Tíminn - 07.11.1992, Blaðsíða 12

Tíminn - 07.11.1992, Blaðsíða 12
12 Tíminn Laugardagur 7. nóvember 1992 Hagræðingarmögu- leikar í búvörufram- leiðslu eru hvergi tæmdir. Gunnar Gunnarsson fram- kvæmdastjóri: Tíminn ræddi við Gunnar Gunnars- son, framkvæmdastjóra Véla og þjónustu hf., um hvemig samdrátt- ur í landbúnaði hefði komið niður hjá þjónustuaðilum landbúnaðarins og hvemig menn löguðu sig að breyttu umhverfi. „Varahluta- og rekstrarvörusala hjá Vélum og þjónustu hefur heldur aukist undanfarið, væntanlega með aul inni markaðshlutdeild fyrirtæk- isins, en vélasöluþátturinn hefur bæði hjá okkur og í heild dregist verulega saman. Þannig var heildar- sala dráttarvéla og heyvinnuvéla nú eftir fyrstu níu mánuði ársins aðeins helmingur þess, sem flutt var inn og selt á síðasta ári. Við höfum gert ráð fyrir um þriðjungs samdrætti, en hjá okkur hefur þetta komið út þannig að samdráttur í sölu á vélbúnaði er rétt um 25%, en varahluta- og rekstrarvörusala hefur heldur auk- ist, enda höfum við þar leitaö á ný mið.“ Gunnar segir að vitanlega hafi þetta komið niður á rekstri fyrirtækisins, enda þurfi það að bera ákveðinn fastakostnað í húsnæði og aðstöðu. Á móti komi að ekki hafi verið ráðið í þau störf, sem losnað hafí, og ýtr- asta spamaðar verið gætt sem og að- halds í reksturskostnaði og auglýs- ingurri, og höfuðáhersla lögð á þjón- ustu við viðskiptamenn. Oft heyrist að aðföng til búvöru- framleiðslu séu hér dýr, svo sem vél- ar og tæki. „Eg hygg að almennt sé rétt að svara þessu játandi fyrir bænda hönd. Þó hygg ég að vélaþátturinn skeri sig úr með hóflegum eða lág- Heyrúllur geymast prýöilega útivið I skjóli og kostnaöur viö aö byggja hlööur sparast. rekstri og hagstæðum innkaupum. Þannig nefnir hann sem dæmi að nákvæmlega eins dráttarvél og aug- lýst er í Bretlandi á 2,2 milljónir sé föl hjá fyrirtæki sínu á rúmlega 1,6 milljónir, og rúllubindivél sem hér kosti 800 þúsund kr. kosti í Noregi yfir milljón. Ný tækni sem stóriækkar rekst- urskostnaö bú- anna Gunnar bendir á að ýmsir rekstrar- þættir búanna hafi undanfarin ár og mánuði stórlækkað í verði og nefnir sem dæmi girðingakostnað. Hann geti þannig boðið efni í kflómeters langa girðingu fyrir um 48 þúsund kr. og uppsett kosti girðingin um 75 þúsund kr. Hér er um að ræða raf- girðingu, en hefðbundin girðing jafhlöng kosti uppsett miklu meira, eða um 180 þúsund kr. Þannig kosti rafgirðingar aðeins rúmlega 40% af Ný tækni getur enn.stór- lækkað kostnað búanna um tilkostnaði. í það minnsta sé ég að dráttarvélar og heyvinnuvélar eru hér mjög mikið lægri í tilkostnaði en í nágrannalöndunum, enda höfum við stundað lítilsháttar útflutning héðan. Þannig fá Grænlendingar vél- búnað ódýrari frá íslandi en frá bæði Danmörku og Noregi og við erum með mun lægra verð en breskir bændur þurfa að greiða fyrir sam- svarandi búnað. Auðvitað má líka segja að við liggjum ekki eins á bændastéttinni með áróður og sölu- mennsku, en slíkt kostar auðvitað peninga og hlýtur að koma fram í verðlagi á þjónustunni. Hvergi ann- ars staðar frá er hægt að slíkan kostnað greiddan." Gunnar segir að í níu mánaða milli- uppgjöri fyrirtækisins komi fram lít- ils háttar hagnaður og enn sjái menn leiðir til að hagræða og spara í RULLUBINDIVEL KRONE KR-130 Þróuð eftir reynslu íslenskra bænda Endurbætt sópvinda og bindikerfi. Lítil orkuþörf og einföld bygging auka öryggi og afköst fyrir minni kostnaö. Fáeinar vélar á sérstöku haustverði. Rafgiröingar eru miklu ódýrari en heföbundnar giröingar. Þar munar rff- lega helmingi. KRONE Látið KRONE vinna verkin & Járnhálsi 2 Sími683266 ^HF 110 Reykjavík HEIM! ALMENN FJÁRSÖFNUN 2.-15. NÓV. 1992 STÓNDUM SAMAN 0G SYNUM VIUANNIVERKI! Prátt fyrlr rúmlega tveggja ára þrotlausa baráttu, hefur hvorkl genglb né rekiö I því að ná börnunum Dagbjörtu og Rúnu helm frá Tyrklandl. Marglr hafa lagt málinu 110 og sýnt vlljann i verkl, en betur má ef duga skal. MeO samstllltum stuOnlngi íslensku þjóöarlnnar má leiöa þetta erfiba mál til farsælla lykta. VIO skulum öll elga okkar þátt í því aö réttlætlö slgrl ab lokum. Hægt er aö greiöa framlag meö greiöslukortl. Hafiö kortiö viö höndina þegar þér hringiö. Elnnlg er hægt aö grelöa meö glróseöll sem sendur veröur helm. SÖFNUNARSÍMI: ■ VIÐ ERUM VIÐ SIMANN KL. 10-22. FjórgxsluaÍili: Landsbanki Islands. Samslarfshópurinn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.