ráðið henni bana. Tæknimenn lögreglunnar létu ekki deigan síga. Þeir rannsökuðu húsið hátt og lágt og fundu slitrótta blóð- slóð, sem lá út úr húsinu að þeim stað sem sagt var að hjólið hefði stað- ið. „Hún hefúr skorið hann. Nú vitum við líka að hann er særður. Ég vona að hún hafi skorið hann duglega,“ sagði Abrecht, er honum barst þessi frétt Síðan hafði hann samband við öll sjúkrahús og lækna í nágrenninu og bað um að haft yrði auga með þrek- vöxnum manni, hugsanlega svart- skeggjuðum, sem kæmi til að láta búa um skurð. Ekki leið á löngu áður en læknir á Valley Regional sjúkrahúsinu hafði samband við lögregluna. Þar var þá staddur maður sem bæði svaraði til lýsingarinnar og var með skurð á hendi. Gamall aðdáandi Læknirinn sagði að hann og annað starfslið myndi halda manninum á staðnum þar til lögreglan kæmi á vettvang. Og lögreglan hraðaði sér á sjúkrahúsið sem mest hún mátti og handtók hinn særða. Hann reyndist heita Arthur Perez, þrítugur að aldri. Lögreglan kom á sakbendingu og hvert vitnið af öðru benti á Perez sem manninn sem sést hafði á ferli við hús Mesa-hjónanna morðdaginn og dagana þar á undan. Ákveðið var að réttarhöld yfir Art- hur Perez skyldu fara ffam í ágúsL Þangað til var hann lagalega séð að- eins grunaður um morðið, og því gat lögmaður hans bannað að hann yrði yfirheyrður og það gerði hann. En á meðan komst lögreglan að því að Vicky Mesa og eiginmaður hennar höfðu verið saman frá því í gagn- ffæðaskóla. Arthur Perez gekk í sama skóla, en þau þekktust ekki ná- ið. Upplýsingar fengust um að Art- hur hefði verið hrifin af Vicky úr fjar- lægð og aldrei komist yfir það ung- lingaskot Vicky og maðurinn hennar höfðu gifst fljótlega að skólagöngu lokinni og höfðu reynt í tíu ár að eignast bam. Vicky hafði loks tekist að verða ófrísk, en Arthur Mesa batt enda á þá meðgöngu og líf Vicky eftir aðeins góra mánuði. I ljós kom að Vicky hafði verið kom- in út úr húsinu, hafði verið sest inn í bifreið sína og um það bil að leggja af stað, þegar hún uppgötvaði að hún hafði gleymt einhveiju inn í húsinu. Hún skrapp inn, Arthur greip tæki- færið, elti æskuástina sína inn í hús- ið og drap hana. Við réttarhöldin var skýrt frá því að ef fóstrið hefði verið hálfum mánuði eldra, hefði Arthur verið kærður fyrir tvöfalt morð. En þar sem það var ekki hægL var hann aðeins ákærður fyrir að hafa myrt Vicky. Vægur dómur hæstaréttar Þann 10. ágúst 1989, eftir að kvið- dómur hafði ráðið ráðum sínum í þrjár klukkustundir, úrskurðaði kviðdómurinn Arthur Perez sekan um að hafa myrt Victoriu Mesa að yf- irlögðu ráði. Hann var dæmdur í 25 ára til ævilangt fangelsi. Dóminum var áfrýjað og þann 3. júní 1991 breytti hæstiréttur úr- skurði kviðdóms í að Perez væri sek- ur um manndráp. Rökin voru þau að saksóknari hefði ekki sýnt nægilega vel ffam á að Perez hefði haft ástæðu til að fremja glæpinn eða undirbúið hann á nokkum hátL Dómurinn var mildaður í 15 ára fangelsi með möguleika á náðun eftir sjö ár. Perez tjáði sig aldrei einu orði um glæpinn við hvomg réttarhöldin. Dómur hæstaréttar var þó ekki ein- hljóða. Einn dómaranna gagnrýndi starfsbræður sína harðlega. „í raun hafa starfsbræður mínir verðlaunað Perez fyrir grimmdina," sagði hann. „Svo virðist að þeim mun mddalegra og tilgangslausara sem morð er, þeim mun meiri líkur á morðing- inn á að sleppa með vægan dóm fyrir manndráp." Arthur Perez afþlánar nú dóm sinn í ríkisfangelsi Kaliforníu. RÁDNING Á KROSSGÁTU Þar sem röng lausn birtist á krossgátunni sl. laugardag, er hér birt sú lausn sem þá átti að birtast. Beðist er vel- virðingar á þessum mistökum. Almennir bændafundir með Halldóri Blöndal landbúnaðarráðherra verða haldnir sem hér segir: Hótel Borgarnes, Borgarnesi Sunnudaginn 14. júní kl. 13:30 Hótel Selfoss, Selfossi Sunnudaginn 14. júní kl. 21:00 Dagskrá fundanna: Landbúnaðarráðherra flytur ræðu um stöðu og horfur í landbúnaði. Almennar umræður og fyrir- spurnir. Fundirnir eru öllum opnir. Landbúnaðarráðuneytið Tilboð óskast i endurbætur á þaki og viöhald á Borgartúni 6, Reykjavik. Stærð þakflatar 1070 m2. Málun á stein 1680 m2. Verktími er til 28. ágúst 1992 fyrir steypuvinnu og þakendur- byggingu og til 1. júli 1993 á þakmálun. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri í Borgartúni 3, Reykjavik til og með þriöjudeginum 23. júni 1992 gegn 10.000,- skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á sama stað fimmtudaginn 25. júni kl. 11.00 f.h. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS BORGARTÚNI 7.105 REYKJAVÍK |J| ÚTBOÐ Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, f.h. Byggingadeildar borgarverk- fræðings, óskar eftir tilboöum í smíði á byggingu leikfimihúss viö Sel- ásskóla. Stærð byggingar er 432 fm og 2334 rm. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Frlkirkjuvegi 3, Reykjavlk, frá og með þriöjudeginum 16. júní gegn kr. 20.000,- skilatryggingu. Tilboðin verða opnuö á sama staö þriöjudaginn 7. júll 1992, kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Frikirkjuvegi 3 - Simi 25800 Þakka hjartanlega auðsýnda vináttu og hlýhug á nírœðisafmœli mínu þann 22. maí s.l. Jón Ólafsson frá HoltL

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.