Tíminn - 13.06.1992, Blaðsíða 15

Tíminn - 13.06.1992, Blaðsíða 15
Laugardagur 13. júní 1992 Tíminn 15 heilmargt fólk sem ég hafði enga þörf fyrir." Ivana veldur höfuðverk í þeim hópi er skáldsöguhöf- undurinn, með hjálp, Ivana Trump, uppyngd með skurðað- gerðum, og hún hefur alger- lega neitað allri hagræðingu. Þó að hún hafi þegar fengið greiddar uppsagnarbætur, heldur hún áfram að valda höf- uðverk. Eftirlætisviðfangsefni meðaumkunar í New York upp á síðkastið — þar sem hún hef- ur aðeins nokkrar milljónir dollara milli handanna nú til að kaupa tískufatnað frá Val- entino — er á 500 blaðsíðum í bók hennar lítið annað að finna en nöfn frægra tísku- hönnuða, ríkar konur sem neyta hádegisverðar á Le Cirque, og hávært bergmál af lífi hennar sjálfrar. Söguhetjan er tékknesk skíðadrottning, mótspilari hennar glæsilegur athafnamaður og eiginmanns- þjófurinn stór, ljóshærð götu- drós með Suðurríkjahreim og allt of mörg atriði sem eru sameiginleg með Marla Ma- ples, kærustu Donalds, fyrir hans smekk. Eftir að hafa borgað Ivönu 25 milljónir dollara í skilnaðar- bætur er „The Donald", eins og hún kallar hann, óskaplega óánægður. „Þessi bók er brot á samningi sem við gerðum fyrir giftinguna, þar sem segir að hún megi ekki skrifa neitt um líf mitt. Hún reyndi að fá því breytt fyrir dómstóli, en tókst ekki... Nú verð ég að ákveða hvað eigi að gera í málinu. Ég reyni alltaf að tala vel um Ivönu, ég mun elska hana alla tíð, vegna þess að hún er móð- ir barnanna minna þriggja og það er mjög erfitt að berjast gegn henni. En það, sem hún gerði, er ófyrirgefanlegt." Bókarhöfundur hefur hins vegar snúið brotthlaupi manns síns upp í auglýsingu á bók- inni, sem hefur stóraukið sölu á henni, ræðusöluframa frúar- innar (innihald ræðanna er „Að þora að vera eins og þú ert"), framleiðslu hennar á snyrtivörum og ilmvatninu Ivana, sem hótað er að komi á markað á hverri stundu. Þáttur Marla Maples í endurreisn Donalds Ef fína fólkið hefur komist að þeirri niðurstöðu að Donald sé drullusokkurinn í bókinni, húsgögnin færðu í mestu úrvali hjá okkur. Als skápur SlSd &&©§@í= HÚSGAGNA HÖLLIN <TEf2Q^sr91-681I9ff heldur hann samt ró sinni og trúlofun hans og Marla Maples — sem hann eyðir með ánægjulegum tómstundum við íþróttir, sem stöku sinnum er lífgað upp á með ljósmynda- skotum paparazzi-ljósmyndara og demantahringskasti — er enn viðhaldið. Hann segir að þau séu guðdómlega ham- ingjusöm. „Fyrri konu minni þótti yndislegt að fara í alla þessa líknarmálakvöldverði, elskaði að vera í sviðsljósinu, að komast í blöðin. Það geri ég ekki." Þvert á móti því, sem ætla mætti, segir hann að Marla sé hlýleg og dygg, heimakær stúlka, sem hann vilji helst af öllu eyða með vetrarhelgum á Mar A Lago, stórkostlegu land- areigninni sinni í Palm Beach þar sem Ivana hefur tryggt sér rétt til að dveljast á stundum, og þar sem prinsinn af Wales kom í heimsókn fyrir tveim sumrum til að virða fyrir sér húsagerðarlistina. „Segðu mér eitt," segir Trump og setur upp áhyggjusvip þjáningarbróður. „Talar lafði Di enn við blaða- menn?" Ekki svo að skilja að nokkur hlutur bugi hann. „Meðan skilnaðurinn og fjár- hagsvandinn stóð yfir, var fólk bara stórundrandi. Það kom til mín og sagði: „Jahérna, þú lít- ur vel út... þú ert unglegri en þú varst fyrir fimm árum!" Og maður verður að geta staðist það. Maður verður að geta sof- ið á næturnar. Þeir, sem geta það ekki, verða að hætta. Ég kann á lífið, maður verður að hugsa jákvætt og þá kemur allt vel út." Hann lítur vissulega út fyrir að vera undir minna álagi en hann á sennilega skilið, með eilíft sólbrúnt liftaraft, grá- sprengt hár sem liðast niður á flibbann, ber ofurlítla auka- þyngd — ef máttarstólparnir í New York kjósa æðstu fremstu eiginkonurnar sínar gegnsætt grannar, gefur það risunum leyfi til að sýna ofurlítla efna- lega yfirþyngd að vissu marki — og tennur sem vitna um kraftaverkin í nútíma tannvið- haldi. Hann er nýlega búinn að vera liðsstjórnandi í líknarmálaleik í „softball" á Yankee Stadion í New York, en meðal Iiðsmanna hans voru Billy Joel og Mi- chael Bolton. Hann nýtur þess töfraljóma, sem leikur um hann. „Hvað mig sjálfan varð- ar, þykir mér gaman að búa til fallega hluti, en kannski finnst fólki það sem ég geri svo glæsilegt vegna þess á hvaða aldri ég er, eða hvernig ég lít út. Ég bara veit það ekki." Er alltaf að leika sjálfan sig Þegar hlustað er á Trump, er maður minntur á að hann er alltaf að leika sjálfan sig — eins og hann gerði þegar hann lék í sjónvarpsþáttunum sem gerðir voru eftir bók Judith Krantz „1*11 Take Manhattan" — og það er hlutverk sem hann er algerlega sáttur við. Blaðamaður fékk far með Trump í lengdri límúsínu og þar sagði hann í trúnaði með- an hann var að hringja til Marla með annarri hendi til að ákveða stefnumót, að hann tæki gildi fjölskyldunnar fram yfir allt annað. Á illkvittnis- andartaki fylltist blaðamaður löngun til að spyrja hann hversu mikils hann mæti það. En gerði það ekki. Vegna þess að af fullkomnu velsæmi og vinsemd er Donald Trump rétt nýbúinn að bjóða blaðamann- inum og fjölskyldu að heim- sækja hann á Flórida og nú kyssir hann spyril bless og býður afnot af bílnum sínum. „Fólk, sem þekkir mig, hefur tilhneigingu til að líka við mig," segir hann. „Þú getur sagt lesendum þínum það." Borgaðu rafmagnsreikninginn áður en þú ferð í fríið! Þáverður heimkoman ánægjulegri Það er ómetanlegt að komast í gott sumarfrí en það er líka notalegt að koma heim aftur - ef allt er í lagi. Áður en við förum göngum við tryggilega frá öllu. Við greiðum rafmagnsreikninginn svo að heimilistækin geti sinnt skyldum sínum í fjarveru okkar og þjónað okkur strax við heimkomuna. Dreifikerfi Rafmagnsveitu Reykja- víkur er eitthvert hið öruggasta í heimi. Viðskiptavinirnir geta treyst á góða og ódýra orku, ef þeir aðeins greiða fyrir hana á eðlilegum tíma. Verði misbrestur þar á bætast við dráttarvextir - og þá er líka stutt í hvimleiða lokun. Rafmagnsreikningar eru sendir út á tveggja mánaöa frosti. Gjalddagi þeirra er 5. dagur næsta mánaöar eftir útgáfudag. Ef reikningur hefur ekki verið greiddur á gjalddaga reiknast á hann dagvextir. Láttu rafknagnsreikninginn hafa forgang! tn RAFMAGNSVEITA REYKJAVÍKUR SUÐURLANDSBRAUT 34 108REYKJAVÍK SÍMI 60 46 00

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.