Tíminn - 13.06.1992, Blaðsíða 11

Tíminn - 13.06.1992, Blaðsíða 11
Laugardagur 13. júnf 1992 Tíminn 11 runnar frá. Og vegna áhrifa frá þessum málum breyttist t.d. sérhljóðakerfið í tocharísku. Frá Mið-Asíu bárust tungu- málin til Evrópu og leiðin lá bæði fyrir norðan og sunnan Svartahaf. Gríska, armenska og írönsk mál fóru að klofna frá móðurtungunni á þriðja árþúsundinu f.Kr. Grísku „ný- lendurnar" á norðurströnd Svartahafs eru forn byggð grískumælandi manna á vest- urleið til Eyjahafsins, en ekki öfugt. Engin grísk tunga er upprunnin í Grikklcmdi. Önn- ur leið indó- evrópskra mála lá frá suðurströnd Svartahafsins inn í Grikkland og Balkan- skaga. Hjá þeim, sem eftir urðu eða fóru stutt frá heimalandi móðurtungunnar, breyttist málið líka. Enn hefur aldrei tekist að varðveita tungumál í þessum heimi. Nokkrir þess- ara heimamanna fluttu sig vestur til Anatólíu um 2000 f.Kr. og nefndust þar Hittítar. Konungsríki þeirra réð allri Anatólíu um 1400 f.Kr. Mál Hittíta og önnur skyld mál í Anatólíu voru staðbundnari en önnur indó-evrópsk mál og þau dóu út án þess að eignast afkvæmi. Talið er að forntunga Anatólíu hafi klofnað frá móð- urtungunni ekki seinna en á fjórða árþúsundinu f.Kr., því að á þriðja árþúsundinu hafði forntunga Anatólíu klofnað í fimm tungumál: Mál Hittíta, palaísku, lydiönsku, luwi- önsku og lykiönsku. Jafnvel móðurtungan var aldrei „hreint mál“, ekki einu sinni fyrir 6000 árum. Af menningarástæðum varð að nota slettur úr erlendum mál- um af öðrum málafjölskyld- um. Menn verða að taka orð að láni úr semísku og kartvelísku. Það var óhjákvæmilegt af pól- itískum ástæðum að taka upp orð úr máli Súmera og Egypta. Þaðan komu nauðsynleg orð til að lýsa nýjum lifnaðarhátt- um, fyrst í bændamenningu og síðar í borgarmenningu. Vegna menningarlegs nábýlis byggjast orð af ólíkum mála- fjölskyldum stundum á sömu hugsun: ,Af jörðu ertu kom- inn“ er sagt um manninn í biblíunni. Þessi hugsun kem- ur fram í orðunum adam (maður) og adamah (jörð). Hliðstæð hugsun kemur fram t.d. í latínu, þriðja ættlið frá móðurtungunni, í orðunum homo (maður) og humus (jörð). Olíkar málafjölskyldur eiga mörg orð sameiginleg, einkum þau almennustu. Þar sem víndrykkja var stunduð af kappi notuðu menn t.d. svipað orð, þó að þeir töluðu mál sem heyrðu til ólíkum málafjöl- skyldum: Vinograd (vínber, rússneska), Wein (þýska), vino (ítalska), wein-no (á móður- tungunni, halda menn), wajno (frumsemíska), wns (egypska), wino (kartvelíanska) og wijana (hittítska). Eins og fyrr segir, þá er rannsókn málvísindamanna á móðurtungunni og afkvæm- um hennar orðin tveggja alda saga. Forleikur þessarar sögu var áhugi guðfræðinga á að sanna frásögn biblíunnar um Babylonsturninn og rugling tungumála. Heimurinn var þá talinn skapaður árið 4004 f.Kr. Hið upphaflega mál var mál biblíunnar. Af eljusemi söfn- uðu þessir gömlu fræðimenn ótrúlega miklum fróðleik, sem varð málvísindamönnum stundum góður efniviður, þó að meiri rannsóknir og aukinn skilningur leiddu til annarrar niðurstöðu. Nú eru heiðarlegir guðfræðingar hættir að líta á biblíuna sem „kröníku“, og málvísindamenn telja að hin eiginlega rannsókn á indó-evr- ópskum málum hefjist með breskum lögfræðingi, William Jones að nafni. „Enginn sam- anburðarmálfræðingur," sagði hann, „getur rannsakað sem- skrít, grísku og latínu án þess að álykta að þessar tungur eigi sér sameiginlega móðurtungu, sem hugsanlega er ekki lengur tU.“ í kjölfar Williams Jones komu Daninn Rasmus Kristi- an Rask og Þjóðverjarnir Franz Bopp og Jakob Grimm, annar Grimmsbræðra, en þeir eru þekktastir fyrir söfnun þjóðsagna og ævintýra. Þessir menn skoðuðu einstök orð eins og t.d. pitar (sanskrít), pater (latína), Vater (þýska), father (enska) og faðir (ís- lenska). Þeir sýndu fram á að ákveðin lögmál stjórnuðu því hvemig orð breyttust innan fjölskyldunnar. Strax um miðja 19. öld var August Schleicher byrjaður að gera tilraun til að endurskapa horfin tungumál. Nútímavís- indamenn hafa með tækni sinni endurskapað hljóðfræði og mikið safn orða, sem engar skráðar heimildir eru til um. Slík endursköpun hefur al- mennt verið talin trúverðug. Og hana hefur stundum verið hægt að sannreyna með því að bera hana saman við áður óþekkt letur, sem fornleifa- fræðingar hafa grafið upp. Mörg slík orð, sem þannig hafa verið endurvakin, sýna hvar þeir, sem þau töluðu, hafa ver- ið. Og þau sýna einnig hvernig lífi þeir hafa lifað. Þau sýna jafnvel samfélagsgerð, trú þeirra og hugsun. Þannig skapar málvísindamaðurinn sagnfræði, sem ekki verður sniðgengin fremur en upplýs- ingar mannfræðinga, forn- leifafræðinga og þeirra sem fást við að rannsaka skráðar heimildir. Og þegar DNA-fræð- ingurinn bætist í þennan hóp, fyllast sumir fræðimenn slík- um metnaði að þeir eru farnir að leita að „frumtungunni“, sem þeir telja að homo sapiens hafi talað í árdaga og allar mál- fjölskyldur sameinist í. Ekki er líklegt að sú leit leiði til endan- legrar niðurstöðu. Tungumál eru hreyfanleg og sjaldnast mjög langlíf. Tcilið er að um 3000 mál af 6000 verði týnd á næstu öld. Það má vel vera að það, sem nútímamaðurinn, homo sapi- ens sapiens, kallar mál, hafi byrjað með honum. Þroskaðri talfæri og málstöðvar heilans breyttu tali hans. Hugsanlega hefur hann litið svo á að hljóð Neanderdalsmanna væru ekki mál. Það álíta margir að homo sapiens sapiens hafi ekki blandast forverum sínum, vegna þess að þeir voru vegna „málleysis" ekki taldir menn. Þessi hugmynd að eiginlegt mál byrji með nútímamannin- um freistar manna til að leita að „móðurtungu“ homo sapi- ens sapiens, sem allar mála- fjölskyldur eru þá komnar frá. En við skulum halda okkur við móðurtungu okkar og sjá hvemig nokkur nútímamál eru rakin til hennar. 1. íslenska T Skandinavíska t Norður-germanska (endurskapað mál) t Frumgermanska (endurskapað mál) t Baltnesk-slavnesk- germanska (endursköpuð) t Móðurtungan (endursköpuð) 2. Enska t Vestur-germanska (endurskapað mál) t Frumgermanska (endursköpuð) t Baltnesk-slavnesk-ger- manska (endursköpuð) t Móðurtungan (endursköpuð) 3. Franska t Latína t Ítalíska (endursköpuð) t Keltnesk-ítalísk-tocha- ríska (endursköpuð) t Móðurtungan (endur- sköpuð) 4. írska t Gelíska t Frumkeltneska (endursköpuð) t Keltnesk-ítalísk-tocha- ríska (endursköpuð) t Móðurtungan (endursköpuð) 5. Rússneska t Frumrússneska (endursköpuð) t Slavneska (endursköpuð) t Baltnesk-slavneska (endursköpuð) t Baltnesk-slavnesk-ger- manska (endursköpuð) t Móðurtungan (endur- sköpuð) 6. Persneska t Fom-íranska t Indó-íranska (endursköpuð) t Armensk-aríanska (endursköpuð) t Móðurtungan (endursköpuð) 7. Hindi t Sanskrít t Indó-íranska (endursköpuð) t Armensk-aríanska (endursköpuð) t Aríönsk-grísk-arm- enska (endursköpuð) Það er þetta tungumál sem klofnar annars vegar í arm- enska-aríönsku og hins vegar í grísku og þær fjórar tungur, sem frá henni eru komnar: dórísku, jónísku, eolísku og akadísku. Og þessi runa endar eins og hinar í móðurtung- unni. En hið „upphaflega" mál mannsins verður seint fundið. Tungumál er ekki einu sinni uppfynding mannsins. Allar lífverur „tala“ með einhverjum hætti og fjölmargar tegundir gefa frá sér hljóð, sem hafa einhverja ákveðna merkingu. Höfundur er rithöfundur. 17. JÚNÍ Viö þökkum öllum þeim sem hafa þegar borgað heimsenda happdrættismiöa og minnum hina á góöan málstaö og glæsilega vlnnlnga. STUÐNINGUR YKKAR ER OKKAR VOPN! Athugiö: I þetta sinn voru miöar einungis sendir körlum, á aldrinum 23ja-75 ára, en miöar fást á skrifstofu happdrættlsins i Skógarhllö 8 (s. 621414) og I sölubflnum á Lækjartorgi. VINNINGAR: 1. MITSUBISHI PAJERO þrennra dyra, V6, bensín. Verömæti 2.400.000 kr. 2.-3. VWGOLFGL Verömæti 1.300.000 kr. 4.-53. VÖRUR EÐA FERÐIR fyrir 130.000 kr. 54.-103. VÖRUREÐA FERÐIR fyrir 80.000 kr. HVER KEYPTUR MIÐI EFLIR SÓKN OG VÖRN GEGN KRABBAMEINI! Krabbameinsfélagiö DEUTZ-FAHR FUTTERERNTE-TECHNIK VELAR SEM SKILA ARANGRI Árangursrík heyverkun krefst nútíma véla- kosts. DEUTZ-FAHR heyvinnuvélar eru fáan- legar fyrir hvaða verkun heys sem er. • Sláttuþyrlur — vinnslubreiddir 1,65m, 1,85m og 2,10m — með eða án knosara. • Diskasláttuvélar — vinnslubreiddir 2,10m, 2,40m og 2,80m — með eða án knosara. • Fjölfætlur—vinnslubreiddir 4,40m, 5,20m, 6,40m og 7,60m — drag- eða lyftu- tengdar með eða án vökvabúnaðar. • Stjömumúgavélar — vinnslubreiddir 3,30m, 3,70m, 4,20m, 6,0m og 7,10m. • Rúllubindivélar með föstu baggahólfi 1,2m eða 1,5m, fáanlegar með eða án skurðarbúnaðar og forþjöppu. • Aðrar heyvinnuvélar—stórbaggabindi- vél, hefðbundnar bindivélar, sjálfhleðslu- vagnar o.fi. Bændur, nú er rétti tíminn til að tryggja sér réttu heyvinnuvélamar. Hafið samband við okkur sem fyrst. w ÞORf ÁRMÚLA 11 - SÍMI 681500

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.