Tíminn - 13.06.1992, Blaðsíða 16

Tíminn - 13.06.1992, Blaðsíða 16
16 Tíminn Laugardagur 13. júní 1992 Ung kona, komin fjóra mánuöi á leið, fannst stungin til bana á heimili sínu. En hún hafði náð því að særa banamann sinn, sem varð til þess að lög- reglunni tókst að hafa hendur í hári hans. Föstudaginn 30. september 1988 var lögreglan í Garden G.ove í Kaliforníu kölluð að einbýlishúsi í úthverfi borgar- innar. Forsaga málsins var sú að Victoria Mesa, sem þar bjó, hafði ekki komið til vinnu sinnar á fasteignasölu. Vinnufélagar hennar hringdu því í eiginmann hennar, sem var kom- inn til sinnar vinnu, sem aftur hringdi í nágranna til að biðja um að athugað yrði hvað konu hans liði. Þegar nágranninn kom að hús- inu sá hann að bifreið Vicky stóð í innkeyrslunni, lyklarnir í startar- anum og vélin í gangi. Nágranna- konan fékk það strax á tilfinning- una að ekki vaeri allt með felldu. Hún fór því inn í húsið og kallaði á Vicky. Hún gekk um húsið og er hún kom að svefnherberginu, fékk hún skýringu á því hvers vegna köllum hennar hafði ekki verið svarað. Vicky lá upp við vegg, al- blóðug sem og herbergið. Greini- legt var að hún var látin. Ná- grannakonan hraðaði sér heim til sín og kallaði til lögreglu og sjúkralið. Morö snemma aö morgni Við yfirheyrslur komst lögreglan að því að eiginmaður Vicky hélt yf- irleitt til vinnu um kl. 5.50 á morgnana, en hafði farið fyrr þennan tiltekna föstudag. Nágrannakonan, sem kallað hafði á aðstoð, skýrði frá því að maður hennar hefði, er hann fór til vinnu um morguninn, veitt athygli þrek- vöxnum, skeggjuðum manni á reiðhjóli í innkeyrslunni að húsi Mesa-hjónanna. Þetta átti sér stað um kl. 4.25 um morguninn. Þá var pallbíll Mesa-hjónanna farinn og þótti nágrönnunum þetta allt hin einkennilegasta uppákoma. „Skeggjaði maðurinn hafði lagt hjólið sitt upp að öskutunnunum fyrir framan húsið. Ég fór að sækja blaðið og þegar ég leit út aftur var hann horfinn," sagði nágranninn, sem kvaðst ekki hafa hugsað meira um manninn að sinni. Lögreglan hafði mikinn áhuga á skeggjaða manninum. Krufning leiddi í ljós að Vicky hafði fjarri því hlotið hægan dauðdaga. Hún hafði verið stungin með hnífi 26 sinnum — og hún var komin fjóra mánuði á leið. Athafnir lögreglunnar vöktu at- hygli á nágrenninu og nágrann- amir komu á vettvang hver á fætur öðrum, reiðubúnir að gefa allar þær upplýsingar sem þeir gátu. Þeir skýrðu frá því að Vicky hefði verið indæl kona, sem kom sér vel við alla. Hún hafði búið í húsinu frá því að hún var 10 ára gömul, og hafði síðan keypt það af foreldrum sínum er hún gifti sig og stofnaði eigið heimili. Arthur Perez haföi aldrei getað gleymt stelpunni, sem hann haföi veriö skotinn i i gaggó. Skeggjaöur durgur á hjóli Nánari lýsing fékkst einnig af skeggjaða manninum þrekvaxna, og með hana í höndunum hófst lögregl- an handa. Hverfið var girt af og lög- reglumenn hófu leit í nágrenninu, bæði fótgangandi og úr þyrlu. Mann- inum var lýst svo að hann væri af rómönskum uppruna, lágvaxinn en mjög þrekinn, með svart alskegg og yfirskegg. En allar tilraunir mannaveiðaranna og blóðhunda þeirra vom til einskis. Morðinginn hafði sloppið úr neti lög- reglunnar og horfið. Lögreglumennimir fundu engin merki um innbrot í húsi Mesa-hjón- anna. Öryggiskeðjan hafði ekki verið fyrir og dymar vom opnar. Síminn hafði verið rifinn úr sambandi og honum grýtt yfir þvera stofuna. Lögreglumennimir snem aftur á stöðina og vom engu nær. En þegar David Abrecht lögreglufulltrúi, sem fafin hafði verið stjóm rannsóknar málsins, las krufningarskýrsluna, fékk hann hugljómun. Réttarlæknir- inn hafði tímasett dauðastund Vicky á milli kl. 4.30 og 5.00 um morgun- inn. Á þeim tíma fengu íbúamir við götuna morgunblaðið sitt Það var einnig á þeim tíma sem nágranninn handan götunnar hafði séð skeggj- aða manninn á hjólinu í innkeyrslu Mesa-hjónanna. Röng slóö Abrecht ljómaði í framan þegar hann sneri sér að undirmönnum sín- um og sagði: „Þetta er of auðvelt Ég vil fá að tala við náungann sem ber út blöðin." Lögreglumenn héldu þegar til skrif- stofú blaðsins og fengu þar að vita að drengurinn, sem yfirleitt bar út blöð- in, væri á sjúkrahúsi og að faðir hans leysti hann af. Þeir héldu þegar heim til mannsins og sáu þegar að hann líktist á engan hátt manninum á hjólinu. Aftur á byijunarreit Þegar morð em ffamin, beinast augu lögreglunnar fyrst og fremst að nánustu ættingjum. Lögreglumenn- imir vissu að eiginmaður Vicky hafði haldið óvenju snemma til vinnu á morðdaginn. Aðspurður sagði hann að það hefði verið samkvæmt ósk

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.