Tíminn - 13.06.1992, Blaðsíða 6

Tíminn - 13.06.1992, Blaðsíða 6
6 Tíminn Laugardagur 13. júní 1992 Formaður BSRB telur viðbrögð ríkisstjórnarinnar vegna hugsanlegra þorskveiðitakmarkana óábyrg. Afstaða stjórnvalda og atvinnurekenda lofi ekki góðu. Ögmundur Jónasson: Nú ráða hér ríkjum menn sem þekkja kostnað alls en ekki gildi neins Eftir Stefán Ásgrímsson „Fari svo að draga verði úr fiskveiðiheim- ildum að því marki sem Alþjóðahafrann- sóknaráðið leggur til er ljóst að grundvöllur núverandi tekjuskiptingar á íslandi er brost- inn. Á samdráttartímum hefur samfélagið enn síður en ella efni á því að viðhalda rang- látri tekjuskiptingu sem byggir á því að fjöl- menn sveit manna dregur til sín heilu og hálfu milljónirnar á mánuði hverjum á með- an öðrum er skammtað úr hnefa. Stjórnvöld geta ekki lengur virt að vettugi kröfur um að ráðist verði gegn ranglátri tekjuskiptingu." Þetta segir í ályktun stjórnar BSRB um óá- byrg viðbrögð stjórnvalda við hugsanlegum aflasamdrætti, sem var samþykkt í vikunni. Þá mótmælir stjórn BSRB vanefndum ríkis- stjórnarinnar á eigin yfirlýsingum í tengsl- um við kjarasamninga. Hún hafi ekki staðið við þær svo viðunandi sé. Jafnframt varar BSRB við áformum um frekari gjaldtökur af sjúklingum, en nú síðast hafi fjármálaráð- herra viðrað hugmynd um þjónustugjöld vegna hjartaaðgerða — að efnameiri hjarta- sjúklingar greiði fyrir slíkar aðgerðir að ein- hverju marki. Ögmundur Jónasson formaður BSRB er í helgarviötali Tímans. Hvern á að rukka? „Þegar fréttir bárust af niðurstöðum Al- þjóða hafrannsóknaráðsins voru viðbrögð stjórnvalda, oddvita ríkisstjórnar, ráðherra og atvinnurekenda á þá leið að taxtavinnu- fólk á íslandi ætti að taka skellinn. Þetta voru snöfurmannleg viðbrögð frá að- ilum sem stóðu í vegi fyrir því mánuðum saman að hér væru gerðir samningar um kaup og kjör. Þá þurfti að skoða þetta og hitt og hvorki gekk né rak eins og alkunna er. Nú stóð hins vegar ekki á lausninni. Það var þetta fólk, láglaunafólkið, sem átti að taka skellinn. Það hefur ítrekað komið fram að á íslandi er mikil tekjuskipting. Okkur hefur þótt hún ranglát en höfum orðið að sæta henni og of lítið fengið að gert að okkar mati. Nú er hugsanlegt að útflutningstekjur lækki um 10-12% vegna skertra veiðiheimilda. Ef þetta gerist verður um það mikinn og alvar- Iegan tekjumissi fyrir íslenska þjóðfélagið að ræða að Ijóst er að það fær ekki lengur risið undir þeirri misskiptingu sem er við lýði. Útflutningstekjur okkar eru einfaldlega ekki nægar til að stórar sveitir manna geti tekið til sín hálfa til eina milljón á mánuði hverjum í einkaneyslu. Það er því komið að því að þjóðin taki núverandi tekjuskíptingu til endurskoðunar. Nú verður að rukka aðra en taxtavinnufólkið. En í ljósi þessarar tekjuskiptingar og í ljósi þeirra kjarasamninga sem gerðir hafa verið á síðustu misserum og árum er nöturlegt til þess að vita að fyrsta og eina úrræðið sem íslensk ríkisstjórn og íslenskir atvinnurek- endur kunna sé að snúa sér til íslensks lág- launafólks og segja við það: — Sjáið hvernig komið er. Nú verðið þið eina ferðina en að herða ólarnar. Það eru einu úrræðin sem við sjáum fær, þessi einsýni sem við gagnrýnum og höfnum. Nú þarf að fara aðrar leiðir, grundvöllur núverandi tekjuskiptingar er brostinn." Réttlát skipting kökunnar —Nú sýna hagtölur að almenn einkaneysla er mjðg mikil og fólk hefur steypt sér í skuldir vegna hennar. Erlend lán hafa að undanförnu farið að mjög liflum hluta til atvinnuveganna heldur að mestum hluta til heimilanna. Hefur almenningur ekki Iifao um efni fram og verður einfaldlega að blæða fyrir það og sjá á bak torfærujeppun- um og öllum dýru leikföngunum? „Það er allt of mikið um það að menn beiti alhæfingum, t.d. eru torfærujeppar engin almenningseign og reyndar ekkert sama- semmerki hægt að setja á milli allra sem eiga slík tæki. Auðvitað hafa fjölmörg heim- ili lifað um efni fram. Önnur hafa hins vegar ekki gert það og skuldir margra heimila eru þannig til komnar að fólk á í erfiðleikum með að láta enda ná saman. Verkalýðsbarátta á íslandi á að ganga út á það að jafna kjörin og gaumgæfa samhengi hlutanna. í þessum efnum fyrirfinnst engin ein lausn. Kjörin má jafna gegnum launa- kerfið, skattakerfið og vextina, en með hjálp þeirra eru miklir fjármunir færðir til í þjóð- félaginu. Auk þessara þátta verður að vera virkt verðlagsaöhald til að hindra eftir megni að þeir sem eru í aðstöðu til að skammta sér tekjur sjálfir með verðlagn- ingu á vöru og þjónustu gerist of frekir til fjárins. Vissulega reynum við einnig stöðugt að ná markmiðum launajöfnunar með fortölum, að höfða til sanngirni manna og þess við- horfs að sameinast í einhvers konar þjóðar- sátt um sanngjarna skiptingu teknanna. Þetta síðastnefnda er mikilvægt ef við á annað borð viljum búa áfram í landinu í sæmilegri sátt og samlyndi sem ein þjóð. En eigi það að takast þá dugar auðvitað ekki að hátekjuhóparnir séu alltaf lausir allra mála. Ríkisstjórn misskiptingar Þegar nú er komin ríkisstjórn sem ásamt atvinnurekendum horfir framhjá vanda mis- skiptingar og gerir lítið úr honum, þá er auðvitað við ramman reip að draga. For- maður Alþýðuflokksins sagði t.d. í opnunar- ávarpi sínu á flokksþingi flokks síns, sem nú stendur yfir, að ekki kæmi til greina að hans mati að hækka skatta. Ég spyr á móti: Á hverja kemur ekki til greina að hækka skatta? Kemur ekki til greina að hækka skatta á hátekjufólk? Kemur ekki til greina að taka skatta af fjármagnsgróða? Auðvitað á að leita allra leiða til að færa til tekjur í þjóðfélaginu. Ég hefði haldið að menn sem í pólitísku starfi kenna sig við jöfnuð og jafnaðarmennsku hefðu vilja til þess." — Nú telja m.a. ráðherrar í ríkisstjórn- inni að hátekjuskattar og fjármagnsskattar skili sáralitlu öðru en því að vera illa und- irbúinn skattur á sparifjáreigendur. Er fjár- magnsskattur nokkuð annað en skattur á þann hluta almennings sem er forsjáll og leggur til hliðar? Og hefði slíkur skattur nokkuð í för með sér annað en að vextir myndu hækka og þar með væru málin komin í hring? „Ég hef aldrei látið sannfærast af þessum röksemdum um sparifjáreigandann. Menn spyrja jafnvel með þjósti hvort skattleggja eigi börn eða gamalmenni. Mér er nákvæm- lega sama um hvort það er smábarn eða gamalmenni sem okrar á peningum sínum. Það skiptir engu máli hvort um er að ræða tíkall eða tíu milljónir. Málið snýst ein- göngu um það að skattleggja rauntekjur af fjármagni. Það ber að líta á fjármagnstekjur sem hverjar aðrar tekjur og skattleggja sem slíkar. Hins vegar er enginn að tala um að skattleggja sjálfan sparnaðinn, en þessu er oft ruglað saman." —En verði slik skattlagning til þess að vextir hækki, ést þá ekki ávinningurinn upp? „Hver segir að vextir muni hækka? Við höfum hærri raunávöxtun á íslandi en víð- ast hvar í nágrannalöndunum og þar við- gengst að fjármagn sé skattlagt og þykir hinn eðlilegasti hlutur. Þessar fullyrðingar heyrast vissulega að fjármagnseigendur muni krefjast hærri raunávóxtunar í kjölfar skatta á fjármagnstekjur. En hafa menn hugleitt hvað býr að baki svona fullyrðingu? Þessi hugmynd grundvallast á því að það sé skiljanlegt og sjálfsagt að fjármagnseigend- ur lúti öðrum lögmálum en aðrir þjóðfé- lagsþegnar. Það sé samkvæmt eðli hlutanna að þeir haldi sínu hvað sem á dynur. Sömu aðilum finnst eðlilegt að kaupmáttur launa sveiflist eftir þjóðarhag, en ekki fjármagns- gróðinn. Það sé óhugsandi að fjármagnseig- endur taki þátt í nokkurri samfélagslegri til- raun til að komast yfir erfiðleikana eða að þeir taki þátt í hvers kyns átaki til jöfnuðar. Ef til vill er þetta rétt enda íslenskir fjár- magnseigendur orðnir góðu vanir. Auðvitað eigum við ekki að sætta okkur við þetta. En þá þarf Iíka að hætta að mana græðgina upp í þessum mannskap og gefa sér það sem sjálfsagðan hlut að hann geti verið stikkfrí í þjóðfélaginu. ... Eggið eða hænan, úlfur- inn og Rauðhetta Umræða um efnahagsmál er oft æði und- arleg og oft reyna menn að réttlæta kreddur sínar með skírskotun til útlanda. Stundum heyrast yfirlýsingar um að víða erlendis séu háir raunvextir og það jafnvel hjá þjóðiim sem búi við hagvöxt. Skyldu menn virkilega telja að hagvöxtur sé mikill vegna hárra raunvaxta og því séu þeir æskilegir fyrir okkur og leiði til hagsældar? Við ættum kannski líka að sækjast eftir skorti á atvinnu því sumar þjóðir sem njóta hagvaxtar búa jafnframt við mikið atvinnuleysi? Við verðum vör við undarleg samanburðar- fræði af þessu tagi á ýmsum sviðum og einkum hafa þau tröllriðið umræðunni um EES. Það er óhugnanlegt að sjá hvernig menn gefa sér að innganga í EES muni sjálfvirkt færa okkur gull og græna skóga. Varðandi skattlagningartal þá er það ekki al- veg rétt hjá formanni Alþýðuflokksins að ríkisstjórnin ætli ekki að hækka skatta. Það hefur hún verið að gera í gríð og erg og val- ið úr sérstaka hópa í því skyni; — barnafólk, sjúklinga og nú síðast telur fjármálaráð- herra það koma til greina að láta hjartasjúk- linga greiða fyrir hjartaaðgerðir. Röksemd- irnar eru þær að þeir efnameiri eigi að greiða meira. Mér finnast þessi rök minna á úlfinn í sög- unni um Rauðhettu forðum því að hér er ekki talað af heilindum. Ef efnafólki er al- vara með að vilja greiða til samfélagsins eft- ir efnum og ástæðum þá hlýtur maður að spyrja á móti: Hvers vegna vill það bíða með það þangað til það veikist? Hvers vegna vill sá sem býr við góð efni og mælir svo fagur- lega ekki borga núna strax, meðan hann er við góða heilsu? Hvers vegna vill hann bíða þar til hann veikist og er lagður inn á sjúkrahús? Tekjutengd skattheimta af sjúklingum eins og verið er að tala um byggir á nákvæmlega sömu upplýsingum og tekjuskattur er byggður á og það eina sem myndi breytast er að það yrði beðið með að skattleggja hinn efnamikla góðhjartaða mann þangað til hann veikist. Þetta er sú stefna sem fylgja á — að bíða eftir því að ríka fólkið verði veikt og þá eigi að láta það borga. Forgangur hinna auðugu Allt þetta tal um að fólk skuli greiða fyrir heilbrigðisþjónustu eftir efnum og ástæð- um sýnist mér hins vegar hafa annan til- gang. Hann er sá að hinir efnameiri eru að seilast eftir því að fá forgang að þjónustu innan heilbrigðiskerfisins. Nú er það svo að læknavísindin búa yfir svo mikilli tækni að þau ráða við fleiri og meiri úrlausnarefni en nokkurn tíma er hægt að sinna af fjárhags- legum ástæðum. Það þarf því að velja eða hafna og það er viðfangsefni heilbrigðis- stéttanna og samfélagsins alls. Ein leið er sú að láta markaðinn um þetta val og það gera t.d. Bandaríkjamenn. Þar fær sá þjónustuna sem getur borgað. Hér á landi hlýtur það að verða mjög mikil freist- ing fyrir fjársveltar sjúkrastofnanir að láta hina efnameiri fá forgang til þess að geta viðhaldið starfsemi sinni. Þetta hefur hins vegar félagslegt ranglæti í för mneð sér. Enn sem komið er hafa allir íslendingar getað gengið um aðaldyr sjúkrahúsanna en ekki bara sumir. Þessi stefna leiðir hins vegar til þess að hinir efnaminni gengju bakdyramegin. Þetta vilja íslendingar ekki og hafa sýnt það í ótal skoðanakönnunum. En samt er þráast við eins og dæmin sanna." —Telur þú þá að niðurskurður í heil- brigðiskerfinu undir núverandi ríkisstjórn hafi veríð gerður með það í huga að einka- væða heilbrígðisþjónustuna og taka hana úr höndum samfélagsins? „Ég held að tvennt búi þar að baki: Annars vegar vilja menn spara og leita leiða í því. Röksemdin er sú að þar sem þjóðin sé að safna skuldum verði hún að draga saman seglin, einkum í heilbrigðiskerfinu sem er stærsti pósturinn í ríkisútgjöldum. Þessi röksemd heldur hins vegar ekki þegar grannt er skoðað vegna þess að það er ekki þjóðin sem hefur verið að spara í helbrigð- isútgjöldum að undanförnu. Reikningurinn er enn jafnhár en eina breytingin er sú að nú greiða sjúklingarnir sjálfir þjónustuna í ríkari mæli en áður var. Hlutur samneysl- unnar í kostnaðinum hefur minnkað. Auð- vitað vill fólk sparnað og ráðdeild. En þetta hefur ekkert með slíkt að gera. Þetta er nið- urskurður — sparnaður á fölskum forsend- um. Þá komum við að hinu atriðinu: Það eru ýmsir sem vilja nota niðurskurðinn og samdráttinn til þess að umskapa kerfið sjálft — einkavæða það. Ég minnist þess að heilbrigðisráðherra lýsti því yfir á fundum hér fyrir hálfu ári eða svo að hann ætlaði ekki að stuðla að einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu. Það er auðvitað fráleitt að tala svona því að ef skorið er niður eins og ríkisstjórnin hefur gert er líklegt að fólk leiti annarra lausna — einkalausna — á sínum vanda. Einmitt þetta er nú að gerast á ýmsum sviðum. Sú spurning sem við verðum því að spyrja er þessi: Er íslenska samfélagið að spara eða er verið að umbreyta því? Er verið að draga úr

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.