Tíminn - 07.11.1992, Blaðsíða 28

Tíminn - 07.11.1992, Blaðsíða 28
AUGLYSINGASIMAR: 680001 & 686300 Askriftarsími Tímans er 686300 KERRUVAGNAR OG KERRUR Bamaíþróttagallar á frábæm verði. Umboðssala á notuðum bamavömm. Sendum í póstkröfu um land allt! BARNABÆR, Ármúla 34 Símar: 685626 og 689711. VERIÐ VELKOMIN! Bílasala Kópavogs Smiðjuvegi 1, 200 Kópavogi SÍMI 6421901 Vantar nýlega bíla. Mjög mikil eftirspurn. VERIÐ VELKOMIN líminn LAUGARDAGUR 7. NÓV. 1992 Alfreð Þorsteinsson varaborgarfulltrúi: Davíð vill hækka út- svará Reykvíkinga „Það mjög athyglisvert að Davíð Oddsson, forsætisráðherra og fyrsti borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hefur nú í fyrsta sinn Ijáð máls á því að fella aðstöðugjöldin niður og hækka útsvar Reykvík- inga,“ segir Alfreð Þorsteinsson varaborgarfulltrúi í tilefni fyrir- spumar fyrir borgarstjóm um hækkun útsvars og afnám aðstöðu- gjalds. Áborgarstjórnarfundi á fimmtudag hafnaði Alfreð Þorsteinsson vara- borgarfulltrúi því að Framsóknar- flokkurinn styddi framkomnar hug- myndir um að auka skattbyrði Reyk- víkinga með því að hækka útsvör á einstaklinga ef aðstöðugjöld á iyrir- tæki yrðu lögð niður. Alfreð álítur að til að bæta tekjutap vegna niðurfellingu aðstöðugjalds þyrftu útsvör í borginni að hækka úr 6,7% í 9,1%. Hann telur að þá Rúta útaf á Hellisheiði Rúta fór útaf á Hellisheiði í gær í fljúgandi hálku og hvassviðri. Ökumanninum tókst að koma bíln- um upp á veginn aftur og varð eng- um meint af. Mjög hvasst var á heið- inni og glerhált. Að sögn lögregl- unnar á Selfossi var mikið um að fólk hringdi til að spyrjast fyrir um aðstæður á heiðinni. -HÞ myndi skattbyrði hjóna t.d. með 2,5 millj.kr sameiginlegar tekjur aukast um 60.000 kr. Fyrirspurn Alfreðs hljóðaði upp á hvort Sjálfstæðisflokkurinn hygðist beita sér fyrir afnámi aðstöðugjalds og hækka útsvör einstaklinga til að mæta tekjuskerðingunni sem af því myndi leiða. Alfreð segir að Davíð Oddsson hafi Ijáð máls á niðurfell- ingu aðstöðugjalds í viðtali við Morgunblaðið þann 1. nóvember. Tilefni fyrirspurnarinnar var það að svo virðist sem tvær ólikar skoðanir séu uppi meðal forystumanna Sjálf- stæðisflokksins. Tveir borgarfulltrú- ar hans hafi nýlega Iýst yfir stuðn- ingi við niðurfellingu aðstöðugjalds á sama tíma og borgarstjóri hafi lýst sig andvígan breytingunni. Markús Örn Antonsson borgar- stjóri svaraði lyrirspurninni. Hann efast um að þessi leið verði farin en segir að málin séu í skoðun hjá Sambandi ísl. sveitarfélaga og að ekkert verði aðhafst fyrr en þeirri skoðun lýkur. -HÞ VITA- OG HAFNAMALASKRIFSTOFAN vinnur nú að undirbúningsrannsóknum við höfnina á Keilisnesi og færtil þess um 45 millj. kr. á þessu ári. Tilraunir með líkan af fyrirhugaðri höfn leikur stórt hlutverk í rannsóknunum. Hér standa ráðherrarnir Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra og Halldór Blöndal samgönguráðherra eins og tveir Gúliverar á bryggju líkansins. Veröi höfnin einhvern tímann að veruleika mun hún verða dýpsta höfn landsins eða um 14 metrar. Tfmamynd Ami Bjama Bændur greiða í atvinnuleysistryggingasjóð en: IÐGJÖLDUM FYLGJA ENGIN RÉTTINDI „Það er óþolandi að bændur þurfl að greiða til atvinnuleysis- tryggingasjóðs án þess að fá jafnframt réttindi," segir Hákon Sigurgrímsson, framkvæmdastjórí Stéttarsambands bænda. Bændur eru skuldbundnir sam- kvæmt lögum sem sett voru árið 1990 að greiða gjald til atvinnu- leysistryggingasjóðs. í umræðum um málið á Alþingi var rætt um að endurskoða ákvæði laga um at- vinnuleysistryggingar m.a. að því er varðar bótaréttindi þar sem fleiri aðilar en áður greiði til Atvinnu- leysistryggingasjóðs. Nefnd sem starfaði árið 1991 að því að endur- skoða lögin var lögð niður þegar ný ríkisstjóm tók við. Fjármálaráð- herra og landbúnaðarráðherra undirrituðu bókun með búvöru- samningi í ágúst sl. Þar er sagt að aðilar séu sammála um að skil- greina rétt bænda til atvinnuleysis- bóta og launatryggingar vegna gjaldþrota í samræmi við álagt tryggingagjald. Hákon segir að þetta eigi ekki bara við bændur heldur alla sjálfstætt starfandi atvinnurekendur. „Ef þetta verður ekki leiðrétt þá hljóta bændur að krefjast þess að gjaldið verði lækkað sem þessu nemur,“ bætir Hákon við. -HÞ ...ERLENDAR FRETTIR... DENNI DÆMALAUSI ÓSLÓ Gro Harlem Brundtland sagði af sér í gærkvöldi Forsætisráöherra Noregs, Gro Harl- em Bmndtland, sagöi af sér embætti ( gærkvöldi. Hún vildi ekki tilgreina ástæöur uppsagnarinnar, kvaö þær persónulegs eölis. Taliö er aö ástæöan kunni aö vera sú aö hún missti son sinn fyrir tveimur vikum. BRUSSEL I Evrópubandalagið vandfa Evrópubandalagslöndin eiga nú á hættu aö sundrast sökum stöövunar viöskiptasamninga viö Bandaríkin. EB hyggur þó ekki strax á hefndir sökum viöskiptahafta Bandarikjanna sem EB telur ólögleg. LONDON Major og Delors sammála Forsætisráöherra Breta, John Major, og Jacques Delors, forseti Evrópu- bandalagsins, em sammála um aö GATT-viöræöumar veröi aö taka upp aö nýju til þess aö foröast viöskipta- striö viö Bandarlkin. LITTLE ROCK, ARKANSAS Clinton býr sig undir embættið Nýkjörinn forseti Bandaríkjanna, Bill Clinton, og samstarfsmenn hans hafa nú hafiö undirbúning aö þvi hvernig fyrstu 100 dögum hans í embætti skuli fariö. Clinton verður svarinn inn I embættiö þann 20. janúar næstkomandi. Á milli þess sem Clinton undirbjó embættistök- una meö þvi aö velja sér nánustu samstarfsmenn og setja sér starfs- stefnu ræddi hann við erlenda þjóö- arleiötoga og hugaöi aö málum Ark- ansasfylkis. SARAJEVO Flóttamenn stöðvaðir Leiötogar múslima I Sarajevo hafa stöövaö áætlanir Rauöa krossins um aö flytja flóttamenn frá borginni, en margir halda þvi aö þeir muni samt sem áöur freista þess aö flýja borg- ina, fótgangandi ef ekki vill betur. LUANDA Savimbi leitar til Sameinuðu þjóðanna Jonas Savimbi, leiötogi UNITA, hef- ur skoraö á Sameinuðu þjóöirnar aö beita sér fyrir þvl aö friöur komist á I Angóla og segir aö síöustu bardagar hafi kostaö allt aö 15.000 manns lif- iö. LONDON Bretar biðjast vægðar Breska ríkisstjórnin neitar þvi aö hún sé viljandi aö tefja gildistöku Ma- astricht-samkomulagsins og baö samherja sína innan Evrópubanda- lagsins aö sýna skilning á þeim inn- anlandserfiöleikum sem Bretar eigi viö aö stríöa um þessar mundir. MOSKVA Herþyrla ferst Aö minnsta kosti 31 maöur lét lifiö þegar herþyrla fórst skammt frá An- apa viö Svartahafiö I suöurhluta Rússlands. BONN Þriðji hver Þjóðverji trúir á nasismann Skoöanakönnun sem gerö var sökum vaxandi ofbeldis hægrimanna i Þýska- landi leiddi I Ijós aö þriöji hver Þjóöverji telur aö nasistatlmabiliö hafi átt sinar góöu hliöar og aö gyöingar eigi aö hluta sjálfir sök á þeim ofsóknum sem þeir hafa mátt sæta i gegnum tiöina. „Kúrekar éta ekkert kókópuffs. Þeir snæða brasaöar galtar- vambir með hrærðum strútseggjum og drekka blek sterktkaffi, sem fær háríð til að hrislast á bringurmi á þeim.“

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.