Tíminn - 13.06.1992, Blaðsíða 14
14 Tíminn
Laugardagur 13. júní 1992
Fimmtíu hæðum ofar
vorinu í Central Park er
frægasti maður Ameríku
— ef trúa má orðum lög-
fræðings hans — að gera
það sem hann gerir best.
Fjórir hrifnir Arabar
fylgjast með Donald J.
Trump sýna viðskipta-
samningslist sína, hina
eilífu ástríðu þessa hálf-
fimmtuga manns, í við-
urvist fjölda ráðgjafa og
fyrirtækisritara. Saudi
Arabian Airlines hefur
nýlokið við að ganga frá
leigusamningi um eina
skrifstofuhæð í hinum
eftirsótta Trump Tower í
New York.
„Þú átt skemmtilega bygg-
ingu,“ segir Saudi-Arabinn
með skeggið. „Vissulega," seg-
ir Trump, „og þið eigið
skemmtilegar flugvélar." Bros,
glæsileg undirskrift og samn-
ingur, sem þýðir að nýtingin á
glæsilegustu turnbyggingunni
á Manhattan er 100%. Á ég að
bíða fyrir utan? spyr blaða-
maður lögfræðinginn. „Nei,
vertu kyrr,“ segir Trump og
grípur fram í fyrir lögfræð-
ingnum yfir ríflega þriggja
metra stjórnarborðið. „Vertu
kyrr og fylgstu með.“ Það sem
hann vill að fylgst sé með, er
þegar auðsætt: að maðurinn,
sem reif niður það gamla og
reisti í staðinn mikið og glæsi-
legt minnismerki um _ nýja
dirfsku kapítalismans — kast-
ala, turna og Taj Mahal við
hæfi æðri stétta nýju auðæf-
anna — er enn fremstur meðal
jafningja. Eða a.m.k. að klóra
sig þangað aftur.
Altalað fyrir ári að
Donald Trump væri
búinn að vera
Trump er maður sem þykir
gaman að benda. „Líttu á
bygginguna þarna,“ segir hann
og bendir á Trump Palace á 69.
götu. „Ég á hana, bestu bygg-
inguna, best heppnuðu bygg-
inguna í New York borg.“ En
vel snyrtur vísifingurinn hefur
þegar verið fluttur í átt að
bústinni möppu með nýlega
undirrituðum skjölum, af-
rakstri morgunverkanna.
„Sjáðu allt þetta,“ segir hann.
„Þetta er allt samningar, allt
vegna viðskipta, allt g!ænýtt.“
Tilgangurinn með slíku
blygðunarlausu gorti er eftir-
farandi: Fyrir ári var það al-
mannarómur að Donald
Trump væri búinn að vera,
hefði breitt of mikið úr sér;
spilavítin hans þrjú í Atlantic
City, sem áttu að mala gull,
væru glötuð vegna efnahags-
samdráttarins og eyðslusamra
stjórnenda. Hann varð að selja
flugfélagið sitt og lystisnekkju.
Forbes-tímaritið færði auðæfi
hans niður úr milljörðum í
milljónir. Donald Trump var,
eins og þeir segja í Hollywood,
réttir úr kútnum
Milliarðamæringurinn og skuldakóngurinn Donald Trumo hefur mik-
ið verið í fréttum undanfarin ár. Fvrst vaknaði áhugi almennings á
bessum ævintvralega manni. sem rakaði að sér stórauði á skömmum
tíma og allt virtist verða að gulli sem hann snerti á. En ekki dofnaði
áhuginn. begar í liós kom að auðurinn stóð heldur betur á ótraustum
fótum og allt virtist riða til falls. Inn í söguna fléttast svo einkamál
Trumps. skilnaður frá Ivönu. fvrrum tékkneskri skíðadrottningu. sem
hefur svnt að hún er ekkert lamb að leika við í fiármálum. og skrvkki-
ótt trúlofun með fegurðardísinni Marla Maples. En nú segist Donald
siálfur siá fram á betri daga og hættuástandi í fiármálunum sé afstvrt.
Blaðamaður The Sundav Times var boðinn velkominn á hans fund til
að kvnna sér endurkomu Donalds Trump í stórfiármálin.
„ristað brauð“. Hins vegar hef-
ur staða hans verið endurskoð-
uð á viðskiptasíðum blaðanna,
bankarnir hafa staðið við hlið
hans, og óvinir hans óttast að
ekki líði á löngu þar til þeir fá
ekki annað í morgunmat en
kalda meinfysi. Trump heldur
því fram að hann sé á góðri
leið með að vinna aftur fyrri
stöðu „á minn hátt“.
„Þeim líkar við mann þegar
vel gengur,“ segir hann. „En
þeir bera virkilega virðingu
fyrir þeim sem vinnur sér aftur
fýrri sess eftir slæmt tímabil.
Margir áttu erfiða tíma eins og
ég — þó að ekki væri eins mik-
ið talað um það opinberlega —
og margir þeirra eiga ekki eftir
að ná fyrri stöðu.“ Hvort hann
hafi íhugað að beita hæfileik-
um sínum til að bæta við eign-
ir sínar, í sambandi við Canary
Wharf í London, svarar hann:
„Reyndar hef ég verið að hugsa
um það. En allir vita að sagt er
að annar maðurinn sem tekur
við gjaldþrotabúi verði ríkur.
Ég held að í tilfellinu Canary
Wharf verði það ekki fyrr en sá
fjórði. Ég ætla að bíða og sjá
til.“
„Fólk breytist ekki,
það eru bara kring-
umstæðurnar sem
breytast“
Eftir eins árs endurskoðun á
flókinni skuldastöðu hefur
Trump gripið fegins hendi
gálgafrest frá mögulegu stór-
gjaldþroti og sundurlimun
eignanna. En hann segist líka
alltaf hafa verið örlagatrúar.
Jafnvel á dögum tískunnar
„hrifsaðu það sem þú nærð til“
og stórkostlegra vina (Gorba-
tsjovs, Sylvesters Stallone,
O’Connors kardínála og allra
annarra sem höfðu fengið um
sig dýrkunarfulla sögu í Vanity
Fair-tímaritinu) var hann við-
búinn óveðri. Sá gullni tími er
liðinn, en Trump hefur engan
tíma fýrir vellukenndar frjáls-
Iyndar vonir um að efnisdýrk-
unin verði minni á næsta ára-
tug. Hann skilur markaðinn,
ekki klókar kenningar um tíð-
arandann. „Heimurinn breyt-
ist ekki, fólk breytist ekki,
hugmyndir breytast ekki —
það eru bara kringumstæðurn-
ar sem breytast." Notalegri 10.
áratugur? Fólk ætti ekki að
láta sér detta það í hug, segir
Trump.
„Það eina, sem ég get sagt, er
að það, sem er mikilvægt, er að
lifa af og ég hef notið þeirrar
blessunar að eiga þann hæfi-
leika að geta staðist þrýsting.
Flestir hefðu sest út í horn og
farið að sjúga putta, ef þeir
hefðu verið krossfestir eins og
ég var í fyrra. Ég ætla ekki að
horfa um öxl og segja að það
hafi verið erfitt og kenna sjálf-
um mér um. Við höfum bjarg-
ast...“ Hann hættir í miðri
setningu og lítur á lögfræðing-
inn, mann sem finnst klisjur
eins og „stórgróði af veltu“ og
„reglubundin skuldaþjónusta"
hljóma eins og skáldskapur og
hljóðið af frjálsu fjármagns-
flæði hljómar eins og tónlist
milli þeirra tveggja. „Heyrðu,
sagðirðu henni að nettóvirðið
er metið á meira en 1,5 millj-
arð dollara?" spyr Trump. „Eg
gæti jafnvel orðið ríkari en
nokkru sinni fyrr,“ heldur
hann áfram. „Reksturinn skil-
ar meiri árangri núna, er hag-
kvæmari, og ég er nú laus við