Tíminn - 07.11.1992, Blaðsíða 2
2 Tíminn
Laugardagur 7. nóvember 1992
Ef gengi krónunnar yrði fellt um 30% mundu skuldir sjávarútvegsins aukast um 18 milljarða
og verðbólgan yrði um og yfir 20% í árslok 1993. Hagdeild ASÍ:
Skertar ráðstöfunartekjur
og aukin skuldasöfnun
Ef farín verður sú leið að lækka gengi íslensku krónunnar um 30% frá upp-
hafi til loka næsta árs, mundi staða sjávarútvegsins verða hin sama og hún
er í dag nema að skuldir atvinnugreinarinnar mundu aukast um 18 millj-
arða króna og líklegt að verðbólgan verði um og yfir 20%. Að sama skapi
mundu ráðstöfunartekjur heimilanna skerðast og skuldir þjóðarbúsins
aukast allverulega, samkvæmt mati hagdeildar Alþýðusambands íslands.
f skýrslu hagdeildarinnar um stöð- Heildarskuldir sjávarútvegsins voru
una í efnahagsmálum og horfumar taldar nema 91 milljarði um mitt árið
framundan kemur fram að árið 1989
var gengi krónunnar fellt um rúmlega
30% og verðlag hækkaði um 25% inn-
an ársins. í maí það ár var gerður
kjarasamningur sem fól í sér 10%-
12% launahækkun á samningstíman-
um til áramóta 1989 og á þeim tíma
lækkaði kaupmáttur launa um rúm-
lega 9% á árinu. Hins vegar er það
mat hagdeildar ASÍ að ýmislegt í efna-
hagsvandanum um þessar mundir sé
ólíkt því sem verið hefur og í því sam-
bandi nefna þeir skuldastöðu þjóðar-
búsins, fyrirtækja, heimila, áhrif verð-
bólgu á nýsköpun og endurskipulagn-
ingu atvinnulífsins.
en í árslok er áætlað að þær verði um
95 milljarðar. Af þeim voru 54 millj-
arðar gengistryggðir, 17 milljarðar
verðtryggðir og 24 milljarðar á nafn-
vöxtum eða hjá viðskiptavinum.
Gengisfelling uppá 30% mundi hækka
gengistryggðu skuldirnar um 16
milljarða og verðtryggðu skuldimar
mundu hækka um 2,5 milljarða, eða
samtals um tæpa 19 milljarða. Vaxta-
byrði vegna þessara lána mundi auk-
ast um 5,5 milljarða og þar af 1,5
milljarðar vegna gengistryggðu lán-
anna, 300 milljónir vegna verð-
tryggðu Iánanna og 3,8 milljarðar
vegna nafnvaxtalánanna. Þar til við-
bótar mundu afborganir aukast um
rúma 2 milljarða.
Samanlagt mundi greiðslubyrði lána
sjávarútvegsins því aukast um 7-8
milljarða á næsta ári, en markmið
30% gengisfellingar væri að bregðast
við vanda greinarinnar sem nemur
um 6 milljörðum króna halla á næsta
ári. í lok næsta árs yrði því staða sjáv-
arútvegsins verða nákvæmlega hin
sama nema hvað skuldimar verða 18
milljörðum króna meiri og verðbólg-
an í árslok 1993 verður um og yfir
20%.
Þar sem rúmlega helmingur láns-
kjaravísitölunnar er laun mun hún
hækka nokkuð minna en sem nemur
hækkun framfærsluvísitölunnar eða
um 15%. Heildarskuldir heimilanna
hafa vaxið úr 135 milljörðum í árslok
1989 í 220 milljarða í ársbyrjun 1992
og er bróðurparturinn verðtryggður
með lánskjaravísitölu og afgangurinn
á nafnvöxtum, en hver fjölskylda
skuldar sem nemur 3,4 milljónum
króna. Miðað við að meðalgreiðslu-
byrði lánanna á ári sé um 374 þúsund
krónur mundi 15% hækkun láns-
kjaravísitölunnar auka greiðslubyrð-
ina um 56 þúsund á ári eða um 4.700
krónur á mánuði. Miðað við að meðal-
tekjur hjóna séu um 220 þúsund á
mánuði er viðbúið að ráðstöfunartekj-
ur þeirra skerðist um 2%-3%.
Heildarskuldir þjóðarbúsins gagn-
vart útlöndum eru taldar nema 188
miljörðum króna í ár. Á næsta ári er
reiknað með að viðskiptahallinn verði
um 13 milljarðar þannig að heildar-
skuldimar aukist í 201 milljarð, sem
gerir um 800 þúsund á hvern íslend-
ing. Afleiðingar 30% gengisfellingar
mundu auka erlendu skuldimar um
60 milljarða sem þýðir að hvert
mannsbam í landinu skuldar sem
nemur einni milljón króna, sam-
kvæmt mati hagdeildar Alþýðusam-
bands íslands. -grii
Landgræðslufélag stofnað í Öræfum:
Fyrsta félagið
sinnar tegundar
Nýjar mynda-
sögur byrja í
Tímanum í dag
Myndasögumar sem verið
hafa í Tímanum að undan-
förau eru nú þrotnar bjá
framleiðanda þeirra. í þeirra
stað kynnir Tíminn í dag nýj-
ar, spennandi og skemmtileg-
ar myndasögur.
Þær eru um harðsnúna kaup-
sýslukonu sem heitir Agata og
auk hennar um tvo gamla
kunningja; Hvell-Geira og
Kubb. Góða skemmtun.
-Blaðsíða 26
Menning og
tunga í hættu
Menning og tunga íslendinga
eru verðmæti sem núverandi
ríkisstjórn má ekki setja í
hættu vegna tímabundinna
efnahagserfiðleika," segir í
ályktun Sunnlenskra kennara.
Á fundinum var samþykkt
ályktun þar sem varað er alvar-
lega við breytingum á starfs-
grundvelli Námsgagnastofti-
unar og fræðsluskrifstofa.
Jafnframt var áformum um
bókaskatt mótmælt. -HÞ
Landgræðslufélag Öræfinga, Aus-
ur- Skaftafellssýslu, var formlega
stofnað sunnudaginn 1. nóvember
sl.
Þetta er fyrsta félag sinnar tegunar
á landinu og er markmið þess að
vinna að alhliða landgræðsluverk-
efnum í Öræfum í nánu samstarfi
við Landgræðslu ríkisins. Á stofn-
fundinn mætti fólk frá nær öllum
bæjum í Öræfum og viðstaddir voru
einnig landbúnaðarráðherra, Hall-
íslenskar iðnaðarvörur eiga erfitt uppdráttar á innan-
landsmarkaði:
Hlutur innlendrar
vöru minnkar mjög
Nýjustu upplýsingar um markaðshlutdeild íslensks iðnaðar á innanlands-
markaði sýna að hlutdeild innlendra vara á markaðnum hefur minnkað veru-
lega á undanförnum árum.
Versnandi samkeppnisstaða iðnað-
arins hefur leitt til þess að starfsfólki
í iðnaði hefur fækkað umtalsvert og
könnun Þjóðhagsstofnunar um at-
vinnuástandið í september leiddi í
ljós að atvinnurekendur í iðnaði
vildu fækka einna mest við sig fólki,
eða sem nemur 385 starfsmönnum.
Næst á eftir iðnaðinum komu svo
atvinnurekendur í verslun- og veit-
ingastarfsemi sem vildu fækka
starfsmönnum um 195.
í skýrslu hagdeildar Alþýðusam-
bandsins kemur fram að af innlend-
um iðnaðarvörum eru það einna
helst málningarvörur, sælgæti og
hreinlætisvörur sem hafa haldið
þokkalegri markaðshlutdeild sem þó
hefur aðeins sigið niður á við. í kaffi-
brennslu hefur markaðshlutdeildin
minnkað úr 87% árið 1980 í 43% ár-
ið 1991 og í húsgagna- og innrétt-
ingasmíði hefur markaðshlutdeildin
minnkað verulega. -grh
dór Blöndal, Egill Jónsson alþm. og
Sveinn Runólfsson landgræðslu-
stjóri. Gerðar voru samþykktir um
störf félagsins og kosin stjóm en
hana skipa Öm Bergsson á Hofi sem
er formaður, Sigurgeir Jónsson á
Fagurhólsmýri sem er ritari, og
Gísli S. Jónsson á Hnappavöllum
sem er gjaldkeri.
Fyrsta verkefni félagsins er gerð
landgræðsluáætlunar fyrir Hofs-
hrepp, sem unnin verður í nánu
samstarfi við Landgræðslu ríkisins
og Skógrækt ríkisins. Gert er ráð fy-
urir að önnur verkefni verði unnin
af heimafólki í sveitinni eins og önn-
ur landgræðslustörf bænda í sam-
ræmi við bókun VI í búvörusamn-
ingnum.
Framkvæmdir eru þegar hafnar við
að girða og friða hlíðarnar ofan veg-
ar frá Hofsbæjum og austur að
Hnappavöllum. Verður lögð áhersla
á að endurheimta landgæði þessa
svæðis.
Þá er stefnt að því að hefta sandfok
við Ingólfshöfða, stuöla að landnámi
birkiskóga við Svínafell og víðar og
hefta landbrot af völdum Kotár. Mik-
il samstaða og áhugi ríkti meðal
fundarmanna um að takast á við
þessi verkefni af fullum krafti.
Garöari þvegið
Aöeins fastar þarna, gæti Garöar Cortes óperusöngvari veríö aö
segja viö Pétur Pétursson rakara á rakarastofu Péturs Guöjóns-
sonar á Skóiavöröustígnum. Þeir stóöu I miöjum hárþvotti, Pétur
sem gerandi og Garðar sem þolandi, þegar Ijósmyndari Tímans átti
leið hjá.Tlmamynd Áml Bjama
Ríkismatið telur óljóst hvort landanir rússneskra vinnsluskipa verða leyfðar eftir áramót:
Uppfylla hvorki kröfur EB né íslands
Við skoðanir Ríkismats sjávarafurða á hreinlætis- og búnaðarþáttum um
borð í rússneskum vinnsluskipum hefur komið í ljós að almennt uppfylla
þau ekki íslenskar búnaðarkröfur né þær kröfur sem Evrópubandalagið ger-
ir til vinnsluskipa. Af þeim sökum telur Ríkismatið óljóst hvort landanir
þessarar skipa verða leyfðar eftir áramót þegar reglur EB varðandi innflutn-
ing afurða utan bandalagsins taka gildi. Frá þessu er greint í síðasta frétta-
bréfi Ríkismatsins.
En eins og kunnugt er hafa færst
í vöxt á síðustu misserum kaup ís-
lenskara fiskvinnslustöðva á rúss-
neskum freðfiski til vinnslu og sölu
úr landi. Með þessum kaupum er
innlend fiskvinnsla að reyna að bæta
sér upp vöntun á hráefni sem orsak-
ast hefur vegna skertra veiðiheim-
ilda. Um næstu áramót taka í gildi
reglur Evrópubandalagsins varðandi
innflutning afurða frá löndum utan
EB. Þar segir að tryggja skuli að þau
skilyrði sem gilda um innflutning
frá löndum utan EB séu að minnsta
kosti sambærileg við þau sem gilda
um framleiðslu og markaðssetningu
afurða bandalagsins.
Ríkismatið vekur einnig athygli á
því að umræddur fiskur öðlast ekki
íslensk upprunaréttindi þótt hann
sé unninn hérlendis og nýtur því
ekki tollaafsláttar innan EB-mark-
aðarins frekar en erlend rækja. Þá
mun þetta einnig eiga við ísfisk frá
erlendum skipum sem hyggjast
landa sínum afla hér.
Þá hafa skoðanir Ríkismatsins á
förmum erlendra vinnsluskipa leitt í
ljós að hráefnið er misjafnt að gæð-
um. Þótt fiskurinn hafi verið ffystur
nýr hefur blóðgun og þvottur stund-
um mátt vera betri og t.d. hefur er-
lendum skipum verið vísað frá No
egi m.a. vegna slæmrar meðferðar
hráefni.
Þar í landi hafa menn brugðið á þ;
ráð að leiðbeina Rússum um me
ferð aflans og m.a. hafa þeir þ>
leiðbeiningar um veiðar og vinns
á rússnesku og jafnframt ha
norskir matsmenn farið í nokk
túra á rússneskum togurum se
leiðbeinendur.