Tíminn - 13.06.1992, Blaðsíða 8

Tíminn - 13.06.1992, Blaðsíða 8
8 Tíminn Laugardagur 13. júní 1992 Fjölbreytt hátíðarhöld á Akureyri á sjómannadaginn Hátíðahöld í tilefni sjómannadags á Akureyri hefjast í dag, á laugar- degi kl. 13. Dagskráin hefst á aö nýr kappróðrarbátur verður skýrð- ur, en það er fjórði bátur sjómannadagsráðs. Strax að því loknu hefst kappróður. Um fjörutíu sveitir er skráðar til keppninnar, helm- ingur þeirra sveitir skipsáhafna og svo sveitir kvenna og fyrirtækja. Klukkan 16 hefst síðan innan- hússmót í knattspyrnu milli skips- áhafna. Mótið er haldið í íþróttahúsi KA við Lundatún og hafa mörg lið skráð sig. Á sunnudag, sjómannadaginn sjálfan, hefst dagskrá klukkan 8 um morguninn með því að fánar verða dregnir að húni. Klukkan 10.30 verður sjómannamessa í Akureyrar- kirkju, þar sem prestur er séra Birg- ir Snæbjömsson og einnig í Glerár- kirkju, en þar er prestur séra Gunn- laugur Garðarsson. Sjómenn munu aðstoða við messurnar og börn sem skýrð verða fá merki sjómannadags. Klukkan 13 verður lagður blóm- sveigur að minnisvarða um týnda og drukknaða sjómenn við Glerár- kirkju. Aðalathöfn dagsins hefst við Sundlaug Akureyrar klukkan 13.30. Lúðrasveit Akureyrar leikur og ávörp flytja fulltrúar útgerða og sjó- manna. í>á verða sjómenn heiðraðir. Síðan hefst keppni í hinum ýmsu keppnisgreinum, en þrjár nýjar greinar verða kynntar að þessu sinni. Það er netabæting, pokahnút- ur og kraftakeppni við DNG-færa- rúllu. Um kvöldið verður sjómanna- dansleikur í íþróttahöllinni og hefst klukkan 19. Þar er matargestum boðið upp á heitt og kalt sjómanna- hlaðborð. Veislustjóri verður Jakob Frímann Magnússon og hljómsveit- in Stjórnin leikur fyrir dansi. Um skemmtiatriði sjá Halli og Laddi og Blái hatturinn ásamt fleirum. Verð- launaafhending úr keppnisgreinum dagsins fer fram á dansieiknum og einnig afhending Atlastangarinnar og Hálfsíðubikars sjómannablaðsins Ölduróts. Áætlað er að dansleikur- inn standi til klukkan 03. 55. sjómannadagurinn í Reykjavík: Útihátíðarhöld við Reykjavíkurhöfn Dagskrá sjómannadags í Reykjavík, sunnudaginn 14. júní, hefst Úukk- an 8.00 að morgni með því að fán- ar verða dregnir að húni á skipum í Reylq'avíkurhöfn. Klukkan 11.00 verður Minningarguðþjónusta í Dómkirkjunni, þar sem séra Hjalti Guðmundsson minnist drukknaðra sjómanna og þjónar fyrir altari. Sjómenn aðstoða við messuna. í Bústaðakirkju verður einnig sjó- mannamessa og prestur er séra Pálmi Matthíasson. Við báðar messumar verður flutt verkið „Þakkargjörð" eftir Sigfús Hall- dórsson. Klukkan 13.00 gefst almenningi kostur á að taka sér far með skipum Hafrannsóknastofnunar, Árna Frið- rikssyni og Bjarna Sæmundssyni, um sundin blá við Reykjavík. Þar er hægt að fylgjast með störfum vís- indamanna stofnunarinnar. Fólki er bent á að klæða sig eftir veðri. Síð- asta ferð skipanna frá höfn er klukk- an 16.00. Lúðrasveit Reykjavíkur mun leika létt lög við höfnina og klukkan 14.00 verður samkoman sett. Ávörp flytja Þorsteinn Pálsson sjávarút- vegsráðherra, Sigurður Einarsson, útgerðarmaður frá Vestmannaeyj- um og fulltrúi sjómanna, Ragnar G.D. Hermannsson, for- maður Skipstjóra- og stýrimannafé- lagsins Öldunnar. Þá mun Pétur Sigurðsson, formaður sjómanna- dagsráðs, heiðra aldraða sjómenn með heiðursmerki sjómannadags. Þulur og kynnir verður Harald Holsvík, framkvæmda- stjóri Öldunnar. Kappróður í Reykjavíkurhöfn hefst síðan klukkan 15.00. Keppt verður í kvenna- og karlasveitum. Þá verða félagar úr björgunarsveit S.V.F.Í. Ingólfi í Reykjavík, í sam- vinnu við áhöfn þyrlu Landhelgis- gæslunnar, með ýmsar uppákomur í Reykjavíkurhöfn. Stefnt er að því að útihátíðarhöld- unum verði lokið klukkan 17.00. Sjómannahóf verður að kvöldi sjómannadags á Hótel íslandi. Sjómenn um allt land sigla nú fleyjum sínum í höfn og gera klárt fyrir Sjómannadaginn. Tímamynd: Árni Bjarna. Hrafnistuheimilin: Handavinnusýningar í tilefni sjómannadags Á sjómannadaginn verður handavinnusýning og sala opnuð í „Súðinni" sem er til húsa á 4. hæð E-álmu Hrafnistu í Reykjavík. Einnig verður kaffí- sala í borð- og skemmtisal frá klukkan 14.30 til 17.00. Allur ágóði rennur til velferðamála heimilismanna á Hrafnistu í Reykjavík. Við Hrafnistu í Hafnarfirði leikur Lúðrasveit Hafnarfjarðar sjómannalög klukkan 10.30. Handavinnusýning og sala verður opin í vinnusal frá klukkan 14.00 til 17.00. Kaffisala verður í vinnu- og skemmtisal. Allir eru velkomnir og rennur ágóði til velferðarmála heimilismanna Hrafnistu í Hafnarfirði. Ætlun starfsmanna að veita góða þjónustu Sameinaðar hafa verið undir einn hatt bifreiðavarahlutadeild Jötuns og búvéla- og vélavarahlutadeild fyrirtækisins undir nafninu Vara- hlutadeild Jötuns. Deildarstjóri er Agnar Þór Hjartar og í deildinni starfa nú 16 manns við Iager- og afgreiðslustörf. Nafn: Nafnið Þitt Dags: 12.6.92-13:51 Bls Að sögn Agnars er það ætlun hans og starfsmanna deildarinnar að reyna að hrista af það slæma orð sem farið hefði af varahlutaþjón- ustu fyrir bifreiðar, sem reyndar hefur alls ekki alltaf átt við rök að styðjast. Þjónusta vélavarahluta- deildar hafi ávallt verið viðurkennd og það væri einlæg ætlun Jötuns- manna að skapa deildinni í heild sinni slíkt nafn og veita viðskipta- mönnum fyrirtækisins á hvaða sviði sem þeir væru góða þjónustu. „Það er fullur vilji minn og starfs- manna deildarinnar að veita þá þjónustu við viðskiptamenn okkar sem allir geti sætt sig við og sem þeir geti reitt sig á,“ sagði Agnar Þór Hjartar deildarstjóri í samtali við Tímann. í varahlutadeild Jötuns eru seldir varahlutir í allar bifreiðar, búvélar, lyftara, vinnuvélar og Yamaha spor- tvörur ásamt varahlutum í fleiri smærri tæki sem fyrirtækið selur, ásamt fjölbreyttu úrvali auka- og smáhluta. Einnig sér varahluta- deildin um Alfa Laval þjónustubfí- inn, sem staðsettur er á Akureyri, en þjónustar Alfa Laval notendur um land allt. Nú um helgina gengur í garð sumaropnunartími varahlutadeild- ar Jötuns og verður hún opin á laugardögum frá kl. 10.00-12.00 í júní, júlí og ágúst. Verður hægt á þeim tíma að fá ráðleggingar í gegnum síma og hægt að fá á staðnum alla þá þjónustu sem vara- hlutadeildin býður upp á. Jötunn hf. hefur nýlega fengið nýtt síma- Öll varahlutaþjónustu Jötuns hefur nú verið sameinunuð undir nafni Varahlutadeildar Jötuns. Agnar Þór Hjartar deildarstjóri: Starfsfólk varahlutaþjónustunnar. Tímamynd: Árni Bjarna. Knattspyrna: Helgar- leikir Laugardagur 13.júní 1. DEILD ka. KA-KR ld.14.00 2. deild kv. Reynir S.-Týr kl. 16.00 3. DEILD ka. KS-Haukar kl. 14.00 Þróttur N.-Ægir Id. 14.00 4. DEILD ka. Víkingur Ót.-Hafnir kl. 14.00 Árvakur-Reynir S. kl. 14.00 Léttir-Fjölnir Id. 17.00 Snæfell-Víkveiji Id. 14.00 HSÞ.b.-Kormákur kl. 14.00 Þ»ymur-S.M. kl. 14.00 Huginn-Neisti D. kl. 14.00 Leiknir P.-Sindir kl. 14.00 Einhetji-Höttur kl. 14.00 Huginn F-Austri E. kl. 14.00 Sunnudagur 14. júní 1. DEILD karla Víkingur-FH kl. 20.30 1. DEELD kv. Þróttur N.-KR kl. 14.00 2. DEILD kv. Ægir-BÍ kl. 14.00 Mánudagur 15.júní 1. DEILD karla UBK-ÍA kl. 20.30 ÍBV-Þór Ak. kl. 20.30 2. DEILD kv. Leiftur-Tindastóll kl. 20.00 KA-Dalvík kl. 18.00 Námsstefna sjúkraliða Sjúkraliðar halda námsstefnu dag- ana 15. tö 16. júnf nk. I ráðstefnu- sal ríkisins, Borgartúni 6 og verð- ur Björn Amórsson, hagfræðingur BSRB, námsstefnustjóri. Á dagskrá námsstefnunnar verður m.a. fjaílað um menntun sjúkraliða og nýtingu hennar, stöðu sjúkraliða innan EES (og EB) þegar auldð samstarf Evrópu- þjóða er framundan, samskipti, lóerleik og umhyggju og loks sorg og sorgarviðbrögð. Fjöldi fyririesara mun mæta á námsstefnu sjúkraliðanna og fjalla um hin ólikustu mál. Erlendir gestir munu og einnig sækja ráð- stefnuna og má þar tH nefna full- trúa frá félögum færeyskra, nortkra og fínnskra sjúkraliða.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.